Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. apríl 1944. M íftg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórár: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgfiarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Boðskapur Tímans SAMKVÆMT skýrslu Hagstofunnar nam heildarút- flutningur landsins árið sem leið rúmlega 230 miljónum króna. Þrjátíu og þrír togarar veiddu á árinu um 61 þús. smálestir af fiski og seldu á erlendum markaði fyrir um 97 miljónir króna. Er það um 42% af heildarútflutningn- um. Annað útflutningsverðmæti frá þessum afla, svo sem lýsi, er hjer ekki með talið. Þessar tölur sýna mjög greinilega, hvern þátt togar- arnir eiga í framleiðslu þjóðarinnar. Þeir eru langsam- lega stórvirkustu framleiðslutækin, sem þjóðin á. ★ Þrátt fyrir þessa staðreynd, er því haldið fram í blaði annars fjölmennasta stjórnmálaflokks landsins, að það beri ekki að stuðla að vexti og viðgangi togaraflotans, meðan skipin eru rekin af einstaklingum og fjelögum í einkaeign. Blað Framsóknarflokksins, Tíminn, hefir ver- ið að flytja þenna boðskap að undanförnu. Tíminn hefir haldið því fram, að ekki komi til mála að þjóðfjelagið stuðli á neinn hátt að eflingu togaraflotans, meðan skipin eru rekin með sama hætti og nú. Að hinu beri að keppa^ að áliti Tímans, að koma þessum stórvirku framleiðslu- tækjum yfir á hendur bæjar- og sveitarfjelaga eða ríkis- ins og stefna þannig að þjóðnýtingu togaranna. Ef sú stefna Tímans yrði ofan á, að þjóðnýta atvinnu- tæki, sem framleiða 40—50% af öllu útflutningsverðmæti þjóðarinnar, yrði afleiðingin vitanlega sú, að gerbreyta yrði þjóðskipulaginu — hverfa frá einkarekstri atvinnu- tækjanna og taka upp bæjar- og rikisrekstur í staðinn. Hitt gæti ekki staðist, að hafa um helming framleiðsl- unnar í þjóðnýtingu, en hinn í einkarekstri, því að það myndi valda svo stórfeldri röskun á öllu skattakerfinu, að ógerningur væri að reka þjóðarbúskapinn með þeim hætti. Kommúnistar keppa að gerbreytingu þjóðskipulagsins á þessu sviði. Þeir vilja þjóðnýtingu allra framleiðslu- tækja. Þeir telja hitt vera kák, að taka einstaka þætti framleiðslunnar út úr og þjóðnýta þá. Skrefið verði að stíga fult út strax, því að annars verði tilganginum ekki náð. Framsóknarflokkurinn hefir fram að þessu látið 1 veðri vaka, að hann væri andvígur þjóðnýtingunni. Hitt hefir þó verið grunur manna, að flokkurinn væri ekki heill í þessum málum. Og nú er fengin vissa fyrir því, að aðal- blað flokksins, Tíminn, er því fylgjandi, að stórvirkustu atvinnutæki landsmanna, togararnir, verði þjóðnýttir. Ekki er vafi á því, að átökin sem staðið hafa innan Framsóknarflokksins að undanförnu, hafa fyrst og fremst snúist um þetta höfuðstefnumál. Kom það greinilegast í ljós í skrifum Egils í Sigtúnum í vetur. Einnig hefir mátt lesa þetta út úr skrifum Jónasar JónsSonar. Þeir af ráðamönnum Framsóknarflokksins (Eysteinn, Hermann & Co.), sem stefna í þjóðnýtingaráttina, hafa forðast að koma að kjarna málsins. Það er óttinn við kjós- endur flokksins í sveitum, sem þessu veldur. Fylgi Fram- sóknarflokksins í sveitum myndi þurkast út með öllu, ef það yrði gert uppskátt, að flokkurinn stefndi að þjóðnýt- ingu atvinnutækjanna og gerðist þannig samherji kom- múnista. ★ En geta kommúnistarnir í Framsókn öllu lengur leynt því fyrir sveitafólkinu, hvert þeir eru að fara? Otrúlegt er það. Hvað togarana snertir, er því yfirlýst í flokks- blaðinu, að stefna beri að þjóðnýtingu'þeirra? Eru nokkr- ar minstu líkur fyrir því, að þar verði stöðvað? Nei, alls engar; enda yrði þá að stíga skrefið fult út. Kjósendur Framsóknar í sveitum mega ekki loka aug- unum fyrir.