Morgunblaðið - 26.04.1944, Page 2

Morgunblaðið - 26.04.1944, Page 2
JIOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudag-ur 26. apríl 1944 Islendifipi boðin þátttaka í alþjóðaverkamáiastofnuninni ■.. .. ** Philadelphia, Pennsylvaniu, 21. apríl. — Á fundi alheims verkamálaráðstefnunnar, sem hófst hjer í dag ,var tilkynt, að L.'and myndi bráðlega geta gerst meðlimur í International Lábör Office. Þessa ráðstefnu, sem er sú 26. í röðinni, sitja fuiltrúar 41 þjóðar, Walter Ash, forseti ráðstefnunnar, tilkynti, að ísland, Nic- a agua og Paraguay ættu fulltrúa á þessari ráðstefnu, er væru I. sem áhorfendur, þ. e. a. s. hefðu ekki atkvæðisrjett. Hann bsetti því við, að The International Labor Office vonaðist til jbess að geta bráðlega veitt þessum þremur löndum meðlima- rjettindi í sambandinu. Verkefni fundarins. Carter Goodrich, atvinnu- málaráðherra Bandaríkjanna og forseti The International Labor Office, skýrðí frá fund- arskrá ráðstefnunhar. Fundar- skráin er í fimm liðum og hljóða þeir þannig: 1) Framtíðaráætlanir fyrir The International Labor Office. 2) Undirbúningur tillagna, sem leggja á fyrir hinar sam- eínuðu þjóðir, viðvíkjandi lausn atvinnu- og fjeíagslegra vandamála, sem komið hafa frain vegna ófriðaríns og fram ftunu koma er friður hefir unn ist, 3) Skipulag atvinnumála að ófriðnum loknum, 4) Undirbúningur fjelagslegs öryggis og skyldra mála, sem leggja á fyrir þjóðir þær, sem eru meðlimir í sambandinu. 5) Myndun fjelagslegrar stefnuskrár fyrir hjeruð, sem ekki eru sjálfum sjer nóg, til þess að þeim gefist tækifæri til þess að bæta atvinnu- og fje- lagsmál sín. Richard Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar Og Súðavíkur, síðdegis í dag. Aukið verksvið. Á ráðstefnunni munu önnur tvö mál verða tekin til um- ræðu. Annað málið er uppá- stunga, sem fram hefir komið, þess efnis, að The International Labor Office auki störf sín það mikið, að sambandið láti til sín taka hagfræðileg og fjárhags- leg vandamál auk atvinnumála óg fjelagslegra vandamála. Hitt málið er uppástunga þess efn- is, að aukin áætlun um fjelags- legt öryggi verði fengin hinum sameinuðu þjóðum í hendur að ófriðnum loknum. Fulltrúi íslands hlýddi, á- samt öðrum fulltrúum, sem á ráðstefnunni sitja, á ávarp frá Cordell Hull utanríkismálaráð- herra. í ávarpi sínu benti ráð- herránn á, hve þjóðimar eru háðar hver annari við lausn ýmissa vandamála. Hull komst svo að orði: — „Rótgróin, hagfræðileg og fje- lagsleg vandamál er ekki hægt að útiloka með aðgerðum ,einn- ar þjóðar“. Hann hjet á ráð- stefnuna, „að gera áætlanir, sem geti orðið til þess að auka áhrif The International Labor Office á hinum erfiðu dögum, sem framundan eru“. ★ Ekki er í þessari fregn getið um nafn Islendingsins, sem er áhorfandi á ráðstefnunni. Blaðið sneri sjer í gær til Alþýðusambands íslands, en því var ekki kunnugt um það, hver sá íslendingur gæti verið. Hann væri að minsta kosti ekki á vegum Alþýðusambandsins, sagði Jón Sigurðsson, erindreki 1 A. í. 185 hús ger- eyðilögðus! í Bergen 2500 manns særðusl Frá norska blaðafulltrú- anum. FPvÁ STOKKHÓLMI er sím- að til norska blaðafulltrúans hjer: ’ • Tidningarnas Telegrambyrá segir að það muni vera ágiskun ein, sem skýrt er frá í útvarp- inu í Oslo, er Þjóðverjar ráða yfir, að 200 manns hafi farist við sprenginguna miklu í Berg- en á dögunum. Því líklega muni langur tími líða þar til full vitneskja er feng'in um þetta. Á þeim tima, sem sprengingin varð, eru fiskibátar vanir að vera á ferð inn í Voginn með afla sinn, á leið til torgsins. Er viðbúið að menn hafi druknað af bátum þessum, án þess að enn hafi um það frjest, eða þess orðið vart. Fylkisleiðtogi Quislings í Bergen skýrði svo frá á sunnu- daginn var, að fundið væri 61 lík, en gat þess um leið að erf- itt væri að giska á, hve margir hefðu farist. Hann sagði að um 2500 manns hefðu særst og af þeim um 200 svo alvarlega. að þeir hefðu strax verið flutt- ir í sjúkrahús. Svo mikil skæða drífa var af glerbortum um bæ- inn, að 30 manns mistu sjón vegna glerbrota, er þeir fengu í augun. Blöðin í Bergen, sem eru und ir þýsku eftirliti, segja að það hefði verið ömurleg sjón að sjá þá bæjarhluta, sem fyrir eyði- leggingunni urðu. Menn hefðu ekki getað ímyndað sjer að ó- reyndu, að borg eins og Berg- en hefði getað hreyst svo mjög, sem raun varð á, á