Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. apríl 1944. M 0 RGUNBLAÐIÐ Grein eítir höfund „Vinsælda og áhrifa“: GERÍÐ EKKI GYS AÐ BÖRNUNUM DAG nokkurn árið 1886 var5 lítill drengur svo niðurdreginn og auðmýktur, að hann vildi yfirgefa sveitaskólann, þar sem hann var við nám. — Hvers vegna? Vegna þess, að stærð- fræðikennari hans hafði kallað hann heimskan og skilnings- lausan og auðmýkt hann frammi fyrir fjelögum hans. — Þetta gerði hann af því, „að ó- mögulegt var að lemja hinum minsta skilningi á brotum inn í hans þykka haus“, eins og hann orðaði það. Eftir að drengurinn hafði mjólkað kýrnar um kvöld ið, heppnaðist móður hans að veiða upp úr honum hvað gerst hafði. Fjmir augum hans voru brot „tvær tölur, hver upp af ann- ari, með striki á milli“ — og ekkert meira. Til allrar ham- ingju hafði móðir hans einu sinni sjálf verið kenslukona. Hún fann því upp einfalda að- ferð til þess að skýra brotin, og gera þau lifandi og augljós fyr- ir hugskotssjónum hans. Hún ' skar epli í tvent, síðan í fjóra hluti, átti hluti og að lokum sextán hluti. Skilningsglampi kom í augu hans. Nú voru brotin honum ekkí lengur nein ráðgáta. Meira að segja vakn- aoi hjá honum áhugi á brota- reikningi. „Þú ert enginn heimskingi, sonur minn“, fullvissaði móðir hans hann um. „Þú getur orð- ið besti reikningsmaðurinn í bekknum þínum. Kryfðu mál- in til mergjar sonur sæll. Flest- ir hafa aldrei unníð yfirborðið. Reyndu að skilja orsakimar að hverju einu. Það er betra að læra eitt atriði til hlýtar en grauta í ótalmörgu. Eftir þetta leiðbeindi hún honum og hrósaði honum, þeg- ar hann leysti viðfangsefnin, en útskýrði fyrir honum, þeg- ar hann ekki skildi. Nú þótti honum gaman að stærðfræði, og áður en hann hafði lokið námi í æðri skóla, gat hann leyst skjótar úr stærðfræði- dæmunum en kennari hans gat skrifað þau á töfluna. Hann var nú orðinn svo fanginn af stærðfræðinni, að hann fór á vjelfræðinámskeið. Hver var þessi drcngur? NÚ ER hann einhver fræg- asti vjélaverkfræðingur heims- ins. Nafn hans er Willis H. Carrier. Hann uppgötvaði und- irstöðuatriði loftkælingarinn- ar og hóf hinn miltla loftþrýsti- tækjaiðnað — iðnað, er kann að hafa djúptæk áhrif á sögu menningarinnar. Uppgötvanir hans snerta jafnvel hitastig lík- | ama þíns. „En ef móðir min hefði ekki veitt mjer uppörfun og sýnt mjer þolinmæði og skilning, i hefði jeg hatað stærðfræði, og sennilega haldið áfram að mjólka kýr á búgarði föður míns í stað þess að fara til Cor- nell og leggja stund á vjela- verkfræði“, sagði Carrier eitt sinn við mig, er við sátum að hádegisverði í verkfræðinga- klúbbnum í New York. Jeg hefi skýrt frá þessu hjer EFTIR DALF. CARNEGIE til þess að sýna, hvernig það hátterni að auðmýkja barn og gera það hlægilegt frammi fyr- ir öðrum böriium og skapa hjá því þá tilfinningu, að það sje heimskt, getur verið einhver auoveldasta leiðin til þess að skapa hjá því varanlega minni- máttarkend og eyðileggja líf þess. Skiftir engu máii, hvort slíkt er gert í skólánum eða á heimilinu. Auðmýking hefir gsrt mcnn að gíæpamönnum. MJER var meinilla við gamia latínukennarann minn. því að hún auðmvkti mig með því að lesa latnesku málfræðivillurn- ar mínar upp fyrir öllum bekknum og ieggja áherslu á skyssur mínar