Morgunblaðið - 19.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.1944, Blaðsíða 6
6 MORÖl'NBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. apríl 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv^tj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lcabðk. Allir til starfa ÓÐUM nálgast úrslitastundin í skilnaðar- og lýðveldis- málunum. Frá og með næstkomandi laugardegi (22. apríl) á að geta hafist atkvæðagreiðsla þeirra, sem dvelja utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjör- skrá. En eftir mánuð (20. maí) hefst atkvæðagreiðslan á kjörstað og stendur í fjóra daga. • Þar sem nú er einhver mesti annatími ársins, ræður að líkum, að fjöldi kjósenda dvelur utan kjörstaðar síns. Þannig er á'statt um mikinn fjölda sjómanna hvaðanæfa af landinu; einnig skóla- og námsfólk og fólk úr sveitum, sem hefir haft vetrardvöl í kaupstöðum, en það er, eins og kunnugt er, mjög margt. Mjög er áríðandi, að þetta fólk bregðist skjótt við, eftir að utan kjörstaða atkvæðagreiðslan er hafin og greiði atkvæði. Samgöngur út um landsbygðina eru strjálar um þessar mundir og getur það orðið erfiðleikum bundið að koma atkvæðisseðli á sinn rjetta stað, ef kjósandi lætur það dragast að neyta atkvæiðsrjettar sína. ★ Sjerstök nefnd — Landsnefnd lýðveldiskosninganna — hefir verið skipuð, til þess að annast fyrirgreiðslu at- kvæðagreiðslunnar. Hefir hún opnað skrifstofu hjer í bænum. Veitir hún allar upplýsingar og aðstoð, varðandi atkvæðagreiðslunni, sem hún getur í tje látið. Lands- nefndin hefir einnig beitt sjer fyrir því, að hjeraðsnefnd- ir verði starfandi í öllum hjeruðum landsins. Með þessu er fast skipulag komið á fyrirgreiðsluna við atkvæðagreiðsluna. En nú ríður á því, að nefndirnar vinni fljótt og vel. Sjerstaklega er áríða'ndi, að hjer- aðsnefndirnar verði ötular í starfi sínu. Til að byrja með ríður mest á því, að þær sendi hið skjótasta skrá yfir þá kjósendur úr hjeraðinu, sem eru fjarvistum og láti í tje upplýsingar um dvalarstað þeirra. Ennfremur ber hjeraðsnefndum að skrásetja alt aðkomufólk í hjeraðinu, sem kosningarrjett hefir, sjá til þess að það greiði at- kvæði og senda síðan viðkomandi hjeraðsnefnd skýrsl- urnar. Það er afar áríðandi, að þetta starf verði unnið fljótt og vel, því tíminn er naumur, en vitað að þúsundir dvelja um þessar mundir utan kjörstaðar síns. ★ En það er vitanlega ekki nóg, að landsnefnd lýðveld- iskosninganna og hjeraðsnefndir vinni störf sín vel og dyggilega. Alt er komið undir kjósendunum sjálfum, áhuga þeirra og árvekni. Ánægjulegt er það, að svo virðist sem áhugi lands- manna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni sje Tnikill og al- mennur. Og það, sem mestu varðar: Þjóðin er einhuga. Öll sundrung er horfin. Þó eru enn einstaka raddir uppi, sem ala á óeiningu og sundrung í sambandi við lýðveld- isstjórnarskrána. Þessa menn verður þjóðin að varast, því að þeir eru að vinna ilt verk. Menn verða vel að athuga það, að lýðveldisstjórnar- skrá sú, sem nú verður sett, er aðeins til bráðabirgða. Endurskoðun hennar stendur fyrir dyrum. Ef menn eru óánægðir með einstök ákvæði stjórnarskrárinnar, er auðvelt að vinna að leiðrjettingu þeirra, þegar framtíð- arstjórnarskrá hins íslenska lýðveldis verðiur samin, sem verður nú alveg á næstunni. Aðeins þeir kjósendur, sem eru andvígir stofnun lýð- veldis á Islandi, greiða atkvæði gegn þeirri bráðabirgða- stjórnarskrá, sem nú liggur fyrir. Þetta verður hver einasti kjósandi að gera sjer ljóst. Lýðveldi eða áframhaldandi konungsríki? — Þetta er spurningin, sem kjósendur landsins eiga að svara. Hitt væri sjálfsblekking af kjósanda, að játa með sjálfum sjer fylgi við lýðveldið, en greiða samt atkvæði* gegn þeirri stjórnarskrá, sem færir honum það, sem hann ósk- ar og þráir, vegna þess, að hann er óánægður með ein- stök ákvæði stjórnarskrárinnar, sem auðvelt er að breyta síðar. Ferming í Fríkirkj- unni á sumardaginn fyrsta Síra Jón Auftuns. Drengir: Ragnar Kjartansson, Þórsgötu 5. Sverrir Símonarson, Bergþóru- götu 2. Oskar Ingi Ingvarsson, Tjarnar- götu 10 B. Sigurjón Einar Ingvarsson, Tjarnargötu 10B. Ragnar Guðni Gunnarsson, Sunnuhvoli. Knútur Kristján Gunnarssoji, Sunnuhvoli. Ketill Axelsson, Laufásveg 79. Gísli Erlendur Marinósson, Ei- ríksgötu 17. Erling Valdemarsson, Leifsg. 