Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. apríl 1944. — Hörmungar Berlínarbúa Framhald af bls. 7 brottflutningi fólksins, en hann hófst fyrir nokkru síð- an. Er flutt burt allt það fólk, sem ekki er þörf fyrir í borgjnni við framkvæmda störf eða hergagnaiðnaðinn. Nasistar gera sjer það ljóst, að þeir geta hvorki hýst nje fætt alla Berlínarbúa, þeg- ar nýjar árásic eyðileggja jafnskjótt allaa endurreisn- arstarfsemi þeirra. Það er einnig af heilbrigð isástæðum, sem Nasistar leggja svo mikið kapp á að flytja fólk úr borginni, því að öll hreinlætisskilyrði í borginni eru svo bágborin, að heilsu íbúanna stafar af því stöðug hætta. Drykkjar- vatn er óhreint, og gas og rafmagn vantar í mörg hverfi. Ógerlegt er að ná í eldsneyti, og matur er svo af skornum skamti, að fólk verður að standa klukku- stundum saman til þess að fá brauðskamt sinn í bráða- birgðaverslunum þeim, sem opnaðar hafa verið. Hreinsunar- og endur- byggingarstarfinu er haldið áfram án afláts alla daga, en ekkert er unnið eftir að dimt er orðið. Stríðsfangar þeir, sem notaðir eru til þess arar vinnu, eru þá reknir aftur til fangabúðanna, og eldar eru slöktir í útieldhús um þeim, sem komið hefir verið á fót í þeim hverfum borgarinnar, sem harðast hafa orðið úti í árásunum. Fær heimilislaust fólk þar mat. Þegar dimmir, verða líka öll samgöngutæki í Berlín fyrir æðisgengnum árásum. Barist er með hnúum og hnefum til þess að fá stæði í strætisvagni, sem þegar er orðinn yfirfullur. Enginn farþeganna veit, hvert vagn inn fer, því að í honum eru engin leiðarmerki, en þeir gera ráð fyrir því, að með honum muni þeir komast eitthvað áleiðis til ákvörð- unarstaðarins. Meiri hluti Berlínarbúa verður þó að ganga, og tekur það oft klukkustundir fyrir þá að komast heim til sín. Klukkan sjö að kveldi, er hin sprengjueydda Berlín- arborg, dauður bær. I STIJLKA I X ^ <♦> 1 vön matreiðslu, óskast nú þegar eða um næstu I |r mánaðamót á hótel. i Á sa,ma stað vantar einnig 2 stúlkur til I |í ýmissa starfa og stúlku til símavörslu. Uppl. 1 í síma 1975- <f$>4><S<S<S&4>&S>&S*Sx&<S><$<&<S><S&S*S«S>&S&<S*S><&<S»S*S><S*S*S<S<S*S><S*S&<S*S><S<S>S«S<:<' 3 velvirkir menn geta fengið atvinnu á bifreiðaverkstæði okk- ar við gúmmíviðgerðir, smurningu bifreiða, hreinsun og þvott. Upplýsingar kl. 6—7 síðd- næstu daga. Bifreiðastöð Steindórs iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiminii Til sölu = saumavjel með mótor, í j§ Sigríður G. Jónsdóttir húsfreyja frá Fáskráðarbakfca = Mahognyskáp, Lækjargata = = ' = j| 10 B, efstu hæð. § jíiniiinnnmmniinnnimiiiiiiiiiiniuiiiiimiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinin 9 t Ej | Gólfteppi I | til sölu. Stærð 3x4 yard. § § g I Lækjargata 10 B, efstu 1 hæð. 1 Í — = MinuuinifliimiuiniuuuiiiiunuuuunuiuiuQimuúr iiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimHiiiiiiimi ( Húseigendur j § Hver vill leigja reglusöm- = = um sjómanni 2 herbergi og j§ = eldhús, í eða nálægt bæn- =. = um frá 30. júní? Tilbo𠧧 §i sendist blaðinu fyrir laúg- j| |j ardag, merkt ,,3711“. || imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi:i;iiiiiiiiiiiiiiiiimii Tekið á móti flutningi til Króks fjarðarness, Salthólmavíkur, Flateyjar og Stykkishólms í dag. F riðar-F relsis-Flokks- fjelagar. eru vinsamleg- ast beðnir að^ greiða árstillög ún, gegn kvitt- iðum skírtein- im til Flokks- gjaldkerans Gests Guð- mundssonar 3erg. 10 A, þar ;eta og nýir fjelagar innrit- ast í flokkinn. — Friðarfrelsis- flokksforinginn. — Jóhannes. 