Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 85. tbl. — Þriðjudagur, 18. apríl 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Bretar gera dður óþekkta rdðstöfun Banna allar dulskeytasendingar sendisveita Aílur póstur sendi ráða ritskoðaður Suiaustur-Evrópa Loftsókninni beint gegn Suðaustur-Evrópu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I DAG og nótt sem leið, enn- fremur í gær, hefir flugher bandamanna á Italíu haldið uppi stöðugri sókn gegn stöð- um í Suðaustur-Evrópu, bæði í 'Júgóslavíu, Búlgaríu, Rúm- eníu og Ungverjalandi. Megin- árásirnar voru gerðar á borg- irnar Bukarest, höfuðborg Rú- meníu, Sofia, liöfuðborg Búlg- aríu, og einnig var ráðist á höf- uðborg Júgóslavíu, Belgrad. — Aðallega hafa árásir þessar ver ið gerðar á járnbrautir og flug- vjelasmiðjur. Alls var ráðist á 18 staði, en harðastar voru árásirnar á Sofia, Bukarest og Belgrad. — Þá var ráðist á Ploesti, Nish í Júgóslavíu og Brno. Hinar aust ustu af þeim stöðvum, sem á var ráðist, voru um 200 km. frá þeim stað, sem framsveitir Rússa eru á, við Karpatafjöllin. Flestar borgirnar, sem ráðist var á, eru auk þess birgðastöðv ar fyrir heri Þjóðverja, sem í Rússlandi berjast, og' á þetta einkum við um borgir Rúmeníu og Ungverjalands. — Aðrar eru 'þannig, að þar eru flugvjela- Iverksmiðjur þýskar, sem Þjóð- verjar hafa nú um svo að segja alla Suðaustur-Evrópu. Þjóðverjar segja, að eigna- tjón og manntjón hafi orðið mikið í Sofia, Bukarest og Bel- grad. Kveða þeir sig og Rú- mena hafa grandað 17 flugvjel um bandamanna yfir Bukarest og Ploesti. Sænsk blöð ræða orðsendingar bandamanna Stokkhólmi: — Sænsk blöð ræða nú mjög orðsendingar bandamanna til stjórna hlut- lausra ríkja um að þau hætti viðskiftum við Þýskaland, og segir stærsta blað Svíþjóðar, „Dagens Nyheter" í þessu sam- bandi, að það sje harla einkenni legt framferði af bandamönn- um, sem segist berjast fyrir því, að milliríkjasamningar sjpu haldnir og í heiðri hafðir, að fara fram á það við þjóðir, að þær svíki slíka samninga. Fleiri blöð eru einnig all harð- orð í garð bandamanna vegna orðsendinga þessara. — Reuter. Rólegt á Ítalíu. London í gærkveldi: — Ekki hefir mikið markvert borið til tíðinda á Italíu, einungis verið framvarðaskærur á vígstöðvum áttunda hersins, ásamt smá- viðureignum á landssvæði bandamanna við Anzio. — Lítið var um bardaga í lofti. m sfopol London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FREGNRITARAR í Moskva segja seint í kvöld, að varnir Þjóðvex’ja við Sebastopol fari harðnandi, enda sje erfitt um sóknarskilyrði, þar sem Rússar sækja fram, þar eð landslag umhverfis borgina er mjög vel til varnar fallið. Eru bardagar harðir á þessum slóðum, og kveðast Þjóðverjar hafa unnið Rússum mikið tjón. Rússar segja í herstjórnar- tilkynningu sinni, að þeir hafi haldið áfram sókninni við Se- bastopol, þrátt fyi’ir erfið skiD yrði, bæði vegna landslags og harðra varna Þjóðverja. Kveða þeir Þjóðverjá hafa komið fyr- ir miklum virkjum í hæðum og skóglendi á þessum slóðum. Við Dniester segjast RúSsar vera að tryggja aðstöðu sína, þar sem þeir eru komnir yfir ána, en Þjóðverjar gera sífeld gagnáhlaup. Annarsstaðar á vígstöðvun- um’ seg-ja' Rússar, að' ekki hafi verið um annað að ræða en staðbundnar viðureignir. Var herstjórnartilkynning Rússa ó- venju stutt að þessu sinni. Þjóðverjar skýra í herstjórn- artilkynningu sinni frá hörðum bardögum við Sebastopol og við Dniester. Ennfremur kveð- ast þeir hafa sótt fram fyrir austan Stanislavo og náð eam- bandi við leyfar setuliðsins. í Tarnopol. Þá segjast þeir hafa hrundið árásum Rússa á Rúm- eníuvígstöðvunum og við Dni- ester. Sænska þingið á lok- aðan fund. Stokkhólmi í gærkveldi: Ut- anríkismálanefnd sænska þings ins kom saman á fund í dag, og er talið, að rætt hafi verið um