Morgunblaðið - 26.04.1944, Síða 7

Morgunblaðið - 26.04.1944, Síða 7
Miðvikudagur 26. apríl 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7, BARÁTTAN í NORSKU SKÓLUNUM B J ART VIÐRISMORGUN nokkurn í síðastlíðnum maí mánuði kom halarófa af bif- reiðum á fullri ferð inn um hlið hins fræga Stabekk skóla í nánd við Oslo. Út úr bifreiðunum stukku Vid- kum Quisling, leppstjórn- andi Þjóðverja í Noregi, lög reglustjóri hans, kirkju- og mentamálaráðherrann og svo margir lögregluþjónar, að nægt hefði til þess að taka höndum íbúa heillar borgar. Með Iífvörð sinn alt í kringum sig, ávarpaði Quisling kennara skólans, seiri í skyndi höfðu verið kvaddir á vettvang. ,,Það er sök kennaranna“, [ þrumaði hann, „að átján piltar voru nýlega teknir af lífi. Það er sök kennaranna, að Noregur fær ekki aftur frelsi sitt. Þið eruð að eyði- leggja allt fyrír mjer“, hjelt hann áfram með ofsa og hálfkjökrandi. „Þið eruð að koma í veg fyrir það, að jeg eeti samið frið víð Þvska- land“. Þegar bifreiðarnar hjeldu aftur frá Stabekk, var hver einasti kennari skólans með í förinni. Flestir þeirra eru enn í fangabúðum, ásamt með mörgum starfsbræðr- urn sínum. — Margir aðrir hafa látið lífið í hinni hvíld arlausu baráttu, sem háð hefir verið, allt frá þeim degi, er Þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg í apríl 1940, því að yfir engum hópi manna hefir verið vak- að af meiri árvekni, enda hafa engir lagt fram ríkari skerf í því skyni að kæfa í fæðingunni allar tilraunir Þjóðverja í þá átt að inn- leiða nýskipanina í landið. Enda þótt jeg, sem stór- skotaliðsforingi, hefði í tvo mannskæða og hörmulega mánuði horfst í augu við þýsku hernaðarvjelina, þá var það ekki fyr en jeg sneri aftur til kenslustarfa minna í skóla í nánd við Oslo, að jeg fyrir alvöru hóf baráttuna gegn óvininum, í samstarfi við samkennara mína. Þjóðverjar þóttust koma sem vinir. ÞEGAR Þjóðverjarnir komu til Noregs, þóttust þeir koma sem vínir. Her- mennirnir báru á sjer leið- arvísa, þar sem þeim var skipað „að fá Norðmenn með kerfisbundnum aðgerð um til þess að verða oss vin- veittir“. Kváðu þeir Noregi ætlað að skipa alveg sjer- stakan sess í nýskipan Hitl- ers. Það átti ekki að upp- ræta okkur eins og Gyðing- ana, eða gera okkur að ó- mentaðri þrælahjörð eins og Pólverjana, eða neyða okk- ur til þess að gerast auð- sveipari verkamenn eins og Tjekkana. Við vorum af hreinum norrænum kvn- stofni, og sem slíkir áttum við að aðstoða yfirkynþátt Hitlers við að stjóma heim- inum ,,í þúsund ár“. Við Eftir Harald Land Eftirfarandi grein fjallar um baráttu norskr- ar skólaæsku gegn þýska innrásarhernum og landráðamönnunum norsku. Er frásögnin eftir norskan kennara, en skrásett af Marjorie Diet- erich, og birtist í ameríska blaðinu „Tomorrow“ (Fyrri grein) áttum einnig að verða þræla eftirlitsmenn. En eftir skilningi norsku þjóðarinnar er alveg jafn ógeðslegt að vera þræla- drottnari og þræll og í heild voru norsku kennararnir á- kveðnir í því að láta ekki gróðursetja þessa nasista- kenningu í huga barnanna. í fyrstu urðum við hógvær- lega að berjast gegn vin- gjarnlegum tilboðum þeirra og blékkingartilraunum. — Eftir að þeir höfðu tekið ýmsa æðri hjeraðsstjórn í sínar hendur, lagt undir sig sarngöngumiðstöðvar, dag- blöð og svo framvegis, þá reyndu þeir þó að láta líta svo út sem daglegu lífi þjóð- arinnar væri sem allra minst raskað, með því að leyfa mörgum að gegna sín- um fyrri stöðum og störf- um. Þeir komust þegar að r-aun um það, að ekki einu sinni einn hundraðasti hluti þjóðarinnar var fylgjandi Quisling, og því urðu þeir að nota þjóðholla Norð- menn, og þeirra á meðal okkur hermennina, sem vor um fangar, til þess að leysa af höndum nauðsynleg störf í landinu. Þegar jeg sneri aftur til kenslustarfa minna, upp- götvaði jeg það, að þýsku