Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ I’östudag'ur 28. apríl 1944. ntililðktft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfus Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands 1 lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Nýr stjórnarboðskapur FJÁRMÁLA- OG VIÐSKIFTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Ólafsson, flutti erindi í útvarpinu s. 1. miðviku- dagskvöld, er hann nefndi „Viðskifti og verðlag". Ráðherrann boðaði margskonar þrengingar á þessu ári, einkum á sviði viðskiftanna við útlönd. Erfiðleikarnir við að fá keyptar vörur erlendis, færu stöðugt vaxandi og myndi verða vart vöruskorts hjer á landi á þessu ári. Þetta myndi þó ekki ná til matvöru. En ýmsar aðrar nauðsynjar fengjust ekki, nema af mjög skornum skamti. Sem dæmi nefndi ráðherrann það, að hjer á landi væru 3800 bílar, en við myndum ekki fá bíla-gúmm á þessu ári nema sem svarar á 2000 bíla. Svipað væri að segja um margar aðrar vörur. RáSjherrann mintist einnig á verðlagið innanlands; þótti þar ófagurt um að litast, sem von er. Boðaði ráð- herrann harðnandi verðlagsráðstafanir. Sagði m. a., að búast mætti við, að hjer eftir yrði engar verðhækkanir leyfðar á innlendum iðnvörum, nema þær stöfuðu bein- línis af hækkun erlends hráefnis. Þessi yfirlýsing ráðherrans stingur mjög í stúf við að- gerðir stjórnarinnar við Dagsbrúnarsamningana s. 1. vet- ur. Þá lýsti stjórnin yfir því, við sáttanefndina, ,,að auk- inn kostnað vegna væntanlegrar kauphækkunar, beri að skoða sem annan reksturskostnað viðkomandi fyrirtækis í sambandi við ákvörðun verðlagsákvæða“. Hjer var því m. ö. o. yfir lýst af stjórninni, að verðlagseftirlitið myndi taka tillit til þess, í verðlagsákvörðunum, ef kaupgjald yrði hækkað. Með þessu voru öll vopn slegin úr hendi atvinnurekenda. Nú boðar stjórnin breytingu á þessu. Hvaða afleiðing- ar það kann að hafa, verður ekki sjeð á þessu stigi. Frjálslynda aíturhaldið FRAMSÓKNARÞINGIÐ lagði á það mikið kapp að lýsa yfir, að Framsóknarflokkurinn væri „frjálslyndur miðflokkur“. Ályktanir þingsins eru hins vegar þannig, að flokkur, sem myndi framfylgja þeim væri alveg ný og einstök tegund „miðflokks“ hjer á landi og í öðru lagi virðist alt annað einkenna þær en frjálslyndi. Einkennandi er ályktun þingsins um stjórnskipun rík- isins í framtíðinni. Eitt af fyrstu verkefnunum, þegar lýðveldið hefir verið stofnað, er að endurskoða stjórnar- skrána í heild. Flokksþingið lýsti yfir stefnu Framsókn- arflokksins við þá endurskoðun. Flokkurinn vill „gefa forseta vald til þess að skipa ríkisstjórn með sjerstöku valdi, ef ókleift hefir reynst að mynda þingræðislega stjórn“. Þegar þingin, fulltrúa- samkomurnar með umboði fólksins, voru í bernsku og meðan baráttan stóð fyrir áhrifum þeirra og valdi, þá voru einvaldar eða landstjórar, sem höfðu vald til þess að skipa ríkisstjórnir með sjerstöku valdi. Barátta þjóðanna fyrir lýðræðinu braut á bak aftur þetta „sjerstaka vald“, sem ekki átti upptök sín í vilja fólksins, en ríkti ýmist „af guðs náð“ eða í nafni yfirnáttúrlegs máttar. Við end- urskoðun stjórnarskrár okkar kemur til athugunar, hvort við eigum að endurbæta og þroska þingræðið sem fram- kvæmdaform lýðræðisins eða leita fordæmis aftur í ald- ir, áður en lýðræðið fjekk notið sín. Framsókn hefir þegar valið afturhaldið. Þá vildi þingið einnig, „að landinu verði skift í ein- menningskjördæmí“ og „að allir þingmenn verði kjör- dæmakjörnir“. Þ. e. a. s. engar hlutfallskosningar í anda lýðræðisins og svo engin uppbótarþingsæti til lýðræðis- legrar jöfnunar þingsæta milli flokkanna! Það er alt á sömu bókina lært! Þegar sótsvart afturhaldið og höfnun lýðræðisins gæg- ist út úr þverri ályktun af annari, fórna hinir hjarta- hreinu fulltrúar höndum og segja: „Sjá! — Við erum hinir frjálslyndu — hinn frjálslyndi miðflokkur“! Í Morgunblaðinu fyrir 25 árum Þá var hægt að fá rauðmaga fyrir 60 aura — og þótti dýr. 9. apríl. „Hrognkeisaveiði er nú orðin allgóð hjer í Reykjavík og eins í Skerjafirði. Má deglega sjá ekið fullum vögnum af rauð- mögum um göturnar og flýgur rauðmaginn út, þó dýr þyki — 60 aura iiver“. ★ Flug yfir Atlantshaf. 