Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. apríl 1944. við, með þessari spurningu um byssuna? Og svo að vera stöð- ugt að tala um þessar fimm mín útur, sem hann hafði horfið frá glugganum? Og spurningunni um það, hvers vegna hann hefði viljað hitta Vaughan? Skyldi hann hafa trúað sög- unni um húsakaupin? Til allr- ar hamingju hafði hann af til- viljun verið að spyrja umsjón- armann hússins um, hvort það væri til sölu og um verð á því. Það var bara þetta bannsett símtal. En hvað sannaði það svo sem? Ekkert! Nei. hann hafði ekkert að ótt ast. En það var samt eitthvað við Rand. Setjum svo, að þeir hefðu gert húsrannsókn hjá hon um? Hann fölnaði við tilhugs- unina eina. Johnson gekk eirðarlaus um herbergið dáliíia stund. Síðan tók hann umslag upp úr vasa sínum og horfði á það. Hann var fyrst að hugsa um að kasta því í eldinn, en hætti svo við það. Vitleysa! Þeir gátu ekkert vitað, alls ekkert. En hann varð að ganga ein- hversstaðar frá umslaginu, því að þeim gæti svo sem dottið í hug að gera hjá honum "hús- rahnsókn. Hann leit á úr sitt. J^að var of seint að fara með það í -öryggisgeymslu. En hvar átti harin þá að setja það? Hann horfði í kring um sig, og þá datt honum alt í einu snjallræði í hug. Á borðinu við gluggann stóð lampi með stór- um skermi, sem eiginlega var vasi, látúnsstöng, með ljósa- fatningu á endanum, hafði ver- ið stungið í gegnum. Skermur- inn var orðinn slitinn og upp- litaður. Hann tók skerminn af, skrúfaði stöngina frá, lagði umslagið á botninn í lampan- um og skrúfaði hann síðan sam an á ný. Síðan gekk hann að símanum og hringdi til Nancy Gibbs, sem verslaði með skraut muni í fjelagi við Stellu Vaug- han, og bað hana um nýjan skerm á lampann. Hann sagð- ist koma með hann þegar í stað, því að hann færi til Florida um kvöldið, og bað hana því að geyma hann, þangað til hann kæmi aftur. Síðan hringdi hann aftur og trygði sjer far með lestinni, sem fór til Florida kl. 8 um kvöldið. XI KAPÍTULI. Nancy Gibbs var í mjög illu skapi morguninn eftir. Alt gekk á trjefótiim fyrir henni. Stella hafði gift sig og stungið af til Evrópu fyrirvaralaust, sem kom sjer mjög illa fyrir hana. Svo var lögreglan stöð- ugt snuðrandi þar í kring og spurði hana undarlegustu spurn inga, svo að hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Og svo, til þess að kóróna alt saman, henti hana hvert smáóhappið af öðru. Eini al- mennilegi maðurinn, sem hún hafði, lágðist veikur í inflú- ensu. Nýja stúlkan, sem hún hafði fengið frá Lefebre, hafði mælt allar múrbrúnirnar í Stanton-húsinu vitlaust, svo að það varð að mæla þær á nýj- an leik. Og loks hafði Jennie Breen mist lampann, sem Rex- ford Johnson hafði komið með til viðgerðar í gærkvöldi, á gólfið, svo að hann mölbrotn- aði. Johnson myndi verða æfa- reiður, það vissi hún. Hún andvarpaði og strauk þreytulega yfir stuttklipt hár- ið. Hún hefði ekki átt að stökkva svona upp á nef sjer við Jennie, því að hún var góð stúlka, þótt hún væri svona kærulaus. En hún hafði alveg mist stjórn á sjer. Hún fór aftur inn í vinnu- herbergið. Lampinn lá enn þá á gólfinu. Hann hafði í raun- inni verið sjerlega ósmekkleg- ur, stór og klunnalegur postu- línsvasi. Hún andvarpaði aftur og beygði sig niður til þess að safna saman brotunum. Á með- al þeirra rakst hún á brjef í ó- hreinu umslagi, sem var skrif- að utan á til Rexford Johnson. Hún sneri því vandræðalega í hendi sjer. Það hafði greini- lega komið innan úr lampan- um. Undarlegur geymslustað- ur fyrir brjef, hugsaði hún með sjer. Hún stakk því næst brjef- inu upp í hillu, ætlaði að geyma það þar, en gleymdi því svo. ★ Giles Redfern stöðvaði bif- reið sína á Lyon-Avignon þjóðveginum. Klukkan var fimm um eftirmiðdaginn. Fyr- ir framan þau lá þjóðvegurinn þráðbeinn, til Antibes, Nice og niður að sjónum. Til vinstri lit- aðist þröngur vegur í gegnum engið, og hvarf loks á bak við hæðardrag. Bak við hæðina sá’st reykurinn liðast upp í kyrt loftið, og dálítið lengra til vinstri sáust lágkúruleg þök þorpshúsanna. „Hvert eigum við nú að halda?