Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur. 94. tbl. — Laugardagur 29. april 1944. tsaíoldarprentsniiðja h.f. London í gærkveldi: ¦— Þýska herstjórnin hefir til- kynt í.dag og undanfarna daga, að flugvjelar Þjóðverja hafi síð ustu næturnar ráðist á „skipa- flokka við suður- og suðaustur strendur Bretlands og valdið tjóni". Fregnritarar eru á einu máli um það, að hjer sje verið að ráðast á eitthvað af innrás- arskipaflota bandamanna, sem hljóti að vera svo mikili, að könnunarflugvjelum Þjóðverja geti ómögulega sjest yfir hann. Frá opinberum heimildum bandamanna hefir ekki neitt verið getið um þessar árásir enn sem komið er. Fc Jéfiandssirðndum Stokkhólmi í gærkveldi. Fregnir hafa borist um það til Málmeyjar frá áreiðanlegum heimildum, að Þjóðverjar sjeu nú að flytja-alt fólk burtu af vestur- og norðurströndum Jót lands og verði því komið fyrir lengra inni í landi. Ekki er frá því greint af hve breiðu svæði við ströndina íbúarnir eru flutt ir, eh þetta er talið að vera ger.t í varnarskyni gegn innrás. Símasamband er nú aftur komið á milli Svíþjóðar og Kaupmannahafnar, en frekari fregnir hafa ekki borist um á- standið þar í borginni. Reuter. /* * Finiium >eina sokr jóðverjum Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. s frá Reuter. Finnar segja í dag frá mjög snörpum árásum Rússa á Xirjálaeiði. Voru þær undirbúnar með þungri stórskota- hríð, en síðan gerði fóígöngulið áhlaup. Segjast Finnar hafa getað hrundið öllum þessum árásum, og eins öðrum, sem Rússar gerðu á Aunuseiði, en þær voru ekki eins harðar. — Þá skýra Þjóðverjar svo frá, að Rússar hafi hafið áhlaup á varnarstöðvar sínar nyrst norður undir Petsamo. Segja Þjóðverjar árásum þessum hafi verið hrundið. _________________________ Rússar segja í herstjórn- artilkynningu sinni í kvöld, að engar meiri háttar breyt- ingar hafi orðið á vígstöðv- unum. Yirðist þó hafa kom- ið til allsnarpra átaka sums- staðar, en fregnritarar segja, að hvorir um sig sjeu að þreifa fyrir sjer um styrk- leika hins. Þjóðverjar telja sjer varnarsigur við Pruth, þar sem þeir kveða Rússa hafa ætlað yfirum fljótið, en ekki komist, en fregnritarar í Moskva segja, að Rússar hafi komist yfir fljótið þarna. m . „jineo London í gærkveldi: — Sókn bandamanna á Nýju- Guineu er nú með afbrigðum hörð. Hafa Bandaríkjamenn náð á sitt vald öllum þrem flug- völlum við Hollandia, en leyfar japanska liðsins þar hafa hörf- að inn í landið, eftir að hafa goldið almikið afhroð í bardög- unum. Ástralíumenn hafa tekið Alex ishafen og hörfa Japanar bað- an í áttina til Vivak, sem er nú eina meiriháttar bækistöð þeirra á Nýju-Guineu, þótt þeir hafi þar ekki lengur bækistöðv ar fyrir flugvjelar. — Reuter. Loftsókninni beint gegn flugvöllu í gær London í gærkveldi: ¦— í dag var loftsókn banda- mann'a beint gegn flugvöllum Þjóðverja í Frakklandi og öðr- um mikilvægum hernaðarstöðv um þar, og tók mikill fjöldi flugvjela af öllum gerðum þátt í þessum árásum, bæði flug- virki, Maraudervjelar og fjöld- inn allur af orustuflugvjelum. Staðir þeir, sem á var ráðist, voru sumir langt suður í Frakk- landi, þannig var einn flugvöll- urinn um 200 km. fyrir sunnan París. Bandamenn hafa nú byrjað að nota sjerstaka gerð Lightn- ing-orustuflugvjela til árása á flugvelli Þjóðverja, einkum að næturlagi. Eru flugv.ielar þessar mjög langfleygar og vel vopn- um búnar. Næturárásir á Þýskaland. Breski flugherinn gerði í nótt nokkrar árásir á staði í Þýska- landi, og ennfremur á staði í Frakklandi og Belgíu. Aðalárás- in var gerð á Frankfurt, og voru þar að verki Lancasterflugvjel ar. Skygni var gott, og árásin hörð. Bardagar urðu nokkrir við þýskar flugvjelar og var fjór- um þeirra grandað. Aðrar flug- vjelar Breta rjeðust á Stutt- gart og bæi í Belgíu- og Frakk- landi, og enn aðrar lögðu tund- urduflum. Als mistu Bretar 36 flugvjelar þessa nótt. t _ía^..^„:.. t»-'.-----. X-áxrxxtxxcíaix im.-..