Morgunblaðið - 15.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1944, Blaðsíða 12
Laugardagur 15. apríl 1944, 12 ’-m Frá heimavígstöðvum Dana Fyrirleslur Ois Kiilerich í Nor- træna ijelaginu HINN DANSKI RITSTJÓRI Ole Kiilerich flutti í gærteveldi fyrirlestur í Norræna fjelaginu. Var fyrirlestur hans mjög fróð iegur og skilmerkilegur, enda vakti hann óskifta athygli á- ’ieyrenda. Fyrirlesarinn rakti í stórum uráttum viðskifti Dana og Þjóð verja alt frá innrásardeginum, 9. apríl 1940, er 199 Þjóöverjar fjellu á landamærum Danmerk ur og 17 danskir hermepn. I 'rásögn sinni um heimavígstöðv ir Dana gerði hann áframhald- andi samanburð á afstöðu Norð mar.na, sem biðu mest tjón af því, að mótstaða Dana var svo lítil, t. d. sagði hann að af því, áð Danir skyldu ekki eyði- leggjá flugvöllinn við Álaborg, og engin tundurdufl hafa á ..iglingaleiðinni höfðu Þjóðverj •>.r greiðari leið til Noregs. En Danir voru hlutlausir. •aeir aðhyltust hlutleysisstefnu þá, sem ríkt hafði á Norður- 'öndum lengi. Þeii’ vissu það ekki, fyrri en þeir lærðu qí •eynslunni, að gagnvart nas- ismanum getur ekkert hlutleysi átt sjer stað. Því nasisminn er ógnun gegn norrænni menningu og norrænum lýðræðisanda. Fyrirlesarinn lýsti hinni þögiu andstöðu dönsku þjóðar- ;lnnar, sem Þjóðverjar ekki skildu og aldrei gátu unnið bug 4, Hann lýsti hinum dönsku nasistum, sem ætluðu sjer að verða yfirdrotnarar Danmerk- ur, en skoðanabræður þeirra, jiýsku nasistarnir, treystu ekki J>esiUm föðurlandssvikurum. Hann lýsti hinum lævísa und- .rróðri Þjóðverja fyrir styrjöld- >na, m. a. hinu svonefnda nor- ■æna fjelagi í Þýskalandi, sem í raun rjettri var fyrst og fremst skipulögð njósnamið- >töð. Hann lýsti hinni miklu sam- úð sem nú ríkti meðal Norð- uriandaþjóða, og sem aldrei hefði verið meiri en nú. Menn gerðu sjer það ljóst, að hver r.ú Norðurlandaþjóð, sem hefði komist hjá innrás Þjóðverja, hefði farið að eins og Svíar gerðu, að halda sjer utan við vopnaviðskifti í lengstu lög. Sagan myndi sýna hvaða gagn •Svíar hefðu gert og ættu eftir að gera nágrannaþjóðum sín- um. Danir hefðu mikið lært á Jressum erfiðleikaárum, sagði hann, m. a. það, að meta frelsi og mannrjettindi þau, er nas- istar vildu fótum troða, og að lífinu væri fórnándi fyrir það, aem norrænum þjóðum væri helgast. TEMPLARAR FÁ AUKIÐ LANDRÝMI Á I ’.Æ-J ARST JÓRN AR- It'UNDI í gærkvökli var sam- }>ykt að verða við tilmælum frá templuimni um að þeir fengju ská til viðhótaj’ því þiridi, sem þeir hafa að Jaði'i.. linuÍTemur var samþykt aði lernplarar mættu hyggja hús úr steinsteyiiu á Jaðarslandi. I Ahnenningseldhús í Berlín ú J ALMENNINGSELDHÚS hafa ve 'ið sett upp í þýskum borgum, sem orðið hafa fyrir loftárásum bandamanna, en þær eru nú orðnar æði margar. Myndin hjer að ofan er af einu slíku almenn- ingseidhúsi í Berlín, þar sem fó'ki, er orðið hefir húsnæðislaust, er gefinn matur. Rafvjeiar við Ljósafoss Minst var á það á þæjar- stjórnarfundi í gær, hvað liði uppsetning viðbótarvjelanna í Xijósafossstöðinni. Borgarstjóri skýrði frá, ' að hann hefði ekki fengið umsögn rafmagnsstjóra um það, hve- nær uppsetningunni yrði lokið, en hann taldi horfur á að þess myndi ekki langt að bíða. Verkið hefir unnist seint hjá hinum ameríska vjelfræðingi, sagði borgarstjóri, eins og jeg áður hef skýrt frá. Hefir hann jafnvel orðið að taka upp sama verkið oftar en einu sinni, og þurft að fá mann