Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. apríl 1944 Leynistarfsemin í Frakklandi Framh. af bls. 7. Hvíslaði að foringjanum, að jeg hefði sjeð Þjóðverja. — },Þetta er einn af okkar mönnum, hvíslaði hann aft- jar. Það eru einnig fleiri á ierli“. Hann var rólegur og hugrakkur og stældi mjög kjark minn. Meðan við biðum, út- skýrði hann fyrir mjer merkjakerfið, sem þeir not- uðu, en áður en hann hafði lokið útskýringum sínum heyrðum við flugvjel nálg- ast. Hún flaug lágt inn yfir völlinn, og um leið og hún sveifgði í hálfhring, byrjaði foringinn að senda ljós- merki, en flugvjelin flaug á brott. Maður kom hlaupandi yfir völlinn. „í öllum bæn- um, gefið ekki ljósmerki“, kallaði hann. „Þetta var þýsk sprengjuflugvjel“. Tuttugu mínútum síðar flaug önnur flugvjel inn yf- ir völlinn. í þetta sinn var það rjetta flugvjelin, og for inginn gaf ljósmerki. Flug- vjelin svaraði, lækkaði flug ið og kveikti snöggvast á ljósum sínum, svo að flug- maðurinn gæti sjeð eins mikið af enginu og hægt væri. Síðan sneri hún sjer í vindinum og settist. Við hlupum að flugvjel- inni. Rjett er við komum að’ henni, komu þrír menn út úr henni og stóðu þögulir með hendurnar grafnar djúpt í stuttfrakkavösum sínum. Meðan þeir stóðu vörð hófust hamfarirnar við að komast sem fyrst inn í flugvjelina. Foringinn sneri sjer að mjer. „Vertu skjótur“, sagði hann, „og góða ferð“. Jeð varð síðast- ur upp í flugvjelina, og ýtti foringinn á eftir mjer, svo að jeg steyptist inn í dimma flugvjelina. Lá jeg þar enn á maganum, þegar flugvjel- in hóf sig til flugs. Hafði hún þá ekki verið á vellin- um nema tæpar tvær mín- útur. Þegar jeg hafði komið andi flugvjelina og farþeg- ana. Annars var þetta all- stór flugvjel, og þótti mjer vænt um að rekast á tvo vini mína meðal farþeg- anna. Þeir höfðu verið í hópnum hinum megin við engið. Hinir farþegarnir voru mier ókunnir, en við kyntumst fljótt. Þegar ró fór að komast á hugann, varð mjer hugsað til míns hugrakka foringja og manna hans. Menn eins og hann gera mig stoltan af því að vera Frakki. Ensku flugmennirnir flugu í mörgnm krókum yf- ir Frakkland og forðuðust vandlega þýska flugvelli og flugu lágt til þess að síður yrði tekið eftir flugvjelinni af öðrum flugvjelum. ■— Nokkrum klukkustundum síðar lentum við á heima- flugvellinum. Við vorum ör uggir. Farið var með okkur alla inn í foringjamatstofu, og fengum við þar svínakjöt og egg, hveitibrauð, smjör og kaffi —- en slíka fæðu hörfðum við ekki sjeð í rúm lega tvö ár. Daginn eftir gaf jeg mig fram til starfa í Lon don. —— Svíar handtaka skæðan kven-njósnara STOKKRPLMI í gær: — Sænska lögreglan hefir hand- tekið frú Dovle-Dollis, sem talin hefir verið einhver skæð- asti kvennjósnari og starfsmað ur Gestapo-lögreglunnar þýsku á Norðurlöndum. Hún var hand tekin, er hún var að reyna að komast til Noregs ásamt nokkr um samstarfsmönnum sínum. Um svipað leyti tók sænska, leynilögreglan fasta fleiri njósn ara. Dovle-Dollis er lýst þannig, að hún sje skínandi fögur og skynsöm vel. Hún giftist ný- lega sænskum manni. Minningargjafir til vinnuheim- ilissjóðs Samb. ísl. berklasjúkl. Hr. Daníel Ólafsson, stórkaup- maður hefir gefið í minningu móður sinnar, frú Ólafar Sveins- dóttur, kr. 5 þús. Hr. Kristvarður Þorvarðsson, Rvík gaf í gær kr. 2 þús. til vinnuheimilisins í minn ingu konu sinnar frú Ragnheiðar Gestsdóttur frá Tungu í Hörðu- dal, Dalasýslu, er dó 14. des. 1915. Gullna Hliðið leikið á Ákureyri Frá frjettaritara vor- ruu á Akureyri. LEIKFJELAG AKUREYRAR hafði frumsýningu p Gullna hliðinu, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, á annan páska- dag. Hófst sýningin með því, að höfundur leiksins flutti „prologus“ leiksins og var hon- um tekið með miklum ágætum. Þá hófst sýning leiksins. Skal þess getið, að Leikfjelagið hafði fengið ungfrú Arndísi Björnsdóttur, leikkonu frá Reykjavík, til þess að fara með hlutverk kerlingar, sem er aðal hlutverk leiksins, en svo sem kunnugt er ljek hún það einn- ig í Reykjavík, er leikritið var sýnt þar, og gat hún sjer hinn besta orðstír fyrir meðferð sína á hlutverkinu, enda brást hún ekki vonum leikhúsgesta hjer. Var henni ákaflega vel fagnað í hvert sinn er hún birtist á leiksviðinu, og voru henni færð ir margir fagrir blómvendir. Helstu hlutverk leiksins fóru með; auk Arndísar Björnsdótt- ur, Björn Sigmundsson, er ljek Jón bónda með ágætum, Jón Norðfjörð ljek óvininn, og var hann jafnframt leikstjóri, frú Sigurjóna