Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. apríl 1944. MORCtUNBLAÐIÐ 77 HOLT ER HEIMA HVAÐ íi ii. Jeg kem nú aftur að spurn- ingunni í upphafi máls míns: Eru hjer skilyrði til nægilegrar grænmetis framleiðslu? Jeg svaraði hiklaust játandi. Máli mínu til sönnunar vil jeg nú segja ykkur ofurlítinn þátt minnar eigin reynslu. Um tví- augs aldur lá leið mín til Vest- urheims, dvaldi jeg þar um 12 ára skeið. Enn var það ,,mold- arundrið“, sem hreyf hug minn mest. Skógarnir, aldintrjen, akrarnir „hin lifandi korn- stanga móða!“ Blómskrúðið, nytjajurtirnar, grænmetið og garoávextirnir. Síðustu fimm árin í Ameríku átti jeg mitt eigið heimili og garð. Landið var algerlega ósnortið af manna höndum. Skóginum, nema fall- egustu trjánum, ruddum við burt. Eftir var moldin dökk og þrungin frjómagni, mynduðu af blöðum trjánna, sem fallið höfðu þarna, ef til vill um alda raðir. Engin veruleg þekking eða reynsla var fyrir hendi, en við gróðursettum blóm, skraut og aldintrj'e og margar berjateg- undir, einnig sáðum við nokkr- um baunategundum og alls konar grænmeti og garðávöxt- um. Og vöxtur var hraður! — Hver dagur opinberaði dýrð móður jarðar. Samstarfið við hana er óþrjótandi uppspretta dásemda og visku og hún færði okkur líka ómetanlega björg í bú. Enginn skyldi halda að öll þessi blessun hafi fengist fyr- irhafnarlaust. Garðrækt heitu landanna er engu síður erfið- leikum bundin, en garðræktin hjer heima, nema ef fremur væri. í görðum hjer yfirleitt er um lítið annað illgresi að ræða en arfann, en því miður hefir skaðræðis kálormurinn komist hjer á land, en vestra höfðum við hann líka og auk hans margar tegundir skað- legra smádýra og skorkvikinda sem til allrar hamingju hafa ekki enn numið hjer land. Arf- inn okkar er smáræði í saman- burði við stórgerða illgresið í Ameríku svo sem Kanada þyrn irinn, sem hvarvetna þykir hinn mesti vágestur. í vitund minni er mjer þessi fyrsti garður minn helgur reit- ur. Erfiðið, mistökin og gleðin yfir sigrunum, er dýrmæt eign í sjóði endurminninganna. En hugstæðastur er hann mjer í fegurð hinnar suðrænu, mána- björtu sumarnætur: Þá birti hann mjer undursamlegan æv- intýra og draumaheim, sem hvergi átti sinn líka í víðri ver öld. „Það er yndi, sem ómögu- legt er að lýsa, aðeins að njóta“. Forlögin fluttu mig aftur heim og bjuggu mjer ból á annesi einu austan lands, Vatt- arnesi við Reyðarfjörð. Fann jeg þar hina fullkomnustu and stæðu við mitt fyrra heimkynni á hinni frjógu broshýru Kyrra- hafsströnd. En hvað um það? Garð varð jeg að hafa. En hvernig átti að rækta garð, þar sem engin skilyrði virtust fyrir hendi. Nesið skjóllaust úti í hafsauga; hafgolan ' svíðandi köld allt vorið; alltof margir regndagar og austfjarða þok- Eítir frú Ástríði G. Eggertsdóttur Síðari grein an í veldi sínu. Þar af leiðandi sólarleysi meira en í öðrum landshlutum. í fám orðum: Skilyrði eins Ijeleg og fundin verða á þessu landi. Eitt var þó þarna ekki lítils virði, nægur áburður, bæði hús dýra, fiskúrgangur og þang. Garðurinn hafði verið arfa- reitur að undanförnu. Hann