Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. apríl 1944. MORG'UNBLAÐIÐ Tónlistarfjelagið: ÞAÐ GEGNIR furðu hve geysi alega íslenskri leiklist og leik- listarmöguleikum hefir fleytt fram á síðustu árum. Harald- ur Björnsson leikari getur þess í smágrein, er hann ritar í leik- skrá ofangreindrar óperettu, að hann hafi, árið 1929, boðið Leikfjelagi Reykjavíkur óper- ettu (erlenda) til sýningar, en að ekki hafi verið hægt að ráð- ast i að sýna hana vegna vönt- unar á samæfðri hljómsveit. ¦— Árið 1931 er fyrsta óperttan sýnd á íslensku Ieiksviði, og nú, aðeins rúmum áratug síðar, gefst oss kostur á að sjá fyrstu íslensku óperettuna á leiksviði höfuðborgarinnar. — Er hjer vissulega um örari þróun að ræða í leik- og hljómlistamál- um vorum, en nokkurn gat ór- að fyrir. Það er því engin furða þótt margt hafi verið rætt manna á meðal um þessa óper- ettu, sem menn hafa vitað um nokkurt skeið, að var í upp- siglingu og að beðið hafi verið eftir henni með allmikilli eft- irvæntingu. Og víst er um það, að hvernig, sem mönnum kann að falla híin í geð, mun það ávalt verða talinn merkisvið- burður í leik- og hljómlista- sögu vor íslendinga, er hún var sýnd hjer í fyrsta sinni, ¦—¦ síð- astliðið þriðjudagskvöld — á vegum Tónlistarfjelagsins. • Það er alment talið, að fransk-þýska tónskáldið Off- enbach (1819—1880), sje höf- undur óperettunnar sem sjer- stakrar listgréinar. Hún á sjer því ekki sjerlega langan aldur, enda hefir hún alt fram á þenn- an dag haldið að mestu óbreytt- um upprunalegum einkennum sínum, ljettleika og gáska, bæði í texta og músík. Hefir óper- ettunni frá öndverðu verið ætl- að það hlutverk, fyrst og fremst, að vera til skemtunar, og því hafa aldrei verið gerðar miklar kröfur til hennar um bókmentalegt gildi textans nje frumlega eða stórbrotna músík. Hver sá, sem sjer óperett- una „í álögum", verður þess fljótlega var, að hjer er ekki um óperettu að ræða, í þeim skilningi, sem vjer eigum að venjast. Til þess er hún of þung og alvarleg, —- of efnismikil, ef svo mætti að orði kveða, enda I ALOGUM Operretta í 4 þáttum eftir SL Þórðarson og D. Sveinbjörnsson er oss íslendingum lítt eigin- legur gáski sá og glaðværð, er einkennir óperettur þeirra þjóða, er best kunna með þær að fara. Höfundur textans, Dagfinnur Sveinbjörnsson, hef ir sótt el'nið í sögu þjóðar vorr- ar á þeim tímum, er einokun- arverslunin lá sem mara á þjóðinni, og hafði, ásamt marg- víslegu öðru böli, þjakað henni -svo, að hún mátti sig vart hræra til nokkurra verulegra átaka, er til framfara horfði, — var sem í álögurn. Inn í sögu- þráð leiksins hefir höfundur- inn ofið þjóðtrú vora og þjóð- sagnir, til fegurðarauka og smekkbætis, enda er þjóðern- iskend höfundarins sem þung- ur undirstraumur þeirra orða og athafna, sem fram fara á sviðinu. Ádeila hans á þau hin illu öfl, innanlands og utan, er verst ljeku þjóð vora á þess- um niðurlægingartímum, er allhvöss, en í leikslok er álaga- » hamnum svifi af þjóðinni fyrir ótrauðra baráttu góðra manna, og höfundurinn sjer framund- an rooa af nýjum og