22. nóv. 1877. — 1. apr. 1944 Hinn 1. þ. m. andaðist hjer í bænum Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Fáskrúðarbakka í Hnappadalssýslu, 66 ára göm- ul. Hún hjet fullu nafni Sigríð- ur Gunnhildur og var fædd í Fíflholtum á Mýrum 22. nóv. 1877; voru foreldrar hennar Jón Jónsson, sem þá bjó þar, en síðan alla ævi að Skiphyl í Hraunhreppi, maður marg- fróður og merkur, en kona Jóns, móðir Sigríðar, var Guð- björg Þorkelsdóttir bónda að Syðrafjalli í Borgarhreppi. Sig- ríður ólst upp á Skiphyl með foreldrum sínum, við þau kjör og mentir sem gerðust á góðu sveitaheimili í þá daga; hún varð vænleg kona og sköru- leg og vel viti borin. Hún gift- ist á 21. ári, 10. sept. 1898, Hallvarði Einvarðssyni úr Hít- arnesi, Einarssonar. Stóðu að þeim hjónum gamlar og góðar ættir Mýramanna í marga liðu. Þau Hallvarður reistu bú í Skutulsey á Mýrum vorið 1899 og blómgaðist skjótt og vel hag- ur þeirra; þau voru samvalin að manndómi og urðu sam- vistir þeirra góðar og fagrar. Hann var atfangamaður mik- ill, vaskur og framkvæmda- samur, afreksmaður til sjó- sóknar og veiðifanga. Þau áttu hlut í Skutulsey. En er frá leið, gengu aðrir jarðeigendur eftir sínum hlut; þótti Hallvarði þá þröngt um sig og fluttist það- an; fjekk hann þó ekki jarðnæði í sínu hjeraði, sem honum þætti við sitt hæfi, en flutfist þá að Fáskrúðarbakka í Miklholts- hreppi vorið 1912. En þá hafði andast þar Björn bóndi Svein- bjarnarson frá Þverfelli, móð- urfaðir Kristmanns skálds og ljóðhetja Jóns Magnússonar. Hallvarður flutti bú sitt, nema pening, sjóleið vestur um Mýr- ar á tveimur gömlum stórskip- um þeirra Mýramanna; má vera að það hafi orðið ein hin síðasta för hinna síðustu skipa þar af þeirri gerð. Fáskrúðarbakki er landmik- il jörð og allgóð, en í miðri sveit, og voru það mikil við- brigði fyrir sjósóknarann og veiðimanninn og bæði þau hjón , að setjast þar að, en jörðin lítt hýst og lítt nytjuð. En miklu meira bar nú til, því að hinn vaski maður reyndist þá hel- sjúkur orðinn og andaðist þá hið sama ár, 29. nóv. um haust- ið, 41 árs að aldri, og þótti öll- um að honum hinn mesti mannskaði. Sigríður var nú ekkja orðin með stóran hóp barna, ein í ókunnri sveit. Engu síður hjelt hún uppi búskapnum og bjó að Fáskrúðarbakka nær 20 ár og kom börnum sínum vel til manns; hún "átti 9 börn, en ' misti einn son sinn ungan bar á Fáskrúðarbakka. Ekki varð henni ævin hæg með öllu, en þrek hennar og stórlætí hóf hana jafnan yfir hverja raún. Hún var væn kona sýnum og svo fyrirmannleg alla ævi, að hún skar sig úr í hverjum hóp; hún var afbragðsmaður að gáf- um og mikilhæf kona á hverja lund. Þrír synir hennar hinir elstu eru þjóðkunnir menn: Jón Hall- varðsson sýslumaður; Einvarð- ur bankafulltrúi, lengi skrif- stofustjóri gjaldeyrisnefndar, og svo Jónatan, sakadómari 1 Reykjavík. Sigríður á Fáskrúð- arbaAa hjelt þar búi sínu um langt skeið og við allþunga raun, en studdi börn sín til manns; en í skjóli þeirra naut hún aftur friðar og hvíldar hin efstu ár sín. 12. 4. 1944. Helgi Hjörvar. WMdT'5 IHAT, /-9 ? UET /HE MVE IT 4&AIN,,,, OKAV ! ^ , - vou BET! A r what'e the number of THE DIÖTRICT STATE m ^—PATROL ? i Copr 1944, King Fcarufcs Syndicate, Inc . World rii rcscrved. Lögregluþjónninn: — Það eru níu kvensko: v handan við brúna. <s>r,.gji X—9: — Hvaða símanúmer hefir ríkislögreglan í þessu hjeraði? — Síðan hringir X—9 til lögreglu hjeraðsins og gerir henni aðvart. Lögreglustjórinn: — Halló, þið h.ierna. A c- ander mikli sást hjer nálægt í skólabíl dulbúinn sem eldri kona . . . Hefjist handa! Á meðan: Bílstjórinn: — Jeg ætla að skilja , ' iekkinn“ hjer eftir til viðgerðar. Verið þið kyrr- ar i bilnum á meðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.