Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. apríl 1944 ! Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjór&r: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lauaasöíu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Skemtanalífið ÞAÐ VAR ánægjulegt að koma út úr bænum góðviðr- isdagana um páskana. Sjerstaklega var ánægjulegt að koma í skíðaskálana hjer í nágrenninu. Þar var fjöldi af hraustlegu ungu fólki, sem hafði drukkið í sig hið heil- næma fjallaloft. Nú er þetta fólk komið aftur í bæinn og tekið til starfa. Það se,tur hressandi svip á bæinn, svo hraustlegt er útlit'þess, eftir útiveruna. Forgöngumönnum skíðaíþróttarinnar verður ekki nóg- samlega þakkað hið ágæta starf, sem þeir hafa leyst af hendi. Og það, sem mestu máli skiftir, er, að þetta er ekki íþrótt, sem fáir útvaldir iðka, þ. e. menn, sem ætla að þreyta kepni á bæjar- eða landsmótum, heldur er það almenningur, sem er þátttakandi í þessari hollu íþrótt, sjer til ánægju og heilsubótar. Þetta er ef til vill stærsti sigurinn, sem unnist hefir á sviði íþróttanna hjer í höf- uðstaðnum. Því að það eru einmitt þær greinar íþYótt- anna, sem almenningur er þátttakandi í, sem koma að mestu gagni. Þessu mega stjórnarvöld bæjarins ekki gleyma, og ber þeim á allan hátt að styrkja þessa hollu starfsemi. ★ Þetta var sá þáttur* í skemtanalífi bæjarbúa, sem er prýði höfuðstaðarins. En, því miður, verður ekkr sama sagt um skemtanalífið í sjálfri borginni. Þar er ástandið ömurlegt. Þeir, sem voru á ferli árla morguns annan páskadag, fengu ofurlitla nasasjón af ástandinu. Fullum fimm tím- um áður en sala aðgöngumiða að kvikmyndahúsunum skyldi hefjast, var fólkið farið að skipa sjer í raðir utan við dyrnar. Altaf fjölgaði í röðunum, og þegar miðasalan loks hófst, var þar hundruð manns. Unglingar notuðu sjer þetta og seldu við okurverði miða, sem þeim tókst að ná í. Hvernig stendur á þessari gífurlegu aðsókn að kvik- myndahúsunum, spyrja menn. Skýringin er ofur einföld. Þetta eru svo til einu skemtanirnar, sem almenningur í bænum á kost á. En kvikmyndahúsin eru aðeins þrjú í bænum. En hvernig stendur á því, að ekki eru fleiri kvikmynda- hús í bænum? Hvað fælir menn frá því að byggja kvik- myndahús, þar sem þó vitað er, að þessi starfræksla hefir gefið góðan hagnað? Ástæðan til þess, að kvikmyndahúsin eru ekki fleiri í bænum en raun ber vitni, er sú, að bæjarstjómin hefir ekki viljað leyfa mönnum kvikmyndahússrekstur. En leyfist þá að spyrja: Hvaðan kemur bæjarstjórn vald til þess að banna borgurunum rekstur kvikmyndahúss? Ríkir ekki atvinnufrelsi í þessu bæjarfjelagi? Og ef svo er, þarf ekki lagafyrirmæli til að leggja hömlur á at- vinnufrelsið á þessu sviði sem öðrum? Hvaða lög heimila bæjarstjórn að banna mönnum rekstur kvikmyndahúss? Væri æskilegt að fá þetta upplýst. ★ En þó svo væri, að leyfi bæjarstjórnar þyrfti til þess- arar starfrækslu, er vitanlega fráleitt að leyfa ekki nema þrjú kvikmyndahús í bæ með 40 þús. íbúa, ekki síst þar sem bæjarfjelagið er í mesta hraki með samkomuhús. Ef bærinn ætti sjálfur kvikmyndahúsin og ræki þau, væri afstaða bæjarstjórnarinnar skiljanleg. En þar sem hjer er um einkarekstur að ræða, sýnist með öllu fráleitt að vera með óeðlilegar hömlur á þessari starfrækslu. Vinstri flokkarnir vilja að bærinn reki kvikmyndahús- in. Sjálfstæðismenn hafa staðið gegn þessu. Þeir hafa | viljað hafa einkarekstur hjer sem á öðrum sviðum at- j vinnulífsins. En Sjálfstæðismenn verða að vera stefnu sinni trúir. Einkaframtakið verður að fá að njóta sín. Nú er ekki um slíkt að ræða á þessu sviði. Þessu verður að breyta nú þegar, því að borgararnir geta ekki unað | þessu ástandi lengur. Frú Ólöf Ólafsdólfir Briem, Sfóra-Núpi FRÚ ÓLÖF BRIEM á Stóx-a- Núpi andaðist í St. Josephs- spítala í Reykjavík að morgni