betri degi. Efni leiksins verður hjer ekki rakið, enda er sjón jafn- an sögu ríkari. Þess má þó geta, að um leið og lýst er á tákn- rænan hátt viðreisnarbaráttu þjóðarinnar, er sögð saga ungra elskenda, er heyja baráttu sína við hleypidóma tíðarandans, þröngsýni og eigingirni for- eldranna pg slægð hins sam- iskulausa þorpara, en alt fer þó vel að lokum eins og vera ber í heiðarlegri óperettu. Óperetta þessi mun mega teljast frumsmíð höfundariris, því að mjer vitanlega hefir ekkert birst eftir hann opin- berlega fyr, að undanskildum nokkrum leikþáttum, er flutt- ir hafa verið í útvarpið. Þéss er því ekki að vænta, að hjer komi fram á sjónarsviðið heil- steyptur höfundur, laus við alla ágalla byrjandans, enda jer margt í leiknum, sem betur mætti fara. — Einkum eru þó kvæðin, sem hann hefir samið, veigalítil og viðvaningslega ort Jón homópati og Vala (Lárus Ingólfsson og Nína Sveinsd.). Rannveig lögmannsdóttir (Sigrún Magnúsdóttir og til verulegra lýta. Að öðru leyti virðist höfundurinn hafa komist furðu vel frá þessu verki, sem alls ekki er vanda- laust, einkum þegar þess er gætt, að hjer er í raun og veru um brautryðjandaverk að ræða og enga stoð hægt að sækja í ¦íslenskar fyrirmyndir. — Hygg jeg að höfundinum hafi tekist sæmilega að lýsa högum manna og háttum svo og aldarfari þeirra tíma, er leikurinn gerist á, og þróun atburðanna í leikn- um er jöfn og stígandi. Er það að mínu viti höfuðkostur leiks- ins, og bendir til þess að höf- undurinn hafi „dramatiska æð". Haraldur Björnsson hefir sett leikinn á svið og annast leikstjórn. Hefir honum oft far- ist það betur en í þetta sinn. Hreyfingar leikendanna um sviðið ýmist í hálfhring eða heilhring svo og sífeldar aðr- ar „stöðubreytingar" þeirra eru oftast óþarfar og út í blá- inn og því til lýta. Bar einkum 'á þessu í vöruskemmunni í 2. þætti (Skúli og Ari umboðs- maður — „stöðubreyting") og í 4. þætti (Vala og Rannveig lögmannsdóttir ræðast við. — Vala — heilhring). Þá virðist mjer og fullmikið um drykkju og „skálanir" á sviðinu. — Að vísu var mjöðurinn ódýr í þá daga og' ekki sambærilegur að verði við það, sem nú ér. En of mikið af öllu má þó gera. Það er drukkið og skálað i öll- um þáttum leiksins og svo að segja öllum atriðum hvers þáttar. Allir staupa sig, — hin- ar ungu blómarósir innan við tvítugt og Vala gamla og alt þar á milli. En þó tekur út yfir í 4. þætti, þegar álfarnir koma heim í stofuna í Dal og stíga þar dans, allir með nýtísku vatnsglös (Liverpool?) i hendi og klingja þeim í dansinum. Þetta er smekklaust og úr þessu þarf að bæta. Að öðru leyti er mörgu vel komið fyrir á sviðinu og sýningin i höll álfakonungsins er ágæt. Leikendurnir fóru yfirleitt vel með hlutverk sín, þó ao nokkuð brigði út af því á köfl- um. Pjetur Jónsson fór með hlutverk Magnúsar lögmanns í Dal. Var leikur hans allur í brotum, þvingaður og óviss, textaframburðinum mjöð ábóta vant og bersýnilegt að hann kunni ekki hlutverk sitt nógu vel. Naut Pjetur sin því hvergi nærri eins vel og oft áður hjer á leiksviðinu. Þó gætti þessara annmarka