var nú unninn, borið í hann og girtur. Og jeg sáði. Árang- ur var lítill fyrstu árin, enda tíðarfar óhagstætt mjög. En þrátt fyrir það fæddust vonir,* sem áttu fyrir sjer að rætast, því síðustu árin á Vattarnesi, höfðum við gnægð alls konar grnæmptis og jafnvel talsvert af blómum líka, sem jeg þó lagði minni rækt við nema inni, þar döfnuðu þau vel. Jeg minnist sjerstaklega upp skerunnar 1939, það var hag- stæðast þeirra ellefu sumra, er við bjuggum á Austurlandi. Þá 1 ræktaði jég í garðinum alls 23 tegundir matjurta. Næpur og gulrófur, 6 tegundir, höfuðkál 5 teg., gulrætur 2 teg. og þar að auki salat, sínat, grænkál, blaðbeðju, hreðkur, sellerí, karsa, kjörvel og graslauk. •— Allt þetta náði sæmilegum þroska og sumt ágætum. Alla daga frá því í júlí þar til í nóv. hö'fðum við 3—4 kálmetis rjetti á borðum. Notuoum engar kart öflur þann tíma, sem þær voru dýrastar eða ófáanlegar, og eng inn saknaði þeirra. Líka sauð jeg niður spínat og blómkál til vetrarins, og átti nóg af gulrót- um og gulrófum. , Fátítt mun, að róskál, höfð í köldum garði hjer á landi; en þetta haust gladdi það mig með litlum, undur bragðfínum höfð um. , Haustið 1941 yfirgaf jeg garð inn minn á nesinu. Það sumar hafði hann fært mjer í búið auk alls annars, sjötíu og fimm blómkálshöfuð, sem vógu upp í 1 kg. stykkið. Garðinn mmn vestan hafs hafði jeg kvatt með trega, og fyrsta íslenska garð- inn minn kvaddi jeg einnig með söknuði og þakklæti í hug. í honum hafði jeg barist og sigr að; hann hafði líka fært mjer sönnun þess að fósturjörðin er hvorki eins hrjóstug nje ógjaf- mild og jeg hafði hugsað hana. Jeg hugsaði líka oft. Hvað skyldi mega rækta mikið á öðr um stöðum landsins, þar sem skilyrði eru betri, fyrst þetta er hægt hjer? Og mjer hló hug- ur við að komast til suðurlands og reyna hvað þar yrði gert. Jeg fluttist til Reykjavíkur og náði mjer í ofurlítinn part af garði. Honum hallaði á móti sól. Að norðan var bárujárns- skjólgarður. Þetta var eins og það átti að vera. En moldin var ljeleg, að sumu leyti gamall öskuhaugur, enc^ fullt af rusli og grjóti. Jarðvegurinn grunn- ur og komið undir maílok. •— Til hvers yar nú slíkur garður nothæfur, svo seint á vori? ■— Reynandi var að sá nokkrum karttöflum, en litlar líkur sýnd ust að það væri til mikils. En mig langaði til að reyna, eink- um vegna þess, að jeg hafði aldrei ræktað kartöflur fyr, því á Vattaxmesi voru engin skil- yrði til þess, að þær næðu nokk urum verulegum þroskaa. Garðurinn minn í Reykjavík var að stæi'ð um 1,50 ferm. — Hann var unninn og moldin bönduð 60 kg. af garðáburði. Bil á milli raða var um 3 fet og _iy? á milli kartaflna i röð- unum. Undir raðirnar bar jeg þurran húsdýraáburð. Út- sæðið var smátt og ekki rjett spírað, en góð tegund mest- megnis gullauga. Vestanhafs hafði jeg kynst þeirri aðferð að hópsá kartöflum og vissi reyrrast vel. Ekki myndi saka neitt, þó jeg reyndi þetta hjer svo jeg lagði 4—-5 saman. Jörð var mjög köld og áliðið tímans, það var því ekki ráolegt að sá nema grunt. Jeg breiddi yíir smælkið eins og góð móðir og