Morgunblaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. apríl 1944 — Ástandið í Þýzknlondi i Framh. af bls. 7. langt inn fyrir eystri ,,út- • virki Evrópuveggjarins“. Ef Stalin verður fyrri til Þýska lands, óttast Þjóðverjar hefndaraðgerðir hans. I herstjórnartilkynningum þýsku yfirherstjórnarinnar er gortað mjög af gereyð- ingu þeirri, sem framkvæmd sje á undanhaldi hersins. Hvernig sem Göbbels reynir að mála innrás bandamanna fyrir þjóð sinni sem úrslita- átökin, þá getur hann þó aldrei sannfært landa sína um það, að hún sje annað en mildur sumarandvari í samanburði við ógnirnar af rússnesku hernámi. En til þess að skilja rjetti- lega sálarástand og viðhorf meiri hluta þýsku þjóðar- innar nú, þá er nauðsynlegt að taka með í reikninginn áhrifin. af loftárásum banda manna, einkum á íbúa borg anna, og áróður nasista varð andi það: „Hvað verður um Þýskaland, ef’ vjer töpum styrjöldinni". í þessu sam- bandi er nauðsynlegt að vita það, að hugleiðingar banda- manna um það, hvemig ætti að fara með Þýskaland, eft ir að það hefir verið sigrað, hefir verið sem sending af himni fyrir lýðæsingamann inn Göbbels, sem hagræðir öllu þannig, að það sje í sem bestu samræmi við tilgang hans. Eftir sennileikalögmálinu ætti þýska þjóðin að vera i orðin algjörlega örmagna og i hafið uppreisn í einskærri örvæntingu vegna allra þeirra skelfinga, sem hún hefir orðið að þola undir sprengjuregni bandamanna. Hvers vegna hafa Þjóðverj- ar ekki hafið uppreisn fyrir löngu síðan? Þjóðverjar berjast í örvæntingu. ÞÝSKA ÞJÓÐIN trúir ekki lengur á sigurinn. Hún hefir mist trúna á Hitler — trú, sem nálgaðist dýrkun. Þessi guð er nú fallinn úr hásæti sínu, en Þjóðverjar halda engu að síður áfram að berjast bæði á vígstöðv- unura og heima. Þeir gera það ekki vegna Hitlers eða nasistastjórnkerfisins, held- ur í því skyni að reyna að bjarga eins miklu af Þýska- landi og auðið er, en í huga hins óbreytta borgara þýðir það framtíð hans, vinnu hans og heill fjölskyldu hans. Hann er orðinn grip- inn einskonar örvæntingu vegna blekkinga nasista og slungins áróðurs. „Athugið hvað óvinimir ætla að gera við oss“, hljóm- ar frá hljóðnema Göbbels. „Ef vjer töpum styrjöldinni, mun Þýskaland verða vett- vangur hefnda og blóðsút- hellinga fyrir óvinina. Þeir munu hluta Þýskaland sund ur og senda menn í þrælk- unarvinnu til Rússlands og landa þeirra, sem vjer nú höfum hernumið. Erlendir herir, rússneskir, amerískir og enskir munu vaða yfir landið og kúga íbúana í margar kynslóðir. Útlending ar munu sjá um mentun barnanna og þýsk menning mun upprætt". Þannig heldur lýsingin á- fram í sama anda, og ekki er annars að vænta en þjóð- in verði fyrir áhrifum af þessum áróðri, sem hún dag- lega heyrir. Framkoma Rússa. FÁEINIR ÞJÓÐVERJAR vænta björgunar frá Moskva og tækifæris til þess að end- urreisa Þýskaland, sem þeg ar tímar líða geti komið fram hefndum á Englandi og Bandaríkjunum. Stalin hefir verið grunsamlega þög ull um meðferð Þjóðverja eftir stríð. Hann hefir jafn- vel látið ótvírætt í Ijós þá skoðun, að það væri óger- legt og enda óæskilegt að tortíma Þýskalandi ög hern aðarvjel þess. Þetta hefir