s.l. pálmasunnudags. Hún var dóttir síra Ólafs Briem að Stóra-Núpi og konu hans, frú Katrínar Briem. Er ætt hennar þjóðkunn og verður ekki rakin hjer. Árið 1931 giftist hún Jó- hanni Sigurðssyni, ráðsmanni fyrir búi föður hennar. Bjuggu þau síðan að Stóra-Núpi, eða nær um þrettán ára skeið. Þegar jeg nú minnist frú Ólafar Briem, eru mjer ljúfar minningar einar í huga. —- Hún var kona kyrlát og ljet ekki yf- ir sjer. En í engu fekk hún dulið góðan þokka og Ijúflyndi, því að hvorttveggja var henni áskapað og gat engum dulist. Kyrlát kona og ljúf er jafnan fögur og því fegurri, sem kynn in verða meiri og betri. Svo reyndist mjer um frú Ólöfu Briem. — Hún var hrekklaus í huga og vönduð til orðs og æð- is, góðviljuð mönnum og mál- lausum, glaðvær og ræðin í fárra vina hópi. Hún var kona þeillynd og trygglunduð, föst í skoðun og óhvikul, en óádeilin og fáskiftin um annara mál, þögul meðal ókunnra. Allir, sem þektu hana, unnu henni. Hög var hún og smekkvís á dráttlist og ljóðagerð. Vissu þó eigi margir. Hagleikur hennar var geðþekkur svo sem hún var sjálf. Glettin gat hún verið og spaugsöm og næm fyrir sjer- kennilegu og skrítnu í umhverf inu. Aldrei heyrði jeg hana varpa neinn kaldyrðum, hvorki á bak nje brjóst. Henni ljek betur að finna mönnum máls- bætur, ef orð fjellu í ámælis- skyni. Nú hefi jeg komið að Stóra- Núpi þriðja hvern helgan dag um ellefu ára skeið. Jeg mæli því ekki af ókunnugleika um frú Ólöfu. Trygð hennar og vinarþel eru mjer nú hinar ljúfustu minningar. Margar eigum vjer, íslending ar, ágætar konur. Ýmsar þeirra eiga víðari verkahring en frú Ólöf Briem. Ýmsar valda meira hlut en hún og eigi fleiri áhuga mál. En jeg þekki enga kyrlát- ari, fastlyndari og heilli í lund Gleði hennar og harmur stóðu djúpum rótum í heitum, viðkvæmum en óhvikulum til- finningum. Söknuður er oss því í hug, vinum hennar, þá er vjer í dag signum þær moldir, er nú skulu geyma jarðneskar leifar henn- ar til feginsdags fira. Gunnar Jóhannesson. \Jihuerji óhriftar: A . h jr clcKjfega Ííjimi Bakað og steikt skyr. ÞEGAR bresku hermennirnir komu hingað til landsins 1940, keyptu þeir íslensk matvæli í búðunum og þar á meðal skyr. Sagan segir, að hermennirnir hafi oft komist í vandræði, er þeir voru að matbúa skyrið, því sá matur er óþektur í Bretlandi. Það var sagt, að þeir hefðu reynt ýmsar aðferðir til að gera mat úr skyrinu, en aldrei komist upp á lag að borða það. Matsveinar hersins steiktu skyrið, þeir suðu það eða bökuðu, en alt kom fyr- ir ekki, þeim tókst aldrei að gera úr því mannamat! Við Islendingarnir brostum að þessari böngulegu matreiðsiu Bretanna. Sumir sögðu, að ekki væri von, að útlendingar kynnu að fara með skyr, því að sá mat- ur væri hvergi til í víðri veröld nema á Islandi. Það er almenn skoðun hjer á landi, að Islend- ingar sjeu eina þjóðin í heimiri- um, sem kunni að framleiða skyr. En þetta er þó ekki rjett og bak- aða og steikta skyrið er ekki eins hlægilegt og mörgum kann að virðast. • Skyrgerð Araba. FYRIR NOKKRUM DÖGUM hitti jeg amerískan herlækni. Hann er af arabiskum ættum. Einhvernveginn barst íslenska skyrið í tal og þá sagði hann mjer, að skyr væri ekki nýtt fyr ir sig, því hann hefði borðað það frá barnæsku. Móðir sín hefði jafnan gert skyr og skyrgerð væri algeng í Arabíu og hefði verið í margar aldir. Það var ekki laust við, að jeg væri heldur vantrúaður á þessa sögu herlæknisins og hann fann það víst á mjer. Jeg spurði, hvort hann ætti ekki við súrmjólk. Nei, það var skyr, sem hann átti við. Skyr eins og við gerum það, og hann sagði mjer, hvernig móð ir sín hefði gert skyrið. Hún not aði gamalt skyr sem hleypi. En Arabar matreiða skyrið á margs konar hátt og fleiri en við. Arab- ar borða skyr með mjólk eða rjóma, eins og við, en það er þó ekki algengasti skyrrjettur hjá þeim. • Pipar og