bað þann, sem ávöxtinn gefur, að blessa verk mitt. Útlit var ekki gott framan af, því tíðarfar var hið óhag- stæðasta. En þrátt fyrir það stóð kartöflugrasið í ágústmán- uði stei'kvaxið og fagurgrænt, rneð ljós-lillabláum blómaklös um. Þá var víða í görðum hjer í Reykjavík annað hvort fallið kartöflúgrasið eða það stór sá á því, eftir stóx’viði’in og kuld- ana i ágrst. í septemberlok tók jeg upp úr garðinum. Útsæðið hafði verið 25 kg. Uppskeran reynd- ist 300,50 kg. af vænum, útlits góðum, þjettum kartöflum. — Stærsta kartaflan, sem var Ey- vindur, vóg 388 gr. Eitt hundr- að og fimmtíu kg., eða 3 poka fjekk jeg af kartöflum, sem vógu frá 100—300 gr. stykkið. Tvö af völdu útsæði. og tveir pokar eða úrgangurinn var eins og kartöflur, sem oft hafa ver- ið seldar fullu verði hjer á landi. , Svo sem kunnugt er, var s.l. sumar eitt hið óhagstæðasta til gai’ðræktar í manna minnum. Það getur því talist mjög gott að fá fjórfalda uppskeru, og það sem betra er, jeg hefi feng ið óræka sönnun þess, að vart mun koma svo erfið sumartíð á íslandi, að ekki megi fá sæmi- lega uppskeru af vænum, góð- um kartöflum, ef þekking, á- hugi og ái'vekni fara saman. Garðræktar reynsla mín er ekki mikil. en þþ dálítið sjer- stæo. Garðræktin hefir aðeins vexýð ígripavinna með stóru heimili. En hún er þó, sá þátt- ur lífs míns, sem jeg vildi einna síst án vera, mjer er hún afar mikils virði, því meðal annars hefir hún sannfært mig um það að í landinu okkar er hægt að lifa góðu lífi, og þó hefi jeg ekki þekt eða reynt það sem dá samlegast er hjer heima við- víkjandi jarðræktinni, jarðhit- ann, enda finst ef til vill sum- um að jeg tali eins og mjer sje ekki kunnugt um hann og öll gróðurhúsin, búnaðar og garö- yrkjuskóla og alla lærðu jai'ð- yrkjufræðinga og framfarir sem orðið hafa á sviði jarð- yrkjumála nú síðustu ár. Með fullri virðingu fyrir þéssu öllu saman, fæ jeg þó ekki betur sjeð, en að núríkj- andi ástand í þessum málum beri því raunverulegt vitni, að betur má ef duga skal. Það þarf meiri þekkingu, meiri framkvæmdir, meiri áhuga, betri skipulagningu og almennara samstarf. Mjer koma í hug orð Jóns Sigurðssonar forseta, í brjefi til Jóns Stefánssonar alþm. á Reistará. Orð þessi eru að vísu töluð á sviði stjói'nnxála, en þau eiga líka hjer við. Jón forseti segir: „Allt er nú undir því komið, hvernig al- þýða á íslandi snýst við, því engir einstakir menn geta hald ið málum áfram, þegar í hart kemur, nema þeir sjeu vissir um stuðning alþýðu'k , Nýlega las jeg grein „Minjar og Menning“, eftir Lúðvík Kristjánsson, í nýju og ágæ^u tímariti „Straumhvörf“. Þar er farið lofsamlegum orðum um sjera Björn Halldórsson í Sauð lauksdal. Jeg leyfi mjer því að taka hjer upp orðrjett kafla ur um-> ræddri grein: „Vestur á landi stendur lítill trjekross innantúns á sljettum flatarhallanda. Hann er ekki sjerlega eftirtektarverður þessi kross, þar sem hann í umkomu leysi sínu hallast þarna .lítið eitt á gi’ænni flötinni. Hann gæti vel verið fuglahræða, því í engu er hann frábrugðinn þegar handa og byrja að reisa. honum