“ spurði hann. „Hvort viltu Avignon, með fyrsta flokks gistihúsi og baði, eða þorpskrá, ilmandi af hvítlauk og góðu, ósviknu, frönsku víni?“ i Stella teygði letilega úr sjer við hlið hans. „Lauk“, sagði hún. „Nógan lauk, rauðvín og ost. Og áfram nú, því að jeg er banhungruð!“ | Hann horfði á löng augnahár hennar og mjúka vangalínu. Hún var líkust syfjuðu barni. Hann flautaði lágt, setti bíl- inn í gang og beygði til vinstri, út af þjóðveginum. ★ Um svipað leyti átti lög- reglustjórinn í Avignon tal við París. „Vissulega!“ sagði hann. „Við munum vissulega gera allar nauðsynlegar ráðstafanir“. Röddin í símanum var nokk- uð fruntaleg. „Við höfum frjett, að þau hafi dvalið á Hotel de l’Europe í Nervers síðastliðna nótt. Þau fóru þaðan í morgun, og bif- reið þeirra sást keyra í gegnum Lyon. Við þurfum nauðsynlega að ná tali af Madame .. Lögreglustjórinn skrifaði at- hugasemdir á blað hjá sjer um leið og hann hlustaði. „Jeg skal sjá um þetta alt saman, verið vissir „um það“, sagði hann að síðustu. Hann lagði heyrnartólið á, náði í aðstoðarmann sinn og gaf honum fyrirskipanir. ★ Kráin stóð í miðri hlíðinni, umkringd vínviði á alla vegu. Litla herbergið, sem mjög svo ræðin veitingakona vísaði þeim Giles og Stellu inn í, var hlý- legt og notalegt, ilmaði af kryddjurtum, lauk og nýbök- uðu brauði. Þegar þau lágu seinna í stóra rúminu, sem fylti út í mestan hluta herbergisins, og horfðu á stjörnurnar, sem blikuðu til þeirra í gegn um opinn glugg- ann, sagði Stella lágt: „Jeg vildi, að jeg vissi ekki, að allir draumar eiga sjer end- Jeg vildi, að jeg gæti dáið núna, svo að jeg fengi aldrei að vita um endir draumsins“. Hjarta Redfern herptist sam- an við að heyra hana tala þann ig. Hann horfði lengi á hana, en síðan sagði hann: „Já, draumarnir eru góðir. En lífið er betra, og ástin er best af öllu“. Á meðan átti lögreglustjórinn í Avignon enn tal við París. „Við höfum spurst fyrir á öll um gistihúsum", sagði hann. „En þau hafa ekki komið þar, og bifreið þeirra heldur ekki sjest. Þau hafa ef til vill snúið við til Grenoble eða St. Eti- enne, eða haldið áfram til Ni- mes eða Aix. Jeg skal láta yður vita, strax og jeg frjetti eitt- hvað, herra lögreglustjóri“. XII. KAPÍTULI. SMITH var samviskusamur náungi, og þess vegna hafði Rand valið hann til þess að komast að því, hvað hr. Redfern hefði gert og hvar hann hefði verið föstudagskvöldið 18. des., frá því að hann yfirgaf íbúð frú Vaughan í Bank Street um kl. 11.30 og þar til hann kom ^amate 'm Risafuglinn Æfintýr eftir P. Chr. Asbjömsen. 4. Þegar hann hafði drepið tröllið, rjeri hann aftur út í skipið og faldi sverðið, nú fannst honum hann hafa gert nóg, en ekki gat hann draslað skrokknum af tröllinu út, nema með hjálp, og honum fannst svei mjer ekki ofverkn- aður fyrir skipsmenn að rjetta honum hönd við það verk. Hann vakti fjelaga sína og sagði þeim að það væri skömm fyrir þá að liggja svona og flatmaga, nú hefði hann fund- ið konungsdæturnar og bjargað þeim. Hinir hlógu bara að honum og sögðu að hann hefði steinsofið eins og þeir og dreymt þetta allt saman. En yngsti konungssonurinn sagði þeim frá því, hvernig allt hefði atvikast og þá fóru þeir með honum í land, sáu hölhna og dautt tröllið og kon- ungsdæturnar tólf og svo hjálpuðu þeir til að koma tröll- skrokknum út úr höllinni. Nú voru allir glaðir, en eng- inn glaðari en konungsdæturnar, sem losnuðu nú við að