ekki farið framhjá vissum aðilum í Þýskalandi, og ekki heldur það, að í stjórnar- nefnd frjálsra Þjóðverja, sem sett hefir verið á lagg- irnar í Moskva, eru allmarg ir herforingja. En nasistaforingjarnir hafa fyrir löngu gert sjer það ljóst, að þeir hafa tapað stríðinu, á sama hátt og þeir skilja það, að ómögulegt er fyrir þá að sundra banda- mönnum um það eina við- fangsefni, sem nú skiftir meginrfiáli — að sigra Þýska land og brjóta nasismann á bak aftur. Aðalfundur Fjelags íslenskra iðnrek- enda. AÐALFUNDUR Fjelags ís- lenskra iðnrekenda var hald- inn 27. mars. Mörg hagsmunamál iðnrek- enda voru þar rædd, og eftir- farandi samþyktir gerðar: „Aðalfundur Fjelags ísl. iðn rekenda, haldinn 27. mars 1944, skorar á bæjarstjórn Reykja- víkur að bæta sem allra fyrst úr þeim rafmagnsskorti, sem að undanförnu hefir valdið stór kostlegum truflunum á öllum iðnrekstri og bakað iðnrekend- um geysilegt tjón. Jafnframt skorar fundurinn á bæjarstjórn ina að sjá um, að ekki verði lagt svo mikið á hina nýju Ljósafossstöð, að raforkuskort- urinn geri strax eða fljótlega vart við sig og í sama horf sæki í þessum efnum og nú á sjer stað. Loks vítir fundurinn það harðlega, að upphitun húsa með rafmagni skuli eiga sjer stað á sama tíma og iðnrekendur verða að stöðva rekstur sinn vegna rafmagnsskorts“. „Aðalfundur Fjelags ísl. iðn- rekenda, haldinn 27. mars 1944, skorar á bæjarstjórn Reykja- víkur að bæta nú þegar úr þeim vatnsskorti, sem nú um nokk- ur ár hefir hindrað atvinnu- rekstur hjer í bænum, sjerstak- lega í verksmiðjum er fá vatn úr þeim æðum, sem liggja um Laugaveg. Skorar fundurinn á bæjarstjórnina að láta nú þeg- ar loka þeim hliðaræðum, sem liggja frá Laugavegsæðinni nið ur í höfnina“. Fjelagsformaður: Sigurjón Pjetursson. Gjaldkeri: Bjarni Pjetursson. Ritari: Sigurður B. Runólfsson. Meðstjómendur: Sigurður Waage, Kristján Jóh. Kristjánsson. — Varastjórnar- menn: Arnbjörn Óskarsson, Helgi Sívertsen. Útvarpið um páskana ÚTVARPIÐ í DAG: (Skírdagur) 11.00 Messá í Dómkirkjunni (fyr ir altari: síra Friðrik Hall- grímsson og síra Sigurbjörn Einarsson. — Prjedikun: síra Sigurbjörn Einarsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar (plötur): a) Tónverk eftir Corelli, Vi- valdi og Bach. b) 15.30 Þættir úr óratóríum. 19.25 Hljómplötur: Passacaglia í c-moll og toccata og fúga i d- moll, eftir Bach. 20.00 Frjettir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). a) Lög úr söngleiknum „Guð- spjallamaðurinn“ eftir KiSnzl. b) Forleikur að óratóríinu „Paulus“ eftir Mendelsohn. c) Lofsöngur eftir Beethoven. 20.50 Upplestur dr. Einar Ól. Sveinsson): a) Úr Sólarljóð- um. b) Leiðsla eftir Matth. Joch. c) Kvæði eftir Púskin. 21.10 Orgelleikur í Dómkirkjunni (Páll ísólfsson): a) Walter: Kóraltilbrigði yfir „Margt er manna bölið“. c) Bach: Fúga í g-moll. c) Mendelssohn: Sónata í d- moll. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: (Föstudagurinn langi) 11.00 Messa í kapellu Háskólans (síra Jón Thorarensen). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sira Jón Auðuns). 