óbrotgjarnan minnis- varða? Klæða hugsjónir hans í lifandi Veruleika. , Þá munu rætast vonir og spá „lista skáldsins góða“. „Brauð veitir sonum móður- moldin frjóa. Menningin vex i lundi nýrra skóga“. Júlísna Kristjáns- dóttir HÚN LJEST sunnudaginn 16. þ. m. að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, frú Unu Sig- fúsdóttur og Sigurðar Ámunda- sonar, smiðs, Hávallagötu 7 hjer í bæ. Hún var fædd 17. mars 1873 á Garðsenda í Eyr- arsveit vestra. Voru foreldr- ar hennar hjónin. sem þar bjuggu, Kristján Jónsson og Halldóra Jónasdóttir, og voru börn þeirra 6, er upp kornust. þeim, nema hvað á hann vantar j Júlíana ólst að mestu upp í ............ var m. a. um 7 fatai’ifi’ildi, svo hann standi í fullum skrúða. En mjer er sagt að þessi kross, sje ekki fugla- hræða, hlutverk hans sje mun þýðingarmeira og háleitara. — Hann á að geyma minningu eins af mætustu sonum þessar- ar þjóðar, eða nákvæmar orð- að vísa mönnum leiðina að jarð neskum leifum hans. Þessi viti bregst þó öllum að þessu leyti nema gagnkunnugum. Enginn getur sjeð það á honum, að hann standi á moldum Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal.“ Lúðvík Kristjánsson spyr líka í sömu grein: „Getur það verið álitamál, hvort yfir moldum Björns í Sauðlauksdal á að standa illa gerð fuglahræða, eða hvort þar á að þjóta í skógarlundi, þar sem þrösturinn syngur ljóð sín hinu íslenska skáldi gróand- nas?“ Jeg bið greinarhöfund afsök- unar en þakka um leið hin hlýju skilningsríku orð hans, í garð hins mæta manns, því alla tíð hefi jeg litið Sauðlauksdal ástarauga, af því sjera Björn Halldórsson „skáld gráandans“ 'átti þar heima. íslenska þjóð! Eigum við að láta einn elsta og ötulasta brautryðjanda á sviði jarðrækt armála íslands, sra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, liggja lengur óbættan hjá garði? Mun okkur eigi skyld- ara og sæmra, að hefjast nú Stykkishólmi; ára skeið í vist hjá Richter verslunarstjóra þar. Giftist þaðan Sigfúsi Jónssyni, ætt- uðum úr Laxárdal. þau reistu bú að Haukabiækku á Skóga- strönd, og eignuðust eina dótt- ur barna, er að ofan getur. Sigfús er látinn fyrir allmörg- um árum. Síðar dvöldust þær mæðgur í Stykkishólmi og fluttust svo til Reykjavíkur, og var Júlíana upp frá því með dóttur sinni, lengst af á heimili þeirra hjóna. Júlíana Kristjánsdóttir var góð kona og grandvör, sem öllum vildi vel. Hún var hjálp fús og trygg í lund og í öllu var hún trú og dygg, í smáu sem stóru; hún var umsýslu- söm og gerhugul á allt, scm fram fór, sönn trúkona, újóð- elsk og ljúf i viðmóti og bauð af sjer góðan þokka. Mátti segja. að aldrei fjelli henni verk úr hendi til lxinstu stund ar, því að andlát hennar bar brátt að. Þeir vandalausir er henni kyntust, fengu .þegar mætur á henni .sakir mxkilla mannkosta hennar. Má þá nærri g'eta. hvílík hún hefir verio ástvirmm sínum og nán- ustu ættingjum, sem nú sakna hennar og minnast hinnar umhyggjusömu og ósjerhlífnu gæðakonu, er fvrir alíra hluta sakir gat átt sjer góða heirn- von. Kunnugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.