Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. _j____'. i -ii i U____ apríl 1944. í ÁLÖGUM Framh. afb'ls. fimm. umsagnar. Þó má geta þess að Klemenz Jónsson ljek hjer lítil hlutverk — kaupmanninn í álfa höllinni og fór vel með það. Er hann sýnilega í framför. Annar höfundur þesssrar óperettu er Sigurður Þóroarson tónskáld. Hefir hann lagt til þann hluta verksins, er iafnan mun talinn veigamestur í góðri óperettu, en það eru tónverkin. Þess er getið hjer að framan að höfundur textans hafi ofið söguþráðinn íslenskri þjóðtrú og þjóðsögnum. Þetta hefir eðli lega gefið tónskáldinu tilefni til þess að færa sjer í nyt ísl. þjóðlagastef og fljetta þau inn í músikkina. Hefir hann ýmist tekið þau óbreytt eða unnið úr þeim sjálfur eftir því sem hon- um hefir þótt best henta. Fer ágætlega á þessu. Það hefir gef ið músikkinni þjóðlegan blæ, en fyrir það hefir hún óneitan- lega orðið þyngri en menn eiga að venjast i óperettum. íslensku þjóðlögin eru allflest æði þung í vöfum og því mun vera nokk uð erfitt að vinna lir þeim á list rænan hátt. Ei ber þó að skilja þessi orð mín svo, að öll mús- ikkin í þessari óperettu sje þung lamaleg. Því fer fjarri, því að þau lög, sem tónskáldið hefir að öllu leyti frumsamið, eru ljett og leikandi og í ágætu samræmi við eðli ,,óperettunn- ar", — hinn ljetta gleðileik. Má sem dæmi nefna mörg af lög- um þeim, er Rannveig í Dal (Sigrún Magnúsd.) og Sk'uli (Bj. Bj.) syngja, svo og söng stúlknanna í 2. þætti. Eru þetta alt lyrisk og falleg lög og sýna glögt, að því er mjer virðist, að fyrir tónskáldinu liggur þar hið káta og ljetta — og angurværa í tónlistinni, en hin sterka, dramatiska músikk. Söngur leikendanna var yf- irleitt góður. Sigrún Magnús- dóttir hefir bjarta rödd og furðu mikla og fer ágætlega með þau lög sem hún syngur. Bjarni Bjarnason syngur af miklum dugnaði og þrótti og hefir góðan raddblæ, en of mik inn skjáffta í röddinni. — Pjet- ur Jónsson er eins og allir vita afbragðs söngmaður og hefir mikla kunnáttu og reynslu í því að syngja á leiksviði, en rödd hans er svo rnÍHll, að betur færi á því að hljómsveitin ljeki und ir söng hans. Frú Anna Guð- mundsdóttir söng mjög laglega og fór vel með textann og ung- frú SvaVa virðist vera í fram- för. Rödd hennar hefir eflst mik ið og hún er orðin öruggari í meðferð hennar, en þó bregður því fyrir að hún sje óhrein. Dr. Urbantschitsch og Hljóm- sveit Reykjavíkur áttu sinn mikla þátt í því hve vel tókst til með þessá* fyrstu íslensku óperettu og er oss það vissu- lega mikill fengur að fá notið starfskrafta doktorsins, jafn mikilhæfur listamaður og hann er. Lárus Ingólfsson hefir málað leiktjöldin og sjeð um búning- ana og gert það, sem fyr, með mikilli prýði. Hallgrímur Bach mann sjer um Ijósbrigði öll af mestu smekkvísi. Frú Ásta Norðmann hefir samið og æft dansana í leiknum og farist það vel úr hendi. Annars virð- ist mjer kenna altof lítillar hugkvæmni hjá dansmeistur- um vorum, er þeir semja dansa fyrir leiksvið hjer. Get jeg ekki betur sjeð en að altaf sje verið að endurtaka sömu sporin og sömu snúningana ár eftir ár og verður það leiðigjarnt tíl Iengd ar. Væri þetta nóg efni í langa blaðagrein og skal því ekki íléira um það rætt að sinni. Að leikslokum voru höfund- arnir, leikstjórinn og hljómsveit arstjórinn hyltir sjerstaklega af