greiða tröllinu allan liðlangan daginn. Þau tóku nú með sjer ósköpin öll af gulli og gersemum, sem voru í 'höll- inni, eins mikið og skipið gat borið og svo fór allt fólkið út á skipið og segl voru undin upp. En þegar skipið var komið nokkuð frá landi, sögðu konungsdæturnar að í gleði sinni hefðu þær gleymt gull- kórónunum sínum, þær voru inni í skáp einum í höllinni og auðvitað vildu þær ekki skilja þær eftir. En þegar enginn annar vildi sækja þær, sagði yngsti konungsson- urinn: „O, jeg held jeg geti þá náð í þessar kórónur, jeg hefi þá víst gert það, sem meira er, — en þá verðið þið að fella seglin og bíða þangað til jeg kem aftur“. Já, þeir lofuðu því, og svo lagði hann af stað í bátnum. En þegar hann var kominn úr augsýn frá skipinu, sagði Svartur skipstjóri, sem sjálfur vildi gjarna vera fremstur og fá yngstu konungsdótturina, að það þýddi ekkert að liggja og bíða eftir konungssyni, hann kæmi aldrei aftur. „Kon- ungurinn hefir veitt mjer svo mikinn myndugleika og makt, að jeg sigli þegar jeg vil“, sagði hann og skipaði að allir skyldu segja að hann hefði frelsað konungsdæt- urnar, en hver sem annað segði, skyldi missa lífið. Kon- ungssynirnir þorðu ekki annað en hlýða, og svo var siglt af stað. Á meðan rjeri yngsti konungssonurinn í land og gekk upp í höllina. Hann fann skápinn með gullkórónunum í, tók þær og hjelt aftur til strandar, en er hann kom þangað, sem hann gat sjeð skipið, var það horfið. Hann skildi fljótt, hvernig þetta hefði atvikast og sá strax að ekki var til neins að reyna að róa á eftir skipinu, svo hann 'Uiöhg UAfíÁcJpy^.U. Hún (eftir brúðkaupið): „Segðu mjer, góði minn, hver heldurðu að hafi verið á- nægðastur í brúðkaupinu okk- ar?“ Hann: „Presturinn vafalaust. Hann var sá eini, sem hafði tekjur, en engin útgjöld, og svo átti hann ekkert á hættu, hvern ig sem fer. ★ Hann: „Fyrstu vikuna eftir giftinguna langaði mig til þess að jeta konuna mína af ein- skærri elsku, en þegar jeg fór &ð reyna skapsmuni hennar, þá fór sú hugsun að dofna, og nú iðrast jeg eftir, að jeg fram- kvæmdi ekki mína fyrstu hugs un. v it Lifandi menning hverrar þjóðar er aðeins bundin við þá kynslóð, sem starfar í landinu á hverjum tíma. Hún er ekki fólgin í bókunum, sem raðað er í hillur bókasafnanna, nje myndunum, er þekja veggi málverkasafnanna, enda þótt hvorttveggja sje verðmæti. Lif andi menning þjóðar er hæfni fólksins til þess að mála mynd- ir, sem enn eru óskapaðar, semja bækur, er ekki hafa sjeð dagsins ljós, og tónverk, sem enginn hefir enn heyrt. Það er verðandinn, gróandinn í þjóð- lífinu, sem nefna má lifandi þjóðmenningu. Archibald MacLeish. ★ — Sem betur fer hefir eng- in kona fengið leyfi til þess að hafa mig fyrir fífl. — Nú hver hefir þá gert það? ★ Hún: — Jeg álít, að karl- menn eigi altaf að vera í föt- um, sem eru á litinn eins og hár þeirra. — Hvernig ættu fötin mín að vera á litinn?“ spurði hann, um leið og hann strauk beran skallann. ic „Hversvegna hefirðu slitið trúlofuninni?“ „Vegna fortíðar kærustunn- ar“. ,,Hvað hefi^ hún eiginlega gert af sjer?“ „Ekkert. Fortíð hennar er ó- flekkuð — en aðeins 20 árum of löng“. ★ í Canada er kaffineysla 54 miljón pund á ári; það er 28% meira en fyrir stríðið. ★ Læknirinn: — Sjóndepra yð- ar stafar af of mikilli áfengis- nautn. Sjúklingurinn: — Það er ó- mögulegt. Þvert á móti, því að þegar jeg er drukkinn, sje jeg alt tvöfalt. ★ — Þjer krefjlð mig um 10 krónur, læknir, fyrir eina vitj- un. Er það nú ekki heldur mik- ið? — Það er þó lægra en jeg er vanur að taka. — Getur vel verið. En mjer finst nú líka, að þjer mættuð sjá það við mig í einhverju, að það var jeg, sem kom með in- flúensuna hjer í hjeraðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.