Morgunblaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. apríl 1944 MOEGUNBLAÐIÐ 5 Sveinbjörn Jónsson, b ygginameistarí. - UM SKIPASMÍÐAR - Ætla stjórnarvöld landsins að leggja að velli 1000 ára gamla iðngrein í landinu, en styrkja erlenda skipasmíði með fjárframlögum? Jeg hefi orðið þess var í við- tali við einstaka menn og sjeð það í blöðunum, að æði mörg- um muni hafa þótt það óþarfa oflátungsháttur af skipasmið- um þjóðarinnar, að koma'sam- an á fund í Reykjavík og mót- mæla því að ríkisstjórnin pant- aði 50 fiskiskip frá Svíþjóð, en gerði ekkert til þess að lyfta vundir skipasmíðar innanlands, og hjeldi í þess stað áfram að skattleggja efni og búnað íil skipa gífurlega. Vafalaust er það ekki nema nokkur hluti þjóðarinnar sem ber þennan anda til innlendrar starfsemi. En það er þó full þörf á að skýra þetta mál nán- ar £rá sjónarmiði iðnaðarins. Stjórnmálaöngþveiti þjóðar- ínnar hefir gert ALLA atvinnu vegi vora öldungis ósamkepn- isfæra við erlenda framleiðslu á venjulegum tímum. Ef nú verður brugðið fæti fyrir þús- und ára gamla iðngrein í land- inu, mun röðin fljótlega koma að þeim sem yngri eru. Það hefir þegar verið talað um að fá nokkur hundruð tilbúin hús frá Svíþjóð, og það vilja sjálf- sagt einhverjir draga úr t. d. klæðasaum og ullariðnaði, svo ekki sje nú talað um veiðar- færagerð, ofnasmíði og hús- gagnasmíði. ★ Skipasmíðar hafa verið stund aðar á Islandi frá landnáms- tíð. Þórður hræða smíðaði ferju mikla, er fara skyldi til fanga á Ströndum. í Búalögum voru skýr ákvæði um skipa- smíðar, og skipasmiðir í mikl- um metum hafðir. Jafnvel á eymdartímum, smíðuðu íslend- ingar skip sín sjálfir. Árið 1630 voru 84 kjaltrje flutt til lands- ins. Skipasmíði hefir selmilega alla tíð haldist hjer á hærra stigi en húsagerð. Frá endur- reisnartímunum má minnast margra ágætra skipasmiða: Engeyjarbræðra og feðga við Faxaflóa, Steins Guðmundsson- ar í Þorlákshöfn, Þorsteins Daníelsens á Skipalóni við Eyja fjörð, og Snorra Jónssonar á Akureyri. Fyrir stuttu er lát- inn Bjarni Þorkelsson, sem smíðað hafði 485 skip og báta um æfina. Á síðustu árum hef- ir þessi mikilsverða iðngrein dafnað og eflst með aukinni menningu og bættum efnahag þjóðarinnar. Nú eru í landinu 26 skipasmíðastöðvar auk smærri aðgerðaverkstæða). 16 þeirra geta haft nýsmíði með höndum og flestar þeirra hafa bygt hin allrá vönduðustu skip, sem að engu leyti eru lakari én erlend skip af gömu stærð, nema síður sje. Alls vinna á þessum stöðvum um 350 manns. Flestir þaulvanir og æfðir skipasmiðir. Síðustu 3 árin hafa alls verið smíðuð 46 skip, 8 til 165 rúm- lesta, sem alls eru 1956 rúm- lestir. í landinu eru nú 8 skip í smíðum, 15 til 150 rúmlesta og efni er til í 714 skip, 15 til 60 rúmlesta, auk þess efnis, sem ætlað er til aðgerða á skip- um. Alls gætu því bæst við fiskiflotann á þessu ári 16 skip, sem samtals væru 816 rúm- lestir. Talið er að 650 rúmlestir á ári af nýjum skipum haldi rúm lesta tölu flotans við, sem er undir 125 lestir. En vegna nauð synlegrar aukningar flotans, álíta ahugulir menn, að nauð- synlegt muni vera að þjóðin eignist alt að 1800 tonn, af nýj- um skipum, 50—125 lestir, ár- lega, næstu 3—5 ár. , Þetta skipamagn treysta skipasrhíðastöðvarnar sjer til að byggja auk aðkallandi að- gerða, ef efni og búnaður er fyrir hendi, starfsemin skipu- lögð og studd af útgerðarmönn um og stjórnarvöldunum. 'k Menn virðast hafa þann mikla verðmun, sem nú er á. sænskum bátum og íslenskum, mjög ríkt í huga er þeir ræða þetta mál, og það er eins og' jafnvel greindum mönnum finnist, að hið háa verð íslensku skipanna liggi eingöngu í háu kaupi skipasmiðanna. Ekki verður því neitáð, að verð- munurinn liggur að nokkru leyti í því. Þeirra kaup er þó ekki hlutfallslega hærra en annara manna í landinu: verka manna, bænda og bókara. — Gróði skipasmíoastöðvanna er heldur ekki meiri en annara fyrirtækja: kaupmanna, útgerð armanna og bænda. Verðmunur sænskrá og ísl. trjeskipa liggur fy'rst og fremst í gífurlegum útgjöldum