Morgunblaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 12
12 lefnd undirbfr Ijóbaratkvæiia greiðsluna SAMKVÆMT ákvörðun síð- asta Alþingis hefir verið skipuð 5 manna nefnd til þess að ann- ' ast undirbúning og greiða fyr- ir sem mestri þátttöku í þjóð- aratk\æðagreiðslunni um skiln aðarmálíð og lýðveldisstjórn- arskrána, sem fram á að fara 20.—23. maí n.k. Neíndin var skipuð þahnig, að hver þingflokkur tilnefndi etnn mann og ríkisstjórnin fimta manninn. Þessir eiga sæti í nefndinni: Eyjólfur Jóhannsson fram- kvstj., tilnefndur af Sjálf- stæðisflokknum, Hilmar Stef- ánsson bankastjóri, tilnefndur af Framsóknarflokknum, Hall- dór Jakobsson skrifstofumaður tilnefndur af Sósíalistaflokkn- um, Arngrímur Kristjánsson, skólastjóri, tilnefndur af Al- þýðuflokknum og Sigurður Ólason hrm., tilnefndur af rík- isstjóminni. Eyjólfur Jóhannsson er for- rnaður nefndarinnar, Halldór Jakobsson ritari og Hilmar Ktefánsson gjaldkeri. Nefndin opnar skrifstofu í Alþýðuhúsinu strax eftir psáka. X -1—_—' 2000 fylfiir bolla seldusf á rúmlega fveimur fímum , MENN furðuðu sig á mann- þröng þeirri, er var í gær fyrir utan verslun Jóns Þórðarson- ar, í Bankastræti. — En ástæð- an var sú, að versluninni höfðu Lorist um 2000 tylftir bolla- para. Öll seldust þau á tveim- ur og hálfum tíma, en verslun- in tók það upp hjá sjálfri sjer að skamta bollana, þannig, að þau heimili er þurftu á sem flestum bollum að halda, fengu sex pör. Var þetta gert til þess að dreyfingin yrði jafnari. Ekki gat verslunin látið veit- ingahúsum i tje bolla. Svíar hafa Iffað í friði í 130 ár Stokkhólmi: — NÝLEGA var 100 ára dánarminning Karls konungs XIV. Jóhanns, sem áð ur hjet Bernadotte marskálk- ur, haldin hátíðleg i TJppsölum. Bernadotte var ættfaðir kon- ungsættarinnar, sem nú situr að völdum i Svíþjóð. Viðstaddur hátíð þessa var Gústaf konungur og fjölskylda lians. Undir stjórn núverandi konungsættar hafa Svíar lifað í friði í 100 ár, og er það lengsti friðartími í sögu þjóðarinnar, sem forðum háði oft styrjaldir. Tímabil þetta byrjaði í stjórn- artíð Bernadotte, sem átti mik- inn þátt í því að leggja grund- völl þeirrar hagsældar, sem Svíar hafa síðan orðið aðnjót- andi. Varaforseli við eldhúsverk Tveir ísiendingar reyna að bjarga sjómanni Fyrir nokkru var Wallace, varaforseti Bandaríkjanna, á ferða- lagi um Californíuríki og kom auövitað við í Hollywood. Lenti hann var í fjelagseldhúsi nokkurra kvikmyndaleikara og sjest hjer ásamt leikurunum Bob IIopc og Dinah Shore, íklæddur svuntu, vera að hjálpa til við eldhúsverk. Wallace er til hægri á myndinni. Rússar sækja hratt iram til Odessa London í gærkveldi. HERIR Malinovskis sækja nú hratt fram í áttina til Odessa, en sjötti her Þjóðverja er þar á hröðu undanhaldi. Eru Rúss- ar rjett komnir að járnbraut- inni, sem liggur frá Odessa til Rúmeníu og teknir að skjóta á hana af fallbyssum. Handan Pruthfljóts, í Rúm- eníu, halda orustur áfram, en ekki hefir enn frjettst um nein ar stórbreytingar í herstöðinni á þeim slóðum. Hafa Þjóðverj- ar að sögn fengið nokkuð af varaliði þarna og eru orustur harðar. í Tarnopol eru enn miklir bardagar háðir, en Rússar segj ast hafa umkringt borg þessa. Einnig er barist af miklum móði fyrir vestan Chernovitz. Rússneskar flotaflugvjelar hafa byrjað árásir á hafnar- bæi við Svartahafið, og einnig ráðast rússneskar flugvjelar á járnbrautina til Odessa. Þjóðverjar segja frá hörðum varnarbardögum við Tarnopol og fyrir austan Stanislavovo. — Ennfremur segja þeir að árásir Rússa við Pskov, hafi að miklu leyti hætt. —Reuter S. I. B. S. iær safn að gjöf SAMBANDI ÍSLENSKRA BERKLASJÚKLINGA hefir borist vegleg og þörf gjöf, en það er bókasafn gott. Gefand- inn er Herbert Jónsson í Hvera gerði. I bókasafninu eru rúm- lega 350 bindi, auk íslendinga- sagna, alt ágætar bækur. S. í. B. S. er mikill fengur í gjöf þessari handa hinu nýja vinnuheimili, sem verið er að safna fje til og gefandinn hefir sýnt sambandinu rausn mikla með gjöf sinni. BLOÐIN í Hull skýra frá því að nýlega hafi tveir íslenskir sjómenn lagt mikið að sjer til að reyna að bjarga frá druknun dönskum sjómanni, sem fallið hafði í höfnina. — íslend- ingarnir voru Bogi Jónsson (sonur Snæbjarnar Jónssonar, bóksala) og Guðmundur