þvj,.sem.nú er að gerast í flokknum. Fyr eða síðar bitnar það á þeim, ef þjóðnýtingarstefnan verður; ofan á. Ferming í dóm- kirkjunni UíLuerii óLri & Nesprestakall. Ferming í Dómkirkjunni, 16. apríl, kl. 11 árdegis. — Jón Thorarensen. Sjera Drengir: Sæmundur Guðmundsson, Fálka- götu 6. Sigurður Valgeir Sveinsson, Brú, Skerjafirði. Sveinn Þórðarson, Sæbóli, Fossve Hilmar Hólm, Litla-Haga, Hofs- vallagötu. Ólafur Gaukur Þórhallsson, Ás- vallagötu 29. Jón Böðvársson, Miðstræti 5. Gunnar Cesar Pjetursson, Þver- veg 12. Svavar Guðmundsson, Odda, Sel- tjarnarnesi. Vilhjálmur Ólafsson, Grænumýri Seltjarnarnesi. Meyvant Meyvantsson, Eiði, Sel- tjarnarnesi. Kristján Arnar Kristinnsson, Þórsgötu 19. Sigurður Þorkell Guðmundsson, Hringbraut 137. Magnús Gunnarsson, Seftjörn, Seltjarnarnesi. Alfreð Olsen, Þormóðsstöðum. Einar Ágúst Flygering, Tjörn, Seltjarnarnesi. Ólafur Haukur Ólafsson, Reyni- mel 35. Bragi Guðmundsson, Grandav 38. Guðmundur Þórðarson, Litla- Melstað, Grandavegi. Steinþór Einarsson, Lambhól, Grímsstaðarholti. Einar Óskarsson, Kópavogi. Hreinn Ágúst Steindórsson, Teigi, Seltjarnarnesi. Valdimar Þór Hergeirsson, Kapla skjólsvegi 5. Tómas Guðmundsson, Fálkag. 6. Stúlkur: Karly Jóna Kristjánsdóttir, Þrastargötu 4. Hafdís Guðlaugsdóttir, Þrastar- götu 3. Sesselja Steingrímsdóttir, Framn- esvegi 61. Valgerður Sigurðardóttir, Lág- holtsvegi 7. Sigurborg Einarsdóttir, Bjargi, Seltjarnarnesi. Rakel Guðmundsdóttir, Þverv. 40 Björg Ágústsdóttir, Reynimel 44. Ragnheiður Indriðadóttir, Reyni- mel 38. Halldóra Þórðardóttir, Sæbóli, Fossvogi. Erna Guðfinna Lárusdóttir Jör- gensen, Þrastargötu 5. Aldís Jónsdóttir, Kaplaskjólsv. 12 Kristín Þórðardóttir, Kaplaskjóls vegi 11. Anna Þórunn Flygering, Tjörn, Seltjarnarnesi. Rut Olly Sigurbjörnsdóttir, Egils- stöðum, Seltjarnarnesi. Steinvör Esther Ingimundardótt- ir, Stóra-Ási, Seltjarnarnesi. Elísabet Jóhannesdóttir, Hrísa- teigi 23. Ólöf Elin Davíðsdóttir, Shell- vegi 8 B. Guðmunda Jóna Jóhannesdóttir, Grandavegi 41. Arnfríður ísaksdóttir, Bjargi, Sel tjarnarnesi. Halldóra Hermanía Svana Sig- fúsdóttir, Karlagötu 18. Guðfinna Jensdóttir, Baugsv. 33. Margrjet Sigríður Einarsdóttir, Þjórsárgötu 4. Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir, Hringbraut 139. Sigfríður Jóna Hermannsdóttir, Signýjarstöðum, Grímsst.holti. Laufey Þorleifsdóttir, Hjallalandi Kaplaskjólsvegi. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Tjarn- i argötu 3. ar: 'l jr (la cj íega Ííj^inu Smjörekla og rjóma- sala. GÓÐ BÚKONA hjer í bænum hringdi til mín í gær og sagðist vera búin að komast að leynd- armálinu í smjöreklunni. Henni hefir leiðst að geta ekki haft smjör á borðum í vetur og hún hefir, eins og fieiri, verið að velta því fyrir sjer, hvernig á því geti staðið, að ekki skuli koma smjör á’markaðinn nú eins og áður. Þessi húsfreyja telur, að smjör eklan stafi af því, að rjómasala sje svo mikil til bæjarins, að mjólkurvinslustöðvar bænda hafi lítinn sem engan rjóma til að framleiða smjör úr. Hún hef- ir kynt sjer þetta, sagði hún mjér, og fengið þær upplýsingar frá einni mjólkurvinslustöð hjer í nágrenni bæjarins, að rjómasala hafi aukist gríðarlega til Reykja vikur undanfarið. I þessari einu stöð hefir verið hægt að vinna 4 smálestir af smjöri s. 1. mánuð, ef rjóminn hefði ekki verið seld- ur nýr á Reykjavíkurmarkað. Hin aukna rjómasala til Reykja vikur stafar m. a. af því, að fleiri geta nú en áður leyft sjer að kaupa rjóma, þó dýr sje. Þá hafa húsmæður, sem eiga hrærivjelar, tekið upp á því, að kaupa sjer rjóma og strokka hann sjálfar í hrærivjelum sínum. Með þeirri aðferð kostar rjómakílóið alt að 30 krónur. Hvort er nauðsyn? legra? ÞAÐ ER.mjög líklegt, að þetta sje rjett athugað hjá húsfreyj- unni. Ein orsök smjöreklunnar sje einmitt rjómasalan. En þá vaknar spurningin, hvort er nauðsynlegra og heppilegra fyr- ir Reykvíkinga að kaupa rjóm- ann nýjan, eða fá smjör. Þjóðirnar, sem nú eiga í ó- friði og þar sem hörgull er á smjöri, hafa stöðvað svo að segja alla sölu á nýjum rjóma og tóku snemma í ófriðnum upp