á efn- isfiutningi, tollum og trygging- argjöldum. Við athugun, hefir komið í ljós, að sem stendur muni skipasmíði ódýrust á Ak- ureyri. Þar er verið að Ijúka við 88 tonna skip, og álitið er að kostnaður þess muni falla þannig, án vjelar og vindu: Öll vinna . . kr. 2650.00 á rúml. Eik og fura — 1930.00 - — Járn o.fl. . . — 1050.00 - — Búnaður . . — 550.00 - — Ýmisl. efni og tæki 20% á vinnulaun til ýmisl. útgj. — 370.00 - — Alls kr. 6930.00 á rúml. Hjer verður vinnan rösklega 14 af kostnaðinum. Ekki verður með vissu sagt, hve mikið af ,,honum rennur til „þess opim bera“ í tollum og sköttum. Það mun þó varla vera undir 12.00 kr. á rúmlest, eða tæplega 14 hluti. Síðastliðið ár voru flutnings- gjöld, tollar og tryggingargjöld 25 föld á: efni, búnaði og vjel í 15 tonna bát, við það sem þau voru fyrir stríðið, en þá voru góftir bátar ekkert eða lítið dýrai’i, smiðáðir hjer heima, en t. d. í Danmörku. Margir útgerðarmenn hafa látið í ljósi að þeir vildu ekki sjá útlend fiskiskip'ef þeir gætu iengið þau smíðuð hjer. Og á- reiðanlega hafa margir þeirra dýrkeypta reynslu af skipakaup um erlendis frá, þótt verri sje hún af gömlum skipum en nýj- um. Því er það táknrænt að sjá Óskar Halldórsson gerast talsmann erlendra skipakaupa. Hann sem er frægur fyrir að hafa keypt gömul skip erlendis frá, sem íslenskar skipasmíða- stöðvar hafa haft drjúga at- vinnu við að endurbyggja. Það er von að slíkur athafnamaður eigi bágt með að sætta sig við það, að öll fiskiskipin sjeu smíð uð í landinu, eins og hann svo hátíðlega tilkynnir í Morgun- blaðsgrein sinni. Hann segir þar á öðrum stað: ,,Það verður að fá fiskiskipin fyrir eins lágt verð og unt er, því til íslenskrar útgerðar eru gerðar mjög miklar kröfur i einu og öllu, og hún þolir ekki að greiða geysihá vátryggingar gjöld og vexti af skipum, sem eru smíðuð eða keypt fyrir rán- verð“. En það þarf, að dómi Óskars, ekkert að hugsa um traustleik- ann, notagildið og viðhaldið. Annar ,,frægur“ stjórnmála- maður hefir skrifað um inn- lendar skipasmíðar sem „hand- iðnað úti á víðavangi“ og getur þess, að nokkrir menn hafi haft atvinnu af því að „dunda við það að tálga til í höndum sín- um eitt og eitt skip“. Þessi mað ur er forseti efri deildar Al- þingis, Steingrímúr Aðalsteins- son, þingmaður kommúnista á Akureyrl; ,,Dagur“ á Akureyri hefir svarað þessari grein af röggsemi, og þarf ekki meira að segja en þar er gert, við þennan ,,foringja“ stjórnarvald anna. En þeir sem halda vilja við atvinnulífi í landinu, þurfa að þekkja hug hans til iðnaðar- ins. Hann virðist sem sje vera: Kiljans-andinn til landbúnaðar Skipasmiðir hafa sýnt fram á, að ef smíða á nú 50 skip í Svíþjóð e. t. v. með styrk frá ríkinu, en láta það efni, sem í. landinu liggur, í 714 skip og ljetta á engan hátt undir með innlendri nýsmiði skipa, stöðv- ast þessi iðngrein um ófyrirsjá- anlegan tíma. Skipasmiðirnir hverfa til annara starfa og verða ekki til taks, er gera þarf við gömul skip eða löskuð. Það eitt gæti orðið útgerð- inni kostnaðarsamara, en þótt hún keypti nýju skipin nokkru ihærra verði en ódýrast er hægt að fá þau frá útlöndum. Þeir hafa bent á: aft með aðstoð Viðskiptaráðs má ná mun hagfeldari kaupum á efni i U. S. A. en verið hefir, að með sanngirni má lækka flutningsgjöld efnis, búnaðar og vjela niður í flutningsgjöld af matvöru, að tolla af þessu má fella nið ur og að samræma má álagningu efnis og vinnu. Með þessu mundi bygging- arköstnaður á rúmlest lækka mjög verulega. Ef ríkissjóður notaði svo þær 5 milj., sem Al- þingi hefir heimilað til stuðn- ings skipasmíðar, til þess að styrkja nýsmíði innanlands, væri verð ísl. skipanna farið að nálgast kostnaðarverð þeirra sænsku, hingað kominna. Samtímis hefði útveginum verið trygðar fulikomnari bygg ingarstöðvar, sem altaf væru til taks að halda fiskiflotanum við. Þegar þessu væri fyrir kom- ið, mætti að sjálfsögðu leyfa hverjum sem væri að panta sjer ný skip hjá Svíum, og njóta þeirra lága verðs og tollfrelsis íslenska ríkisins. Við