Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1944. hugasemd? Hvað, sem þjer hafið að segja Lögreglustjórinn ypti öxlum. „Já, þjer getið fengið mynd, ef þjer viljið. En jeg hefi engu að bæta við það, sem jeg sagði í gær. En ef til vill, þegar jeg hefi athugað káetuna ....“. „Þetta leyndardómsfulla vitni“, sagði Barney. Hann horfði ekki á Beecher, heldur á myndavjel sína. „Þessi, sem sver, að enginn hafi yfirgefið íbúð Stellu rjett eftir að skotin heyrðust. Það var hepni fyrir ykkur að ná í hann“. „Nei, ekki hepni, Gantt“, sagði Beecher og brosti við myndavjelinni, „heldur árang- ur af miklu erfiði og skipu- lögðu starfi. Við yfirheyrðum alla í nágrcnninu". „Hver er það?“ Bros Beeche s stífnaði. „Jeg get ekki gefið upp nafn hans strax. Við höfum lofað honum verndun“. „Verndun?“ Barney starði á hann. „Fyrir hverju?“ Bros Beechers breyttist í glott. „Fyrir piltum eins og þjer, sem eru forvitnari en hólt er fyrir þá“. Andartak störðu þeir hvor á annan. Barney kipraði saman augun, svo að þau urðu eins og blá strik. „Þjer sleppið ekki svona auð- veldlega, ekki þegar vitnið er svona mikilvægt", sagði hann. Beecher yppti kæruleysislega öxlum. „Þjer um það“ sagði hann, og sneri sjer að hinum. „Komið þið piltar“. XXI. Kapítuli. Þegar þeir Magruder og Barney komu niður á blað litlu síðar, rákust þeir á gamlan, grá- hærðan náunga í ótrúlega ó- hreinum jakka, sem stóð í bið- stofunni og þrætti við skrif- stofudrenginn. Hjarta Barney tók aukahopp, þegar hann kom auga á þennan gamla mann, en við nánari at- hugun sá hann, að jakki hans var grár en ekki brúnn, og nef hans var langt og hvasst og beygði engan veginn til vinstri. „Hvað vilt þú?“ spurði Barn- ey. „Það er eitthvað með pen- inga“, sagði skrifstofudrengur- inn. „Eg sagði honum að fara til...“ „0-hó!“ sagði Barney. , ,Er það um verðlaunin, sem lög- reglan veitir í Vaughan-mál- inu?“ „Eg fer ekki til lögreglunn- ar!“ sagði sá gamli. „Alls ekki. Eg las um það í blaði yðar“. „Það er rjett“, sagði Barney. „Komdu hjerna inn, og segðu mjer betur frá því.“ Gamli maðurinn hikaði, en fór síðan á eftir Barney inn á skrifstofu hans. „Fæ eg peningana?“ sagði hann. „Þú verður að sjá um það. Eg fer ekki til lögreglunnar.“ Barney athugaði hann hugs- andi. „Ef þú ert ekki með neina klæki, skal eg sjá um, að þú fáir peningana“, sagði hann, og tók fimm dollara seðil upp úr vasa sínum, og lagði á borðið. Gamli maðurinn settist niður og horfði með græðgi á seðilinn, sem lá á borðinu. „Lýsingin passar ekki við þig“, sagði Barney. „Nei, það var ekki eg. Þá hefði eg nú ekki þorað að koma hkigað. Eg kæri mig ekki um, að flækjast inn í morðmál“. „En þú veist hvar hann er? Maðurinn sem svaf í anddyri á húsi einu í Bank Street nótt- ina 18. des.?“ „Eg veit ekkert um það. En eg veit um gamlan mann, grá- hærðan með blá augu og brot- ið nef. Hann er alltaf að lesa blöðin, þann hluta þeirra, sem segir frá morðinu“. Barney kinkaði kolli og Ijet ekki bera á vaxandi ákafa sín- um. „Jú, það stendur heima. Hvar er hann?“ „Rólegur, rólegur!" Sá gamli leit lymskulega af Barney á Magruder, sem hafði setið í einu horninu og pikkað á rit- vjel, þegar þeir komu inn, en var nú hættur því, og fylgdist af áhuga með samtalinu.' „Eg veit það ekki, skilurðu það? Og þú þekkir mig ekki. Eg fer ekki fet, fyrr en eg fæ peningana". Barney starði dálitla stund á hann, síðan yppti hann öxlum. „Jæja þá. Farðu og náðu í 50 dollara hjá Sweeny, Mac“, sagði hann. „Við verðum að treysta honum. En þú kem- ur með okkur, kai'linn. Og ef þú, ert að leika á okkur, tökum vicf