10. april. „Mr. Handley Page er að búa sig undir það að fljúga yfir At- lantshaf. Fer hann í einni af hinum fjórum flugvjelum sín- um, sem nú hefðu starfað að því að skjóta á Berlín, ef friður hefði ekki komist á áður .... Það er búist við því, að þrjár tilraunir verði gerðar næstu daga til þess að fljúga yfir At- lantshaf". ★ Snjóflóð veldur manntjóni og stórskemdum á Siglufirði. 13. apríl. „Siglufirði í gær: — I nótt kl. 4 fjell snjóflóð úr Staðar- hólsfjalli og tók með sjer allar byggingar Evangers, að einu litlu húsi undanskildu, og bar á sjó út. Flóðaldan gerði óskap- legar skemdir hjerna megin fjarðarins, mölvaði allar brygg ur og fjölda skipa og báta. Um manntjón er ókunnugt, því að ófært hefir verið' yfir um vegna roks og fádæma stórhríðar, en því miður líklega eitthvað. Skaðinn skiptir hundruðum þúsunda krónna. Hjer er kom- in svo óskapleg fönn, að heita má að bærinn sje kominn í kaf“. ★ Nánari fregnir af snjóflóð- inu. — 10—-11 manns fórust. 13. apríl. „Siglufirði í gærkveldi: — I snjóflóðinu má telja víst að farist hafa 10—11 manns . . . . Þessar bryggjur hafa farið að mestu eða öllu: Bakkevig, Hinreksen, íslands fjelagsins, Jakobsens og Tuliniusar. Marg ar aðrar stórskemdar. Fjöldi árabáta og uppsiglingarbáta brotnir í spón. Mótorskipin Njáll og Siglnesingur stór skemd. Mótorbáturinn Georg mölbrotnaði og sökk. Ýmsir aðr ir mótorbátar skemdust meira eða minna. — Jakar úr flóð- inu bárust langt upp á land hjerna megin fjarðarins". JJíLuer^i slrijar: Idír duuíe 4k x inu Utanbæjarmenn reka Reykvíkinga á gadd- inn. ÞAÐ ER FULLYRT, og lagðar fram óyggjandi sannanir fyrir því, að hingað til Reykjavíkur sje stöðugur straumur utanbæj- arfólks, víðsvegar að af landinu,^ sem óátalið leyfist að kaupa hjer húseignir, reka út úr þeim gamla bæjarbúa og setjast að í þeim sjálft. Það er einnig fullyrt, að utanbæjarfólk, sem aldrei hefir stigið fæti sínum hingað fyr, fái leigðar íbúðir á sama tíma, sem Reykvikingum er vísað út á gaddinn, fengið húsnæði í bráða- birgðaskáium, sem vart geta tal- ist mannabústaðir, eða neyddir til að .leita sjer atvinnu úti á landi sökum húsnæðisvandræða í sínu eigin bæjarfjelagi. Það er sagt, að gildandi fyr- irmæli og reglugerð, sem bannar að utanbæjarmönnum sje leigt húsnæði, sje að engu haft og eft- irlit með því hvort utanbæjar- fólk fær hjer húsnæði sje slæ- legt, eða ekkert, upp á síðkastið. Þetta eru því miður ekki full- yrðingar út í loftið, heldur blá- kaldur sannleikur. Það er óneitan'lega hart fyrir gamla borgara þessa bæjar, sem að hafa greitt skatta sína og skyld ur til Reykjavíkurbæjar skilvís- lega árum saman, að verða fyrir slíkri meðferð. • Þarf að kippa í lag. ÞESSU ÞARF að kippa í lag hið bráðasta. Reykjavík getur ekki, eins og er, tekið við utan- bæjarfólki, þótt það kaupi sjer hús hjer í bænum og hafi fengið loforð fyrir atvinnu, e.ða hafi getað fengið sjer eitthvað að gera í bili. Þetta er ekki nehi meinfýsi, eða illvilji í garð manna, sem annarsstaðar búa en í Reykjavík. Hvert einasta bæjar- og hreppsfjelag á landinu myndi fara að eins og Reykjavik, ef líkt væri ástatt, að banna utanhjer- aðsfólki, að flytja í hjeraðið og reka hjeraðsbúa út úr íbúðum sínum. Það verður tafárlaust að stöðva innflutning utanbæjar- fólksins til bæjarins á meðan húsnæðiserfiðleikarnir eru jafn- miklir og þeir eru nú. Flest öllu því fólki, sem nú flytur búferlum til Reykjavíkur, hingað og þangað að af landinu, er vorkunarlaust að vera kyrt, þar sem það var komið. Menn taka sig upp úr ágætis atvinnu og kringumstæðum úti á landi til að flytja á mölina. Við þetta fólk verðum við Reykvíkingar að segja: Því mið- ur. Við getum ekki leyft að þið takið