lei^iúsgestum og leikendurnir kallaðir fram Hvað eftir ann- 'að, og svo mikið blómaregn fjell yfir listamennina, að ann- að eins mun tæplega hafa sjest hjer áður. Þegar á alt er litið, verður ekki annað sagt, en að óperett- an hafi tekist ágætlega, bæði frá hendi höfundanna og ann- ara, er að henni standa og sje þeim til hins mesta sóma. Á Tónlistarfjelagið miklar þakkir skyldar fyrir að hafa ráðist í sýningu þessa og er þess að vænta, að bæjarbúar launi því óeigingjarnt starf og framúr- skarandi áhuga á því að efla tón listarlíf borgarinnar, — með því að sækja óperettuna vel og lengi. — Er það vissulega eng- inn héyðarkostur, því að hún er skemtileg og útbúnaður all- ur hinn glæsilegasti. Sigurður Grímsson. Frá aðalfundi Frí- kirkjusafnaðarins FRAMHALDS aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins var hald- irm 24. apríl s. 1. Formaður safnaðarstjórnar gaf skýrslu yfir síðasta starfs- ár, gjaldkeri las reikninga safn aðarins, er voru samþyktir. Fundurinn samþykti að hækka gjald safnaðarfjelaga í kr. 15, frá síðustu áramótum. Fundurinn samþykti svohljóð andi ályktun safnaðarstjórnar: „Fundurinn heimilar stjórn safnaðarins að semja við toll- stjórann í Reykjavík, um inn- heimtu safnaðargjalda hjá með limum Fríkirkjusafnaðarins". Erindi þetta er til orðið sam- kvæmt tilmælum tollstjóra, er óskaði að taka í sínar hendur innheimtu safnaðargjalda utan þjóðkírkjusafnaða í bænum. Þá var samþykt svohljóðandi ályktun: ,,Aðalfundur Fríkirkjusafnað arins í Reykjavík, haldinn 26. mars 1944, ályktar að lýsa því yfir ,að gefnu tilefni, að hann telur sjálfsagt, að Fríkirkjusöfn uðurinn haldi hjer eftir sem hingað til, óskiptum og óskert- um eignar- og umráðarjetti yf- ir kirkju sinni og treystir safn- aðarstjórninni að svara í sam- ræmi við þá yfirlýsingu þeim málaleitunum eða tilboðum, sem fram kynnu að koma frá öðrum aðiljum, um að gerast meðeigendur að kirkjunni". Að lokum samþykti fundur- inn ályktun í lýðveldismálinu, er hann lýsti sig samþykkan stofnun lýðveldis hjer og nið- urfellingu dansk-íslenska sam- bandslagasamningsins. Formaður, Sigurður Halldórs son, var endurkosinn, og í safn aðarstjórn voru kosnir, Einar Einarsson, endurkosinn og Kristján Siggeirsson. Aðalfundur Þjóð- ræknisfjelagsins AÐALFUNDUR ÞJÓÐRÆKN- ISFJELAGSINS var haldinrt í gær i Tjarnarcafé. Formaður fjelagsins, Árni G. Eylands, gerði grein fyrir störfum þess undanfarið ár. Hann skýrði m. a. frá fjár-^ söfnun fjelagsins til herbergis í Nýja stúdentagarðinum. Her- bergið á að heita ,,Nýja Is- land". Sagði frá styrknum til vestur-íslensku blaðanna, en fjelagið gekst fyrir því, að rík- issjóður Styrki þau með 10 þús. kr. hvert á ári. Auk þess hefir fjelagið gengist fyrir söfnun á- skrifenda og fyrirgreiðslu í því að áskriftagjöld greiddust bet- ur en áður hjeðan. Skólabækur hefir fjelagið út vegað hjeðan til kvöldskóla Is- lendinga í Winnipeg, og auk þess voru um skeið útvegaðar ýmsar aðrar bækur með af- slætti, samkv. pöntun ao vest- an. Fjelagið hefir ^engist fyrir samsætum fyrir V.-íslendinga, og stutt að því, að V.-íslend- ingar, sem hjer hafa verið stadd ir, kyntust á reykvískum heim-1 ilum. Kvikmyndin „íslendingar á sljettunum", hefir náð miklum vinsældum. Var hún sýnd á 33 i stöðum á tímabilinu 20. maí— 8. des. Fjelagsmenn Þjóðræknisfje- lagsins eru alls 445, af þeim 241 hjer í Reykjavík, en 204 utan Reykjavíkur. Allir fjelags menn fá Tímarit Þjóðræknisfje lags V.