iðnaðarmenn vitum vel, að afar áríðandi er að auka fiskiflotann sem allra mest og höfum þegar vakið máls á því á Iðnþingi fyrir 6 mánuðum. En við getum ekki sjeð að það verði best gert með því, að stöðva skipabyggingar í land- inu sjálfu en panta eingöngu skip erlendis frá, sem enginu veit. hvenær fást til landsins. Um þessar mundir er verið að fagna sjálfstæði og lýðveldis- stofnun. En það lýsir vel and- anum, sem í landinu rilcir að samtímis skuli stjórnarvöldum. þjóðarinnar vera ætlað með nokkrum símskeytum til „Stóra bróður“, að leggja að velli gamla iðngrein í landinu, sem með vaxandi menningu og efna hag þjóðarinnar hefir eflst og dafnað svro. að nú vantar hana aðejns herslumuninn til þess að standa alveg jafnfætis öðrum „bræðrum" Norðurlanda. Þrdðfrjett Eftir dr. Helga Pjeturss i. Frjett sem mig langar mikið til að fá, er að stjörnustöðin á Palomarfjalli, vestantil í Banda ríkjunum. þar sem lengi hefir verið unnið að því að setja upp langstærstu stjörnusjána, sem til er, sje tekin til starfa. Því að þaðan má búast við miklum og merkilegum fróðleiksauka. Má það fyrst nefna, að vjer munum geta stórum fræðst fram yfir það sem áður hefir orðið, um landfræði og jarð- fræði tunglsins. Ef t. v. verður jafnvel unt að ganga úr skugga um, hvort þar eru eldgos enn- þá, eoa hafa fyrir skömmu verið. Þá er jarðstjarnan Mars. Öll líkindi eru til, að þegar sólirí var stærri og heitari, hafi verið mannabygð á Mars, þó að nú muni þar vera of loftlítið og kalt til að slíkt geti átt sjter stað. En með 200 þumlunga fjarsjánni, mun sennilega mega la vitneskju um, hvort þar eru mjög stórkostlegar rústir borga, eða aðrar menjar mannlífs, eins og t. d. þessi undarlegu sund eoa skurðir, sem svo mikið hef- ir verið ritað um. Ennþá merki- legra virðist mjer þó, að nú mun mega fá vitneskju um það, hvort jarðstjörnur eru við þær tvær sólir sem næstar eru oss, eða aðrahvora; en þær eru í 40 biljóna km. fjarlægð. Sje þar um að ræða sólhverfi, en ekki einmana sólir, þá fer að verða erfiðara að taka mark á þeirri kenningu, að langflestar af hinum 100000 miljónum sólna vetrarbraiftarinnar sjeu án afsprengis, sóljjverfin sjaldgæf undantekning. Þá er enn það, að unt mun verða að fræðast miklu meir en áður um Andromeduþokuna, það heimshverfi sömu tegund- ar og Vetrarbrautin, sem er oss næst, fjarlægðin nálægt einni miljón ljósára. Það er ekki langt síðan menn komust að því, að Andromeduþokan er a. m. k. eins stór og vor Vetrarbraut, en nú mun verða þess kostur að rannsaka hana miklu gjör en áður og greiða sundur í ein- stakar stjörnur. Og ef til vill fá menn nú að kynnast, í ná- grannavetrarbraut vorri, sól- um sem eru stærri og ljósmeiri en nokkrar sem vitað hefir ver- ið um áður. Og þá er að lokum ekki síst áhugavert, að talið er að nú muni verða unt að ljósmynda margar miljónir af vetrarbraut um, sem hingað til hafa verið ósýnilegar sakir fjarlægðar, og muni þannig verða hægt að færa út stórkostlega takmörk hins þekta heims, og ef t. v. fá nýar upplýsingar um byggingu eða fyrirkomulag alheimsins. Það er vert að minnast þess, að það eru ekki margir manns- aldrar síðan mönnum skildist, að Vetrarbrautin er heims- hverfi, þar sem sól vor er ein af minniháttar stjörnunum, og nokkuo komin á efri aldur, hefir miljónir áramiljóna að baki. II. Menn kunna að spyrja hvort þessi vitneskja um hinn furðu- lega mikilleika heimsins, þýði nú nokkuð fyrir oss hjer á jörðu, og sú skoðun hefir jafn- vel verið látin í ljós, að í raun- inni skifti þetta oss engu. En það er nú eitthvað annað. Mik- illeiki heimsins getur verið oss nokkurskonar mælikvarði á mikilleika lífsins. (Sbr. 1. kafla Framnýals). Alheimurinn er fyrirtæki sem alt líf á að fá þátt í að leiða til fullkomn- unar, einnig það líf sem er eins ófullkomið og jarðlíf vort er ennþá. Því að jörð vor er á útjaðri sköpunarverksins, og þessi ennþá nokkuð vanmetna vísindagrein jarðfræðin, gerir oss fullkomlega ljóst, að hin Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.