Morgunblaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 2
M 0 K G U N B L A Ð I Ð Sunnudagur 23. apríl 1944 Flugfjelagið kaupir nýja tveggja hreyfla vjel De Haviland, sem ber 6-8 farþega FLUGFJELAG ÍSLANDS hefir fest kaup á nýrri far- þegaflugvjel. Er vjelin þegar komin til landsins og verið er að setja hana saman. Búist er við, að hægt verði að taka vjelina í notkun um næstu mánaðamót, eða eftir viku- tíma. Hún mun verða aðallega í förum milli Akurevrar og Reykjavíkur og til Austurlands. Þessi nýja flugvjel er ensk, De Haviland-gerð, sem flytur 6—8 farþegar, auk flugmanns. Örn Johnson, framkvæmdastj. Flugfjelagsins festi kaup á vjel inni síðastliðinn vetur, er hann fór til Er.glands, en vjelin var þá í smíðum. Hin nýja vjel fær einkennisbókstafina „TF— ISM“. Hún verður rauðmáluð, eins og vjeíin, sem fjelagið á mi. Ganghraði vjelarinnar er rúmlega 200 km á klukkustund og er hún útbúin öllum full- komnustu áhöldum og hefir m. a. talstöð og miðunarstöð. — Gnægð varahluta fylgir vjel- inni. Hreyflarnir eru tveir, ..Gipsy Six“, 200 ha. hreyflar. í*essi tegund hefir reynst vel. Flugvjelar af þessari gerð, sem hjer um ræðir, er marg- reynd í farþegaflutningum víða um heim og hefir alls staðar reynst mjög vel. Hún er fram- leidd hjá „The Haviland Air- craft Co“., sem meðal ahnars framleiðir hinar kunnu hernað arflugvjelar „Mosquito“, sem oft er minst á í frjettum. l\/í rv'Aol Lcu r* r> o lonjo Vinn covo ___ J/ jyUJ. OVlU De Havilandflugvjelin hefir værið notuð til farþega flutn- xnga með ágætum árangri, eru Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Svissland, en auk þess hefir hún verið og er enn mikið not- uð á Bretlandseyjum til far- þegaflutninga. Bretar hafa sýnt frábæran velvilja. , Þeir Bergur G. Gíslason, for- imaður Flugfjelags íslands og Örn Ó. Johnson skýrðu blaða- mönnum frá hinu nýju flug- vjelakaupum í gærdag. Þeir sögðu m. a.: — Að líkindum mun marga úndra, að Flugfjelaginu skuli hafa tekist að útvega nýja flug vjel á þessum tímum. — Hafa Bretar sýnt mjög virðingarverð an skilning á samgönguerfið- leikum okkar með útvegun hennar. Aðalhvatamaður þess, að flugvjelin fengist afgreidd var Capt. Harold H. Balfour, aðstoðar flugmálaráðh. Bret- lands. sem hjer var á ferð s.l. •sumar. Harold Balfour og breska flugmáiaráðuneytið hafa með þessu sýnt okkur mikinn velvilja. Aðrir, sem mjög hafa lagt sig fram málinu til fylg- is eru þeir E. H. G. Shephard. aendiherra Breta hjer og Air Commodore Wiggiesworth, yf- írmaður breska flugliðsins Isjer, ásamt aðstoðarmönnum hans, Þá hefir utanríkismála- ráðuneytið aðstoðað við fram- gang málsins. Þegar búið var að ganga frá því, að flugvjelin fengist af- greidd, bauð breska flugmála- ráðuneytið Erni Ó. Johnson, framkv.stj. Flugfjelagsins, til Bretlands til þess að hann gæti kynt sjer nánar þessa tegund flugvjela og gengið frá ýmsum atriðum varðandi kaupin. Fór hann til London í nóvember s.l. og dvaldist þar í tvær vikur. Flugfjelagið er í mikilli þakk- lætisskuld við alla þessa aðila. Reglulegar flugferðir til Akur- eyrar. Flúgfjelagið hefir undanfar- ið haldið uppi reglulegum flug ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar, þegar veður hefir leýft, með þeirri einu flugvjel, sem fjelagið hefir haft yfir að ráða. Eini fslcnding- urinn í breska flugiinu Icelander in R.A.F. Beats Luftwaffe 3-0 fTtyie R.A