Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1944. - > hans sje að mestu sönn. En þó er eitthvað bogið við hana. Hann þurfti að ná tali af Vaug- han, en ekki vegná þeirrar á- stæðu, sem hann gaf. Hann er á einhvern hátt flæktur í mál þetta. Hann hlýtur að vera það, því að hann er hræddur við eitthvað". „Haldið þjer að hann hafi sjálfur skotið Vaughan?" spurði Nancy. „Hann hafði gæt ur á húsinu, og hefði getað elt Vaughan þegar hann kom út. Hann hefði meira að segja get- að skotið hann frá glugganum". Barney hristi "höfuðið. „En hvað hefir hann þá gert af líkinu? Ekki gat hann skilið það eftir á göfunni'. „Svo getur vcrið, að hann hafi fengið Vaughan til þess að koma heim til sín", sagði Nancy. „Já", svaraði Barney. „Mjer hefir dottið það í hug. Það gæti verið ástæðan fyrir því, að hann skildi eftir þessa fimm-mínútna eyðu í sögu sinni. Hann var hræddur við að loka henni alveg, þar eð skeð gæti, að einhver hefði sjeð Vaughan yfirgefa í- búðina, og þannig sannað að hann væri lygari. Eða — þeg- ar hann sagði sögu sína, gat hann ekki vitað um allar þær líkur, sem nú hafa komið gegn Stellu. Hann reiknaði með að hún mundi halda því fram, að Vaughan hefði yfirgefið íbúð sína á þessum tíma, sem hún og gerði. Auðvitað! Ef hann vissi að Vaughan yfirgaf ibúðina rjett eftir að skotin heyrðust, varð hann að gefa honum möguleika á að yfirgefa húsið, hversu mikið svo sem hann vildi koma grun á Stellu, eða eiga á hættu ella, að sögu hans yrði ekki trúað. Nú er spurningin aðeins, hversu mik ið orð hennar mega sín gegn þeim mikla ósennileika, að Vaug han hefði einmitt yfirgefið hús- ið á þeim fimm mínútum af öllu kvöldinu, sem hússins var ekki gætt". „En jeg hjelt, að lögreglan hefði fundio vitni, að því, að Vaughan hefði ekki yfirgefið húsið allt kvöldið?" Barney yppti öxlum. „Þjer trúið því ekki?" spurði Nancy. „Nei, jeg er viss um, að það er eitthvað bogið við það", sagði Barney. Nú stóð Nancy á fætur og fór fram í vinnuherbergið. Að stund arkorni liðnu kom hún aftur, og lagði óhreint umslag á borðið fyrir framan Barney. „Jeg veit ekki hvað þetta er", sagði hún. ,,Eg hefi ekki opnað það. Jeg hefi ekki hugsað um það frá því að jeg gekk frá því uppi í hillu og þar til þjer spurðuð mig, hvort vasinn hefði haft falskan botn. Þetta var í m lampanum, og hefði aldrei fund- ist, ef Jennie hefði ekki brotið hann. Haldið þjér að ^að sje vegna þessa brjefs, sem hann kom hingað þetta kvöld?" Barney svaraði ekki. Framan á umslagið var skrifað „Rexford Johnson" með klunnalegri hönd. Brjefið hafði verið opnað, en Jokað aftur með rauðu lakki. Barney tók pappírshníf, sem lá þar á borðinu, og lyfti inn-J 23. KAPÍTULI. siglinu varlega. j Hilda Masson stóð fyrir utan Þegar hann hafði lokið við að gamla Masson húsið, og hringdi lesa innihald brjefsins, sat hann| dyrabjöllunni. Þjónninn, sem lengi hreyfingarlaus og starði kom til dyra, sagði henni, að fram fyrir sig. Loks sagði hann:,Thomas væri ekki heima. Hún „Hann þorði ekki að skilja það, hlustaði varla á hann, en skund- eftir heima hjá sjer, af hræðslu' aði framhjá honum upp á loft, við að lögreglSn myndi gera hús því að hún vissi að Tom myndi rannsókn. Hann vildi ekki bera vera þar. það á sjer af sömu ástæðu. Það Thomas Masson sat fyrir framan var of seint að koma því í ör- ! arininn í dagstofunni. Með yggisgeymslu. Þess vegna kom morgunpóstinum hafði hann ^m$mmblm%úm$ ¦ ¦ Tryggur og Otryggur hann með það hingað. Ef lamp- inn hefði ekki brotnað . ..." Hann rjetti Nancy brjefið. „Lesið það", sagði hann. Þegar hún hafði lokið lestrin- um horfði hún á Barney. Hún var náföl í andliti. „Það er ómögulegt. Þetta get- ur ekki verið satt! Það getur