peningana aftur með rentum“. Þegar sá gamli hafði einu sinni fengið peningana varð hann eins og smjer. Hann fylgdi þeim fúslega inn í bifreiðina sem Magruder hafði náð í, og gaf þeim upp heimilisfang sitt . Hester Street. Við dyr leigu- hússins í Hester Street bað Barney bifreiðastjórann að bíða og síðán fylgdu þeir gamla manninum inn í húsið og upp á loft. Óþefurinn á svefnloft- inu var svo mikill, að hann ætl aði hreint að kæfa þá, þegar þeir komu í dyrnar og myrkrið var svo mikið, að þeir sáu ekki handaskil. Leiðsögumaður þeirra gekk að einu rúminu. „Hjerna er hann“, sagði hann. í rúminu lá mannvera, í brúnum jakka og dró andann með erfiðismunum. Barney gekk nær og beygði sig yfir manninn. „Hann er veikur“, sagði hann „Já, svona hefir hann verið síðan í gær“, svaraði sá gamli. Augu Barneys vöndust nú myrkrinu, svo að hann gat at- hugað manninn. Augun voru lokuð en það var ekki um að villast, nefið var brotið og jakk- inn brúnn. „Þetta er maðurinn“, sagði hann. „Sennilega er hann með lungnabólgu. Farðu og náðu í sjúkrabíl, Mac. Drottinn minn dýri! Það væri laglegt ef hann sálaðist hjerna í höndunum á okkur“. Magruder hvarf út um dyrn- ar, en í hans stað birtist þar kvenmannsvera í óhreinum grá um kjól. „Hvað viljið þið?“ spurði hún skrækróma. „Er þetta lögregl- an?“ „Nei“, svaraði Barney. „En þessi maður er veikur, og við ætlum að flytja hann á sjúkra- hús“. „Nei, eg held nú ekki“, sagði konan. „Hann skuldar mjer tveggja daga húsaleigu, og fer ekki fet, fyrr en hann hefir borgað hana“. „Þá situr þú uppi með likið, frú mín góð“, sagði Barney. ,,H\fað skuldar hann mikið?“ Hún horfði á hann, og nefndi upphæð. „Og deilt í með tíu“, sagði Barney glaðlega. „En eg skal gefa þjer einn dollar ef þú hypj ar þig út og heldur þjeí saman“. Nú heyrðist í sjúkravagnin- um fyrir utan og þrír hvítklædd ir menn komu í ljós með sjúkra börur. _ » Einn þeirra rannsakaði gamla manninn í flýti, og sagði, að hann væri með lungnabólgu. Barney rjetti þeim nafn- spjaldið sitt. „Setjið hann í einkaherbergi og sjáið um að honum verði vel hjúkrað. Blað mitt sjer um reikninginn. Hvað.verður langt þangað til hægt er að tala við hann?“ „Hann verður ef til vill dauð ur, þegar við komum með hann á sjúkrahúsið“, sagði ungi mað urinn glaðlega. „En ef hann lif- ir af næstu þrjá daga, verður sennilega hægt að tala við hann, að viku liðinni.“ „Það er ágætt“, sagði Barney. Hann tók upp myndavjel og smelti af mynd af gamla mann- inum. Síðan var hann lagður á sjúkrabörúrnar og borinn út í bílinn. Dyravörðurinn í Bank Street þekkti strax myndina, sem Bar- ney sýndi honum. Jú, hann sagði að þetta væri sami mað- urinn, sem hann hefði hent út úr anddyrinu kl. 6 um morgun- inn þ. 19. des. Barney þakkaði honum fyr- ir og kvaddi. 'SjsruswiÉ. >• Tryggur og Otryggur Ævintýr eítir Jörgen Moe. 2. „Já, en jeg gaf þjer úr mínum mal, meðan jeg átti nokk- uð í honum“, sagði Tryggur. „Já, fyrst þú ert svo mikill þorskur að láta aðra jeta upp fyrir þjer matinn, þá kemur það niður á þjer“, sagði Ótryggur. „Nú geturðu setið og horft á mig jeta“. „Æ, já, Ótryggur heitir þú og ótryggur hefir þú líka allt af verið“, sagði bróðir hans. Þegar Ótryggur heyrði þetta, varð hann ofsareiður, rjeðist á bróður sinn og barði hann svo mikið högg, að hann misti sjónina. Þegar Ótryggur sá, að bróðir hans var orðinn blindur, sagði hann: „Nú geturðu sjeð hvort menn eru tryggir eða ótryggir, blindinginn þinn“. Og með það yfirgaf Ótryggur bróður sinn. Tryggur veslingurinn þreyfaði sig nú áfram í dimmum skóginum, blindur og einmana var