og fáfræði. Þessi kenslukona var ráðln til þess ao hjálpa mjer, en það eina sem hún afrekaði, var að særa mig. Hún drap hjá mjer alla löngun til þess jafnvel að reyna að læra nokkurt erlent tungumál. Mörgum árum síðar dvaldi jeg í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Ungverjalandi og Austurríki í næstum fjögur ár samfleytt, en þó lærði jeg ekki neitt af tungumálum þessara þjóða. Jeg blygðaðist mín fyr- ir að verða að játa það, að jeg dvaldi í Ungverjalandi í sex mánuði, en lærði aðeins þrjú orð í ungversku. — Sennilega hefði viðhorf mitt til íungu- málalærdóms reynst allt ann- að, ef jeg hefði haft latínukenn ara, sem uppörfaði mig í stað þess að gera mig hlægilegan. „Það er blátt áfram glæp- samlegt að gera börn hlægi- leg“, sagði Dr. Alfred Adler í hinni ágætu bók sinni „Skiln- ingur á mannlegu eðli“. „Ahrif auðmýkingarinnar vara í sál barnsins og koma fram í venj- um þess og athöfnum á full- orðinsárunum". Margir drengir hafa orðið glæpamenn, ekki af því, að þeir væru í raun og veru illa innrættir, held.ur af því, að þeir voru auðmýktir í skóla. •—- Til þess að reyna að hefja sig uf>p á öðrum sviðum, urðu þeir verstu prakkaramir í skóla.i- um. Síðar kom sniáþjófnaður, bílþjófnaður, morð og að lok- I um rafmagnsstóllinn. j Fangavörður skýroi mjer frá | því, að hann hefði sjeð láta i lífið í rafmagnsstólnum menn, i sem sennilega hefðu orðið vel- i metnir og löghlýðnir borgarar I þjóðfjelagsins, ef þeir hefðu verið uppörfaóir og þeim hjálp að til þess að finna til gagn- j serni sinnar á einhverju nyt- I sömu sviði þjóðlífsins; í stað I , N þess að vera gagnryndir og hæddir. Gerið ekki gys að hugmyrtdum barnanna. EKKI ÞARF barn opinber- lega að hafa verið lítilsvirt til þess að framtíð þess sje spilt. Það er hægt að gera með því einungis að hlæja að barnslég- um áhugamálum þess. — Árið 1902 var t. d. 10 ára gamall drengur .í Ohio í Bandaríkj- unum, sem skrifaði ritgerð, þar sem hann rjeðist á skoðanir sjerfræðinga á því, hvers vegna sumir fílar hefou þrjár tær en aðrir fimm. Þegar móðir hans las ritgerðina, langaði hana til að hlæja, en hún gerði það ekki. Hún reyndi að setja sig inn í barnalegar hugmyndir hans og hjálpa honum til þess að vinna að þeim. „Ef þú hefðir hlegið að mjer þá, mamma“,_ sagði drengur þessi 3S árum síðar, „þá hugsa jeg, að þú hefðir gert út af við alla löngun hjá mjer til rann- sókna". Nú er drengur þessi einn mesti vísindamaður, sem nokkru sinni hefir uppi verið í heiminum. Nafn hans er Art- hur Compton. I bókinni „Who is who“ (hver er maðurinn), er eytt um það bil þriðjung blaö- siðu með smáu letri til þess að skýra frá merkum afrekum hans. Hann hefir hlotið lær- dómsnafnbætur frá fjórtán há- skólum. Háskólinn i Chicago varði 650,000 króna til þess að búa út efnarannsóknastoíu, þar sem hann gæti haldið áfram rann- sóknum sínum á geimgeislum (cosmic rays). Árið 1927 hlaut hann Nobels verðlaunin, og cr það mesti heiður, sem nokkrum vísindamanni getur hlotnast. Og samt lýsir hann því yfir nú, að líf hans kynni að hafa orðið á allt annan veg. ef móðir hans hefði hlegið að barnsleg- um hugmyndum hans um fíla með þrjár tær. Minstu þess, að óvarkár hlátur eða eitt aucmýkjandi orð getur breytt örlögum barns ins þíns. William