salt á skyrið! HERLÆKNIRINN sagði mjer, að frammistöðufólk á veitinga- húsi einu, sem hann kom í hjer í bænum, hefði rekið upp stór augu, er hann hefði beðið um pipar og salt út á skyrið. „Þann- ig vandist jeg á að borða skyr í æsku“, sagði læknirinn. Þá sagði hann mjer frá fleiri skyrrjettum. Einn er sá, er nefna mætti brauðskyr, eða skyrbrauð. í þann rjett er notað venjulegt hveitibrauðsdeig, en áður en deigið er sett inn í ofn, er sett allþykt lag af skyri inn í brauð- ið og alt bakað saman. Fullyrti sögumaður minn, að þetta væri hið ljúffengasta brauð. Þá sagðist hann hafa vanist því að nota skyr sem álegg á brauð. Er smurt lagi af skyri á brauðið og síðan settar gúrktxr á brauðið til prýðis og smekkbæt- is. Fleiri aðferðir kunni læknir- inn til að gera gómsæta rjetti úr skyri. rjórni, er til fjöldi manns, sem ekki getur borðað skyr þannig framreitt. Vilja nú ekki húsmæður og sjerfræðingar í matreiðslu reyna einhverjar af þeim aðferðum, sem herlæknirinn bendir á? Hver veit nema við getum fund- ið upp nýja þjóðarrjetti úr skyri og gert það enn vinsælara en það er nú hjá okkur. Það er ekki víst. að það sje svo hlægilegt að baka og steikja skyr. Aukið skyrát. ALLIR VITA, að skyr er mjög holl fæða og neysla þess er al- menn hjer á landi. En ef til vill væri hægt að auka skyrát meðal Islendinga, ef reyndar væru nýj- ar aðferðir til að matbúa það. Þó mörgum þyki gott skyr og Molasykursfrjett veldur vandræðum. FRJETTIN í Morgunblaðinu í gærmorgun um að molasykur væri kominn til landsins olli nokkrum vandræðum. Molasykur hefir verið ófáanlegur í bænum lengi og þegar fólk las frjettina í blaðinu, flýtti það sjer í. versl- anir til að ná sjer í mola. En svo illa vill til, að kaupmenn treysta sjer ekki til að selja af þeim sykurbirgðum, sem komu með þessari ferð, vegna þess, hve litl- ar þær eru. Ef farið yrði að selja þessa litlu sendingu nú, myndi svo fara, að mai'gir yrðu óhjá- kvæmilega útundan. Allir eiga I nóg af sykurseðlum, þar sem nýtt skömtunartímabil er ný- byrjað. „Hinsvegar er von á annari molaeykursendingu á næstunni og verðá þá nægjanlegar birgð- ir fyrirliggjandi til þess, að hægt verði að veita öllum einhverja úrlausn“, sagði Guðmundur Guð jónsson, formaður Fjelags mat- vörukaupmanna, við mig. Bærinn breytir um svip. HAFIÐ ÞIÐ ekki veitt því eft- irtekt, að bærinn okkar er að breyta um svip þessa dagana? Jeg held, að nöldrið í mjer um, að mönnum beri að fegra bæinn og gera hann hreinlegri, sje smám saman að bera árangur. En það er langt í land ennþá. Það er búið að hreinsa til á Austurvelli og mikill er sá mun- ur. Það er eins og húsin í kring um völlinn hafi fengið alt annan. svip. Margir eru byrjaðir að hreinsa til í görðunum hjá sjer og jeg hefi meira að segja sjeð, að sumstaðar er farið að mála hús að utan. En ekki þarf samt langt að fara til að sjá, að enn er nokk- uð langt frá, að allir sjeu með í því að fegra bæinn. Verst er, að það skuli vera sjálf ríkisstjórn- in, sem gefur eitt vei'sta for- dæmið. • Burt með skranið við Lækjargötu. ÞAÐ HLÝTUR hverjum einr asta vegfaranda að blöskra sóða- skapurinn við blettina við aust"- anverða Lækjargötu. Þessir blett ir ei'U eign ríkisins. Þarna hef- ir legið í allan vetur margskon- ar skran og rusl. Hefir áður ver- ið á þetta bent hjer í dálkunum, ; en ekki rumskar ríkisstjórnin. Ætli ráðherrarnir myndu þola, að garðarnir fyrir framan húsin þeirra litu út eins og Bernhöfts- bletturinn og Landlæknistúnið? Varla trúi jeg því. En hvei's- vegna er skranið ekki flutt burt af blettunum? Krafa bæjarbúa er, að ríkisstjórnin láti hreinsa til á blettunum. Það er ekki nema sanngirniskrafa. Helst ætti I að taka sandpokaruslið í burtu líka og ganga vel frá grasblett- unum áður en gróður fer að koma upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.