sjer til að- stoðar að vestan. Er hann kom- inn fyrir nokkru. Landsj>iiig S. V. F. í. hefs! í dag Á XXAÐ LAXDKþ ING Slj'savarnafjlags íslands verð- ur sett í dag kl. 4 í Ivaupþing- salnum. Á þinginu eru þegar mættir 00—70 fulltrúar, en fleiri munu þó liætast við. Á þinginu munu slysavarn- armál almennt verða rædd, auk þess sem ]>að mun kjósa nýja stjórn, en hún er kosin annað hvert ár. Fjárhagsáæflun Vesfmannaeyja Frá frjéttaritara vor- um í Vestmannaeyjum. (IENGIÐ hefir verið frá. fýá r h a gsáæ t lun bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar fyr ir árið 1944. — Heildartöl- urnar eru kr. 2.249.320,00. Helstu tekjuliðirnir cru: ITtsvör "kr. 2.009.320,00, tillag úr ríkisjóði kr. 150.000,00, fasteignagjald ca. kr. 40.000, 00 þátttaka hafnarsjóðs í stjórn bæjarins kr. 10.000,00. Ilelstu gjaldaliðirnir eru: Stjórn. bæjarmála kr. 02.418, 00, framfærslumál kr. 148.414, 00, almennar tryggingar og óafturkr. styrkir kr. 168.900, 00, meutamál kr. 668.185,00, lieilhrigðismál kr. 132.760,00, liigreglumál kr. 70.810,00, til verklegra framkvæmda kr. 400.000,00 vextir og afborg- anir af skuldum kr. 150.000,00 til hyggingarmála kr. 57.290,00 íleiuUfSyjáf vegna Hjalfa Jónssonar H.f. SLIPPURINN, Stál- smiðjan og Hamar hafa ákveð- ið að gefa eitt herbergi — 15 þúsund krónur — til sjómanna- heimilisins, í tilefni af 75 ára afmæli Hjalta Jónssonar. Hefir Hjalti verið í stjórnarnefndum allra þessara fyrirtækja og ver ið árvakur forvígismaður þeirra mála, sefn fyrirtæki þessi hafa haft með höndum. Þrjár skipshafnir gefa S. í. S. S. Skipshafnir á einu skipi Eim- skipafjelagsins og tveim botn- vörpungum gáfu í gær Vinnu- heimilissjóði S. í. B. S. 7000 krónur. — Skipshöfnin á b.v. Kára gaf mest, 3000 krónur, skipshöfnina á e.s. Brúarfossi 2875 krónur og skipshöfnin á b.v. Baldri 1125 krónur. RAFVEITAN EIGNAST BARÓNSFJÓSIÐ I > .E .J A RRÁD sam þykti í gær að afheuda Rafveitu Reykjavíkur Rarónsfjós til eignar gegn 54,000 króiia gjaldi. Er miðað við að Raf- veitan hafi tekið húsið tili eignar árið 1940. Lóð verður! áfram eign bæjarsjóðs og á. Rafveitan að g-reiða í leigu af, lienni . 5% af fasteignamats- verði hennar. Viðgerð galnanna Á bæjarstjórnarfundi í gær var gerð fyrirspurn um það til borgarstjóra, hvaða fyrirætl- anir væru gerðar um endurbæt ur á g'Ötum bæjarins, eftir um- rót þeirra vegna Hitaveitunnar. Borgarstjóri skýrði frá, að bæjarverkfræðingur væri að taka saman lýsing á ástandi allra gatna. ETn eftir þeirri lýs- ing yrði farið þegar ákveðið væri, í hvaða röð göturnar yrðu teknar til viðgerðar. Hann sagði ennfremur, að nokkuð af viðgerðunum vrði sett á reikning Hitaveitunnar. En hve mikið það yrði, væri ekki hægt að ákveða með vissu að svo stöddu. SILLI & VALDI FENGU VERSLUN VIÐ BÆJARBYGGING- ARNAR NÝLEGA )>auð bæjarstjárn út tií sölu verslanabyggingar þær, sem reistar hafa veriðl við hæjarbyggingarnar við Hringbraut. Tilboð voru opn- uð á fundi bæjarráðs í gær- kviildi og var samþykt að taka tilboði Silla & Valda í' verslunina nr. 149 við Tlring- braut. Tilboð þeirra var kr., 75.500. Þá samþykti bæjarráð að. gefa Axel Sigurgeirssyni kost' á vershininni nr. 135 við Ilringl hrant fyrir 58,000 krónur, en: tilboð hans var háð því skil- yrði, að hann fengi tvær versl anir. L.v. Sigríður leigð iil Borgaruesferða STJÓRN ,,Skallagríms“ I Borgarnesi, sem átti Laxfoss, hefir verið hjer í bænum undan farna