Morgunblaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. apríl 1944, MOEGUNBLAÐIÐ Framsókn. ÞAÐ ÞYKIR ííðindum sæta, að Jónas Jónsson skuli ekki lengur vera formaður Fram- sóknarflokksins. Eftir hið nýaf- staðna flokksþing kaus mið- stjórn flokksins sjer annan for mann, Hermann Jónasson. En breytingin á flokksfor- ystunni var að miklu leyti kom in á áður. Eysteinn Jónsson hefir verið formaður þingflokks ins undanfarið. Síðan sú breyt- ing var gerð, hefir hinn frá- farandi formaður ekki komið á fundi flokksbræðranna á þingi, nema endrum og eins. Hann hefir orðið hálfgert viðskila vio þingflokkinn. Og enginn bjóst við því, að hann yrði formaður áfram, ekki einu sinni að nafn- inu til. Formannskosning fer þannig fram í þeim flokki, að fyrst er kosin mjög fjölmenn miðstjórn. En síðan kýs hún sjer formann úr sinum hóp. Jónas Jónsson var ' kosinn í miðstjórn með þeim 15 mönnum, sem kosnir eru úr Reykjavík og nágrenni. En á fundi hinnar nýju' mið- stjórnar fjekk hann ekki byr við formannskosninguna. Ýmsir menn hafa borið það upp í sjer, að ef stofnandi Fram sóknarflokksins yrði lækkaður í tign innan flokks síns, þá myndi hann ganga úr flokkn- um og fá hann klofinn. En því fer fjarri, að nokkur slík flokks sprenging standi fyrir dyrum. Jónas Jónsson verður í mið- stjórn Framsóknarflokksins eft ir sem áður, þó hann sje ekki lengur í formannssæti, og vinn ur þar ao hugðarefhum sínurn. A því verður engin breyting, hvort sem „hugðarefnin“ breyt ast, ellegar þau verða framveg- is hin sömu og áður var. Bóndinn. EFTIR ÞEIM samþyktum og yfirlýsingum að dæma, sem birtar hafa verið frá Framsókn arþinginu, er ekki hægt að sjá, að þar hafi gerst neín stórtíð- indi. I úfcvarpinu hefir verið lesin löng greinargerð um stjórnmálaafstöðu flokksins. Þar er slegið úr og í, og getur hver lesið út úr henni þá stjórn málasteínu, sem hann vill. Flokkurinn lýsir því yfir, að hann ætli að vinna þjóðinni gagn. Það er ekkert sjerkenni- legt. En ef reikna á út, eftir hvaða stefnumiðum eigi að fara, þá kemur í ljós, að fylgja á sama kafbátahernaði og áð- ur hefir tíðkast í þeim flokki. Flokksþingið fordæmdi út- gáfu og stefnu „Bóndans“, og taldi þlað það fjandsamlegt Framsókn. Kann að mega telja það tíðindi, vegna þess að Sam- þand ísl. samvinnufjelaga mun að einhverju leyti styrkja þá útgáfustarfsemi, og hefði mönn um ekki alls fyrir löngu þótt undrum sæta, ef framkvæmda- stjórn S. í. S. styrkti blað, sem Framsóknarflokkurinn teldi sjer til óþurftar. En til þess er ekkert að segja. Hjer í blaðinu hefir þvi lengi verið haldið fram, að eðlilegast væri, að samvinnufjelögin hefðu engin afskifti af útgáfu pólitískra blaða. Þvi í fjelög- unum væru menn úr öllum flokkum. En þeim rjettmætu aðíinslum hefir Sambandið ekki sint, og notað t. d. fje Sjálfstæðismanna x fjelögunum REYKJAVÍKURBRJEF til þess að vinna þessum fje- lagsmönnum sínum ógagn. Vera má, að forstöðumenn Sambandsins hugsi sjer að sýna pólitískt hlutleysi samvinnufje lagsskaparins, er fram