hermennirnir í litla þorpinu okkar voru einlæglega sann færðir um það, að þeir hefðu bjargað okkur undan árás Englendinga, og beir voru öruggir um það, að við myndum einhvern tíma bejrgja okkur undir hina ágætu nýskipan Þeir komu vel fram og voru lítillátir og vingjarnlegir, hjálpuðu gömlum konum yfir götuna og brostu til barnanna. f Jeg hóf kenslu mína og starf sem leikfimiskennari. Við kennaramir, sem fyrir löngu höfðum myndað landssamband eins og allar aðrar stjettir í landinu, höfð um orðið sammála um það, að skólana yrði að starf- rækja eins lengi og auðið væri, til þess að hin nýja kynslóð yxi ekki upp í al- geru mentunarleysi. — En við hjetum því að fremur skyldum við hætta kenslu en kenna nasistiskan áróð- ur. Frá upphafi var þetta erfitt, enda var skortur á eldsneyti, og nasistar höfðu tekið margar byggingar okk ar fyrir hermannabústaði og sjúkrahús. Þessi efnislegu vandamál yoru samt 'smávægileg í samanburði við erfiðleikana á að varðveita, með orði og fordæmi, hinar norsku lýð- ræðis- og frelsishugsjónir til þess að vega á móti til- raunum nasista að fá æsku lands.okkar til þess að sam- einast æskulýðshreyfingu þeirra með mútum og hót- unum. Nemendurnir vildu ekki læra þýsku. ÞÝSKA og enska höfðu alltaf verið skyldunáms- greinar í norskum skólum, en þegar jeg kom til skólans aítur, var þýskan orðin höt- uð námsgrein, og nemend- uxmir lærðu hana. einungis af því, að kunnátta í henni var gagnleg til þess að geta njósnað um innrásarmenn- ina. Þjóðverjar eiga engin leyndarmál í Noregi. enda þótt Norðmenn neiti að tala þýsku, svara þýskum spurn ingum. lesa þýskar bækur eða horfa á þýskar kvik- myndir. Bestu nemendur mínir lærðu þýsku lexiurn- ar sínar illa, einungis af því að þeir vildu ekki fá háar einkunnir í þýsku. Vinsæld ir enskunnar jukust stór- lega, og gátum við oft not- að hana til þess að láta í ljós föðurlandsást okkar. Ein kenslukona hagaði kensl- unni þannig, að á þjóðhátíð- ardegi Norðmanna voru nemendurnir í enskunáms- bók sinni komnir að ensku þýðingunni á norska þjóð- söngnum. Þegar stúdentarn- ir fagnandi sungu hinn enska texta, kom hinn nas- istiski skjólastjóri og heimt- aði skýrðingu á þessu hátt- erni. Kenslukonan svaraði bliðlega, að þau hefðu að- eins verið að fara yfir lexiu dagsins og bætti því við. að hefðu þau verið komin að noi'ska þjóðsöngnum í þýskunámsbókinni, myndu þau hafa sungið hann með jafnmikilli ánægju. Hann varð ofsareiður, en þoi'ði ekki að skýra yfirboðurum sínum frá því, hvernig kenslukonan hefði gert gys að embætti hans. Svipað atvik átti sjer stað í mínum bekk, þegar jeg var að kenna norska bókmenta- sögu. „Ungfrú Halvorsen“, sagði jeg við laglega litla ljóshærða stúlkxt, „veljið þjer einhvern kafla úr bók- inni og lesið hann upphátt“. Áður en jeg hafði fyllilega áttað mig á hvað hún var að Igera, tók hún að þylja hátt og snjallt norska ræðu um verndun landsins gegn er- lendum fjendum og innlend um svikurum. Þegar hún hafði lokið Iestri sínum, sátu allir steinhljóðir, en síð an braust út almennur fagn aðarkliður. Hinn nýi skóla- stjóri nasista heyrði síðustu setningarnar, þaut inn í stof una og heimtaði að söku- dólgurinn gæfi sig fram. — Þegar í stað stóðu allar stúlkurnar í bekknum upp. Hann beitti fortölum og hót aði hverjum stúdent fyrir sig, en hann fann aldrei þá seku. Hann ljet þvú málið niður falla,.en bætíi öðrum svörtum krossi á einkunna- spjald mitt. Hollustu nem- endanna gerði kensluna auð veídari. Jeg komst við dag nokkurn, þegar einn nem- endanna kom til mín og sagði: ,.