daga til að útvega skip í fastar ferðir milli Borgarness og Reykjavíkur og hefir tekist að fá leigt l.v. Sigríði í þessu skyni. I gær voru undirritaðir samn- ingar milli Skallagríms og Ósk- ars Halldórssonar, eiganda ,,Sigríðar“. Fastar ferðir hefj-> ast næstu viku og mun „Sigríð- ur“ vera í þessum flutningum fyrst um sinn, þar til fjelagið fær heppilegra skip til þessara flutninga. L.v. Sigríður er gufuskip, 150 smálestir að stærð. Laxfoss Rggur hjer í fjöru og er óvíst, hvað gert verður við skipið, eða hver verður eigandi þess. Ólafur Noregsprins heldur ræðu Frá norska blaðafull- frúanum: ÞANN 9. apríl, daginn, sem innrásin var gerð í Noreg fyr ir 4 árum, talaði Ólafur Nor- egsprins í útvarpið frá Lond- on. Hann sagði m. a.: „Við skulum í dag gera oss ljóst, að dagurinn er einnig upp- risudagur. Látutn páskaboð- skapinn veita oss trú og styrk. Við skulum reyna að gleymá hinu ranga og illa og snúa huganum til Noregs, sern hrátt mun rísa upp á ný og þar sem hver og einn mun bera sínar byrgðar eftir bestu getu og taka við arfi þeirra, sem fórn- að hafa lífi sínu á altari föð- urlandsins í þessum ófriði. Þannig skulunr við sína að þessar hetjur vorar hafa ekki látið lífið tii einskis“. Ivróiipi'in.siim sagði frá för simii til Bandaríkjanna og Kanada, sem hann var nýkom inn úr og flutti hann Norð- mönnum kveðjur frá þessum þjóðum, frá norskum sjó- mönnum. frá norskum lier- rnönnum, sem verið er að æfa í Karrada og frá Bandaríkja- rnönnum af norskum ættum. „Við skulum öll standa satn an r þeim anda og þeirri vissu, að við eigunr hjai'tari daga í tveiinskonar nierlvingu í vænd- um og að upprisan sje ekki langt undan fyrir norsku ]>jóðiira“, sagði Ólafur krón- prins. Skipum söki við Noregsslrendur Frá ítorska blaðafull- frúanum: FYRIR NOKKRU var sGkt; 10.000 smálesta ]>ýsku skipi! fyrir surrnarr Bodii. Var skip þetta hlaðið fiskflökum. All- mörgirm strandferðaskipum' hefir verið sökt við Noregs- strendur undanfarna daga og það er almerrt álitið í Norður- Noregi, að skipasiglirrgá.r sjeui rrrjög ótryggar unr þessai’! rmmdir. Það kemur oft fyrir að þýsk skip serrr lagt hafit, itr höfn, snúa við aftur til1 sömu lrafnar og híða vikurn, sanran áður en þáu reyna aði leggja úr höfn á tiý. FLUGMANNAGRAF-. REITUR I SVISS Ziirich í gærkveldi, Svissnesku yfirvöldin lrafá látið gera sjerstakan graf- reit handa amerískunr flug- mönnum, sem farast, er flug- vjelar ]>eirra hrapa niðitr á svissneskt land — GUNNLAUGUR EINARSSON Franrh. af bls. 8. Gunnlaugur var kvæntur Önnu, dóttur Kristjáns sál. Bjarnasonar skipstjóra, hinni ágætustu konu. Börn þeirra eru tvö, Kristján Eysteinn, nú í Mentaskólanum í Reykjavík og I Unnur Dóra, í Kvennaskólan- . um í Reykjavík, bæði hin ' mannvænlegustu. j Árið 1932 var Gunnlaugur sæmdur sænskri orðu og Fálka orðunni árið 1942. Skarð þessa glaðlynda, bjart sýna og elskulega athafna- I manns verður ekki fylt hjá okkur nánustu kunningjum hans. Hann var svo heilsteypt- ^ ur og drengilegur maður, að minningin um burtför hans hlýtur að verða söknuði bland- in, það sem við eigum eftir ó- j lifað. En stærra og vandfyltara er skarðið hjá ástvinum hans, j konu, börnum og fullorðnum föður, sem verða nú að sjá á j eftir aðalstoð heimilis síns og einkasyrri niður í gröfina. Og ! þeir eru margir, sem hafa 'tnni- j lega samúð með þeim í dag. I H. H. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.