Morgunblaðið - 25.04.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 90. tbl. — ÞriSjudagur 25. apríl 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Nýasta innrásarráðstöíun Breta N FÆH AO FARA FHÁ ENGIANDI Þjóð¥er|ar ilöðva samgöngiir milli Hafnar ©g Svíþjóðar Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. - ÞÝSK YFIRVÖLD hafa ein- angrað Kaupmannahöfn frá Svíþjóð og leyfa ekki lengur neinar samgöngur þar á miíli. Farþegum á Málmeyjarferj- unni var skýrt frá því í kvöld, að ferjan myndi ekki fara aft- ur til Hafnar og engar sam- göngur yrðu til Kaupmanna- hafnar næstu daga. Flugferðir milli Málmeyj ar og Kaupmannahafnar hafa einn ig verið lagðar niður. Sænsk- ar flugvjelar, sem áður flugu f rá Berlín, með viðkomu í Kaup mannahöfn til Málmeyjar, koma ekki lengur við í Höfn. Danska skipafjelagið, sem haldið hefir uppi ferðum milli Kaupmannahafnar og Málmeyj ar, hefir einnig lagt ferðir sín- ar niður. Símasamband niilli Kb.höfn og Síokkhólms slitið. - Seint í gærkveldi, eða eftir áð fregnin um samgöngubann- ið milli Kaupmannahafnar og Svíþjóðar barst, símar fregn- ritari Reuters í Stokkhólmi, að kl. 17,30 í kvöld (mánudag) hafi símasambandið milli Kaup mannahafnar og Stokkhólms skyndilega verið rofið. Eftirlit var sett á símtöl milli Kaup- mannahafnar og Stdkkhóhns fyr um daginn. Bardagar milli ÞjóS- vcrja og franskra uriðfti LONDON í. gær: — Undan- farna tvo sólárhringa hafa staðið yfir bardagar milli þýskra hermanna og franskra föðurlandsvina, sem hafa bæki- stöðvar í Suð-austur-Frakk- landi, skamt frá landamærum Sviss. Fregnir af þessum bardögum herma, að Þjóðverjar hafi í þess um tveggja daga orustum mist 500 fallna og 700 særðra. Af Frökkum fjellu 33 manns. Svisslendingar velja forseta árlega. Þessi var kjörinn fyrir nokkru. Hann heitir Dr. Walther Stampfli og hefir lengi átt sæti í ríkisstjórn landsins, lengst verið fjármála ráðherra. Spænska „bláa herfylkið" uppleysl Frændi Görings fallinn. LONDON í gær: — Frændi Görings, Waldimar von Essen fjell fyrir nokkru í bardögum 'yið skæruliða í Albaníu. Er skýrt frá þessu í útvarpi frá Kairo og frjettin höfð eftir Associated Press. LONDON í gærkveldi: —Tals maður utanríkismálaráðuneytis ins spænska hefir skýrt frá því, að hið svonefnda spænska „bláa herfylki", sem barist hefir með Þjóðverjum á austurvígstöðvun um hafi nú verið uppleyst og að ekki berjist nú lengur einn ein- asti Spánverji með Þjóðverjum í Rússlandi. Hinum spænsku hermönnum, sem voru í þessu herfylki var skipað að koma heim og þeim sagt, að þeir, sem neituðu að hlýða þeirri fyrirskipun yrðu sviftir spænskum borgararjett- indum. Ákvað' þá hver einasti hermaður að fara heim til Spán ar. Tundurdufl banda- mmm val þveiti á sigiingaleið- um Eyslrasalfs STOKKHÓLMI í gær: — Það má segja, að öngþveiti ríki á iglingaleiðum á Eystrasalti vegna tundurdufla, sem banda- menn hafa lagt úr flugvjelum ! undanf arið. Bandamenn nota nýja tegund tundurdufla, sem Þjóðverjar hafa ekki ráðið við og hafa þeir beðið mikið skipa- tjón undanfarna daga. I Skipatjón Þjóðverja hefir ver ið svo mikið, að þeir hafa tekið það ráð, að stöðva siglingar í bili á meðan tundurduflaslæð- arar þeirra reyna að slæða tundurduflin á siglingaleiðun- um. En það verk hefir reynst bæði tímafrekt og kostnaðar- samt. Hafa margir tundurdufla slæðarar farist við þetta verk. Fjöldi þýskra skipa liggur í , höfnum i Suður-Svíþjóð og bíð ur eftir að skipun verði gefin |um, að þau geti haldið leiðar ísinnar á ný til Þýskalands. \ý sókn Rússa með innrásinni ao* vestan London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞRIÐJA DAGINN í RÖÐ segir í kvöldtilkynningu