Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 2
MOKGUNBLAÐIÐ í’imtudagur 27. apríl 1944.. Söfnunin til danskra flóttamanna gerð almenn 100 þús. sænskra kr. sendar út EINS OG MÖNNUM mun kunnugt hefir söfuun til danskra fJóttamanna stailið yfir hjer á landi síðan í byrjnn mars-j m ’iiaðar. — Söfnunin hefir gengið vel, og niun 100 ]>ús. | saaiskra króna verða sendar til dönsku sendisveitarihnar í Svíþjóð einhvern nsesta dag. Verður það fyrsta framlag okk- ar tslendinga til hágstaddra Dana. — Söfnun þessari vcrður mi breytt nokkuð, gerð víðtækari og almennari en hún hefir verið til þessa. ___ Stjórn nefndarinnar. sem ejer um söfnunina, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Áður en söfnunin for af gtað lá fyrir símskéyti frá Vilhjálmi Finsen, sendifull- t.nia tslands í Svíþjóð, þar sem. ekýrt var frá þörfiimi á hjálþ til dariskra flóttatnanna í Sví- þjóð, og ]>egar sú vitneskja- var fengin, var söfnuniri þeg- ar hafin. Þó hefir verið liaft heldur hljótt um söfnun þessa undanfarið vegna söfnunar- ar til hjálparþurfa barna á Norðurlöndum, eh nú þegar ]>eirri söfntm er seim iokið, verður settur fullur gangur á þfessa söfnun. En á þessum tíma var leit- að frekari upplýsinga um á- stand dönskra flóttamanna í Svíþjóð. Var það gert með m >lligöngu utanríkisráðuneyt- isins. Svarbrjef hefir nú bor- ist frá Vilhjálmi Finsen. — Skýr]r hann frá því að þörfn- in sje nú mjög mikil til alls- konar hjálpar þessu fólki og skylduliði ]>css í Danmörku, en hún verði sennilega enn meiri síðar. Margt af flóttafólkinu er bláfáfækt, hefir mist alt sitt, en f Svíþjóð er því sjeð. fyrir brýnustu nauðsynjum. Ástand ið í heimalandinu ,er enn öm- urlegra hjá fjölda fólks. Ba.nski sendilierrann í Stokk- hólmi sagði Finsen að mest þörfin væri fyrir ullarvöru handa fátækurn og klæðlitlum hórnum heima í Ðanmörku og hvatti hann til þess að hjer yrði safnað sem mest af ull. Ennfremur tjáði hann Finsen mikið þakklæti fyrir þann hjálparvilja sem íslendingar hefðu sýnt þessari frœndþjóð sinni í nauðum hennar. Með tilliti til þessa hefir söfn uninni verið breytt nokkuð. — Hún hefir verið gerð almenn, söfnun til allra nauðstaddra Dana. Að sjálfsögðu verður söfnunin eins og hingað til að- ailega peningasöfnun, en enn- fremur verður lagt mikið kapp á að safna sem mestu af ull, er hægt verður að vinna úr ýmsan ullarfatnað. Einnig verður ef tii vill einhverju af því fje, sem safnast, varið til þess að kaupa ull eða ullarfatnað hjer heima. Er ,ætlunin dð hafa eins mikið pg unt er af slíkum fatnaði jtilbúið, svo hægt verði að koma l>onum utan með fyrstu ferð sem fellur. Fatnaður og pening ari verða afhentir opinberum dönskum aðilum, sem svo koma því aftur til þeirra, er verst hafa orðið úti vegna stríðs eða af stríðsástæðum. Þarf ekki að draga það í efa, að íslendingum er það ment- aðarmál að söfnun þessi ( til nauðstaddra Dana verði sem mest og að hún megi koma að sem bestum notum. Enginn má láta sitt eftir liggja. Jakob Kristinsson, fræðslu- málastjóri, mun flytja ávarp í útvarpinu á vegum nefndarinn ar, sem sjer um söfnunina, ann að kvöld kl. 7,25. Miljónaerfingi týnisi LOS ANGELES í gær. — Ameríska lögreglan leitar stranda á milli í Ameríku, að ungri stúiku, erfingja að miljónum. Ilún heitir Valsa Matthai og er dóttir auð- mannsins John Matthai í Bombay. Fyrir mánuði síðan íor hún frá heimili sínu í hríð- arbj'l og hefir ekki sjest síð- an Junita nokkur Mertins, sem sögð er vera besta vinkona hennar sá hana síðast. Lög- reglan athugar nú skrá yfir stúdenta við Kaliforniuhá- skóla til að reyna að finna eitthvert spornm hinn horfna