F.’s only fighter pilot írom Iceland is Flying Öfficer Thorsteinn Elton Jonsson, aged 22, o£ Réykjavik. He joined the R.A.F. in Junc 1940, and since then has shot down three German aircraft. ' He was awarded the D.F.M, in March 194.1. and commissioned in May ttiat year. During an argument at school with some classmates the fighting qualities of (he F/O T. Jonsson R.A.F. and the Luftwaffe were being discussed w h e n someone said to Jonsson: " Well if y o u think so much of the R.A.F. why don't you join it? ” Jonsson said, " I will." a n d crassed to Eng- !and in April 1940. This was a f t e r he had appljed by letter t o j oin t he fcfeen told jt was Ný kirkja í Reyk- bólahreppi í RÆÐU, sem síra Árilíus Níelsson flutti á Breiðfirðinga-( vöku í Ríkisútvarpinu þann 16. j apríl, bar hann fram þá tillögu, að hafinn yrði undirbúningur að byggingu nýrrar kirkju í Reykhólahreppi, fæðingarsveit síra Matthíasar Jochumssonar. Kirkja þessi á að verða sjer- staklega helguð Þóru Einars- dóttur, móður þjóðskáldsins, og öðrum breiðfirskum mæðrum, eins konar minningarkirkja um þær. Stjórn Breiðíirðingafjelags- ins ákvað strax að veita þessu máli eindreginn stuðning og hefir þegar veitt af fjelagsins hálfu kr. 1000.00 sem stofnfram lag í sjóð, sem nota á til þess að stuðla að framkvæmd þess- arar kirkjubyggingar við fyrsta tækifæri. . Leitað verður m. a. samvinnu við sóknarnefnd Reykhóla- hrepps um að semja skipulags- skrá fyrir þennan sjóð. Síðan verður hafist handa um að efla sjóðinn og mun Breið- firðingafjelagið m. a. veita móttöku í þessu skyni minn- ingargjöfum um breiðfirskar mæður. Nú þegar hafa þessar minn- ingargjafir borist: Kr. 1000.00 til minningar um Júlíönu Hansdóttur, Flatey, frá börnum hennar, og kr. 1000.00 frá tveimur fjelags- mönnum, sem ekki vilja láta nafns síns getið að svo stöddu. R.A.F. and “ imnossible." He , wís accepteó', however. shortly afler hís arrival in Britain. His mother was English. His fattter is a well-known boolc- sellgr and linguist in Reykjavikt “•My belief in the superiority of the R.A.F. is being proved every day," he says. BRESK blöð hafa að und- anförnu birt greinar um eina íslendinginn í breska flugliðinu (R.A.F.), en það er sem kunnugt er Þor- steinn Elton, sonur Snæ- bjarnar bóksala Jónssonar. Hafa nýlega borist hingað hinn mesti sægur af blaða- úrklippum úr breskum blöð um, þar sem sagt er frá Þor- steini flugliðsforingja. — Er birt hjer eitt sýnishorn af þessum greinum, tekin af handahófi. Þar er sögð sagan af því, hvernig á því stóð, að Þorsteinn gekk í breska flugliðið. Deilt var um það í skólanum sem hann var í, hvort væri betra breska eða þýska flugliðið. - Þetta var í upphafi styrjaldar- innar. Þorsteinn hjelt með Bret um. — Hversvegna gengur þá ekki í breska flugliðið, úr því að þú ert svona hrifinn af því? sagði einn skólabróðir ha»s. — Þorsteinn hjelt nú að hann vildi það, og fór til Englands í apríl 1940. Áður en Þorsteinn fór til Englands hafði hann skrifað og farið fram á það, að mega ganga í breska flugliðið, en fjekk synjun, en þegar hann var kominn til landsins. var honum veitt inntaka í flugliðið. Þorsteinn Elton stjórnar or- ustuflugvjel og hefir skotið nið ur 3 þýskar flugvjelar. Breta- konungur hefir sæmt hann heiðursmerkinu D.F.M. Fræg hús, sem hrundu í Bergen í sprengingunni miklu í Bergen hrundu Hákonarhöllin og Valkendorfsturninn til grunna. Hákonarhöllin, seni sjest hjer til vinstri á myndinni, er fornt hús, og eins turninn (til hægri). Byrjað var að reisa hann um 1100, en fullger var hann seint á 15. öld. Voru í báðum þessum byggingum margar fornar minjar. 