skömt- un á smjöri. I þessum löndum hefir augsýnilega sú stefna orðið ofarl á, að heppilegra væri að láta almenning fá smjör en nýj- an rjóma. Öðruvísi hefir verið farið að hjer á lancþ, annað- hvort fyrir tilviljun eða valdboð. Hræddur er jeg um, að al- menningur myndi heldur kjósa smjörið en rjómann, ef hann mætti ráða. Það getur verið gott að fá rjóma út í kaffið sitt, og mörgum þykja rjómakökur og rjómaís gómsæti. En væri ekki heppilegra og fult eins holt að framleiða smjör úr rjómanum? Fólki ætti að vera það vor- kunnarlaust að kitla bragðlauka sína með einhverju öðru en rjómarjettum á meðan ófriður- inn stendur og erfiðleikar eru á smjörframleiðslu. Sóðaskapurinn. P. S. skrifar: „GLEÐILEGT VÆRI það, ef margítrekaðar þrifnaðarkröfur yðar væru teknar að bera árang- ur, eins og þjer vonið. Þjer tal- ið þar um, að bærinn sje að breyta um svip. Jep öfunda þá, sem eru á þeim blettum. í kringum mig er sóða- skapurinn í algleymi. Jeg bý ná- lægt Sundhöllinni. Þar er Berg- þórugata oftast einn flekkur af brjefarusli, einnig ofar, t. d. út frá barnaskólanum. I þrjá daga hefi jeg verið að reyna að ná heilbrigðislögreglunni heim til mín, til þess að sýna henni kúf- fullu skarnbytturnar og umhverf ið alt flóandi í brjefarusli og ó- hróða. Svo sjer maður rotturnar ganga í þessar opnu skarnbytt- ur um hádaginn. Um þetta þýðir sennilega ekki að tala. Náttúran verður hjer eins og oftar öllu námi ríkari, og sóðaskapurinn virðist mönn- um í blóð borinn. Jeg ólst upp á litlu sveitaheimili, en aldrei sá jeg eins óþrifalegt í kringum fjárhús föður míns eins og sjá má stundum í kringum nýju og stóru húsin hjer í Reykjavík. Annars getur verið, að menn sjeu orðnir svo vanir öllum skömm- um, að þeir kunni ekki lengur að skammast sín. En ekki get jeg neitað því, að jeg fæ oft óyndi, þegar jeg er að koma heim til min og sje, hvernig gatan lítur át og í kringum húsin. En haldið þjer samt áfram í góðri trú. Dropinn holar stein- inn, og hver veit, nema fegurð- arsmekkur fólksins vakni ein- hverntíma“. Vísa. ,,SKUGGI“ skrifar á þessa leið: „---auðvitað kömið meira en nóg af „Bör“-vísunum, en af því að þær breyta allar Helga í Hjör, datt mjer í hug að bæta einum hortittinum til í leirinn: Engan veit jeg hátíðlegri í hátalara en Helga Hjörvar, og varla nokkuð fíflið meira og forhertara en flónið Bör var. • Um Ripley og ótrú- legt en satt. RIPLEY er maður nefndur. Hann hefir það fyrir atvinnu að safna ótrúlegum sögum víðsveg- aír að í heiminum. Þessar sögur segir hann svo aftur og teikn- ar venjulega með myndir. Sögur sínar nefnir Ripley: „Trúið þvi, ef yður sýnist“. Fjöldi blaða um allan hinn enskumælandi heirn birta þessar sögur Ripleys, en sjálfur mun hann greiða einn dollar fyrir hverja sögu, sem hon um berst og hann notar til birt- ingar. Mjer datt í hug að segja vkk- ur frá þessu, því á dögunum fjekk jeg úrklippu úr blaði, með sögum Ripleys, frá kunningja minum í útlandinu, og sendir hann úrklippuna vegna þess, að Ripley segir sögu frá íslandi. Fylgir sögunni teikning af stúlku, sem er klædd eins og kvik- myndaleikkonan Carmen Mir- anda. • Raddfimi. SAGA RIPLEYS frá íslandi er nefnd raddfimi (Voeal gym- nastics) og segir frá því, „að ung, íslensk söngkona, Hallbjörg Bjarnadóttír, hafi raddsvið, sem nái yfir þrjár oktövur. Hún geti sungið tenór, alt, baryton, mezzosópran og kontralt mjög auðveldlega. Ekki kann jeg um það að dæma, hvað rjett er í þessu, en „þarna virðist alt vera á sama stað“, eins og Egill Vilhjálms- son segir. Aðeins væri kannske ástæða til að velta því fyrir sjer, hvort ekki hefði nægt fyrir Rip- ley að segja, að hún syngi alt. Kvennaskólinn í Reykjavík. Þær bæjarstúlkur, er sótt hafa j um inngöngu í I. bekk að Vetri, eru beðhar að koma til viðtals í skólanum á þriðjudaginn kem- ■ ur, kl. 8 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.