miljónaerfingja. Miðill þykist vita hvar hún er Það hefír vakið feikimikla athygli, að miðill nokkur, Thomas Gerett að nafni þyk- ist hafa sjeð til ferða Valsa Matthai og segir að hún sje nú stödd á sveitabýli í Mexieo. Fregnir hafa síðan borist um að sjest hafi til stúlkunnar á vesturströnd Ameríku. —• Stúlkan var ófundin í kvöld. Reutcr. — Danmörk Framh. af 1. síðu. ferðast með henni nema Þjóð- verjar. Fjórir norskir quisling- ar, sem voru með uppáskrifuð vegabrjef frá Þjóðverjum. fengu loks í dag að komast inn í Danmörku. Þeim hafði verið snúið fimm sinnum aftur und- anfarna daga. Danska lögreglan starfar enn. % Danska lögreglan hefir fengið að starfa undanfarna daga, án frekari ihlutunarsemi af hendi Þjóðverja og póstur og sírtti innanlánds er í höndum Dana. Helgi Elíasson skipabur fræðslu málastjóri IIELGI ELÍASSON. skrif- stofustjóri og' fulltrúi fræðslu- málastjóra hefir verið skip- aður fræðsiumálastjóri frá 1. ágúst n. k. að telja, en nú- vera n d i í uæðslumálast j ór i, Jakob Kristinsson, hefir feng- ið lausn frá embætti frá sama tíma, sakir heilsubrests. Hinn nýi íræðslumálastjóri. Helgi Elíasson, er aðeins fert- ugur að aldri, en hann hefir aflað sjer prýðilegrar ment- unar og auk þess fengið á- gæta reynslu í því ábyrgðar- mikla starfi, sem hann tekur nú við. Þarf ekki að. efa, að fræðslumálin verða í góðs manns höndum, meðan Helga nýtur )>ai' við. Ilelgi er Skaftfellmgur að ætt, sonur Elíasar Bjarnason- ar yfirkennara Miðhæjarskól- ans og konu hans Pálínar El- íasdóttur. Skrifstofust jói-i fræðslu- málastjóra verður Sigurður Einarsson dósent, skipaður í ]>að starf frá 1. ágúst 'n. k., en honum hefir, samkvæmt eigin ósk verið veitt lausii frá dósentsembættinu frá 1. maí n. k. ■ ■ — Oskuhaugur Ingólfs Framh. af 1. síðu. fundu þeir bein úr sélum og hvölum og fiskabein. Svo skamt er þetta frá þeim stað, þar sem bygð var fyrst reist hjer í Reykjavík, að vel má ætla, að hjer sje sorphaug- ur fyrstu íbúanna og leifar þær, sem þarna finnast, gefi yfirlit yfir hvaða fæðu þeir hafi lifað við og hvaða húsdýr þeir hafi haft. Beinafundur þessi getur því gefið merkilegar upplýsingar um lifnaðarháttu manna á landnámsöld. Pólskir skæruliðar valda Þjóðverjum tjóni. LONDON í gærkvelþi: — PÓLSKA HERSTJÓRNIN í London skýrir frá því í dag. að pólskir skæruliðar hafi rofið járnbrautina milli Lvov og Berlín og þar með valdið Þjóð- verjum tilfinanlegu tjóni, sem komi þeim sjerstaklega illa. Landsnefnd lýðveldis- kosninganna gefur Skógræktarfjelaginu merki sitt LANDSNEFND LÝÐ- VELDISKOSNINGANNA hefir ákveðið að gefa út sjer stakt merki, sem notað verð- ur til auðkenningar við kosn ingarnar, bæði á armbönd- um starfsmanna, á bílum og víðar. Auk þess hefir nefndin ákveð ið að samskonar merki yrðraf- hent öllum kjósendum. er þeir hafa greitt atkvæði, svo þeir geti auðveldlega ,,borið þess merki“ að þeir hafi greitt at- kvæði. Lýðveldiskosningamerkið er eftir Jörund Pálsson. Eru það þrjú bjarkarlauf. Valdi nefndin sjer merki þetta til þess að minna almenning á eitt almenn asta áhugamál landsmanna á þessum tímamótum. þ. e. skóg- ræktina. Og til þess að merki þetta lifi áfram í meðvitund þjóðarinnar til áminningar um skógræktina, ákvað nefndin að gefa skógræktai’fjelaginu merki þetta til afnota síðar meir, sem merki fjelagsins. Formaður landsnefndar lýð- veldiskosninganna afhenti í gær framkvæmdastjóra og stjórn Skógræktarfjelagsins merki þetta og mælti um leið eftirfarandi orð: „Landsnefnd lýðveldiskosn- inganna hefir ómakað ykkur á sinn fund í tilefni þess, að hún hefir ákveðið gerð og fyrirkomu lag á merki, er hún hyggst