Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 12
12 ÞAÐ SLYS vildí tíl í síðustu utanför e.s. Goðafosst að skip- verja tók út af skipinu og drukn aði. Var það Ólafur Guðmunds- son, bátsmaður. Nánari tildrög slyssins eru þessi: Á áttunda tímanum á rniðv.ikudagsmorgni þ. 19. þ. m. Veður var slæmt og gekk sjór yfir skipið og tók út björgun- arbát af bátaþilfari þess. Hjekk báturinn í taug og var ýmist fyrir utan skipið eða innan, eft- ir því hvernig skipið valt. Frívaktin var köiluð út tíl að bjarga bátnum, en fyrir björg- unarstaxfinu stóð Ólafur, Fór hann út fyrir bátinn til að reyna að stöðva hann. Kast- aSist þá báturinn til, en við það fjel! Ólafur útbyrðis. Skipstjóra var þegar tilkynt slysið og var bjarghring og bauju þegar varpað fyrir borð, en árangurslaust. 10 til 15 mín. síðar sást Ólafur fljóta skamt frá og var höfuð hans í sjó og virtist hann dáinn. Var reynt að ná honum, en skömmu seinna hvarf hann. Ólafur var búsettur hjer í bæ, að Þverveg 40, Hann var fædcur 16. júlí 1909, giftur og tætur eftir sig konu og 3 börn. árgeníííiymeiiíi mmr vegna amer- íárar kvikinyndar NEW YORK í gærkveldi: — Argentínumenn í Bandaríkj- unum hafa reíðst mjög vegna kvikmyndarinnar „March of Time", sem tímaritin Life og Time láta gera. Kvikmynd þessi heitir „Suður-Ameríku- vígstöðvarnar 1944". Þar sem að Argentína hefir ekki stjóm- málafulltrúa hjá Bandaríkja- stjórn, hefir Argentínustjórn tnótn.ælt vegna kvikmyndarinn ar gegn stjórnarfulltrúa annars Suður-Ameríkuríkis, Argentískur maður, hefir sagt frjettaritara yðar, að þó kvtkmyndin fjalli aðallega um Brasilíu, þá sjeu í henni meið- andl atriði fyrir Argentínu. — Reuter. Njósnaði um ástaræfiniýri bénda síns FKU VERNA W. MACE heítir hún þessi kona, sem hefir látið taka inynd af sjer í fcrðatöskugeymslunni á bílnum þeim arna. Hún er með þessu að sýna hvernig hún faldi sig í bílmrtn mannsins síns og njósnaði um hann, er hann átti í smá ástaræfintýri við aðra konu. — Nú krefst frúin 10,000 dollara í bætur. ímt qm ráðsfaf- anir gegn Þjóð- verjum v STOKKHÓLMI í gærkveidi: Svíar hafa gert fyrstu ráð- stöfun sína gegn Þjóðverjum vegna landabrjefanna, sem fund usí í þýskum pósti, sem var á leið til Noregs um Svíþjoð. Sví- ar hafa nú fyrirskipað, að frá 29. apríl n. k. verði ekki leyfi- legt að ílytja þýskan póst til og frá Noregi í þýskum póstvögn- um. Þegar pósturinn kemur inn fynr landamaeri Svíþjóðar verð ur hann settur í sænska póst- vagna, sem sænskir póstmenn hafa eftirlit með. 1 Skattar verða ekki hækkaðir í Bretiandi LONDON í gær: — Sir John Anderson, fjármálaráðherra. lagði í dag fyrir breska þingið frumvarp að sjöundtf stríðs- fjárlögum bresku stjórnarinnar. Hann flutti breskum skattgreið endum þau gleðitíðindi, að stjórnin hefði ekki í hyggju að hækka skatta frá því sem nú er, hvorki beina eða óbeina, þrátt fyrir þá miklu fjárhags- legu byrði, sem stjórnin yrði að bera af ófriðnum. Á fjárlögunum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir rúmlega 5 miljarð punda útgjöldum og er það líkt og var s. 1. ár. — Tekjur ríkissjóðs námu á s. 1. ári rúmlega 3 miljörðum ster- lingspunda, en lán voru tekin til að greiða