ekki, er hann var einn á sviSinu og fjekk að beita röddinni eftir vild. Var þá sem hann leystist úr „álögunum", enda var honum þá óspart klappað lof í lófa og hann varð að endurtaka söng sinn. Guðrúnu lögmannsfrú ljek frú Anna /Guðmundsdóttir ,og fór mjög vel með það hlutverk. Var yfir henni hæfílegur þótti og virðuleiki og mátti sjá það, að henni fanst mikið til um stöðu sína við hlið bónda síns, lögmannsins í Dal. Rannveigu dóttur þeirra lög- mannshjónanna ljek ungfrú Sigrún Magnúsdóttir. Pór hún ágætlega með hlutverk sitt eins og hún á vanda til, með Ijettri glaðværð, en þó einbeitni og festu ef því var að skifta. — Hreyfingar hennar voru frjáls- mannlegar, framburðurinn skýr og leikurinn allur hár- viss og eðlilegur, enda virðist leikkonunni „óperettan" í blóð borin. Bjarni Bjarnason læknir fór með hlutverk Skúla, hins unga mentamanns og elskhuga Rann veigar, er heldur uppi barátt- unni gegn hinni erlendu kúg- un. Er leikur Bjarna yfirleitt góður, og framkoma hans hress andi og djarfleg. Hefir Bjarna mikið farið fram í þessu efni, frá því að hann kom hjer fyrst á leiksvið. Þó finst mjer hann ekki sýna nógu mikla undrun og hrifningu í 4. þætti, er hann vaknar af álagasvefninum í stof unni í Dal og sjer þar heitmey sína, Rannveigu. Er það atriði, sem leikstjórinn þyrfti að taka til rækilegrar endurskoðunar. Valdimar Helgason leikur Ara umboðsman-n, fantinn á vegum konungsvaldsins, og gerir þvi hlutverki góð skil. Þó þykir mjer leikur hans full „sterkur" á köflum, enda hætt- ir Valdimar oft við að drýgja þá synd. Jón stúdent, fjelaga Skúla, leikur Ævar Kvaran, fjörlega og stundum skemtilega, en mcð nokkurri tilgerð. —- Er það illa farið að hann skuli ekki leggja niður þann ..ósóma", því að hann er gæddur mörgum góð- um leikarahæfileikum, sem njóta sín ekki til fulls, vegna þess ágalla. Völu, vinnukonu lögmanns, leikur frú Nína Sveinsdóttir. Leysti í'rúin hlutverk sitt af- •bragðsvel af hendi, svo að vart skeikaði, hvorki um eðlilegar áherslur i tali nje svipbrigði í sorg eða gleði. Var leíkur henn ar tvímælaiaust með því allra besta, er fram fór á leiksviðinu þetta kvöld. -— Lárus Ingólfs- son fór með hlutverk Jóns hómópata vel og skemtilega. Var samleikur hans og Völu vinnukonu eitt allrabesta atr- iði leiksins, enda var þeim fagn að svo af leikhúsgestum, að þau urðu að endurtaka leik sinn. Stallsystur Rannveigar, þær Sigríði og Sólveigu, ungar og lífsglaðar meyjar, Ijeku ung- frúrnar Hulda Runólfsdóttir (ráðskona Bakkabræðra í Hafn arfirði) og Finnbjörg Örnólfs- dóttir, og fórst það mætavel. Haraldur Björnsson fór með hlutverk álfakonungsins af miklum skörungsskap, en álf- konuna, dóttur hans, ljek ung- frú Svava Einarsdóttir. Var leikur hennar fremur veigalít- ill og hvergi nærri svo góður sem vænta hefði mátt eftir leik ! hennar í hlutverki Guðnýjar í Ljenharði fógeta. Önnur hlutverk eru smá og gefa ekki tilefni til sjerstakrar Framhald á 8. síðu. Lögmannshjónin í Dal (Pjetur, Jónsson og Anna Guðmunds- dóttir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.