Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 12
12 Föstudagnr 14. apríl 1944' Isltækur vici- skiftasamningur milli Hiorðmanna og Svía Frá norska 'olaðafulHrú- anum: — FRÁ LONDON er símað, að utanrikismálfiráðuneytið norska hafi tilkynt eftirfarandi: „Tryggvi Lie og ssénski sendiherrann hjá norsku stjórn inni, Beck-Friis fríherra, hafa í dag undirritað samning milli norsku stjórnarinr.ar og sænsku stjórnarinnar um fyrirkomulag á greiðslum í sambandi við það, sem Svíar ætla að láta Norð- menn hafa af vörum til endur- reisr.arstarfseminnar i Noregi að ófriðnum loknúm. Ennfremur heíir verið gert samkomulag um að taka upp viðræður um fjárhagsleg at- riði, sem þessi tvö ríki varða‘\ Nefnd, skipuð fulltrúum frá Svíum og Norðmönnum, hefir unnið að því um hríð, að rann saka á hvern hátt Svíar geti orðið Norðmönnum að sem mestu liði með að láta þá fá vörur eftir að ófriðnum lýkur. Svíar munu láta Norðmönnum í tje matvæli og aðrar vörur, sem Norðmepn vanhagar mest. Um leið hafa staðið yfir samn ingai- um fjárhagslega hlið þfiása máls og hafa náðst samn ingar um að Norðmenn fái lán til vörukaupanna í Svíþjóð. — Norðmenn munu taka lán í sænskum krónum til að greiða með þær vörur, er þeir eiga að fá. Fyrir utan matvæli ætla Svíar að láta Norðmenn fá allskonar sáðvörur, járn og stál, Ivf og margt fleira. I samningsuppkastinu er gert ráð. fyrir, að reynt verði að koma öllu viðskifta og atvinnu iífi Norðmanna í eðlilegt horf á sem skemstum tíma. Loks er gert ráð fyrir allv'íðtækum vöru skiftum á grundvelli þess, sem var fyrir stríð, og verði þá tek- ið tillit til þarfa og framleiðslu möguleika beggja þjóða, fnnlán í bankana |ufíusl í febrúarm. um 2.2 mifj. kr. ínnlán í bankana jukust í febrúarmánuði um 2.2 milj. króna, en þau námu samtals 539,308 milj. kr. — Útlán námu 191.979 milj. króna. Höfðu þau aukist um 1.4 milj. kr. Á sama tíma í fyrra námu innlögin 3-63.80G milj. kr. og útgjöldin 174.840 milj. króna. Bðrnasöfnunin 170 þús. krónur SÖFNUN tii harna á Norð- urlöndum gerrgur rnjög. að óskum. Jíefir sÖfnunarnefnd nú borist nokkrir söfunarlist- ar utan af landi og er hún nú kornin upp í nærr; 170 þús. krðnur. Innrásarforingjar horfa á bormenn sína EKKI GERA BANDAMENN innrás sína á meginlandið er.nþá. En fregnir herma að þeir hafi mikinn viðbúnað. Hjer á myndinni sjást þrír yfirforingjar innrásarinnar. Liðsforingi bendir þeim á hermenn, sem eru að æfingum. Innrásarforingjarnir eru, (talið frá vinstri); Sir Arthur Tedder flugmarskálkur, aðstoðaryfirforingi innrásarhersins, Dvvight D. Eisen- hovver, ylirhershöfðingi, og Be nar.d L. ðlonígomery, yfirmaður breska innrásarhersins. * Islensku togararnir seldu 97 miljónir síðastliðið fyrir ár Júpíter var hæstur með 5 miijón kr. sölur í 13 ferðum Innstæöur bankanna erlendis 458.5 milj. krénur ÍSLENSKU TOGARARNIR, 33 að tölu, sel'du á s. 1. ári ísfisk í Englandi fyrir 3,702,537 sterlingspund, eða tæplega 97 miljón krónur. Meðalsölur í ferðum skipanna voru alt frá rúmjega 5 þúsund sterlingspund upp í 15,000. — Aflahæsta skip flotans og það skipið, sem seldi hæst, vrar Júpíter, sem seldi fyrir samtals 195.554 stpd. (tæplega 5 miljón kr.), í 13 ferðum. Júpíter var einnig hæstur árið 1942. Fer hjer á eftir listi yfir heild arsölur íslensku togaranna árið 1943. Er listi þessi birtur í sjó- mannablaðinu ,,Víkingur“. Töl- urnar I svigum eru ferðirnar, sem skipin hafa farið. Upphæð irnar eru sterlingspund: Júpíter (13) Venus (13) Gulltoppur (13) Skallagrímur (11) Þórólfur (11) Helgafell (13) Arinbjörn hersir (12) Gyllir (12) Maí (12) Belgaum (11) Max Pemberton (12) Baldur (12) Júní (12) Snorri goði (11) Hafstein (11) Gylfi (10) Karlsefni (12) Surprise (11) Kári (11) Haukanes (11) Egill Sk.grímsson (10) Skutull (10) Óli Garða (9) Hilmir (10) Sindri (12) Geir (11) Tryggvi gamli (9) Vörður (7) Rán (8) Þorfinnur (7) Garðar (3) Ólafur Bjarnason (5) íslendingur (3) 195.554 192.827 164.986 155.138 152.304 140.013 137.833 132.581 132.326 131.557 130.386 129.039 128.450 125.770 123.275 121.202 120.439 118.719 113.193 112.996 104.970 100.758 98.902 93.394 92.693 89.391 85.850 76.084 58.300 54.859 49.527 28.952 21.299 Nokkrir af togurunum eða Gylfi, Vörður og Júpíter, fóru nokkra „skraptúra“ á árinu, en ekki er blaðinu