líða' stundir, með því að styrkja blöð allra stjórnmálaflokka í landinu, og styrkur þess til Bóndans sje spor í þessa átt. Afmælisdagur. .ADOLF HITLER átti 55 ára afmæli í vikunni sem leið. Var einkennilegt að heyra þær lof- gerðarrollur, sem þýska út- varpið flutti þann dag um höf- uðkempu nasismans. Rjett eins og allur heimurinn stæði ó önd- inni af hrifningu, yfir snilli- gáfu þessa stórmennis og þeim tímamótum, er hann hefði skap að í heimsmenningunni. Eftir því sem orð f jellu þar, átti hann að vera bjargvættur Evrópu, og viðurkenningin og' þakklæt- ið að streyma til hans úr öllum áttum, frá Japan fyrst og fremst og frá þeim veslings þjóðum, sem þessi mannkyns- böðull heldur i greip sinni. Ekki er Icunnugt, að hjer á landi hafi bólao á nokkrum dagamun hjá nokkrum manni út af afmæli þessu, þó það einmitt bæri upp á sumardag- inn fyrsta. hrenningin. í ÖLLUM andstæðingablöð- um Sjálfstæðismanna birtast sifeldlega aðdróttanir til Sjálf- stæðismanna um að flokkur þeirra sje undif fasistiskum eða nasistiskum áhrifum. Allir, sem þarínig skrifa, vita sem er, að þetta eru staðlausir stafir. En innan þessarar flokksþrenning- ar er flokkur einn, sem í hátt upp í 2 ár styrjaldar- innar lýsti sig vinveittan Hi'tl- er. Það var ekki fyrri en þýski herinn rjeðist inn í Rússland, að kommúnistar hjer í landi snjeru baki vio nasismanum. Meðan þeir hjeldu, að Moskva- stjórnin myndi a. m. k. verða hlutlaus í styrjöld þessari,. átti nasisminn hjer hvergi virka stuðningsmenn, nema meðal ráðamanna í Kommúnistaflokki Islands, núverandi svonefndum sameiningarflokki alþýðu. Mjer dettur ekki í hug að halda því fram, að nasistar eigi í dag fylgismenn meðal ís- lenskra kommúnista. En eng- i’m getur blandast hugur um, að heittrúaðir kommúnistar hjer á landi ráða því í(Jíki sjálf- ir, hvaða stefnu þeir taka gagn vart stjórnmálastefnum álfunn ar. Reynslan hefir sýnt og kent, að þar fara þeir eftir vísbendingum utan að. Þetta er ákaflega leiðinlegur blettur á þjóð vorri. En hann verður ekki af henni þveginn með neinu öðru móti, en ef komm- únistum tekst að sanna það í verki, að þeir hafi sjálfstæða skoðun í þessum milcilsverðu málum. Gamalt og nýtl. HVAÐ EFTIR annað kemur það í Ijós i blöðum bessara þriggja umræddu ' flokka, að þeir ala þá einlægu von í brjósti, að þeim megi takast að 22. apríl. bræða sig saman fil stjórnar- myndunar. Á Framsóknarþing- inu var samþykt ályktun um, að lýsa velþóknun sinni yfir því, að tilraunir voru gerðar í þessa átt í vetrarbyrjun 1942, er hjeldu áfram langt fram eft- ir vetri, eins og endurtekin skrif og þrálátur harmagrátur þátttakenda nógsamlega hefir leitt i ljós. Með því að hrífa hinn mátt litla veldissprota ur höndum hins fyrverandi formanns Framsóknarflokksins, mun eiga að greiða fyrir því, að samn- ingar þessara þriggja fiokka verði teknir upp að nýju. Því Jónas Jónsson hefir, sem kunn- ugt er, verið einskonar „fjanda fæla’ Framsóknarflokksins gagnvart kommúnistum und- aníarin missiri. Efnilegt er fyrir einhliða