15.30 Miðdegistónleikar (plötur) Tónverk eftir Palestrina og Bach. 19.25 Hljómplötur: Þættir úr Mattheusarpassíunni eftir Bach, og „Messias“ eftir Han- del. 20.20 Erindi: Föstudagurinn langi (Sigurður Einarsson dósent). 20.45 Sálumessa eftir Verdi (hljómplötur). Flutt af ítölsk- um söngvurum. LAUGARDAGUR 8. APRÍL: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Kantata nr. 152 eftir Bach. 20.00 Frjettir. 20.20 Einsöngur (Maríus Sölva- son tenór): a) Gígjan eftir Sigfús Einarsson. b) Vöggu- vísa eftir Schubert. c) Heið- bláa fjólan eftir Þórarin Jóns- son. d) M’appari Tutta mor, úr óperunni Martha eftir Weber. 20.35 Upplestur og tónleikar. 21.50 Frjettir. 22.00 Hljómplötur: Þættir úr tón verkum frægra höfunda. SUNNUDAGUR, 9. APRÍL: (Páskadagur). 08.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. • Friðrik Hallgrímsson). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Bjarni Jónsson). 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 14.00—16.30 Miðdegistónl. (plöt- ur): a) Brandenburger-kon- sertar eftir Bach. b) Kórverkið „Elías“ eftir Mendelssohn. c) Forleikurinn að „Töfraflaut- unni“ eftir Mozart. d) Júpíter- symfónían eftir Mozart. 19.25 Hljómplötur: a) Páskafor- leikurinn eftir Rimsky-Korsa- kow. b) Sálmasymfónían eftir Stravinsky. 20.00 Frjettir. 20.20 Tónleikar í Dómkirkjunni: Einsöngur: Ágúst Bjarnason. Orgelleikur: Páll ísólfsson. 20.50 Ávarp: Ásmundur Guð- mundsson prófessor. 21.15 Helgimessa (Missa solemn- is) eftir BeethoVen (plötur). (Kór og hljómsveit). 22.50 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR, 10. APRÍL: (2. í páskum). 11.00 Morguntónleikar (plötur): Operan „Tannháuser“ eftir Rich. Wagner. — 1. þáttur. 12.10— 13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (sr. Jakob Jónsson). 15.10— 16.30 Miðdegistónl. (plöt- ur): Óperán „Tannhauser“ eft- ir Rich. Wagner. — 2. og 3. þáttur. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhann- esson o. fl.). 19425 Hljómplötur: Rapsódía eft- ir Rachmaninoff, um stef eftir Paganini. 20.00 Frjettir. 20.30 Um daginn og veginn (Bjarni Ásgeirsson alþm). 20.50 Kórsöngur: Samkór Reykja víkur syngur (stjórandi: Jó- hann Tryggvason). 21.25 Upplestur (Guðni Jónsson magister). Tónleikar (plötur). 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. ÞRIDJUDAGUR, 11. APRÍL: 12.10— 13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 2. flokkur. 19.00 Enskukensla, 1. flokkur. 19.25 Hijómplötur: Lög úr ó per- ettum og tónfilmum. 20.00 Frjettir. 20.20 Hljómplötur: Forleikirnir eftir Liszt. 20.35 Kvöld Barnavinafjelagsins „Sumargjöf", 20 ára starfsaf- mæli: Ávörp. — Upplestur. — Söngur. — Hljóðfæraleikur. 21.50 Frjettir. Lögregluþjónninn: — Jeg skil þetta ekki al- mennilega, X-9. — Þú átt við, að gamla konan í skólabílnum hafi verið Alexander mikli dulbúinn? Alexander: —- Við höfum gilda ástæðu til að halda það . .. Ef þetta er í raun og veru skólabíll, hlýtur hann að stoppa hjer einhversstaðar handan við brúna. Við skulum athuga kortið. Alexander: —■ Mjer líkar ekki, hvernig bílstjór- inn horfir á mig í gegnum spegilinn. Mascara: — Ó, Alexander! % Alexander: — Hvers vegna stoppar hann hjer?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.