Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNELAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Rilstjór'af: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Gömul saga SVO SEM kunnugt er, hóf blaðið ,,Bóndinn“ göngu sína í október síðastliðnum. Tíminn fagnaði komu þessa nýja blaðs og ljet þess getið, að blaðið væri „gefið út til þess að hnekkja ýmiskonar áróðri, sjerstaklega í Reykja- vík, gegn bændum og framleiðslu þeirra“. Var hið besta samkomulag milli Tímans og ,,Bóndans“, enda leyndi sjer ekki skyldleikinn í skrifum ritstjóranna. Báðir voru nokkurn veginn jafnvígir í meðferð sann- leikans. Fór svo fram um skeið. En svo kemur Egill Thoraren- sen í Sigtúnum fram á ritvelli „Bóndans“ og fer að segja þeim Framsóknarmönnum til syndanna. Egill er ekki myrkur í máli. Hann segir það hreint út, að Framsókn- arflokkurinn hafi svikið bændur. Fáist hann ekki til að breyta um stefnu, verði að hefjast handa og stofna nýjan flokk, framleiðenda-flokk. Þetta var meira en Tíminn gat þolað. Heilt Tíma-blað er gefið út, til þess að svara Agli. Nafn Þórarins ritstjóra er sett undir greinina, en vitað er, að þeir Eysteinn og Hermann sömdu hana. Svo er pöntuð utan af landi hver árásargreinin af annari á Egil, og voru þær jafnharðan birtar í Tímanum. En Egill hjelt áfram að segja þeim Framsóknarmönnum til syndanna, í „Bóndanum“. Þannig gekk þetta til, uns Bið eftirminnilega flokks- þing Framsóknarmanna kom saman hjer í Reykjavík. Þar er samþykt „af meginþorra allra fundarmanna“ (sbr. frásögn Tímans) svohljóðandi tillaga: „Að gefnu tilefni ályktar 7. flokksþing Framsóknar- manna að lýsa yfir því, að blaðið Bóndinn er Framsókn- arflokknum með öllu óviðkomandi. — Jafnframt lítur flokksþingið svo á, að blaðið vinni gegn því markmiði flokksins, að sameina vinnandi framleiðendur til lands og sjávar um umbótastefnu Framsóknarflokksins“. Þar með skilja leiðir. Ekkert hefir heyrst frá Agli í Sigtúnum, eftir þessa „vinarkveðju“ flokksþingsins. ★ Þessi snöggu veðrabrigði Tímans gagnvart „Bóndanum“ lýsa einkar vel innræti Tímamanna. í byrjun var Tíminn að vona, að „Bóndinn11 gæti átt samleið með Tímamönn- um í því að ala á tortrygni og sundrung milli Reykvíkinga og sveitafólksins. Meðan „Bóndinn“ var á þessu ,,plani“, átti hann í fullri vinsemd við Tímann. Þá hjet það á máli Tímans, að verið væri að hnekkja ,,áróðri“ bæjarblað- anna. En svo fóru að koma fram raddir í „Bóndanum“, þar sem bændur í Sjálfstæðisflokknum fengu að njóta sann- mælis. Þá breyttist brátt tónninn í Tímanum. Og þegar svo Egill í Sigtúnum fer á stúfana og finnur að gerðum Framsóknarmanna, umhverfist Tíminn gersamlega og segir hinu nýja blaði stríð á hendur. ★ ________________________ Það, sem hjer hefir gerst, er í raun og veru sagá Fram- sóknarflokksins. Saga, sem bændur landsins þekkja vel. Frá því að Framsóknarflokkurinn hóf göngu sína, hefir því verið stranglega gætt, að viðurkenna aldrei kosti andstæðinganna, meðan þeir eru í hópi lifenda. Úti um landsbygðina gekk þetta svo langt, að andstæðingarnir máttu ekki koma nálægt opinberum trúnaðarstörfum, enda þótt þeir væri til þess hæfastir. Voru fyrirskip- aðar ofsóknir gegn þeim, hvar sem við yrði komið. Nokkuð varð Tímamönnum ágengt í þessari ofsóknar- herferð gegn pólitískum andstæðingum, meðan efnahagur bænda var erfiður og þeir voru þ. a. 1. á ýmsan hátt háðir valdaklíkum Framsóknarflokksins, innan hjeraðs og utan. En eftir að efnahagur bænda batnaði og þeir urðu fjár- hagslega sjálfstæðir, var ekki lengur hægt að beita þá kúgun. Samþykt síðasta flokksþings Framsóknarmanna gagn- vart „Bóndanum“, sýnir og sannar, að enn ríkir kúgunar- andinn í flokknum. Oddfellowreglan 125 ára í DAG eru liðin 125 ár frá því, að Oddfellowreglan, I. O. O. F., var stofnuð, en það var gert 26. apríl 1819 í bænum Baltimore í Maryland 1 Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Fje- lagsskapur þessi, sem hefir á stefnuskrá