Morgunblaðið - 28.04.1944, Page 7

Morgunblaðið - 28.04.1944, Page 7
Föstudagur 28. apríl 1944. MORGUNBLAÐIf) Trúarendurvakningin í Rússlandi Allir vita, hvílíkan fjandskap kommúnistar bæði hjer og erlendis hafa sýnt kristni og kirkju. I Rússlandi var eftir byltinguna lögð rík áhersla á það að brjóta á bak aftur áhrif kirkjunnar, en einmitt hinn blóðugi hildarleikur, sem rússneska þjóðin nú heyr, hefir endurvakið trúarlífið í landinu. Gre'in sú, sem hjer birtist um þetta efni, er þýdd úr „Reader Digest“, en birtist upphaf- lega í „Time“. Höfundar er ekki getið. HIN OPINBERA endur- reisn Sovjet-stjórnarinnar á hinni bókstafstrúuðu kirkju Rússlands, hefir brúað milli hinna trúuðu og vantrúuðu í Rússlandi gjá þá, sem kom únistar í tuttugu og fimm ár hafa sífelt reynt að breikka. Þetta ber aðallega að þakka prestinum Sergei í Moskva, sem nýlega'^Var skipaður yfirbiskup (patri- ark) rússnesku kirkjunnar. Hann er einn af lærðustu guðfræðingum Rússa, en enginn maður getur, eftir útlitiny að dæma, verið fjær því en hann að vera sögufrægur afreksmaður. Hann er kominn á gamals aldur, 76 ára, stuttur og gildvaxinn (fimm fet og sex þumlungar á hæð, eða jafn hár Stalin), næstum alger- lega heyrnarlaus og þjáist af miklum krampa í vinstri kinninni. Mild augu hans skína skært í gegnum þykk gleraugun. En þessi göfugi klerkur var ekki neitt leikfang, sem rússneska stjómin alt í einu tæki upp úr guílastokki sín- um handa rússnesku þjóð- inni. Sergei er prestssonur, fæddur í nánd við borgina Nizhni Novgorod árið 1867. Hann hefir verið trúboði í Japan, en þangað komst hann yfir Bandaríkin. Þvk- ir yfirbiskupinum enn gam- an að bregða fyrir sig orð- um, sem hann man úr ensk- unni. Hann hefir verið rek- tor eins af hinum fjórum stóru guðfræðiháskólum Rússlands, biskup yfir Finn landi og kirkjuleiðtogi við hirð síðasta Rússakeisara. Sergei hefir hafið kirkjuna upp úr katakombunum. SERGEI er maður, sem þurft hefir að starfa með leynd að trú sinni. í tuttugu og fimm ár var hann lifandi grafinn af bolhevikabylting unni og sat þrisvar í fang- elsi fyrir stjómmálaaf- brotamenn. Kirkjan varð að búa við samskonar hörm- ungar undir stjóm komm- únista og kommúnistar urðu að búa við undir stjórn keisarans: Hún var neydd til þess að starfa einungis í leyni. Hin langa ganga hennar upp úr katakombunum til löglegrar endurreisnar er næstum að öllu leyti verk Sergei — hinnar einlægu kristnu trúar hans, skiln- ings hans á undirstöðustyrk leika kirkjunnar (trúarieg- um messuhöldum) og þeirr- ar skoðunar hans, að friður við kommúnista væri nauð- synlegur undanfari endur- vakningar kirkjunnar. í fyrstu var auðvelt að viðhalda byltingarhatri í garð kirkjunnar, því að hún hafði um svo langan aldur verið þáttur keísarastjórn- skipulagsins og afsakað stjórnmálalegar og þjóðfje- lagslegar syndir þess. Bols- hevikarnir lokuðtj kirkjum, lögðu niður 637 af 1026 klaustrum landsins, gerðu upptæka helga muni, land- eignir kirkjunnar og fiár- stjóði, sem námu um það bil 1500 miljónum dollara, tóku höndum þúsundir biskupa, presta, munka og guð- hrædda leikmanna, og marg ir urðu að þola „róttæk- uátu aðgerðir þjóðfjelags- legrar verndar“ — að vera skotnir. En engar þessar aðgerðir ollu miklum brevtingum á hinni ajúpstæðu kristnu trú hinna einkenpilega hugs andi miljóna þeirra trúuðu. Þeir sem hýstu presta eða tóku þátt í guðrækiiegum athöfnum, gátu átt á hættu að verða sviftir^skömtunar- seðlum sínum eða atvinnu, eða þeir gátu horfið í fang- elsi eöa Siberíu útlegð. Hin- ir' trúuðu máttu alls ekki koma saman, nema tuttugu I þeirra hættu á það að láta Sovjet-yfirvöldin skrásetja sig og fengju leyfi til trúar- starfa. En þeir komu samt saman til þess að tilbiðja guð sinn. Sovjet-stjórnin reyndi á all- an háít að eyða áhrifum kirkjunnar. SQVJET-stjórnin hóf nú einnig menningarherferð auk stjórnmálabaráttu sinn ar gegn kirkjunni. Guðlevs- ingjasambandi var komið á laggirnar, og voru meðlimir þess hálf sjötta miljón. þeg- ar best ljet. Samband þetta gaf út tvö tímarit, skipu- lagði andkristilegar sýning- ar, þar sem gys var gert að helgum atriðum svo sem trúarjátningunni. — Þessi skrípalæti vöktu fvrirlitn- ingu margra Rússa og and- úð erlendis, svo að þeim var að lokum hætt. Reynt var einnig að hafa opinberar