fáum augna blikum. Nál. 185 hús eru gereyðilögð, og fjöldi annara húsa meira og minna skemd. Hverjum að kenna? í sambandi við sprengingu þessa þykir eftirtektarvert, að í Þýskalandi fara fram rann- sóknir í sambandi við hina miklu sprengingu í Oslo þ. 19. des. í vetur. Við sprenging þessa köstuðust mörg sprengju- hylki yfir næstu húsahverfi borgarinnar, er voru án. alls sprengiefnis, og hafa komið þannig frá verksmiðjum Þjóð- verja. Svo sýnilegt er, að þar í verksmiðjunum eru menn sem vinna gegn Þjóðverjum og sprenging þessi því sennilega tilkomin fyrir tilverknað þess- ara manna, hvort heldur það eru Þjóðverjar eða erlendir menn, sem þeir hafa í þjón- ustu Vinni. Talið er líklegt að spreng- ingin í Bergen sje af sömu rót runnin. B. P. Kalman = hæstarjettarmálafl.m. s |j Hamarshúsinu 5. hæð, vest = s ur-dyr. — Sími 1695. || aimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiniiininiiiimS Hjálp ii! danskra flóltamanna nentur 140 þús. krónum Eftirtaldar g'jafir hafa borist undanfarið til skrifstofu minn- ar: Frá starfsfólki eftirgreindra stofnana og fyrirtækja. Raf- magnseftirlit jríkisins kr. 120.00. Tollstjóraskrifstofan kr. 205.00. Ferrum kr. 150.00. Fjelags- prentsmiðjan h.f. kr. 500.00. Iðnskólinn kr. 900.00. Sverrir Bernhöft h.f. kr. 1130.00. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna kr. 330.00. J. Þorláksson & Norð- mann kr. 390.00. Steindórsprent h.f. kr. 366.00. Ólafur Gíslason & Co. kr. 1500.00. Safnað á Bíldudal kr. 1200.00. Safnað af Ól. Jónssyni, Bíldudal, kr. 560.00. Verslun O. Ellingsen kr. 1380.00. Litir & Lökk kr. 170.00. Safnað af Alþýðublað- inu kr. 195.00. Safnað af Morg- unblaðinu kr. 5185.00. Guð- mundur Einarsson frá Miðdal og starfsfólk kr. 465.00. Lækna fjelag Reykjavíkur 10.000.00. Síra Páll Sigurðsson, Bolung- arvík kr. 1500.00. Kvenfjelagið Ársól, Suðureyri, kr. 637.00. Sigríður Árnadóttir kr. 100.00. Mjólkurmiðstöðin við Hring- braut kr. 210.00. Safnað af Kaupfjelagi Patreksfjarðar kr. 100.00. Nemur söfnunin þá rösklega kr. 140.000.00. Reykjavík. 25. apríl 1944. Kristján Guðlaugsson. Enn er hlje í Rússlandi LONDON í gærkveldi: — Fjórða kvöldið í röð, segir herstjórnartilkynning Rússa, að engin veruleg breyting hafi orð ið á vígstöðvunum austur þar. Frjettaritarar segja, að Rúss- ar sjeu að undirbúa árás á Sebastopol og í þýskum fregn- um er sagt að árásir Rússa á borgina sjeu byrjaðar. Þjóðverjar laka þjóðmlnjasafnið í Bygdöy NORSKA blaðafulltrúanum hjer hafa borist þær fregnir frá Noregi, að Þjóðverjar hafi tek- ið þjóðminjasafnið í Bygdöy fyrir utan Oslo, eignarnámi. I safninu eru mjög dýrmætar minjar úr menningarsögu Nor- egs, eru þar margar byggingar frá fyrri tímum. Þár er m. a, Gols, bjálkakirkjan (frá Hall- ingdal), fjöldinn allur af ein- stökum byggingum, bóndabæj- um úr ýmsum hlutum landsins, reistir í fullri stærð, og göm- ul borgarhús. Öll húsin eru inn- rjettuð eins og tíðkaðist á hverj um tíma. Auk þess eru þar stór minjasöfn. Mikið af söfnunum hefir þó verið flutt innar í landið, en húsin og byggingarnar var ekki hægt að flytja burt og má gera ráð fyrir miklum skemdum á þeim. — Þjóðverjar hafa ekk- ert sint óskum Norðmanna um, að þessar minjar úr menningar- sögu Norðmanna fengju að vera í friði. — Danmörk Framh. af bls. 1. stjóri, eða fnlltrúi Þjóðverja í Danmörku kallaði í gær á sinn fund alla ritstjóra Tvaup- mannaháfnarblaðanna og skýrði frá þeim frá því, að nú væri nóg komið af mótspyrnii' Dana gegn Þjóðverjum. Skemdarverk gegn þeim yrðu' að liætta þegar í stað. Rit- stjórarnir skyldu gera lesend- um sínum þetta Ijóst. Ef fleiri spellvirki yrðu framin í Danmörku myndu Þjóðverjar ekki sýna neina miskun. Eftirleiðis verða hin ströngu lög styrjaldartímanna látin bitna á Dönum, ef þeir bæta ekki ráð sitt, sagði Best. NÝKOMIÐ Hlaupaskór fyrir karlmenn. Karlmannaskór, stórt og fallegt úrval. Vinuskór og stígvjel. Ljettir karlmanna sumarskór. Lárus G. Lúðvígsson Skóverslun. •'nr » $ Reykjavík - Borgarnes Snæfellsnes Bílferð frá. Reykjavík n. k. ’ föstudag. Uppl. á Bif- réiðastöð lsiands. Helgi Pjetursson, Fyrirliggjandi: FÆGILÖGUR amerískur, í smáglösum. Eggert Kristjánsson & Co. hl li ROSSE & LACKWELL’S famous FOOD PRODUCTS (ONDIMENTS & DELICACIES are coming .... n///////////////.'/////^'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.