heitinn Phelps, fræg ur og vinsæll háskólakennari við Yale-hháskóla, sagði mjer, að eitt sinn hefði hann verið talinn á það, gegn betri dóm- greind, að gagnrýna harðlega nokkrar smásögur, sem stúdent arnir höfðu ritað í tímarit skól- 1 ans. „Verið ákveðinn. Það mun Spaðalausa orustuflugvjelin Fyrir skömmu var skýrt frá því í frjettum bandamanna, að verkfræðingar hefðu fundið upp flugvjel,,'sem væri spaðalaus. Upphafsmaður þessarar nýju flugvjelategundar heitir Frank Whittle og er flugliðsforingi í breska flughernum. — Myndin hjer að ol'an er teikn- ing af spaðalausri flugvjel, bygð á ábyggilegum heimildum, en bandamenn hafa cmi ckki birt ínyndir af þessari nýju fl ugvjelategund sinni. verða þeim til góðs“, sagði rit- stjórinn, í næsta hefti tímarit.sins gagnrýndi prófessorinn svo sögu, sem vondjarfur og ó- reyndur höfundur hafði ritað. „Höfundur sögunnar kvartaði ekki“, sagði prófessor Phelps, „en einn \úna hans frúði mjer fyrir jþví, að harðýðgisleg hrein skilni mín hefði sært hann djúpt. — Hann kvaðst aldrei mundi skrifa framar. Árás min hafði eyðilagt hjá honum alla löngun og alla von og metnað. Hann var tilfinninganærnur, varð hart úti í lífinu og skorti sjálfstraust. Nokkrum áruni síðar skaut hann sig í örvænt- ingu. Með sárri iðrun varS mjer hugsað til þess, að það eina, sem jeg hafði fyrir hann gert á hinni stuftu æfi hans, var að bæta við þjáningar hans. —■ Það var að vísu ekki ritsmíð hans, sem hægt var að lofa en jeg gæti þó að minsta kosti hafa hrósað viðleitni hans. Jeg hefi ofí verið að velta því fyrir mjer, hvort ekki hefði verið auðið að fá pilt þenna ti'l þess að halda áfram tilraunim sínum, ef jeg hefði reynt að hvetja hann í stað þess að gera lítið úr honum“. Við bókmentanám mitt varð jeg mjög undrandi, er jeg komst að því, að jafnvel sniil- ing^ar eins og Tennyson, Hardy og Iíenry James tóku gagnrýni ákaílega r.ærri sjer. Þeir meira ao segja viðurkendu það, að ein gagnrýnisummæli særðu þá meir en þeir gleddust við tíu lofsyrði. Flest okkar eru stöðugt nið- ursokkin i eigin hugsanir og eigin þarfir, svo að þegar viCi brjóíum okkur leið gegnum hin ,ar margbrotnu hugsanir flækj- ur þjóðlifsins, veitum við oft stærri sár en við hefðum gert, þótti við hefðum rekið olnbog- ann i auga einhvers“. Betra er að vera særður líkam- lega en andlega. GENE TUNNEY er prófessor Phelps sammála. Og Gene ætti að hafa reynsluna. Árið 1925 barðist Gene við Ermino Spalla. Spalla var Evrópumeist ari í þungavigt, en þó var söng- listin mesta hugðarefni hans. Spalla æfði jafnvel bariton- söngva eftir Verdi og Puccini, þegar hann var að æfa sig und ir kappleiki sína, og ljek hljóm þlötur með Caruso og Titta Ruffo. Nokkrum árum síðar fjekk Spalla mikið lof, þegar hann í Scalaóperunni í Milano söng , Amanasro" úr „Aida“ eft.ir Verdi. Þegar Gene baröist við Spalla, bar hann ekki aðeins sigur af hólmi, heldur batt hann með öilu endi á frsma Spalla á hnefaleikasviðinu. — „Sennilega hefi jeg gefið Spalla þau þyngstu högg, sem jeg hefi nokkru sinni barið'f, sagði Tunney. ..Þessi högg meiddu Spalla mjög, en hann erfði það ekki við mig. Við hjeldum á- fram að vera góðir vinir, en ef jeg hefði faríð niðrandi orðum Pramh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.