hann og vissi ekkert hvað hann átti af sjer að gera. En svo rakst hann á stórt og svert linditrje, og hugsaði sjer, að upp í þa5 skyldi hann klifra, svo hann yrði ekki að bráð villidýrum um nóttina. Þegar fuglarnir fara að syngja aftur, þá er kom- inn nýr dagur, hugsaði Tryggur og ljet svo fara eins vel um sig í greinum trjesins og hann gat. Þegar hann hafði setið þar góða stund, heyrði hann einhvern þys hjá trjenu og það komu fléiri og fleiri þang- að, og hann heyrði að það var heilsast og talast við, og á því heyrði hann að þar voru komnir birnir og úifar, refir og hjerar og fleiri dýr cg ætluðu að halda þar Jónsmessu- veitslu sína. Dýrin tóku nú að jeta og leika sjer, og þegar það var búið, fóru þau að tala saman. Svo sagði refurinn: „Eigum við ekki að segja smásögu h-ver okkar, okkur til skemtunar, meðan við sitj.um hjerna?“ Jú, það fanst hinum þjóðráð, það gæti verið gaman, fanst þeim, og svo byrjaði björninn að segja frá, því hann var sá fremsti: „Konungurinn í þessu landi er svo slæmur í augunum, að hann er því nær orðinn blindur, en ef hann færi upp í þetta linditrje að morgni dags og laugaði í sjer augun í dögginni á blöðunum, þá myndi hann fá full- komna sjón aftur“. „Já“, sagði rilfurinn. „Konungurinn á líka heyrnar- lausa dóttur, en ef hann vissi það, sem jeg veit, þá myndi hann fljótt geta læknað hana. í fyrra', þegar hún var til altarist, þá misti hún oblátuna, og stór padda kom og gleypi hana, en ef tekin væri fjöl úr kirkjugólfinu, þá myndi paddan finnast, og oblátan er enn í hálsinum á henni. Ef hún væri tekin þaðan og' gefin konungsdóttur, þá myndi hún fá jafngóða heyrn aftur“. „Já, já“, sagði refurinn, „ef konungurinn vissi það sem jeg veit, myndi hann ekki vera í eins miklum vandræðum og hann er með vatn í höllinni sinni, því undir stórum Kennarinn gekk niður skóla- götuna og sá tvo nemendurna vera að slást upp á líf og dauða. Hann flýtti sjer til þeirra, þreif í kragan á öðrum þeirra og sagði: „Um-hvað eruð þið að slást?“ „Við vorum að slást um yður, herra kennari,“ sagði sá, sem fyrir takinu varð, „hann Pjet- ur sagði að það væri ekki jafn- mikið vit í kollinum á yður og í hænuhaus, en eg sagði að það væri.“ ★ Drengur kemur hlaupandi inn í búð. „Viljið þjer að eg passi búð- ina meðan þjer skjótist burt?“ spyr hann kaupmanninn. „Skjótast burt, mjer hefir alls ekki komið til hugar að skjótast neitt burt“, svarðaði kaupmaður. „Jú, það verðið þjer að gera,“ svaraði snáði, „því að konan yðar datt í sjóinn út af hafnar- garðinum, í þessu“. ★ Konan vaknar um miðja nótt og heyrir eitthvað þrusk í borð stofunni. Hún bregður sjer þang að á náttkjólnum og sjer mann- inn sinn nýkominn heim sitja flötum beinum á gólfinu með útþanda regnhlíf yfir sjer. „Ertu genginn af göflunum, Guðmundur?11 hrópar hún. — „Hversvegna situr þú svona með útþanda regnhlíf yfir þjer? „Jeg býst við dembu“, var svarið. ★ Presturinn (við gamla konu): — Hvernig haldið þjer nú, að fólkinu hafi líkað prjedikunin hjá mjer í dag? — Það kinkuðu að minnsta kosti allir kolli og hneigðu hðf- uðin alveg oná bringu. ★ Hann: — Þegar jeg giftist þjer, hjelt jeg, að þú værir engill. Hún: ■— Þar er þér r-étt lýst. Þú hélst, að jeg gæti flöktað um klæðlaus og hattlaus. ★ Eiginmaðurinn (kemur heim um miðja nótt): — Geturðu ekki getið þjer til, hvar jeg hefi verið? Konan: — Jú, en byrjaðu á einni af þessum sögum þínum. ★ Vinstúlkur tala saman. — Eg sagði honum, að eg vildi ekki sjá hann framar. — Hvað gerði hann þá? ■ Hann slökti Ijósið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.