Jakobsdóttir ljek Vilborgu. Eins og vitað er, eru fjölda mörg smærri hlutverk í leiknum og skal hjer nefna nokkur þeirra, og þó af handa- hófi: Postulana, Pál og Pjetur, ljeku Stefán Jónsson og Jóhann Ögmundsson, Maríu mey, frú Sigríður Schiöth, Prestinn, Hólmgeir Pálmason, Helgu Björg Baldvinsdóttir. — Aðal- leikkona Leikfjelags Akureyr- ar, frú Svava Jónsdóttir, ljek hjákonu Jóns bónda. Hljómsveitarstjóri var Jakob Tryggvason, barnadansana æfði og samdi frú Þórhildur Stein- grímsdóttir. I leikslok voru leikendur kallaðir fram með miklu og einlægu lófataki og svo þar næst höfundurinn og aðalleik- endur. — Þess skal getið, að Gullna hliðið má teljast til um fangsmestu leikrita, er Leik- fjelag Akureyrar hefir tekið til meðferðar. Til samanburðar má m. a. nefna Dansinn í Hruna, eftir Indriða Einarsson, er Ágúst Kvaran hafði leikstjórn á hendi í. Minningererð Magnús E. Kjærnested skipstjóri MAGNÚS E. KJÆRNESTED, skipstjóri, ljest hinn 8. þ. m., og verður borinn til moldar í dag. Fráfall hans kom flestum á óvart, sem höfðu sjeð hann glaðan og reifan fyrir aðeins nokkrum klukkustundum, en þó munu þeir, er best þekktu til, hafa haft hugboð um, að hann yrði ekki gamall maður, því að síðustu mánuðina mun hann sjaldan hafa tekið á heil- um sjer, þó lítið ljeti hann á því bera. Banamein hans var hjartabilun. Með Magnúsi er horfinn einn af glæsilegustu mönnum úr sjómannastjett. Hann var mik- ill vexti, fríður sýnum og sköru legur svo af bar, og ógleyman- legur öllum, sem til hans þektu vegna glaðlyndis og mann- kosta. Magnús fæddist á ísafirði 4. júní 1890, en fluttist tveggja ára gamall með foreldrum sín- um, Jóhönnu Jónsdóttur og El- íasi Kjærnested útvegsbónda, til Aðalvíkur, og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Faðir hans er látin fyrir fáum árum, en móðir hans lifir enn háöldruð, og dvelur nú í Hafnarfirði. — Stundaði Magnús sjómennsku vestra í nokkur ár, en rjeðst 17 ára gamall á togara með Hjalta Jónssyni, og var hjá hon um í nokkur ár, en þessa at- vinnu stundaði hann um langt árabil. Árið 1914 lauk hann farmannaprófi við Stýrimanna skólann í Reykjavík og var síð- an stýrimaður og skipstjóri á togurum til ársins 1930. Þá rjeðst hann á olíuskipið Skelj- ung, var á honum stýrimaður í 3 ár, en tók við skipstjórn- inni í apríl 1933, og hafði hana á hendi til dauðadags. Skipstjórnin fór Magnúsi prýðilega úr hendi, eins og allt annað, er hann fjekkst yið, því að hann var hinn besti sjómað- ur, gætinn og ábyggilegur. Er til þess tekið, að í þau 11 ár, sem hann stjórnaði Skeljungi. afllitlu skipi og þungu í vöf- um, skyldi hann aldrei steyta á steini nje brjótí* flís úr bryggju, og sigldi hann þó stöð ugt á flestar hafnir landsins, vetur og sumar. Árið 1915 kyæntist Magnús eftirlifandi konu sinni, Emilíu Lárusdóttur, Lúðvígssonar kaupmanns og varð hún honurri hinn ágætasti förunautur á lífs leiðinni. Eignuðust þau 6 börn, og eru fimm þeirra á lífi, öll hin mahnvænlegustu, eins og þau eiga kyn til. Hjá ástvinum Magnúsar er nú orðið mikið skarð fyrir skildi og sár söknuður, svo góð um og nærgætnum heimilisföð- ur, sem þau eiga á bak að sjá. En hann er jafnframt harmdauði öllum hinum mörgú vinum sínum og kunningjum, og skarðið í þeirra hóp verð- ur vissulega vandfyllt. Skólabróðir. Sjúkrahús í hellum. London í gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir í dag, að Þjóðverjar sjeu búnir að koma sjer upp mjög fullkomnu her- mannasjúkrahúsi í hellum mikl um einhversstaðar í Appennina fjöllunum á Ítalíu. Segir frjetta stofan að sjúkrahús þetta sje mjög rúmmikið og búið öllum nýtísku tækjum, sjeu þar skurð stofur og fjöldi sjúkrarúma. ■— Reuter. [OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOQOOOOOÖO-O^OOOOOOCXXXXXXXXXXXXXXXXXJOOOll X - 9 JOOOOOÓOÖÖOOOOOOOOOOOOOOOOOO Eftir Robert Storm ooooooooooooooooooooooooooo VOU UAVE To &HOOT BOJH OF ThiOBE ELECmiC CHAIR. WAITINC FOf? A\E, 7WO WON'T Alexander: — Jæja, svo þú sást að jeg var dul- búinn? v I þéssu kom viðgerðarmaðurinn innar úr verk- stæðinu, og hlaut hann sömu örlög og bílstjórinn. Alexander: — Allt í lagi — inn í verkstæðið með ykkur allar, og reynið ekki að nota símann — jeg sleit hann úr sambandi. Mascara: — Ó, Alexander, þetta er hræðilegt. Var nauðsynlegt að drepa báða þessa menn? Alexander: — Þegar rafmagnsstóllinn.bíður eftir mjer hvort sem er, iiafa tveir í viðbót ekkert að segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.