-w;. Rússar ræða í tilkynningu sinni mest um lofthernað. Segja þeir frá árásum mik- illa sprengjuflugvjelasveita á borgina Lvov í Póllandi og kveðast þar hafa kveikt í járnbrautarvögnum, hlöðn- um birgðurrr Einnig segjast þeir hafa ráðist á ýmsa fúig- velli Þjóðverja. Þá segjast Rússar hafa gert árás á borgina Orsha í fyrrinótt og valdið þar miklu tjóni, eyðilagt flug- Framh. á 2. síðu. mnm a London í gærkveldi: — Breskar hersveitir, búnar skriðdrekum, hafa getað tekið nokkrar stöðvar af Japönum á Kohimasvæðinu, og hafa hrakið þá afturábak. Þó hafa Japanar enn kafla af mikilvægum veg- um um þessar slóðir á valdi sínu. Bretar hafá stutt landher sinn á þessum slóðum með steypi- og orustuflugvjelum, en Japanar hafa svarað í sömu mynt. — Frá Impalsvæðinu er ekkert títt, sem stendur, nje frá öðrum hlutum Burmavígstöðv- anna. — Reuter. Washington í gærkveldi. Frank Knox, flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, andaðist í dag, og var banamein hans hjartasjúkdómur. Knox hafði verið lasinn undanfarna daga, en dauði hans kom mönnum mjög á óvart. Knox var sjötug- ur að aldri. Forestall, varaflotamálaráð- herra, tilkynti andlát yfirmanns síns og fór lofsamlegum orðum um starf hans í þágu flotans, sem hann sagði að átt hefði alla starfskrafta Knox, og hefði nú mikið mist. Frank Knox var blaðamaður áður en hann gerðist ráðherra. Var hann ritstjóri blaðsins Chigago Daily News. Hann var Republikani, og talinn andstæð ur Roosevelt forseta í skoðun- um, en er Roosevelt bað hann um að takast á hendur flota málaráðherraembættið í júlí 1940, þá tókst Knox þegar þenna vanda á hendur og byrj- aði að' stjórna hinum miklu her skipabyggingum Bandaríkja- manna. — Reuter. Leiðtoga minst. Fjölmargir af forystumönn- um hinna sameinuðu þjóða hafa í kvöld minst Knox með virðingu og þakklæti. Cordell Hull Ijet svo um mælt, að frá- fall Knox væri mjóg þungbært fyrir Bandaríkin nú á þessum tímum, og Niemitz flotaforingi ljet svo um mælt, að með dauða Knox hefði Bandaríkjaflotinn mist einn þann mann, sem best hefði barist fyrir veldi hans og gengi. Alexander, flotamálaráð herra Breta sagði að málstaður bandamanna hafði beðið mikinn missi við fráfall þessa manns, sem unnið hefði af öllum mætti í þágu flotans. Líklegastur til eftirmanns Knox er talirin vera James Forestall, nú varaflotamálaráð- herra, 48 ára að aldri. London í gærkveldi. Mr. Dingle Foot, ritari stríðsframleiðsluráðuneytis- ins hreska, flutti ræðu í dag, þar sem hann sagði, að loft- sóknin væri ómissandi und- anfari innrásarinnar. Sagði Foot, að ef ekki hefði verið haldið uppi jafn harðri loft- sókn og raun væri á, hefðu bandamenn ekki þurft að hugsa til þess að leggja til innrásar. Kvaðst ræðumaður vona, að þegar innrásin væri haf- in, yrði ekki gleymt þeim, sem bæri að þakka fyrir það að hún hefði verið mögu- leg, þ. e. sprengjuflugmönn um Breta og Bandaríkja- manna, er með miklum fórn um og við óhemju erfiðleika hefðu gefið landherjunum sitt tækifæri. — Reuter. Pefain reiður De Gaulía London í gærkveldi: — Pietain marskálkur hjelt út- varpsræðu í dag og rjeðist þar harkalega á De Gaulle. Sagði Pieatin, að De Gaulle væri verk færi bolsjevika og myndi verða varpað á brott, er þeir hefðu notað hann. Pietain kvað það hryggja sig mjög að vita af því, að á franskri grund væru settir upp dómstólar, sem dæmdu til dauða franska menn, sem væru sekir um það eitt að-hafa hlýtt skipan sinni, Pietain, hins lög- lega stjórnanda Frakklands. Sagði Pietain að agaleysið ein- kendi allar gerðir De Gaulle, hann færi fram með ógmrm og hryðjuverkum, eins og búast mætti við af verkfæri kommún- ista. Þá kvað Pietain að þeir, sem styddu De Gaulle í Frakklandi væru með því að grafa undan framtíð franska ríkisins. Þeir yrðu að koma virðulega en ekki fjandsamlega fram við setulið Þjóðverja, annars myndu þeir fá að kenna á því. Sagði Pietain að lokum, að Frakkland myndi aftur taka sína fornu stöðu með 1 þjóðanna, er Þjóðverjar hefðu sigrast á þeim hættum, 'er að Evrópu steðjuðu. — Reuter. Deilt um Montgomery Ward. Washington: — Tillaga um það að rannsaka töku stjórnar- innar á fyrirtækinu Montgo- mery Ward, var samþykt í einni af nefndum fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings. Er búist við að þetta verði samþykt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.