að nota í sambándi við lýðveldis- kosningarnar. Merkið er eins og þjer sjáið þrjú lítil bjarkarlauf á -kvítum grunni. Þetta merki lætur ekki mikið yfir sjer, má segja að það sje ekki, að línum nje formi, rísandi baráttumerki. % En tilgangur nefndarinnar að velja einmitt þetta merki, er sá, að í tilefni þeirra einstæðu tímamóta í sögu þjóðarinnar, sem framundan eru við endur- reisn lýðveldisins, væntir lands nefndin, að sá vorhugur vakni í hugum landsmanna, að þeir vilji framkvæma eitthvað, sem má verða landi og þjóð til bless unar um ókomnar aldir. Nefndin hefir komið sjer saman um að gera tilraun til þess að beina hugum lands- manna að skógrækt og annari landgræðslu. Það er nokkuð táknrænt, að á gullöld íslend- inga, hinu forna lýðveldistíma- bili, var landið yfirleitt skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Á niðurlægingartímabili þjóðar- innar var þessum skógi eytt að mestu. Við höfum gert um of að álasa forfeðrum okkar fyrir meðferð þeirra á skógunum. Við gleymum venjulegast að setja okkur í þeirra spor. Þörf- in kallaði á hitagjafa, kol voru ekki til. Mótekja bjargaði að vísu nokkuð til eldunar og hit- unar, en milliríkjaverslunin var í þeirri niðurlægingu, að smíðakol fluttust lítið eða ekk- ert til landsins. Hvað áttu þess ir forfeður vorir að gera. Er ekki erfitt að álasa þeim, þó þeir hafi gengið út í skóginn og notað hann til kolagerðar og annars eldsneytis, þar sem frumstæðustu kröfum til mann legra þarfa og aðbúnaðar varð ekki á annan hátt fullnægt. Nú er framundan nýtt lýð- veldistímabil í sögu þjóðarinn- ar. Allar ástæður, efnahagur og þekking hafa breyst til batn- aðar. Væri því ekki rjett, að landsmenn allir vildu stíga á stokk og heita því, hver og einn eftir getu og kringum- stæðum, að klæða landið að nýju skógi eða öðrum jarðar- gróðri. Landsnefnd lýðveldiskosn- inganna hefir lítið af mörkum að láta í þessu skyni, en hún hefir hugsað sjer að hafa eitt sameiginlegt merki fyrir alla þá, er vinna við fyrirgreiðslu lýðveldiskosninganna, er þeir beri kjördagana, og ennfrem- ur merki, sem notað verður, ásamt íslenska fánanum, á þær bifreiðar, sem verða í þjónustu lýðveldiskosninganna. Þó hugs ar landsneíndin sjer að láta gera lítið merki, sem hverjum kjósanda verður afhent um leið og hann greiðir atkvæði. Verð- ur sælst til þess, að hann beri merkið alla kosningadagana. Með hliðsjón af" þeirri hug mynd landsnefndarinnar, að gera tilraun til að sameina hugi allra landsmanna í tilefni endurheimts lýðveldis, til sam eiginlegra átaka við að klæða landið, hefir merki þetta verið valið. Þessi þrjú litlu bjarkarblöð eiga að minna menn á málefn •ið, þó þau sjeu ekki, að línum nje formi, rísandi baráttumerki, eru þau væntanlega það tákn- ræn, að merki þetta geti í fram tíðinni orðið baráttumerki þeirra manna, er að því vinna, að skógur og annar nýgróður marki línur og form í landl okkar. Nú er það svo, að hlutirnir gera sig ekki sjálfir. Til að hrinda þessari hugsjón í fram- kvæmd þarf einhvern aðila, er getur beislað þann kraft og á- huga, sem væntanlega býr með þjóðinni. Það vill svo vel til, að til er hjer á landi fjelagsskapur, sem sýnt hefir það í verki, að hon- um er trúandi til að bera mál þetta fram til sigurs. Þessi fje- lagsskapur er Skógrðektarfje- lag íslands. Landsnefndin hefir því hvatt á sinn fund stjórn Skógrækt- arfjelags íslands, ásamt skóg- ræktarstjóra. í trausti þess, að Skógræktarfjelag íslands vilji taka við þessu merki, leyfi jeg mjer hjer með fyrir hönd lands nefndar lýðveldiskosninganna Framhald á 8. síðu(

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.