-íslendinga. En erfitt hef ir það reynst að fá nægilega mörg eintök. Nú verður úr því bætt. Samþyktir voru reikningar fjelagsins, og stjórnin endur- kosin. En auk þess var sam- þykt lagabreyting, þess efnis, að fjölga stjórnarnefndarmönn unum úr 3 í 5, og voru þeir Ingi Bjarnason fiskifræðingur og Jón Emil skrifstofustjóri kosnir til viðbótar í stjórnina. Ávarpsorð til LONDON í gærkveldi: — Þjóðverjar eru nú að láta leggja nýjan veg frá Norður-Finnlandi til Norður-Noregs. Hefir þess- ari vegarlagningu verið hraðað mjög upp á síðkastið. Enginn hlýfii fyrirskipunum! Frá norska blaðafulltrú- anum. ÞEGAR NORSKIR FÖÐUR- LANDSVINIR gáfu út fyrir- skipun sína til æskumanna Noregs, að neita að ganga , í skylduvinnu Þjóðverjanna, var flutt ávarp til skýringar mál- inu. Þar segir m. a.: . Vjer vitum hvaða fórnir norskir æskumenn færa í styrj- öldinni utanlands, sem flug- menn, sjómenn og hermerin. Margir láta lífið. Aðrir verða örkumla. Enginn hikar við að gera skyldu sína. Vjer vitum hve staðfastir þeir æskumeftn eru, sem eru í fangabúðum vegna hollustu þeirra við Nor- eg. Nú er röðin komin að okk- ur til að sýna samheldni okk- ar, i baráttunni fyrir frelsi f óstur j arðarinnar. Tvær ástæður eru fyrir því, að við neitum skylduvinnunni. Yfirmenn skylduvinnunnar eru í þjónustu fjandmannanna og vinna eftir þýskum fyrirskip- unum. En aðalástæðan fyrir neitun okkar er sú í ár, að sú hætta vofir yfir, að Þjóðverjar vilji leiða norska æskumenn út í herþjónustu í sína þágu, á einn eða annan hátt, eða þeir geri skylduvinnustöðvarnar að fangabúðum, ef aftur verður barist á norskri grund. Enginn veit hvar innrásin að vestan kemur. En stund innrás- arinnar nálgast. Noregur getuc komið í eldlínuna. En Þjóðverj- ar eiga nú erfitt með að hafa nægilega marga hermenn á víg- stöðvunum, og nægilega mikið vinnuafl á bak við þær. Það var hræðslan við ein- beitta andstöðu þjóðarinnar, sem þvingaði Quisling til að hætta við það áform sitt, að þvinga norska æskumenn. í þýska herþjónustu. Vegna þeirra og þjóðarinnar verður því að neita að takast skyldu- vinnu á hendur í ár. X-9 ^w v ^ Efftir Robert Slorm z've eor ro find our if MASCARA'Z HIDIN& WlTri HER MOTriER... THERE'Z A VACANCV HERE, ACRO&a -TH£ &TREET FROM HER MOTHER'5 FLAT' .£2^ BHLf THI& l& X-9-X'VE TAKEN A FLAT AT 33 ELM.. VEE, — UNDER THE NAME OF M'COS' COME DOWN WITH A PAIR OF &INOCSÍ %9 | Meanwhile... ACRoee the ztreet j OH, I WI6>H MAZCARÁ HADN'T 60TTEN MIXED UP WITH "ALEX, THE GREAT." THANK GOODNE9& THE POLICE DON'T KNOW E>HE'& HEREÍ "ni.i .-.•¦»- %/M X—9: — Jeg verð að komast að því, hvort Mas- cara dvelst hjá móður sinni . . , X—9 kemur auga á það, að herbergi fást til leigu í húsi einu handan viS götuna og í'er þangað. Húsráðandinn: — Já, við höfum litla íbúð tíl leigu á efstu hæðinni. X—9: — Jeg vil gjarna fá að líta á það. X—9 (í símann): — Bill? Þetta er X—9..... Jeg hefi leigt íbúð í 33 Elm . . . já — sem McCoy. Komdu hingað og hafðu kíkir með þjer. Á sama tíma: — Frú Cuff (hugsar): — Ö, það vildi jeg óska að Mascara hefði aldrei skipt sjer neitt af Alexander mikla. Guði sje lof, að lögreglan veit ekki af henni hjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.