tekjuhalla. Fjármálaráðherrann sagði, að fjárhagur ríkisins væri betri en stjórnin hefði getað vonað í byrjun ársins. Ráðherrann sagði, að tekjur einstaklinga i Bretlandi hefði alment aukist á árinu, þó mest af þeim auknu tekjum hefði farið í skatta. Kvikmyndajöfur ÍAl#jj«lt«vtr4í km^Xiiv vnjliiiucijii Iilavui Ameríku PHILADELPHIA i gær: — Það er opinberlega tílkynt, að tekjur Louis B. Mayer, for- stjóra kvikmyndafjelagsins Metro Goldwyn Mayer hafi numið 1.138.992 dollurum árið 1943. Mayer er þannig ehnþá tekju hæsti maður Bandaríkjanna, eins og hann- hefir verið und- anfarin 10 ár. —i Reuter. Skaitarnir á ísafirði Frá frjettaritara vorum á ísafirði. SKRÁ yfir tekju- og eigna- skatt og striðsgróðaskatt hefir verið lögð fram á ísafirði. — Helstu gjaldendur eru: H.f. Valur 56.290 kr. og 74.650 kr. stríðsgróðaskatt. Kaupfjel. ísfirðinga 13.540 kr. og 6850 stríðsgr.skatt. H.f. Björgvin 13.055 kr. Smjörlíkis- gerð ísafjarðar h.f. 8319 kr. Vjelsmiðjan Þór h.f. 8025. Mars elíus Bernharðsson 11820 kr. Baldur Johnsen 7713 kr. Fisk- sölunefnd útvegsmannafjel kr. 7750. Helgi Guðbjartsson 7613 kr. Bárður Tómasson 5554 kr. Samvinnufjelagið 5041 kr. Jó- hann Eyfirðingur 4648 kr. Jón- as Tómasson 4307 kr. Guðm. Björnsson 4052 kr. Kjartan J. Jóhannsson 3968 kr. Gunnar A. Juul d.b. 3538 kr. íshúsfjelag ísafjarðar h.f. 3455 kr. Soffía Jóhannesdóttir 3430' kr. Ólaf- ur Guðmundsson 3293 kr. og Guðm. Pjetursson 3125 kr. Lýðveldiskosningin. 66 manns hafa greift atkvaeði UTÁNKJÖRSTAÐAKOSN- 'ING í lýðveldis- og skilnaðar- málinu hefir staðið hjer í bæ síðan s. 1. laugardag, og höfðu í gærkveldi alls 66 manns greitt atkvæði. — Flestir þeirra, er kosið hafa, eru utanbæjarmenn. Eru þeir á milli 45 og 50, en hinir innanbæjar, sem af ein- hverjum ástæðum geta ekki verið hjer í bænum, en kosn- ingarnar fara fram. Atkvæðagreiðslan fer fram í skrifstofu borgarfógeta, sem er opin daglega frá kl. 10 til 12 f. h. og kl. 1 til 4 e. h. Bensínskamtur- inn aukinn yfir sumarmán- iiisíiiíi SKÖMTUN á afhendingu bensíns fyrir næstá tímabil, 1. maí til 1. sept. þessa árs, er birt í nýútkomnu Lögbirtinga- blaði. — Samkvæmt skýrslu þessari eykst skamtur á allar bifreiðar, nema til strætisvagna i Reykjavík og Hafnarfirði og til almennings-, hálfkassa- og mjólkurflutningabifreiða, en til þeirra er skamturinn óbreytt- ur. Strætisvagnar í Reykjavík og Hafnaríirði 8000 lítra. Almennings-, hálfkassa og mjólkurílutningabílar 4000 lítra. Leigubifreiðir, er uppfylla ákveðin skilyrði 3500 (áður 2500 lítra). Einkabifreiðir: læknabifreið- ir 1200 lítra (800), almenn stærð, 5—6 manna, 850 lítra (400), smábifreiðir, 15 hestafla og minni, 500 lítra (250), bif- hjól lOOlítra (50). Vörubifreiðir, 2 tonn og stærri, 4000 lítra (2900) vöru- bifreiðir, iy2 tonn, 3000 lítra (1800), vörubifreiðir % tonn, iy4 2000 lítra (1300) og vöru- bifreiðir, smábifreiðir 800 litra (600). Bensínskömtunarmiðar, sem menn kunna að eiga í fórum sínum, frá 1. skömtunartíma- bili, eru í gildi fyrir þetta tíma bil. m » • Selt fyrir 23.700 kr. á basar Hringsins Á basar Kvenfjelagsins Hring urinn seldust vörur fyrir rúm- lega 23.700 krónur. En, svo sem kunnugt er, hjelt