kappræður milli presta og guðleysingja, en það var einnig hætt við þær tilraun- ir. Prestarnir vörðu sinn málstað of vel. Meginhern- aður guðleysingjanna var fóiginn í því að ala upp and- kristna æsku. Með slagorð- unum , ,guðleysingj adeild í hverjum skóla“ og „enga trúaða skólakennara“ gátu þeir smalað tveimur miljón- um skólabarna undir merki sitt. En miklu fleiri en tvær miljónir gengu ekki í sam- tök þeirra. Árið 1937 ljet Sovjet- stjórnin fara fram skoðana- könnun. Ein spurning var um trú manna. Þegar svörin bárust, tóku yfirvöldin and- köf og fyrirskipuðu, að flest ir starfsmenn skoðanakönn- unarinnar væru reknir frá störfum sem Trotskysinnar. Álitið er, að skoðanakönn- unin hafi leitt i ijós, að eftir tuttugu ára sífeldar ofsókn- ir gegn kirkjunni, hafi einn þriðji hluti íbúa horganna í Rússlandi o<* tveir þriðju hlutar bændastjettarinnar enn verið kristnir og ekki hirt um að leyna hina opin- beru skoðanakannendur þeirri staðreynd. Stalin, sem er öllum Rúss- um raunsæjari, vissi eins og Lenin, að „staðreyndirnar eru erfiðar viðureignar“, og árið 1943 var honum orðið það ljóst, að endurreisn rússnesku bókstafstrúar- kirkjunnar var næstum jafngild rússnesku trúarher- námi Balkanlanda, sem tengdi Dónár- og Balkan- slavnesku þjóðirnar saman í eina heiid með Moskva sem aðalhöfuðborg. Henhöfðingjar Rússa. Gen. N. F. Vatutin Marshal I. S. Konyev Gen. K. Rokossovsky First Ukrainian front Second Ukrainian front Belo-Russian front Gen. Rodion L. Malinovsky Gen. Kyril A. Mertskov Gen. Leonard A. Govorov Gen. F. t. Tolbuk’iin Third Ukranian front Volkhov front Leningrad front Fourth Ukrainian frcnt Þetta eru jieir hershöfðing r Itússa, sem nú stjórna her jum þeirra á vígstöðvunum, að undanteknum Vatutin, en /.ukov marskálkur hefir tekið við af honum. Röð þeirra á her- svæðunum frá norðri til suðuts er þessi: Govorov, Meretskov, Rokossovsky, Zukov (ekki á myndinni), Koniev, Malihovsky og Tolbukhin. Uppheíöin hefir ekki breyttt Sergei. UPPHEFÐIN hefir litlum breytingum valdið í lifnað- arháttum Sergei. Hann býr nú í húsi því, sem þýski sendiherrann áður bjó í, i miðhluta Moskvaborgar. •—- Skrifstofa hans þar er sam- bland hins gamla og nýja Rússlands. — Veggirnir eru þaktir æfagömlum helgi- myndum og nýjustu stríðs- kortum. Sergei fylgir hinum ströngu lífsvenjum rúss- nesku munkanna, enda þótt hjarta hans sje veikbygt. — Hann fer á fætur klukkan sjö, biðst fyrir til klukkan níu — annað hvort einn i herbergi sínu á annari hæð eða í lítilli einkakapellu. Klukkan níu drekkur hann morgundrykk sinn — te — og les dagblöðin. Þá les hann í biblíu sinni, sem er á hebresku. Frá klukkan tíu til klukkan tvö vinnur hann í skrifstofu sinni. Eftir að hafa gengið nokkra stund i garðinum borðar hann mið- degisverð, sem er einn disk- ur af ætisveppum eða fiski. Hann sat og las meðan loft- árás stóð yfir, og neitaði aö fara í loftvarnabyrgi. ,,Þeg- ar menn eru komnir á minn aldur, er kvefið þeim hættu legra en sprengja“, sagði hann. r Sovjetstjórnin er fræg fvrir tíðar breytingar ó stjórnmálastefnu sinni, en það ér ekkert, sem bendir til þess, að hin endurheimta staða kirkjunnar verði henni skammvinn ur fengur. Nýlega var kirkjunni gefið levfi til þess að setja á stofn prestas-kóla. Biblían hefir nú verið preníuð í fvrsta sinn síðan stjómarbyltingin var. Og guðleysingjasam- bandið hefir verið leyst upp. Það, sem Sergei yfirbisk- upi hefir áunnist, hlaut að koma. Ríkisstjórnir koma og fara, en trúarþörf mannsins er eilíí. Svo lengi sem helgi- mvnd hjekk í horninu á rússnesku herbergi, gat; Sergei vænst árangurs af starfi sínu. Jólaboðskapur hans, sem orðaður var í hin- um einkenniléga málshátta- stíl rússneskra bænda, var skiljanlegur mönnum langt utan landamæra Rússlands, jafnvel í einræðismyrkrinu: „Guð situr í horninu — og bíður“. Tito marskáikur fær fyrsta ,,jeepinna. LONDON í gærkveldi: — Tito marskálkur, foringi skæru liöa i Júgoslavíu hefir fengið fyrsta „jeep“-bílinn sinn. Það var breskur flugmaður, sem færði honum jeppann. Lenti flugmaðurinn að næturlagi, ):kamt frá víglínu Þjóðverja. Er han hafði skilað jeppanum, hóf flugmaðurinn sig aftur til flugs með nokkra breska her- menn, sem barist hafa í liði Titos. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.