Guð- mundsson frá Vegamótum á Seltjarnarnesi. Danski sjómað- urinn hjet Axel Julius Larsen. í rjetarhöldum, sem íram fóru út af slysi þessu og þar sem íslehsku sjómennirnir voru mættir sem vitni, ljet dóm arinn svo um mælt, ,,að þeir hefðu gert sitt ftrasta til að bjarga hinum danska sjó- •manni og hefði sennilega tek- ist það, cf þeir hefðu komið örlítið fyr á slysstaðinn“. Guðmundur Guðmundsson segir svo frá slysinu í rjettin- um, að um klukkan 10 að kveldi hins 13. febrúaf hafi haiin heyrt skvamp í sjónum, eins og einhver hefði dottið af hafnar- bakkanum í sjóinn. — Hann hafði vasaljós og með því gat hann lýst á mann, sem var á floti alllangt frá skipinu. — Hann kastaði kaðli til manns- ins, sem ekki virtist hafa rænu á að taka í kaðalinn. — Bogi Jónsson las sig eftir kaðlinum að manninum i sjónum og hjelt honum upp úr, þar til hann varð að gefast upp af þreytu. Fimtudagur 6. apríl 1944 Gunniaugur Einars- son læknir, ígær. Akureyrarslulka í amerískum háskóla GUNNLAUGUR EINARS- SON læknir andaðist í gær úr heiiablæðingu. Gunnlaugur var að vinna á lækningastofu sinni laust fyrir hádegi í gær, er hann kendi lasleika. Varð hann að hætta að taka á móti sjúklingum, því að honum þýngdi ört. Kom brátt læknir til hans. Leyndi sjer ekki, að hjer var blæðing á heilann. Var Gunnlaugur nú fluttur á Landakotsspítalann og þar andaðist hann um kl. 3 Vá síðd. í gær. ★ Gunnlaugur læknir var mað ur á besta aldri (á 52. ári). Fyrir rúmu ári varð hann fyr- ir áfalli, er herbíll ók á bíl hans. Varð Gunnlaugur lengi frá starfi eftir áfall þetta og náði sjer aldrei til fulls eftir það. Mikið mannijón Foreldrablaðið. mars-hefti 1944, er nýkomið út. — Efni: Örvhend börn (Símon Jóh. Ágútsson). Skíðaferðir (Arn- finnur Jónsson). Hvað er hægt að gera fyrir tornæmu börnin? (Guðm. I. Guðjónsson). Heil- brigðiseftirlit og heilsuvernd i skólum (Ólafur Helgason: Við- tal). Barnavinafjelagið Sumar- gjöf (Arnfinnur Jónsson). Barnahjálp (Ingimar Jóhann- esson). Hættur kynþroskaár- anna (Hannes Guðmundsson). London í gærkveldi. Könnunarflugmenn . hafa komist að raun um að mikið tjón hefir orðið í höfuðborg Rúmeníu, Bukarest, sem am- erískar flugvjelar rjeðust á í gær. Var aðalskotmarkið, að sögn, járnbrautarstöðvar borg- arinnar og sáu könnunarflug- menn miklar skemdir í annari aðaljárnbrautarstöð borgarinn- ar, en hin var að mestu leyti hulin reykjarmekki úr brenn- andi húsum. — Reuter. Smáskœrur á Italíu. London: — Ekkert markvert hefir gerst á Italíu-vígstöðvun- um að undanförnu. Er helst um að ræða stórskotahríð nokkra og framvarðaskærur. Hindruð var tilraun Þjóðverja að ná aft- ur hæð einni. — Reuter. GUNNHILDUR SNORRA- DÓTTIR hcitir þessa unga stúlka hjer á myndinni. Hún er dóttir Snorra skólastjóra Sig- fússonar á Akureyri. Hún stundar nám við háskóla í Washington og hcfir þessi mynd birst af hcnni í amcrískum blöð um. Hún hcldur á eintaki af ís- lenskri þýðingu á bók Mark Twain, „Á flækingi“, en Örn bróðir hennar þýddi bókina á íslensku. Kvenfjelag Hallgríms- sóknar. Framh. af bls. 4. hennar stað hlaut kosningu frú Þóra Einarsdóttir. Mikil óánægja kom fram á fundinum yfir því, hvernig bú- ið er að safnaðarstarfinu. Var bent á það m. a., að hátt á 4. hundrað börn sæktu barnaguðs þjónustur á hverjum sunnudegi og yllu þá þrengslin í bíósölun- um stórkostlegum vandræðum. Samþ. var í einu hljóði svo- hljóðandi tillaga frá frú Guð- laugu Guðmundsdóttur: „Aðalfundur Kvénfjelags Hallgrímssóknar, haldinn 31 mars 1944, beinir þeirri ein- dregnu ósk til sóknarnefndar Hallgrímssafnaðar í Reykjavík að hún hlutist til um það, að nú þegar verði hafist handa um kirkjubyggingu fyrir söfnuð- inn'. Einnig var samþ. svohljóð- andi yfirlýsing: „Aðalfundur Kvenfjelags Hallgrímskirkju lýsir yfir því áliti sínu, að húsnæði það, sem nú er haft til guðsþjónustu- halds, sje algerlega ófullnægj- andi, bæði fyrir presta og söfn- uð“. Aðalfundur þessi var vel sótt ur, eins og raunar allir fundir kvenfjelagsins, og fjelagskonur hafa mikinn hug á því, að efla starf fjelagsins. Áður en langt um líður, munu þær t. d. gefa út miningarspjöld, til þess að menn geti gefið Hallgríms- kirkju gjafir til minningar um látna vini sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.