orðsendingar Breta og Banda- ríkjamanna viðvíkjandi við- 'skiftum við Þjóðverja. Þingið er talið munu fjalla um þessi mál á lokuðum fundi, sem hald inn verður bráðlega. — Reuter. London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRETAR TÓKU í KVÖLD ÞAÐ SKREF, sem gersam- lega er óþekkt í sögu utanríkismála, þeir bönnuðu öllum senidsveitum erlendra ríkja í London að senda heim dul- málsskeyti, og hjeðan í frá verður allur póstur frá sendi- sveitunum og til þeirra að fara í gegnum breska ritskoð- un um óákveðinn tíma. Undanþegnar eru þó sendisveitir Bandaríkjanna, Samveldislandanna bresku og Rússa. Þetta er gert í öryggisskyni vegna hinnar væntanlegu innrásar, þannig, að ekki berist fregnir um undirbúning hennar úr landi eftir neinum leiðum. Þá er einnig lagt bann við því, að nokkur meðlimur sendiráða erlendra ríkja í Bretlandi fari úr landi, nema þeirra sendiráða, sem fyrr getur, þar sem álitið er, að þeir gætu borið með sjer fregnir um innrásina. Er sagt í tilkynningu bresku stjórnarinnar, um þessi mál, að ráð- stafanir þessar, sem ekkert fordæmi eiga sjer í verldar- sögunni, muni vernda fjölmörg mannslíf í komandi átökum. Mountbatten flytur bækisföðvar stnar London í gærkvöldi: MOUNTBATTEN lávarður, yfirmaður bresku herjanna í Indlandi og Burma, hefir flutt aðalbækistöðvar sínar frá borg inni Nýju-Delhi í Indlandi til eyjarinnar Ceylon við suður- odda Indlands. Kom hann þangað í flugvjel í morgun með horráðsforingjum sínum og var vel fagnað af setuliðsstjórn eyjarinnar. — Reuter. Óeirðir í Sidney vegna útgátubanns á ífAflhlAl'Slim «ð WH^jMIWÍiaBð London í gærkvöldi. LÖGREGLAN HANDTÓK nokkra menn í Sidney í dag, er 1000 háskólastúdentar mót- mæltu pólitískri ritskoðun með kröfugöngu. Áður hafði borgin verið dagblaðalaus í tvo sólar- hringa, sökum deilu, er risið hafði milli útbreiðslumálaráðu neytisins og formanns fjelags blaðaútgefenda. Rjeðist formað urinn þá á ritskoðunina og birt ust um hana háðuleg ummæli í blöðunum Daily Telegraph og Morning Sun. Voru blöðin samstundis sett undir útkomu- bann af lögreglunni, og enn- fremur önnur blöð í borginni, sem ætluðu að prenta grein blaðaútgefendasambandsins, en það voru öll blöð borgarinnar. Nú hefir hæstirjettur kveðið upp þann úrskurð í málinu, að bannið á blöðunum hafi verið ólögmætt, en málið er ekki að fullu útkljáð enn. Hið bannaða blað af Sidney Sun komst í hendur fjölda manna, því að starfsfólk blaðsins kastaði þús- undum eintaka af því út um glugga ritstjórnarbyggingar- innar. ' — Reuter. ÞJOÐVERJAR hafa lagt þriggja mílna breitt tundur- duflabelti meðfram allri vest- urströnd Jótlands Eins og kunnugt er, hafa símskeyti, póstur og sendi- menn sendisveita hvar sem er í heiminum, verið ger- samlega friðhelgt. — Ekki mátti hrófla við skeytum nje brjefum, heldur varð alt slíkt að sendast, eins og það kom frá sendanda. — Ekki mátti heldur rannsaka far- angur manna, sem voru í er indagerðum fyrir sendisveit lands síns í framandi landi. Bannið gekk í gildi á miðnætti. Stjórnin gefur meðal annars þær skýring- ar á þessum fyrirskipunum, þar sem rofinn er einn sá rjettur, sem helgastur hefir verið talinn í viðskiftum þjóða í milli, að með þessu skuli fyrirbygt, að nokkur sendi fregnir af hinni vænt- anlegu innrás, annað hvort í hugsunarleysi eða í frjetta skyni við sína eigin þjóð. Póstur frá sendiráðum er innsiglaður þar, og er inn- siglið ekki rofið, fyrr en póostpokarnir koma á við- tökustaðinn. Þetta breytist nú þannig, að pósturinn verður rannsakaður þegar, er hann kemur úr sendiráð- inu og gengur gegnum venjulega ritskoðun. Tekið er fram, að hver einasta fregn, sem á kreik kæmist, gæti haft mikil áhrif á það, hvernig innrásin tækist. Bresk blöð hrósa yfirleitt þessari ráðstöfun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.