Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 18, apríl 1944: 1G Verslunarjðfn- uiurinn í mars lagstæiur VE RSLUNA RJÖPNUÐUR- ♦ i\ X í luarsmánuði var hag'-; stæður um 7 miJj. króga. • Nam verðmæti útfluttrar ftuttrar vöru krónur ]f> miij. -vöru 2ö mil.j. 612 ]>ús., en inn- 542 þús. j Verðmæti útfluttrar vÓfú á tímabilinu jan. tii mafs ]>. á. nemur all.s krónum 47 inilj. 545 þús. Verðmæti innfluttrar vöru á sania tíma nemur 47 miþi. 962 þús. krónn. Kr þvi verslunarjöfnuðurinn fyrstu þrjá mánuði ársins óbagstæður uui 417 þús. krónur. í rrmrsmánuði 1943 var vérsl una rjöfnuðurinn hagstæður ir-.': rúmlega 4 milj. króna. Nam verðmæti rittfluttrar vííru 25 milj. króna, en inn- fluttrar 23,8 milj. króna. Og, tímabilið jan.—mars þessa árs var hann óhagstæður um 19,5 milj. króna. Nam þá verð- rmeti litfluttrar vöru 39,9 milj. króná, en innfluttrar 59,4 milj. króna. Víðavangshlaup rr Hluti af efstu hæð Hafnar- hússins brennur Mynd þessi er tekin nokkru áður en eldarnir á suður- og' vesturhlið^ Hafnarhússins, ná saman á suðvestur-horni hússins. — Myndina tók Stefán Nikulásson. rií Vinrnir Ármann Egilsflöskuna" iil eignar! VÍÐAVANGSHLAUP í. R. fer fram í 29. sinn á sumardag- inrv fyrsta, sem er n.k. fimtu- dag. Keppendur éru 15 frá 3 fjelögum. Armann sendir 6 menn í kepnina, þar á meðal Harald Þórðarson, sem vann hlaupið i fyrra, Sigurgeir Ársælsson, Árna Kjartansson og Hörð Haf- líðason. — I. R. sendir 5 menn, >tneðal annara Oskar Jónsson og Sigurgisla Sigurðsson. — K, R. sendir 4 menn, m. a. Ósk- ar S. Sigurðsson og Indriða Jónsson. Ef Ármann sigrar í þetta sinn, hefir það fjelag unnið „Eííilsflöskuna'j sem um er ■fcfepty til fullrár eignar, þrisvar ». FÖð. . Sú breyting verður gerð á ti-taupinu, að það hefst utan híHjarins, í stað þess að undan- farið hefir það mest farið fram inni í bænum. Er þetta gert til að hlaupið verði meira ,,víðavangshlaup“ en „götu- trldúp“. — Kepnin hefst kl. 2 Sfórgjöf til Blindra- vinafjelagsins JI.TALTI JÓNSSON, skip- étjóri, gaf á 75 ára afmælis- degi sfnumí síðastl. laugar- dag, 5000 krónur Blindravina- fjelagi ísiamjs, til byggingar blindraheimilis hjer í Reykja- vík. l»essi h&fðinglega gjöf Ifjalta, er ein hin stærsta gjöf er fjelaginu hefir borist. UM klukkan 7 í fyrrakvöld kom upp eldur í efstu hæð Hafnarhússins, en hún er úr timbri. Eldurinn gaus þegar út um nyrstu glugga vesturhliðar og var engu líkara, en að kvikn- að hafi á fleiri stöðum í einu, því augnabliki síðar stóð eld- urinn út um glugga á sömu hlið og austustu glugga suður- hliðar. Er hjer var komið sögu, var eldurinn orðinn svo magnaður að slökkviliðsmenn urðu að taka tvo menn út um glugga í stiga einnar slökkvibifreiðar- innar. Vegna hæðar hússins var slökkvistarf allt mjög erfitt og varð að draga slöngurnar upp á húsið, og brann suður og vest ur álma að mestu leyti, en stóð þó uppi, en eldurinn breidd- ist út frá austri til vesturs eftir suðurhlið hússins og sameinað- ist á suðvesturhorni þess. Þá var enn eitt, er einnig torveld- aði mjög starf slökkviliðs- manna, en það var