enginn skrifað svona brjef", sagði hún. „Nei, enginn nema bjáni". Hún starði á þetta ótrúlega brjef: Kæri Johnson. Jeg sendi yður hjer með eitt hundrað í þúsund dollara seðlum eins og við komum okkur sam- an um. Ef yður hepnast, mun jeg greiða yður 50 þúsund. En jeg verð að fá sönnun fyrir því, að yður hafi hepnast það. Og um leið verðið þjer að afhenda mjer brjef þ'etta. Thomas Masson. „Hvernig getur staðið á því, að Masson er svona vitlaus?" spurði Nancy. „Aðstaða Johnson var þannig, að hann gat skipað Masson fyrir. Getur verið að það hafi verið hann, sem vildi fá það skriflegt. Ef til vill hefir hann haldið að Masson hefði í' huga að svíkja sig. En jeg hygg, að Masson hefði aldrei getað það. Og jeg efast um að Johnson hefði nokk- urn tíma skilað þessu brjefi aft- ur. Hann hefir engar vissar tekj- ur. Fyrir nokkrum árum var hann aðeins fátækur skrifstofu- maður. En nú lifir hann mjög þægilegu lífi, og bregður sjer til Florida, þegar honum sýnist. Eftir því, sem jeg veit best, hef- ir hann ekki erft neitt. Það er skrítið ....". Nancy kinkaði kolli, annars hugar. „Hann hefir varla getað haft mikla von um að sjer tækist að múta Vaughan. Og þá hefði hann þurft að borga Vaughan alla peningana. Hún horfði á Barney, og aug- un voru glampandi. „Þannig það ekki? Hann taldi Frank a að koma inn í ibúð sína, og drap hann síðan, til þess að ná brjef- inu?" „Ef til vill", svaraði Barney. Hann var dálítið skjálfhentur, þegar hann stakk brjefinu í vasa sinn". Það gæti verið þannig. En einhvern veginn er erfitt að hugsa sjer Johnson, sem morð- ingja. En það er altaf erfitt að hugsa sjer einhvern, sem maður þekkir, í því hlutverki. Og fyrir hundrað þúsund dollara .....". „Johnson er eigingjarn. Og hann elskar þægindi eins og kött ur rjóma", sagði Nancy. „Já", svaraði Barney. „Það er einmitt það, sem jeg var að hugsa um". fengið brjef, sem hafði hreint og beint gert hann veikan. í hvert sinn, sem honum datt það í hug, kom yfir hann óguriegur skjálfti. Hann hafði haldið erf- iðleika sína á enda, en nú sá gat hann ekki fengið. Þegar hann kom auga á hana í dyrun- um, rak hann upp hljóð, sem minnti á andlátsstunu frosks, og hnje aftur á bak í sæti sínu. „Jeg er hvorki draugur eða draumavera", sagði Hilda kulda- lega. „Nei, nei, jeg sje það góða mín", stamaði Tom. „Nú, þá gætirðu eins vel boð- ið mjer sæti", sagði Hilda. „Já, auðvitað. Gjörðu svo vel, kæra Hilda mín". Hann átti erfitt með að stynja orðunum upp. „Það er lagnt síðan við höf- um sjest". „Já, mjög. Lögfræðingar okk- ar hafa tekið af okkur ómakið". „Nú, nú, þú getur ekki ásakað mig fyrir það, góða mín. Það var aðeins skylda mín, að sjá um, að óskir Sophíu frænku yrðu upp- fylltar", sagði Tom. „Thomas ...." Dálitla stund virtist, sem tilfinningarnar ætl- uðu að bera hana ofurliði. „Nei, Ævintýr eftir Jörgen Moe. 4. fór. Svo vildi þannig til, að einn góðan veðurdag voru þeir á gangi saman úti í garðinum, og þá sagði kóngur: „Ekkert skil jeg í því, að það'er ekki einn einasti mað- ur í öllu landinu, sem kostar eins mikið til garðsins síns eins og jeg, og þó er áreiðanlega enginn garður í ríkinu, sem sprettur eins illa í. Jeg get ekki fengið nokkurn mulning af einu einasta trje". „Rjett er það", sagði Tryggur. ..En ef jeg bara fæ það, sem liggur þrisvar umhverfis garðinn, þegar jeg er bú- inn að láta grafa það upp, þá skal spretta nóg af öllu í garðinu". Já, þetta vildi kóngur gjarna. Tryggur fekk menn til verksins, og svo grófu þeir og grófu og náðu að lokum upp allri keðjunni. Var þá Tryggur orðinn vellríkur mað- ur, jafnvel ríkari en konungur, en konungurinn var harð- ánægður, því nú spratt í garðinum, bæði mikið og vel, svo :greinarnar svignuðu niður að jörð undan ávöxtunum, Verri gest, en Hiidu Masson bæði eplum og perum, svo góðum, að enginn hafði bragð- að aðra eins ávexti. ¦ Svo var það einn daginn, að konungur og" Tryggur voru yá gangi saman úti við, og mætti konungsdóttir þeim þá. Við það að sjá dóttur sína varð konungur mjög sorg- mæddur. - . „Finst þjer ekki sorglegt að svona falleg konungsdóttir, eins og jeg á, skuli vera bæði mállaus og heyrnarlaus?" sagði konungurinn við Trygg. „Jú, en til eru ráð við því", sagði hann. Þegar konungur heyrði það, varð hann svo glaður, að hann lofaði Trygg dóttur sinni og hálfu ríkinu, 'ef hann gæti bætt henni mein hennar aftur. Tryggur fjekk tvo menn með sjer í kirkju og tóku þeir þar upp eina fjöl, fundu pödduna og tóku úr henni oblát- una. Var hún svo gefin konungsdóttur og um leið varð hún eins og annað fólk, fjekk bæði heyrn og mál aftur. Nú átti Tryggur að fá konungsdóttur fyrir konu, og var boðið til brúðkaups, því það átti að halda mikla og veglega veitslu. Og meðan veitslan stóð sem hæst, kom betlari nokkur og bað um matarbita. Hann var í vesælum fataræflum og allir aumkuðust yfir honum. En Tryggur þekti strax við tölum ekki um það. Jeg læt j ag þar var kominn Ótryggur bróðir hans. dómstólana skera úr því. Jeg' kom hingað til þess að ná í brjefið". Hann byrjaði að skjálfa. „Þekkir þú mig aftur?" spurði Tryggur. „Æ, hvar ætti jeg að hafa sjeð svona fínan herra?" spurði Ótryggur. • Loftur Bjarnason, pípulagn- ingameistari hefir sent, „Með morgunkaffinu" brjef, þar sem segir m. a.: ,,Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl s. 1., las jeg í Morgunblað- inu gamlar veðurspár (í dálk- unum með Morgunkaffinu), en af því að jeg hefí aldrei áður heyrt eða sjeð vísuna um Góu eins og hún er þar prentuð, er það, haldið þjer langar mig til þess að skrifa hana hjer upp eins og jeg lærði hana í æsku. Annars lærði jeg vísuna á tvo vegu jafnsnemma, og skal jeg ekki um það dæma, hvor þeirra er frumburður, eða hvort þær erti orðrjettar. Vís- urnar eru þannig eins og jeg lærði þær og hefi jeg heyrt marga fara með þær síðan ó- breyttar: 1. Ef hún Góa öll er góð, að þvj. hyggi mengi, þá mun Harpa, hennar ljóð, herða mjóa strengi. 2. Ef hún Góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun Harpa hennar jóð, herða veðráttuna. Síðan hefi jeg heyrt þriðja tilbrigðið, sem er svona: Ef hún Góa öll er góð, og ekki snjóar lengi, þá mun Harpa, hennar jóð, herða mjóa strengi. Svo læt jeg fræðimennina dæma um, hver þessara þriggja muni vera frumkveðin", • Læknirinn: Þjer þurfið ekki annað en taka eina matskeið af þessu lyfi á eftir hverri mál- tíð, þá mun yður batna strax. Flakkarinn: Já, það er nú gott og blessað, en hvar á jeg að fá máltíðina? * Maður er að hugga lítinn dreng, sem dottið hefir og meitt sig. „Vertu ekki að gráta, dreng- ur minn, þetta er batnað á morgun". „Já, en þá skæli jeg ekki á morgun", svaraði drengurinn. Skuldunautur segir við inn- heimtumanninn: „Þetta er ljóta atviffnan sem þjer hafið. Þjer eruð án efa mjög illa liðnir?" Innheimtumaðurinn:— „Nei, þvert á móti — allir biðja mig að koma til sín aftur". • Tvær vinstúlkur sátu að te- drykkju.. *— Nú hefi jeg tekið honum Sigurði, sagði önnur. — Hamingjan góða, segirðu satt?, hrópaði hin. — Já, hann sagði að jeg væri sú fegursta og gáfaðasta stúlka, sem hann hefir nokkru sinni hitt. ¦— Ekkert skil jeg í þjer, að ætla að giftast þeim manni, sem byrjar á því að Ijúga að þjer. Hann: — Um hvað ertu að hugsa, Soffía? Hún: — Æ, það var óttalega ómerkilegt. Hann: — Jeg hjelt að þú værir að hugsa um mig. Hún: — Jú, þú átt kollgát- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.