kunnugt um afla þeirra yfir þann tima, og er því ekki hjer með talið. Togarinn Júpíter, sem var hæstur í aflasölum i fyrra, hef ir aftur á þessu ári orðið hæst- ur í sölu. Skipstjóri er Bjarni Ingimarsson, en útgerðarmaður Tryggvi Ófeigsson. í fyrra seldi skipið fyrir samtals 184.061 stpd., fór þá 14 ferðir „Svívirðilegur áróSur" WASHINGTON í gærkveldi: Cordell Hull utanríkismála- ráðherra sagði á fundi, sem hann hafði með blaðamönnum í dag, að ,,það væri svívirðileg ur áróður að gefa í skyn, eða hvetja Brcta og Bandaríkja- menn, að ganga í lið með Hitler gegn Rússum“. Þetta var svar ráðherrans við spurningu eins blaðamannanna vegna áskorunar, sem lesin var í útvarpið í Valladolid á Spáni og þar sem „allar siðaðar þjóð- ir voru hvattar til að samein- ast gegn bolsivikka-hættunni". Hull sagði að hver, sem hefði átt upptökin að þessari áskor- un hlyti að gera sjer Ijóst að hann væri að vinna svívirðilegt verk. — Reuter. SAMKVÆMT nýútkomnum Hagtiðindum námu innstæður bankanna erlendis, í lok febr- mánaðar samtals 458.570 milj.. Innstæður höfðu aukist í mán- uðinum um 46 þús. krónur, en jan.—febr. þ. á. er aukningin alls 11.9 milj. kr. Á sama tíma í fyrra, eða í lok febrúarmánaðar 1943, námu innstæður í bönkum erlendis 265.680 milj. kióna. Veðrið fer bafnandi r á ffalíu LONDON í gær: —■ Fi'jetta- ritarar, sem eru með hersveit- um bandamanna á Ítalíu, segja að nú sje veður farið að skána mjög á vígstöðvunum þar og sje það ekki vonum fyrr. Snjó hefir tekið upp í fjöllunum og það er ekki óalgeng sjón að sjá hermenn bera að beltisstað. En hermennirnir munu ekki gleyma hinum harða vetri á Ítalíu, sem þeir líkja meira við hugmyndir þeirra um Norður- pólinn, en sólríkt Miðjarðar- hafsland. Ekki hefir komið til neinna stórátaka á ný á Ítalíuvígstöðv- unum. Þjóðverjar gerðu eina tilraun til gagnsóknar á víg- stöðvum 8. hersins í gær, en þeir voru brátt hraktir aftur til fyrri stöðva sinna. Wallace lil Chunking. Washington: — Tilkynt hefir verið, að Wallace, varaforseti Bandaríkjanna muni bráðlega takast á hendur ferð til Chun- king og heimsækja þar Chang Kai Shek. — Reuter. Maður finnst örendur í fyrrakvöld fanst örendur maður á Hótel Heklu. — Mað- ur þessi reyndist vera Sighvat- ur Jónsson. Það vora börn, er fundu hann. Voru þau að leik fyrir utan herbergi hans, en hann bjó á herbergi nr. 16, sem er á efstu hæð hótelsins. Hafði hann lagst fyrir, en yfir sig hafði hann breitt jakka sinn, og mun hann hafa látist í svefni. Sighvatur Jónsson var um margra ára skeið bifreiðarstjóri hjá Matthíasi Einarssyni, lækni „Varðbergs"-menn hvetja til þjóðar- einingar í skiln- aðarmáiinu SVO SEM kunnugt er, hóf- ust nokkrir menn handa í vet- ur og gáfu út blaðið „Varð- berg“, sem átti að vinna gegn þeirri lausn skilnaðarmálsins, sem Alþingi stefndi að; nefndu þeir sig „lögskilnaðarmenn“. Eftir að samkomulagið náðist á Alþingi um lausn skilnaðar- málsins, hætti blaðið „Varð- berg“ að koma út. Benti það til þess, að þessir óánægðu menn myndu nú verða með. Hinn 11. þ. m. hjeldu ,,lög- skilnaðarmenn" fund í Kaup- þingssalnum og gerðu þar álykt un í skilnaðarmálinu, sem þeir sendu blöðunum. Hvetja þeir alla íslendinga til þess að sam- þykkja niðurfelling sambands- laganna, „til þcss að sú þjóð- areining, sem ávalt hefir ríkt um lokatakmarkið, komi seni skýrast í ljós“, eins og segir í ályktun þeirra. Ætli með þessu að vera feng in fullkomin þjóðareining um lausn skilnaðarmálsins. Að vísu er Alþýðublaðið byrjað að grafa upp úr tímariti gamlar skætingsgreinar, sem mjög stinga í stúf við þá allsherjar sameiningu, sem nú er unnið að. En vonandi ber ekki að skilja þetta þannig, að Alþýðu- blaðið ætli að svíkja samkomu lagið, sem gert var á Alþingi. Vörubifreiðar keypiar fil landsins VIÐSKIFTAEÁÐ liefir festi kaup á nokkrum vörubifreið-i tnn. — Eru bifreiðar þessar, af stærðinni Yí til 2 smálesta, og verða Jiær væntanlega fluttl ai' til landsins í vor og' sumar, Oiert er ráð fyrir að bif- reiðarnar fari til Jieirra slaða. á landinu, þar sem mest nauð- syn er að bæta úr brýnnij flutniugaþörf og endurnýjui\ eldri Ijifi'eiða. Dánarfregn SÍRA JÓN ÁRNASON, fyrr- um prestur i Bíldudal, aridað- ist að heimili sínu þann 12. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.