hinn gífur- legi reykur, er lagði frá eld- hafinu. Eftir tveggja stunda baráttu tókst slökkviliðunum, er voru bæði innlent og erlent, að kæfa eldinn. Skemdir á hæoinni urðu miklar, en á sjálfu húsinu ekki alvarlegar, en eitthvað mun þó hafa skemst af vatni og asfalt, er borið var á þakið bráðnaði. Þegar í gær var byrjað að rífa það, sem eftir stóð af efstu hæðinni. Frá þingi Slysavarna ijelagsins FUNDIR landsþings Slysa- varnafjelagsins hjeldu áfram í fyrradag og í gær. Póst- og Símamálastjóri, Guðnx. Illíð- dal, flutti erindi uni talþjón- ústuna við fiskibáta og nauð- syn samvinnu milli símastjórn- ar annarsvegar og hinna ýmsu samtaka sjómanna og Slysa- va rnarfjelagsins hinsvegar. Fundir þingsins halda áfram á miðvikudaginn og hefjast kl. 1.30 e. h. Spellvirki í Danmörku. London í gærkveldi: — Fregn- ir hafa borist um það frá Dan- mörku, að spellvirkjar hafi sprengt í loft upp rafmagns- stöð eina mikla á Norður-Jót- landi. Eyðilagðist stöðin ger- samlega. — Reuter. Sjálfvirk símaslöð á Akureyri ÁKVEÐIÐ hefir verið, að á Akureyri verði stofnsett sjálf- virk símastöð. Þó getur, af skiljanlegum ástæðum, ekki orðið af þessu fyr en að yfir- standandi styrjöld lokinni. Nú er verið að reisa á Ak- ureyri nýtt póst- og símahús, og er það m. a. reist með það fyrir augum, að sjálfvirka stöð- in verði þar. Flýðu frá Krím til Tyrklands. Ankara í gærkveldi: — All- mörg smáskip, full af þýskum hermönnum frá Krím, hafa lent á Svartahafsströnd Tyrklands, nálægt hafnarbænum Samsoon. Menn þessir voru kyrsettir. — Reuter. Aðalfundur „Sum- argjafar" I AÐALFUNDUR Barnavina- fjelagsins Sumargjöf var hald- inn í fyrrakvöld. Fundarstjóri var Helgi Tryggvason kennari og fundarritari Björn Björns- son kennari. | Formaður fjelagsins, ísak Jónsson, lýsti störfum þess og framkvæmdum síðasta ár. Gat hann þess, að fjelagið hefði aldrei afrekað meiru á éinu ári. Þá lagði hann fram lauslegt yf- irlit yfir fjárhagsáætlun yfir- standandi árs. Heildartölurnar eru 600 þús. j Við umræður um störf fje- lagsins í íramtíðinni voru born ar upp og samþyktar eftirfar- andi tillögur: I „Aðalfundur Barnavinafje- lagsins Sumargjöf, haldinn í Tjarnarborg 16. apríl 1944, skorar á ríkisstjórnina að setja hið bráðasta á stofn deild við Húsmæðrakennaraskóla Islands f til að undirbúa starfskonur fyr. ir barnaheimili, dagheimili og I leikskóla“. i „Aðalfundur Barnavinafje- lagsins Sumargjöf, haldinn í Tjarnarborg 16. apríl 1944, fel- ur stjórn fjelagsins að athuga og ákveða, hvort nauðsyn þyki að setja á stofn fleiri starfs- stöðvar, t. d. í úthverfum bæj- IJr stjórn fjelagsins áttu að ganga frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, sem var endurkosin, og Ragnhildur Pjetursdóttir, sem baðst undan endurkosningu. I hennar stað var kosin frú Arn- heiður Jónsdóttir. Fyrir voru í stjórninni: Arngrímur Krist- jánsson, sr. Árni Sigurðsson, Helgi Elíasson, ísak Jónsson og Jónas Jósteinsson. í varastjórn voru kosin: Frú Gerður Magn- úsdóttir og Helgi Tryggvason. Endurskoðendur: Gísli Sigur- björnsson og Bjarni