11. Kolbeinn Guðjón Óskarsson, Stórholt 32. Ólafur Guðmundsson, Meðalholt 13. Reynir Sigurþórsson, Laugav. 42 Grímur Oskar Magnússon, Kára- stíg 13. Einar Pjetursson, Vatnsstíg 10. Emil Richter, Grettisg. 42 B. Guðmundur Borgar Gislason, Sunnuhvoli. Sigurður Steinsson, Rauðarár- stíg 17. Gunnar Jónsson, Höfðaborg 2. Stúlkur: Hafdís Jónsdóttir, Eiríksg. 13. Sigríður Jóhanns Lúðvíksdóttir, Rauðarárstíg 42. Kristín Guðmundsdóttir, Leifs- götu 11. Unnur Hafdís Einarsdóttir, Kirkjustræti 6. Helga Ingunn Kristinsdóttir, Grettisgötu 75. Sara Jóhannsdóttir, Bakka. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Rauð- arárstíg 11. Erna Arnar, Smáragötu 12. Björg Eyjólfsdóttir, Jófríðar- staðaveg 15. Elín Sigurðard., Bergþórug. 4. Guðrún Kristinsdóttir, Skóla- vörðustíg 19. Ástbjörg Halldórsdóttir, Hring- braut 36. Auður María Sigurhansdóttir, Laugaveg 93. Þórbjörg Gísladóttir, Karlag. 19. \Jdiuerji ólriiar: a amer- ísku sýningunni bjr cíaoícna Ííjinu < > < > í SAMBANDI við amerísku málverkasýninguna, sem nú stendur yfir í Sýningarskálan- um, verða haldnir tónleikar kl. 9.30 í kvöld. Þar leikur 35 manna lúðrasveit úr ameríska hernum, og stjórnar henni Mr. John Corley. Einnig mun Cor- poral Cromer Wolf, baryton- söngvari, syngja nokkra ein- söngva, en hann var söngvari við San Carlo Operuna í New York áður efl hann gekk í her- inn. Forleikur að „Skuggasveini" eftir Karl Ó. Runólfsson er meðal þeirra tónverka, sem lúðrasveitin mun leika, _en auk þess eru einnig á dagskránni tónverk eftir Humperdinck, Drigo, Ippolito-Iwanow og Hal- vorsen. Corporal Wolf mun syngja tvo lagaflokka, hinn fyrri „Ombra mai fu“ úr „Xerxes“ eftir Hándel og „Der Erlkönig“ eftir Schubert. En í síðari flokknum er „Requiem du Coeur“ eftir Passard og „Clorinda" eftir Morgan. Tónleikar þessir hefjast kl. j hálf tíu. ília farið með verðmæti. ÞAÐ ER hegningarvert í Bret- landi að kasta frá sjer pappír, jafnvel þó ekki sje nema strætis- vagnafarmiði. Hjá ófriðarþjóðun- um ér pappír talinn mikið verð- mæti. Það er ekki lengur siður að „pakka inn“ vörum í verslunum í Bretlandi. Vilji menn fá utan- um vörur, sem þeir kaupa, verða þeir sjálfir að koma með umbúð- irnar. Notuðum pappír er safnað á hverju einasta heimili og hann er seldur fyrir allmikið verð, eða fólk gefur hann til hernaðarfram leiðslunnar. Göturnar og garðarnir hjer í Reykjavik bera þess vitni, að við lítum öðrum augum á verðmæti pappírs, en Bretar. Það er sama hvar gengið er hjer í vbænum, hvergi er hægt að þverfóta fyrir pappírsrusli. Það er ekki nóg, að þetta sje argasti sóðaskapur, held ur er og farið hjer illa með verð- mæti. Tugþúsunda króna virði flækist fyrir fótum Reykvíkinga og sennilegast að líkt sje i öðr- um íslenskmn bæjum. Islendingar höfðu hjer áður fyr orð fyrir áð vera nýtnir. Það var þegar þeir máttu til. Sagt ér um landskunnan athafnamann, að hann hafi bygt sjer stórhýsi fyr- ir snærisspotta, sem hann hjelt saman. Þó sú saga sje ýkt, þá er hún þó að verulegu leyti sönn. Nú hugsa Islendingar ekki'leng ur um að spara. Eigum við ekki að gefa brjefaruslið? EN ÞÓ nýtnin sje ekki leng- ur íslenskt þjóðareinkenni, þá eru íslendingar enn taldir hjálpsam- ir og örlyndir, þegar svo ber und ir. Við höfum safnað saman fje til bágstaddra frænda okkar á Norðurlöndum, Finna, Norð- ecýci söfnunartíma. Það mætti fara að eins og þegar Vetrarhjálpin safn ar gömlum fötum. Hvert heimili hefði tilbúið allan þann pappír, sem það vildi losa sig við, þegar komið væri að sækja hann. Vilja nú ekki einhver fjelög taka þetta verkefni að sjer. Það væri gaman að sjá hvað mikið væri hægt að safna af notuðum pappír hjer í bænum á þenná