eyðslufjokkastjórn að setjast að völdum nú, meðan fjárhag- ur manna er í rýmra lagi. Er fjárhagur ríkisins verður aftur kominn í kaldakol, þá gæti Framsókn kallað á hjálp þjoð- stjórnar, eins og vorið 1939. Og þannig gæti sagan endur- tekið sig. Þangað til megin þorri kjósenda í landinu áttár sig á því, að slíkar endurtekn- ingar stjói-nmálanna leiða ekki til varanlegra þjóðþrifa. Kauplækkunarskraf kommúnista. KOMMÚNISTAR klifa mjög á því, og Alþýðublaðið tekur í sama streng, að Sjálfstæðis- menn hafi mikinn hug á því, að atvinnuleysi skelli hjer yfir og kaupgjald verði lækkað. Þykj- « ast þessir tveir flokkar ætla að sporna mjög gegn þessari upp- diktuðu skemdastarfsemi Sjálf stæðismanna, sem þeir halda fram, að gerð sje í hagsmuna- skyni fj’rir efnamenn landsins. Eins og margoft hefir verið bent hjer á, og liggur í augum uppi, getur enginn maður í þjóðfjelaginu haft hag af því, að menn gangi atvinnulausir. Viðleitni í þá átt, að atvinnu- 'leysi skapist, er hrein fjar- stæða, hvaðan sem hún kemur. En hvergi er hægt að verða hennar var, nerría einmitt með- al kommúnista. Ráð þeirra gegn atvinnuleysi hjer á landi eru svo barnaleg, að enginn getur tekið þau nema sem óvitahjal. Þeir halda þvi fram, að kaupið eigi að vera hátt, til þess að kaupgeta hinna vinnandi stjetta aukist, og öll framleiðsla geti orðið sem mest, vegna aukinnar kaup- getu. Á meðan við framleiddum saltfisk, nam útflutningur hans yfir 50 þúsundum smálesta á ári. Saltfiskneysla landsmanna var svo hverfandi lítil í sam- anburði við þann feikna út- flutning, að hennar gætti alls ekki. Alls er talið að íslend- ingar dragi um 400.000 smá- lestir ^af sjófangi úr skauti hafsins á ári, eða 3—4 smá- lestir á hvært mannsbarn í landinu. Hve mikið fæst fyrir þann mikla sjáfarafla, fer eftir því, hve útgengilegur hann er á er- lendum markaði, og hve mikil káupgeta manna er þar, eða hve verðlag er hátt í markaðs- löndunum. En ekki eftir því hve hátt kaup er hjer innan- lands. Ef framleiðslukostnaður okkar verður meiri en fyrir afl ann fæst, þá eyðast efni þjóð- arinnar og við lendum fljótt í sömu fátæktinni, sem við höf- um átt við að búa lengstan tíma þjóðaræfinnar. Þetta er svo augljóst mál, að ertgum kommúnista tekst að rugla svo dómgreind manna, að þeir sjái ekki þessa staðreynd. Leiðin til umbóta. HIN VÍSASTA leið til um- bóta í öllum atvinnuvegum okk ar er það, að afköst hvers ein- staklings verði sem mest, og sem flestir fái goldið sannvirði fyrir vinnu sína. eða þeim mun hærra kaup, sem peir vinna betur. Kommúnistar ættu að hafa opin augun fyrir þessu, ef þeir halda áfram að taka sömu þjóð sjer til fyrirmyndar í einu j og öllu, sem þeir hingað til hafa gert. Því þar hefir, að því er virðist, slíkt fyrirkomulag við vinnubrögð reynst vel á alvöru tímum. Og tímarnir verða al- varlegir hjá okkur. En erfið- leikarnir yfirvinnast þeim mun betur, sem hver einstaklingur þjóðarinnar fær betra íækifæri til að neyta krafta sinna og bera þeim mun meira úr být- um, sem hann er aíkastameiri. Auk þess ætti það fyrirkomu lag að komast á sem vioast, að allir starfsmenn fengju hlut- deild í arði þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við. Þjóðminjasafnið. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ hefir nú um skeið að mestu verið lokað almenningi. Er safnið á hrakhólum, eins og allir vita, og langt frá því að geymsla munanna sje örugg. Síðan almenningur hafði ekki lengur kost á að skoða safnið, uppi á háalofti Lands- fcókasaínsins, heíir það verið ennþá tiliiunaniegra en áður, hve lítið er til af mynöum af munum safnsins. Rjettu lagi ættu að vera til glöggar ljósmyndir af öllu því, sem safnið hefir að geyma, og hægt er að taka myndir af. Svo myndirnar a. m. k. varðveitt- ust fyrir komandi kynslóðir, ef einhver vanhöld yrðu á grip- um safnsins, vegna þess að trygg húsakynni vanta. Ætti það að vera vinnandi vegur, að ráða menn til þess verks, og fá það gert á -tiltölulega skömm- um tíma, vitaskuld i samráði við og undir eftirliti þjóðminja varðar. Frá Norðurlöndum. NÝLEGA BARST Morgun- blaðinu rúmlega tveggja mán- aða gamalt brjef frá Islendingi í Svíþjóð. Hann segir að all- margir íslendingar hafi flúið frá Danmörku til Svíþjóðar, en um tölu þeirra veit hann ekki. Segir hann að íslendingum í Svíþjóð líði yfirleitt vel. En þeir, beri allir mikla heimþrá í brjósti. Fregnir hefir hann allnánar frá flóttamönnum er komió hafa frá Noregi. Segir hann að frá þvi í nóvemberlok muni urn 600 norskir stúdentar hafa flú- ið til Sviþjóðar. Og enn sjeu þeir að.koma þaðan. Af sam- tölum við þá hefir honum skil- ist, að líðan almennings i Nor- egi um þessar mundir sje síst betri en blöðin hei-ma. í dag (sunnudag) kl. 1.30 flytur hr. ritstjóri Ole Kiilerich fyrirlestur fyrir almenning í Tjarnarbíó um ástand og horf- ur í Danmörku. Hefir hann áð- ur fluít fyrirlestra í Norræna fjelaginu og í fjelögum Dana, Hefir hann frá mörgu að segja, sem varpar Ijósi yfir daglegt líf í Danmörkú á styrjaldarárum þessum. Keístarafjelag kven klæðskera Á SÍÐASTLIÐNU ári var stofnað í Reykiavík „Dömu- klæðskerafjelag kvenna“. Beitti fjelagið sjer fyrir því, að kven- klæðaskurður (þ. e. kápu- og dragtasaumur) yrði gerðUr aS sjerstakri iðngrein. Var það samþykt á síðasta iðnþingi. Fyrir nokkru var svó lögum fjelagsins og nafni breytt. Heit ir þáð nú „Meistarafjelag kven klæðaskera" og fjelagsmenn: geta allir orðið, karlar og kon- ur, er haía meistararjettindi a kvenklæðaskurði og stunda þa. iðn sem sjálfstæða iðn. Stjórn fjelagsins skipa: Guð- finna Magnúsdóttir, form., Ingi þjörg Kristjánsdóttir, varafor- maður, Sigríður Þorkelsdóttir, ritari, Guðlaug Jóhannesdóttir, gjaldkeri, og Benedikta Bjarna dóttir, meðstjórnandi. — Full- trúi iðríarinnar í Iðnráði Reykja víkur er Guðfinna Magnúsdótt ir. ! PILTURINN hjer á myndinr hetir Arthur MacArthur og e 1 sonur hershöfðingjans fræg: Hann er í fylgd með móðu | sitini. en þau búa í Ásíraiíu. - ; Líílí Mac Arthur áttí nýlega J ára afmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.