fjelagið basar til ágóða fyrir barnaspítala- sjóðinn s. 1. mánudag. Upphæð þessi er þó ekki hreinar tekjur, þar er fjelagið hafði meðal muna er fjelags- konur sjálfar höfðu gert, am- erískan barnafatnað. Stjórn Hringsins hefir beðið blaðið að færa öllum þeim, er studdu basarinn, sínar innileg- ustu þakkir. ir þjófnað o| nefcro! SAKADÓMARI kvað í gær upp dóm yfir tveimur mönnum fyrir þjófnað. Hlutu þeir hvor um sig 60 daga fangelsi, skil- orðsbundið, og voru sviftir kosningarjetti og kjörgengi. Menn þessir höfðu stolið 400 krónum af ölvuðum manni inni í húsaporti. Ennfremur kvað sakadómari í gær upp dóm yfir manni fyrir að slá annan mann, með þeim afleiðingum, að hann nefbrotn- aði. — Hlaut sá, er greiddi högg ið, 15 daga varðhald. Miðvikudagur 26. apríl 1944, larUndurinn í gærkvöldi 172 nýir meðlimir LANDSMÁLAFJELAGIÐ VÖRÐUR hjelt fund í gær- kvöldi i Sýningarskálanum. FormaSur fjelagsins, Eyjólf-» ur Jóhannsson, setti fundinn. Las hann í byrjun fundarins upp Inntökubeiðnir frá 172 mönnum og konum, og voru þær allar samþyktar. Jóhann Hafstein flutti erindi um lýðræði, þróun þess, form og hugsjónir. *Var erindi hans ýtarlegt yfirleitt og skilgrein- ing á eðli lýðræðisins, þróun þess og framtíðar horfum. • Næstur talaði Eyjólfur Jó-- hannsson um undirbúning lýð- veldiskosninganna og hvatti fje lagsmenn til árvekni og sam- taka við þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Guðmundur Benediktsson, bæjargjaldkeri, tók til máls um sama mál og gerði grein fyriv fyrirhugaðri tilhögun kosnmg- anna hjer í Reykjavík og þeirri nauðsyn, að hver og einn veitti sína aðstoð eftir bestu föngum. Þá talaði Ásmundur Gestsson, einnig um sama efni. Næstur talaði Ragnar Lár- ussorí' og gerði grein fyrir vænt anlegri skemtun eða kynning- arkvöldi Varðar, er haldið verð ur næstkomandi föstudag að Hótel Borg. * Þá tók til máls formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors. Ræddi hann ýms al- menn stjórnmálaviðhorf frá lýðræðissjónarmiði og þau ýmsu viðfangsefni er varðveisla lýðræðisins og þróun leíddí af sjer. Gerði hann grein fyrir við horfinu til þessara mála í þjóð- lífinu í dag. Að lokum vjek hann að þeirri skyldu, er á öll- um hvíldi í sambandi við hin merku tímamót, er lýðveldið íslenska yrði endurreist á kom- andi vori. „Hvert atkvæði, sem heima situr, er smánarblettur á þeirri kynslóð, sem fjekk í skaut stærri gjöf en fyrri kyn- slóðir", sagði formaður flokks- ins, er hann lauk máli sínu. Næstur talaði Hannes Jóns- son. * Þá tók til máls Bjarni Bene- diktsson, borgarstjóri. Ræddi hann um málefni sjálfstæðis- fjelaganna'og starfsemina, og sjerstaklega baráttuna fyrir lýðveldisstofnuninni. Ennfrem- ur ræddi hann ýmsa þætti bæj- armálanna. • Næstur flutti Sigurður Egg- erz skelegga hvatningarræðu í sambandi við þjóðaratkvæða- greiðsluna um lýðveldisstofnun ina og sambandsslitin. Jónas Jónsson frá Grjótheim- um tók næstur til máls og flutti hann kvæði tileinkað ]ýð- veldisstofnuninni. * Guðmundur H. Guðmundsson talaði næstur. AS lokum talaði Sigurður Björnsson frá Veðra- móti. Var þá liðið að miðnætti og fundi slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.