rúss- nesku herstjórnarinnar, að eng- ar breytingar hafi orðið á víg- stöðvunum í Rússlandi. Frjetta- ritarar segja, að Rússar sjeu að endurskipuleggja lið sitt og að þeir muni hefja nýja sókn á mörgum vígs^töðvum um leið og bandamenn geri innrás sína að vestan. Hafa borist fregnir frá Rússlandi um, að Rússar safni víða liði. Þeir sjeu að undirbúa sig und ir lokaáhlaupið á Sebastopol og auk þess sje mikið um liðsflutn inga til annara vígstöðva. Þjóðverjar segjast ennþá gera gagnáhlaup á Narva-vígstöðv- unum og í rótum-Karpatafjalla, en ekki hefir þeim orðið neitt ágengt í þeim gagnáhlaupum. Rússar hafa undanfarið auk- ið loftárásir sínar á stöðvar Þjóðverja. Rússneskar flugvjel- ar hafa gert loftárás á Lvov í Póllandi og þeir segja í sjer- stakri tilkynningu frá flugmála ráðuneytinu, að rússneskar flug vjelar hafi sökt 7 flutningaskip- um. á Svartahafi síðasta sólar- hringinn. Loks hafa rússneskar flug- vjelar gert loftárásir á skip Þjóðverja í Finnlandsflóa. „Bráoarbirgiíarráðstöfun af liernaHarástslöi" London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SÍÐASTA RÁÐSTÖFUNIN, sem breska stjórnin hefir gert og sem talin er standa í sambandi við yfirvofandi innrás bandamanna, var tilkynt hjer í London í kvöld. Hún er sú, að engum manni verður um óákveðinn tíma leyft að fara frá Bretlandseyjum. Það er innanrikismála- ráðuneytið breska, sem gefur út þessa tiíkynningu og engin skýring er gefin á þessu sjerstæða banni, önnur en sú, að það sje sett á „af hernaðarástæðum". TILKYNNINGIN. Tilkynning innanríkisráðuneytisins er á þessa leið: „Til viðbótar þeim hömlum, sem settar hafa verið á ferðalög til írlands, hefir verið gripið til víðtækari ráð- stafana um ferðalög til annara landa, af hernaðarlegum ástæðum. Enginn maður, sem í Bretlandseyjum dvelur, fær leyfi til að fara úr landi, nema í erindum, sem talin eru þjóð- arnauðsyn, og þó ,því aðeins, að ekki sje hægt að fresta ferðinni". ÞEIR, SEM HAFA FENGIÐ FARARLEYFI „Þeir menn, sem þegar hafa fengið fararleyfi, geta ennþá notað þau, en verða að hafa farið úr landi fyrir næstkomandi fimtudagskvöld á miðnætti. Eftir þann tíma gilda engin leyfi til að ferðast úr landi, nema að þau hafi verið gefin út þarin 19. apríl eða síðar. Þetta bann verður í gildi fyrst um sinn, eða þar til öðru vísi verður ákveðið. Það skal fram tekið, að ráðstafanir þessar eru bráðabirgðaráðstafanir, sem verða úr gildi numdar strax og hægt er, af hernaðarlegum ástæðum". Loftsókninni beint gegn borgum í sex [vrópulöndum á einum sólarhring London í gærkvöldi. — Einkasktyti til Morg« unblaðsins frá Ketvter. ÞAÐ HEFIR síður en svo dregið úr loftsókn bandamanna um helgina. Síðastliðinn sólarhring hafa flugvjelar bandamanna gert loftárásir á herstöðvar Þjóðverja í sex löndum á megin- landi Evrópu. Hefir einkum verið hugsað um að valda Þjóð- ver-jum sem mestu tjóni á samgönguleiðum þéirra og íflug- vjelaverksmiðjum og flugvöllum. Arásir á Þýskaland. Engin samvinna við kommúnista. STOKKHÓLMI: — Social- demokratiska æskulýðssam- bandið sænska hjelt nýlega árs þing sitt í Stokkhólmi, og lýsti þá forseti þess, Bertil Jo- hanson yfir því, að sambandið myndi alls enga samvinnu hafa við æskulýðssamband komm- únista, „sökum stjórnmálaað- ferða þeirra". —Reuter. Ameriskar flugvjelar gerðu í dag miklar loftárásir á Frede- richshafen hjá svissnesku landa mærunum og Mi'mchen. Tóku um 2000 flugvjelar þátt í þeim árásum. í nótt fóru breskar flug vjelar til árása á Mannheim. Voru það Mosquitoflugvjelar. Auk þes* gerðu breskar flugvjel ar árásir á staði nálægt Vínar- borg og Winer Neustadt í Aust- virríki. Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.