Þjer getið sagt það, sem þjer viljið i bekknum, hr. Land, því að við mun- um ekki koma upp um yð- ur, En fyrir alla muni ver- ið þjer samt varkár, því.að við viljum ekki rnissa yð- ur“. Föðurlandsástin var látin i Ijós á niargvíslegan háít. FRÁ upphafi sýndu nem- endurnir hug sinn með Sem íþróttakennari, heims- skíðakappi og meðlimur landssambands iþróíta- manna, tók jeg virkan þátt í verkfalli íþróttamanna, er staðið hefir siðan í árslok 1940. Verkfall þetta hafði mikil áhrif, því að yfir tólf af hundraði allra lands- manna voru fjelagar ein- hvers íþróttaflokks. Nasist- arnir álitu, að þeir mvndu auka álit sitt meðal okkar með þvi að efla „kraft gegn- um gleði" stefnu sína í í- þróttalífi þjóðarinnar og skipuðu því nasista sem for ystumenn íþróttaflokkanna. Þegar í stað sögðu allir með limirnir sig úr íþróttafje- lögunum. Þá bönnuðu nas- istar öll iþróttamót nema undir sinni yfirsíjórn. -— íþróttamótin hafa verið dýr mætui’ þáttur þjóðlífs okk- ar, en Birgir Ruud, err\ mesta skíðahetja Norð- manna, talaði fyrir munn hinna þrjú hundruð og fimmtíu þúsund íþrótta- manna, þegar ha nh sagði við nasistana: „Sá dagur. þegar þig neyðið mig til að keppa, mun verða síðasti dagurinn, sem jeg spenni skíði á fætur minar“. Fáar fjöldaathafnir í Noregi löm- uðu meir siðferðisþrek þýsku setuliðsmannanna en þessar aðgerðir íþróttamann anna norsku. mörgu móti. Þeir krítuðu V á veggina og þeir gengu með pappírsklemmur í kragahornunum. Átti það að tákna samheldnina. Þég- ar pappírsklemmurnar voru bannaðar, hjeldu þeir á- fram að bera þær og festu rakblað undir kragahornið, svo að nasistarnir skáru sig, þegar þeir þrifu klammurn- ar. Rauðar prjónahúfur þóttu fáránlegur höfuðbún- aður, þar til nasistarnir upp götvuðu, að þær þýddu: „Jeg er í varðliði konungs- ins“. Var bá fangelsisrefs- ing lögð vio að bera þær. — Jafnvei smákrakkarnir gripu hvert tækifæri til þess að láta skoðun sina í Ijós. Stíll um köttinn byrjaði þannig hjá einu barni: „Þeg ar Hákon konungur var í Noregi, voru allir keítir hamingjusamir". Ein lítil stúlka byrjaði þannig rit- gerð um efnið „amma mín“: „Þegar Englendingar eru búnir að vinna styrjöldina, verður amma mín skotin, því að hún er bannsettur nasisti“. Hinn þriggja ái'a gamli Ijóshærði frændi minn sagði eitt sinn við hóp Þjóðverja: „Við munum sigra Þjóðverja. Guð blessi konunginn“. Sex ára gam- all snáði, sem jeg þekkti, fór til aðalbækistöðva Gestapo, þegar hann frjetti að nokkr- ir eldri nemendur hefðu ver ið teknir fastir fyrir að láta í ljós föðurlandsást sína, og sagði: „Lengi lifi konungur- inn. Takið mig lika fastan". Þjóðverjunum fjellust hend ur, og þeir vissu ekki hvern- ig þeir ættu að berjast gegn islíku hatri. Mjer var skipað að efna til íþróitakeppni í skólanuro, ella yrði honum lokað. Allir nemendur mínir æfðu sig af miklu kappi, því að þeir a- íormuðu allir að reyna að komast úr landi og ganga i norska herinn, eða vonuo- ust til að geta verið færir um að sameinast herjurn bandamanna, ef þeir gerðu innrás í Noreg. En þeir neit- uðu að taka þátt í keppni. Að lokum gerðust nokkrir þeirra sjálfbooaliðar og sögðu: „Við skulum láta nas istana vera sjónarvotta að iþróttakeppni. sem þeir munu aldrei glej'ma“. Og það varð líka svo. Piltur sá, sem vann í kúluvarpi, gat, að því er virtist með mikl- um erfiðismunum, varpaö kúlunni um það bil tvö og hálft fet. Önnur met voru svipuð þessu. Norsku áhorf endurnir öskruðu af fögn- uði, en nasistarnir voru æð- isgengnir. Smátt og smátt gáfust Þjóðverjar upp við allar til- raunir sínar í þá átt að fá okkur til þess að gera okkur þá smán að eiga við þá vin- samlega samvinnu. í árslok 1941 voru þeir orðnir tauga óstyrkir og óðir yfir þrjósku okkar. Þeir gerðu sjer lióst, að við Norðmenn höfðum með þrotlausri mótspyrnu okkar, gert út af við nýskip- an Hitlers í eina landinu, þar sem hann ætlaði aö revna að koma henni á með friðsamlegu móti. Æðis- gengnir af hátterni Norð- manna, gripu nasistarnir nú til ofbeldisins, eins og þeirra er háttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.