sinni líknar og menningarmál einvörðungu, átti í fyrstunni við ta'isverða örðugleika að stríða, er einkum átti rót sina að rekja til þess, að forgöngumennirnir voru inn fluttir Englendingar, en frels- isstríði Bandaríkjanna var þá rjett nýlokio og mikil gremja ríkjandi í -hugum þarlendra manna til Englendinga og sjer- staklega í þessu ríki, Maryland, sem orðið hafði einna harðast fyrir barðinu á þeim. Með ein- dæma þrautseigju og óbijandi kjarki tókst stofnendunum að sigla fyrir öll sker, svo að ekki liðu nema fáein ár, er fjelags- skapur Oddfellowa hafði náð öruggri fótfestu í flestöllum ríkjum hins volduga lýðveldis í Vesturvegi. Tala meðlimanna óx hröðum skrefum, og margir hinna bestu manna þar í landi tóku virkan og glæsilegan þátt í starfsemi Reglunnar. Frá Ameríku breiddist Odd- fellowreglan út um heiminn, og hingað til landsins árið 1897, er danskir Oddfellowar höfðu á því ári reist hið veglega sjúkrahús í Laugarnesi og af- hent landsstjó.rninni það til umráða handa holdsveikis- sjú.klingum. í starfsemi Oddfellowregl- unnar hjer á landi hafa, eins og annarsstaðar, tekið þátt hin- ir mætustu menn, og margir hverjir þjóðkunnir. Má í því efni benda á menn eins og Björn Jónsson ritstjóra, síðar ráðherra, Tryggva Gunnarsson bankastjóra, Halldór Daníels- son bæjarfógeta, síðar hæsta- rjettardómara, Sighvat Bjarna son bankastjóra, Guðmund Björnson landlækni og Klem- ens Jónsson landritara, síðar ráðherra. Þessir menn, auk fjölda annara, unnu Reglunni hið mesta gagn, meðan þeirra naut við. Starfsemi Oddfellowreglunn- ar hjer á landi hefir á ýmsum sviðum verið íslensku þjóðlífi til hagsbóta og velfarnaðar, þótt ekki hafi verið um það mikið rætt nje ritað út í frá, enda væri það ekki heldur að vilja nje i anda þessa mikla og víðtæka fjelagsskapar. Stofnandi hinnar íslensku Oddfellowreglu var dr. Petrus Beyer, en formenn hennar hjer á landi hafa verið Guðmundur Björnson landlæknir, Klemens Jónsson landritari, Eggert Claessen hrm., Brynjólfur Björnsson tannlæknir og Hall- grímur Benediktsson stórkaup- maður, sem nú er formaður. I^\Jd?uerjL áíripar: ^ clcieýlecýci Íí^i Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trtúlofun sína ungfrú Þór- hildur Þorgeirsdóttir, Fíflholts, Suðurhjáleigu og Markús Hjálm- arsson, Fíflholts, Vesturhjáleigu í Landeyjum. Skemtanalífið í Firðinum. HAFNARFJÖRÐUR, litli snotri bærinn er hjer rjett fyrir sunn- an okkur höfuðstaðabúa, lætur ekki mikið yfir sjer að jafnaði, þó stundum hafi Hafnfirðingar vakið nokkra athygli landsmanna Hjer á árunum var það bæjarút- gerð þeirra, sem vakti deilur og þótti sitt hverjum um það fyrir- tæki. Einu sinni var fjörðurinn tal- in hið fyrirheitna land Reykvík- inga, eins og stendur í vísunni. Það var í upphafi bílaaldarinnar og vegir leyfðu ekki að farið yrði í mikið lengri ferðalög frá Reykjavík. Það þótti þá hið mesta sport, að fara í bíl til Hafnar- fjarðar. © „Ráðskonan“. NÚ HEFIR HAFNARFJÖRÐ- UR vakið á sjer athygli einu sinni enn, én það með nokkrum öðrum hætti, en áður var. Þó er það svo, að margir Reykvíkingar hafa í vetur talið „Fjörðinn sitt fyrir- heitna land“. Því hefir valdið ,,Ráðskonan“. Hún heitir í raun- inni fullu nafni „Ráðskona Bakka bræðra“ og er leikrit, sem sýnt hefir verið 50 sinnum fyrir fullu húsi. Dag eftir dag hefir mátt lesa auglýsingu í dagblöðum bæj- arins frá Leikfjelagi Hafnarfjarð ar: „Ráðskona Bakkabræðra —• Útselt“. Leikfjelag Hafnar- fjarðar. ÞENNA STUTTA FORMÁLA hefi jeg haft fyrir brjefi, sem Hafnfirðingur skrifar um hið unga Leikfjelag Hafnarfjarðar og „Ráðskonuna“. Brjefið er á þessa leið: ,.Sá merkisviðburður hefir gerst hjer í sögu leikstarfseminn- ar, að einn sjónleikur hefir verið sýndur hjer í vetur nær 50 sinn- um, „Ráðskona Bakkabræðra“, fyrir húsfylli í öll skiptin. Er þetta algjört einsdæmi hjer á landi, því það svarar til þess, að hvert mannsbarn í bænum hafi sjeð leikinn nær þrisvar sinnum hvert. Leikfjelag