hátt,. á,, einni viku, eða tveimur. Svona á það að vera. LENGI VAR ÞAÐ föst venja lijer í bænum, að ef hús brann, þá stóðu brunarústirnar óhreyfð- ar vikum og stundum mánuðum saman. Reykvíkingar muna eftir mörgum brunarústum, sem staðið hafa hjer í bænum langa lengi, eigendunum til skammar og . veg- farendum til leiðinda. Þegar Hótel ísland brann hreyfði jeg því hjer í dálkunum, að nú mætti það ekki ske, að rúst irnar væru látnar standa mán- uðum saman. Var strax tekið vel í þetta og er nú að mestu lokið við að hreinsa til í þéim. Á sunnudaginn var, brann efsta hæð Hafnarhússins. Hæðin var úr timbri og brann allmikið,. en rúsf,irnar voru ljótar og mikið verk að hreinsa til. Strax á mánu dagsmorgun var byrjað að hreinsa til og verkinu var að mestu lokið í gær. Var þá ekki hægt að sjá, að þarna hefði orð- ið stórbruni fyrir tveimur dög- um. Svona á það að vera. FaJIeg rödd í út- varpinu. ÚTVARPSHLUSTENDUR h'eyrðu fallega kvenrödd í fyrra- kvöld. Það var ungfrú Guðrún . Símonardóttir sem söng nokkur | lög í Ríkisútvarpið. Hún er út- manna og nú Dana. Þessar fjár-1 varpshlustendum nokkuð kunn, safnanir hafa gengið vel og eru því hún hefir áður sungið í út- okkur til sóma. En úr því, að við erum svo ör- lynd, að gefa fje, gætum við þá varp með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, en þetta var í fyrsta skipti, sem hún syngur ekki líkt sýnt velvild með því að : klassisk lög opinberlega. Ungfrú- gefa brjefruslið, þeim, sem kunna in er nemandi Sigurðar Birkis. að meta það og hafa gagn af því. | Mjer er kunnugt um, að margir Það er hvort sem er verðlaust hlustendur, sem jeg þekki, hrif- í okkar augum. | ust af söng Guðrúnar. Hún á held Það þyrfti ekkí að kosta mikla ur ekki langt að sækja sönghæfí- fyrirhöfn og vafalaust væri hægt leikana, því hún er dóttir Símori- að fá sjálfboðaliða til að safna ar heitins á Hól, sem var rómaðúr brjefrusli hjer í bænum, bæði á söngmaður, eins og margir Reyk- víkingar munu minnast, og móð- ir hennar, frú Ágústa Pálsdóttir söng hjer fyrir eina tíð mikið opinberlega og þótti hafa mjög fagra rödd og beita henni vel. Kunningi minn, sem hefir gott vit á hljómlist og sem hefir fylgst nokkuð með söng Guðrúnar Símonardóttur í útyarpinu, segir, að það sje ánægjulegt að heyra hve miklum þroska hún hafi náð. Röddin sje „egal“. Hún hafi mik.- inn tekniskan persónuleika í meðferð laganna. Meðferð henn- götum, görðum og á heimilum. Söfnunin þyrfti ekki að standa lengi yfir, t. d. tvær vikur. Með þessu" yrðu slegnar tvær flugur í einu höggi. Við losnuðum við hið leiða brjefrusl og óþrifnaðinn af því, að minsta kosti um tíma, en gerðum viðveittri þjóð, sem við höfum hagnast vel á undan- farin ár, greiða. Fyrirkomulag brjef- söfnunarinnar. HELST ÞYRFTU einhver fje- lög að taka sig saman um að ,ar á Brindisi í La Traviata eftir standa að þessari söfnun og öll Verdi, haf verið með ágætum. vinna yrði að vera ókeypis. Hjer Hin unga söngkona hafi blæfagrá er tilvalið verkefni fyrir skáta og rödd, sem minni á ítalskan radd- íþróttafjelög. Engan kostnað b!æ“. Þessi söngfróði kunningi þyrfti áð leiða af flutningi til minn var afar hrifinn af meðferð Bretlands, því bresk skip myndu söngkonunnar á La Rosa, eftir vafalaust taka það, sem safnaðist Tosti, sem hann sagði að hún endurgjaldslaust. Það ætti meira hefði sungið „lyriskt og yndis- að segja ekki að þurfa nein flutn lega“. - ingatæki innanbæjar, því ef pap- | Það er gaman, þegar ungt lista pírnum væri safnað saman á fólk, sem er að hefja göngu sína marga staði í bænum, er jeg á listabrautinni, stendur sig vel nærri viss um, að breska setu-' og fær góða dóma. Þó jeg sje liðið myndi leggja til bíla til að leikmaður á hljómlistarsviðinu, hirða pappírinn á söfnunarstöð- trúi jeg því, að hjer, sje á ferð- um. | inni góð söngkona, sem eigi eftir Það eina,.sem gera þyrfti, væri að veita okkur margar ánægj.u- að koma þessu í kring og ákveða stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.