200 manns fórust og tvö þúsund særðust í spreng- ingunni í Bergen Frá norska blaðafulltrúanum í Reykjavík. FRÁ NOREGI bei'ast þær fregnir, að minsta kosti 200 manns hafi farist og 2000 særst í hinni miklu sprengingu, sem varð í Bqrgen síðastliðinn fimtudag. Um 4000 manns hafa orðið heim- ilislausir. Auk þessa hafa þúsundir manns orðið fyrir meiri og minni meiðslum af völdum glerbrota. — Það er talið, að þessi sprenging sje miklu stói’kostlegri en hin mikla sprenging', sem varð í Oslo 19. desember í fyrra. Sprengingin varð klukkan 8,45 á fimtudagsmorgun í frekar litlu skipi, sem lá við hafnargarðinn. — Gríðarmiklir eldar kviknuðu þegar og marg- ar byggingar og vöruskemmur sem voru með fram hafnar- bakkanum, eyðilögðust. Skemdir á sögulegum minjum. Af hinni fögru Hákonarhöll stendur ekkert eftir nema út- veggir og norðurhlið Valken- dorfturnsins er mikið skemd. Allmargar byggingar á þýsku Kyggju hafa skemst mikið. Læknar sóttir til Oslo. Símasamband milli Oslo og Bergen er ekki notað nema um nauðsynleg samtöl sje að ræða, en í frjettum frá Oslo er full- yrt, að ekki hafi aðeins fleiri manns farist í sprengingunni í Bergen en í Oslo, heldur hafi Og eignatjón orðið miklu meira í Bergen. Þrátt fyrir að allmikið er af læknum í Bergen, hefir orðið að fá lækna frá Oslo, einkum augnasjerfræðinga, þar sem margir fengu glerbrot 1 augun, er gluggarúöur sprungu af loft þrýstingnum. Þjóðverjar eru hljóðir um atburðinn. Norsku blöðin, sem eru und- ir eftirliti Þjóðverja segja lítið um þenna hroðalega atburð og gera engar athugaSemdir við frjettina. Þjpðverjar fullyrða opinberlega, að spellvirkjar hafi verið hjer að verki, en um leið er fullyrt af Þjóðverja hálfu, að engir þýskir hennenn hafi slasast, nje hafi heldur orðið neitt tjón á hernaðarverð mætum þýskum. Það er hins- vegar staðreynd, segir í frjett- um frá Oslo, að Þjócfverjar höfðu lagt undir sig mest allt hverfið, sem tjcnið varð mest. Það er talið fullvíst, að sprengingin í Oslo 19. desem- ber, var af völdum þýskra spellvirkja, sem þýskar vopna verksmiðjur stóðu fyrir og kom fram í því efni, sem þær sendu til Noregs. , - — Rússland Framh. af bls. 1. hafi gert loftárás á olíuvinslu- stöð Þjóðverja í Kohtla-Jarve í Eistlandi. Hafi komið þar upp miklii' eldar og sprengingar. Fylgir það fregninni, að Þjóð- verjar hafi fengið 150 smálest- ir af olíu frá stöð þessari árlega, eftir að þeir höfðu endurreist þessar olíuvinslustöðvar, en Rússar eyðilögðu stöðvarnar áður en þeir hörfuðu -frá Eist- landi, skömmu eftir að Þjóð- verjar rjeðust inn í Rússland 1941. Barnavinafjelaglð Sumargjöf. Sumargjafir: Frá Magnúsi Krist- jánssyni kr. 50.00, frá „ónefnd- um“ kr. 700.00, frá J. Au. (blind- um) kr. 20.00, frá A. I. L. kr. 150.00, frá S. J. (áheit) kr, 100.00, frá S. Þ. Á. B. kr. 100.00, frá fimm litlum systkinum kr, 100.00, frá „33“ kr. 1000.00. Áður komið: Frá A. M. F. kr. 100.00, frá h.f. „Hazard“ kr. 100.00, frá spilaflokk kr. 100.00. Til Vöggu- stofusjóðs Ragnheiðar Sigur- bjargar fsaksdóttur frá Kolla kr. 100.00. Kærar þakkir. í. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.