Hafnarfjarðar er að vísu ungt fjelag, en af því má mikils vænta í framtíðinni, því þar virðist vera all-góð leik- araefni innanum. Og þegar litið er á allar ytri aðstæður, húsa- kynni, búningsherbergiskytru, leiksviðsútbúnað, o. fl. o. fl„ þá er það alveg undravert, hverju þessi fámenni hópur hefir getað afrekað. Ættu Hafnfirðingar að kosta kapps um að þessum vísi til leik- listaiðkana verði sómi sýndur í náinni framtíð, svo sem hann verðskuldar, þá munu þeir geta átt marga ánægjustund. Að vísu hefir mjer verið tjáð að leikfje- lagið muni fá húsakynni í hinu nýja húsi sem bærinn er að láta byggja. „ • „Börson — Alfred — Ráðskonan". STARFSEMI LEIKFJELAGS- INS hjer hefir sett alveg nýjan svip á skemtanalífið hjer í bæn- um, nú undanfarna vetur, og væntum vjer þess, Hafnfirðingar, að starfsemi fjelagsins megi efl- ast og blómgast í náinni framtíð. í þessu sambandi spurði jeg einn góðkunningja minn, hvað hefði skemt honum einna best í vetur, og svaraði hann mjer með þessari stöku: Hvað er þrent þú getur greint, gefið mesta hlátursspan? inu Svarið er frá brögnum beint: Börson, Alfred, „Ráðskonan“. Og „Ráðskonan" best, þótt síð- ust sje talin, rímsins vegna“. Þjóðhátíðardagurinn og hátíðahöld fjelaga. ÁHUGI MANNA fyrir lýðveld- ishátíðahöldunum í sumar virðist vera að vakna. Hafa undanfarna daga borist allmörg brjef um þetta efni. Fer eitt þeirra hjer á eftir: „Jeg varð ekki lítið undrandi, þegar jeg las pistil „lýðveldis- sinna“ í dálkunum þínum í laug- ardagsblaðinu síðast. En þó varð undrun mín ennþá meiri, er jeg varð þess áskynja, að grunur hans myndi eiga við full rök að styðjast. Að vísu hafði áður verið skýrt frá því í útvarpi og blöðúm, að stofna ætti stúdentasamband á Þingvöllum sjálfan 17. júní 1944. En birting þessara ráðagerða mun ) ein saman hafa nægt til þess, að breyting hafi verið gerð í orði kveðnu: Landsmót stúdenta sett á Þingvöllum 17. júní, en sam- band stofnað á þessu landsmóti í ReykjaVík daginn eftir, 18. júní. (Að vísu má síðar, ef vill, halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan sem ,,dag“ þessa og allra þeirra mörgu annara sambanda, sem áreiðan- lega verða stofnuð þessa daga, ef ekki verður tekið í taumana og verður þá eins og oftar þjóðin að lúta í lægra haldi í útvarpi og á mannamótum fyrir hinum út- völdu samtökum). • Hátíðahöklin 18 júní. „EN NÚ ER 18. júní framhalds dagur hátíðahaldanna, og það ekki aðeins fyrir Reykvíkinga, heldur einnig ríkisstjórnina. En einkar kær verður þessi dagur þó i þeim þúsundum Reykvíkinga, | sem ekki eiga - heimangengt til | Þingvallahátíðahaldanna daginn áður. Það er tvímælalaust fyrsta og fremsta skylda hátíðarnefndar- innar að friðlýsa í tíma þessa tvo daga fyrir öllum þeim fjelögum og öflum,.sem vilja nota 17. júní, merkasta dag þjóðarinnar sjálf- um sjer til dýrðar og fjelagsskap sínum til framdráttar í ókeypis ljóma þjóðhátíðarinnar i nútíð og og framtíð. En þó tel jeg full- skiljanlegt, að öll samtök vilji helga sjer besta fáanlegan dag, enda stúdentum jafn gott sem öðrum. En fyrir þetta verður há- tíðanefndin að girða. • Þjóðlegasti dagurinn. „NÚ MUN 18. júní n. k. eiga að vera þjóðlegasti dagurinn, sem höfuðstaðarbúar hafa nokkru sinni lifað. Það, sem nefndin mun sjerstaklega ætla að ná þessum tilgangi, — að setja þenna isr lenska svip á bæinn — mun vera sú ákvörðun hennar, að sjá um að allir boðlegir samkomustaðir bæjarins verði opnir allan daginn og frám á nótt, öllum íslending- um, sem til leita í sameiginlegum þjóðlegum fögnuði. Nú mun eiga að halda opinbera veislu í Há- skólanum, og er það sjálfsagt, eins og til hennar mun stofnað. . En það kvað eiga að taka aðal- samkomustað bæjarins — Hótel Borg — úr umferð einmitt þenna dag — staðinn, sem er sjálfsögð miðstöð þessara hátíðahalda — og afhenda staðinn þeim stúdent- um, sem ekki verða í hófinu í háskólanum, og er hjer að sjálf- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.