húsnæði frá okkar borgur- Sjö menn farast í snjóflóði í Siglufjarðardölum. Um það seg ir m. a. í skeyti frá Siglufirði: 17. apríl. „Snjóflóð hefir tekið bæinn konungskórununa úr öllum op Engidal i Dölum. Allt heimil- mberum merkjum ríkisins. Eitt- isfólkið, sjö manns, fórst. j hvert merki verður að koma í .... Höfðu menn, sem lögðu staðinn fyrir hana. Kanske það sjóleiðis út frá Siglufírði í gæf- verði skjaldarmerkið, kórónu- morgun, hvergi komið auga á Hust, eða fálkinn, eða hvort- Engidalsbæinn, og voru þá jafn tveS8Ía- Ekkert hefir enn heyrst skjótt sendir menn þangað til Hnappar íslenskra em bættismanna. ÞAÐ HEFIR ÁÐUR verið að því vikið hjer í dálkunum um | daglega lífið, að þegar lýðveídið verði stofnað verði að fjarlægja , um það mál opinberlega. , _ ,, , . En hvernig fer nú með sýslu- þess að athuga, hvermg komið * . , . , , ,, b ö menn og aðra emkenmsklædda væri. Var það ömurleg aðkoma. embættismenn ríkisins, svosem Baðstofan var fallin niður. Sjö tollverði, starfsmenn landhelgis- manns höfðu verið heima og þjónustunnar o. s. frv„Eins og er hafa þeir allir farist“. hneppa þeir að sjer treyjum sín- um með gyltum hnöppum með kórónumerki. Varla geta þeir haldið áfram að bera kórónuna í einkennishúfunni og á hnöpp- um á jökkunum sínum, eftir að ísland er orðið lýðveldi. Hefir nokkuð verið hugsað \im þetta? Ef svo er ekki, þá er tími til kom inn að gera það, ef ekki á að taka mestu gyllinguna af íslensk um einkennisbúningum og láta embættismenn ríkisins ganga með venjulega beintölur á ein- kennisfötum sínum, eins og sauð svartan almúgan! • Hvað líður hátíðarmerkinu. FYRIR NOKKRU auglýsti há- tíðarnefnd lýðveldis hátíðahald- anna eftir hugmyndum að merki fyrir hátíðina. Fresturinn er fyr- ir nokkru útrunninn. Ætli nokk uð nýtilegt hafi komið fram? Þögn ríkir um það mál, eins og fleira. Það eru orðvarir og þag- mælskir menn, sem veljast í flest ar opinberar nefndir í þessu þjóðfjelagi. Þeir eru ekki að blaðra í almenning hvað því verki líði, sem þeir eru að vinna fyrir þjóðina! En margir myndu nú samt hafa gaman af að frjetta t. d. hvernig hátíðamerkið á að líta út,‘ sem mönnum er ætlað að skreyta sig með á lýðveldishá- tiðinni. Því má fólkið ekki fylgjast með. ÚR ÞVÍ MINST er á þag- mælsku þá, sem virðist ríkja hjá opinberum nefndum og opinber- um stofnunum. Þá er ekki úr vegi, að benda á, að þetta leyni- makk með alla skapaða hluti veldur margskonar óþarfa slúðri meðal almennings. En af því stafar hitt, að menn vita ekki hverju menn eiga að trúa. Það er nú t. d. fullyrt, að eng- inn listamaður þafi sent hátiða- nefndinni húgmynd að hátíða- merki, sem hægt sje að notast við og ákveðið sje, að sjóða merki upp úr gamla skjaldarmerkinu. Önnur saga í sambandi við há- tíðahöldin í vor er sú, að póst- stjórnin hafi ekki fengið neina nýtilega teikningu til að nota á hátíðafrímerkin og ákveðið hafi verið að nota gamalt frímerkja- mót. Næsta saga verður senni- lega sú, að kvæði hinna rúmlega hundrað skalda, sem taka þátt í þjóðsöngskepninni, sjeu einsk- is virði og þess vegna sje ákveð- ið að gera „Eldgamla ísafold" að þjóðsöng. • Burt með pukrið. BLAÐAMENNIRNIR berjast gegn pukrinu eins og þeir fram- ast geta, en þeir fá oft ekki að- gang að upplýsingum, sem 'al- menning varðar. Oftast fá jjeir þetta svar: „Það er ekki tima- bært að segja frá því opinber- lega ennþá“. Ef þeir svo spyyrja: — En er þetta ekki ákveðið? Þá fá þeir þetta svar: — Jú, en það er ekki talið^rjett að birta neitt um það að svo stöddu. Þetta á ekki aðeins við þegar um opin- berar nefndir er að ræða. Það er svona á flestum sviðúm hjá því opinbera. Það er ekki fyr , en embættismennirnir telja sjer einhvern persónulegan hag i að blöðin skrifi um eitthvert mál, að þeir „kalla á blaðamenn“. Blaðamennirnir þurfa að breyta þessu. Þeir geta það vel, ef þeir eru samtaka og segja: Burt með pukrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.