Bjarnason. „Barnadags- blaðið" selt i ámorgun BARNADAGSBLAÐIÐ, gef- ið út af Barnavinafjelaginu Sumargjöf, verður selt á morg- un, síðasta vetrardag, á götum bæjarins. Blaðið er 16 síður í stóru broti. Af efni þess skal talið: Sumarmál, kvæði eftir Frey- stein Gunnarsson, Börnin og „Sumargjöfin“ eftir Bjarna Benediktsson borgarstjóra, Sagt fyrir 16 árum, eftir Steingrím Arason, Æskan lifi, eftir frú j Laufeyju Vilhjálmsdóttur, Horft um öxl, eftir frú Aðal- björgu Sigurðardóttur, Burt með vjelrænu leikföngin, eftir ‘ Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóra, Húsmæðraskólar, leik- skólar og vöggustofur, eftir Rannveigu Kristjánsdóttur, Smábarnaskólinn og móður- málið, eftir Stefán Júlíusson yfirkennara, og heildarniður- stöðutölur um starfsemi heim- ilanna 1943. Börn, sem vilja selja blaðið, geta fengið það í öllum barna- skólum bæjarins og Grænborg eftir kl. 9 á morgun. Bnnrásar und- irbúningur fil Svíþjóðar! Merkileg sending til Noregs Frá norska blaða- fulltrúanum: FRÁ STOKKHÓLMI er sím- að til norska blaðafulltrúans hjer: Tollstofan sænska í Helsing- borg við Eyrarsund gerði upp- tæka á föstudaginn var mikla sendingu, sem kom frá Þýska- landi og átti að fara til Noregs. Voru þetta uppdrættir af mið- hluta Svíþjóðar, alls 25.000 talsins. Vögu þeir. eitt tonn. —• Þeir voru í vöruvagni í smá- pökkum með utanáskrift til þýskra hermanna í Noregi. Uppdrættir þessir eru prent- aðir í Þýskalandi í mars í ár og gerðir eftir uppdráttum sænska herforingjaráðsins. Málið vekur mikla athygli og gremjú í Svíþjóð. Badoglio myndar nýja sfjórn London í gærkveldi. BADOGLIO gekk í dag 4 fund Ítalíukonungs og sagði formlega af sjer, en konungur fól honum þegar að mynda nýtt ráðuneyti. Munu allir ílokkar, þeir, er sindvígir eru fasistum, fá sæti í stjórn þessari. Þeir einu af ráðherrum fyryi stjórn- ar, sem talið er að sitji áfram, ei'u Badoglio sjálfur og flota- málaráðherrann De Courten, flotaforingi. Badoglio hefir rætt við for- sprakka margra stjórnmála- flokka í dag, þar á meðal komm únistann Togliatti og actionist- ann prins Caraciolo. Álitið er, að meðal nýrra manna, sem í stjórnina koraa, verði Carlo Sforsa, foringi frjálsra ítala og Benedetto Croche, foringi frjálslynda flokksins. Einnig er talið lík- legt, að Rodino, sem var fyrir tíð Mussolinis hermálaráðherra og er forsprakki kristilegra lýð’ veldissinna, komist í stjórnina. Það er talið allsendis óvíst, að kommúnistaforsprakkinn Togliatti fái sæti í stjórninni, vegna vandkvæða, sem á eru um skipan í þrjú þýðingarmikil ráðherraembætti, en líklegt að leiðtogi kommúnista í Napoli verði tekinn í hans stað. Inn- anríkisráðherra mun verða social-demokrat. — Reuter. Kommúnistar hylla de Gaulle Algiers í gærkveldi. KOMMÚNISTAR hjer í borg hafa farið fylktu liði til bústað ar De Gaulle og hylt hann í til- efni af þvi, að hann er nú orð- inn yíirforingi hers frjálsra Frakka í stað Girauds hershöfð ingja, sem hefir horfið frá störf um í þágu „Þjóðfrelsisnefndar- innar“. —Reuter. tei*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.