Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. ap/.íl 1944. „Hvað er að þjer“? spurði Hilda. „Ertu kvefaður?" „Já-já, líklega. Jeg hefi verið veikur í allan dag. Bi'jefið? Hvaða brjef?“ „Brjefið, sem Sophia frænka skrifaði mjer daginn sem hún dó“, svaraði Hilda. „Þú veist ósköp vel, að jeg hefi það ekki. Það var í vasa Frank Vaughans þegar hann „Þegar hann var drepinn“, tók'Hilda kuldalega fram í fyrir honum. Ástand Thomasar er í rauninni aumkvunarvert, hugs- aði Hilda með" sjer, þegar hún virti hann fyrir sjer, ef hún hefði verið í því skapi að aumkva hann. Hanrr var blá-hvítur í framan. Ef til vill væri hann með sama hjartasjúkdóminn, og Sophía frænka. Það væri svo sem ekki það versta. Sem nán- asti ættingi .... „Drepinn?“ Það var varla meira en hvísl. „Var hann drep inn? Hefir líkið fundist?“ „Ekki eftir því, sem jeg best veit. En vitanlega var hann drepinn. Hann hafði fengið geysihá ómakslaun, ef hann hefði unnið mál mítt — og hann hefði áreiðanlega unnið það — en ekkert, hefði hann tapað því“. „Ef til vill“. — Masson greip utan um stólarmana. — Ef til vill hefir hann látið múta sjer til þess að selja". Hilda hló kuldalega. , „Gerði hann það?“ „Hvað áttu við? Hvernig ætti jeg að vita það? Auðvitað veit jeg ekkert um það“. „Hafi hann selt, hefir hann ekki selt neinum öðrum en þjer.. Þú ert eini maðurinn, sem gæti haft nokkurn áhuga á því að kaupa“, svaraði Hilda. „Nei, nei, auðvitað seldi hann ekki. Það er alveg rjett hjá þjer, góða mín“. „Ef hann hefir ekki selt“, sagði Hilda þurrlega, „hlýtur hann að hafa verið myrtur. Og jeg vil fá brjefið“. „Jeg hefi það ekki“. Röddin varð biðjandi. „Jeg segi þjer alveg satt, jeg hefi það ekki“. „Jeg hefi engan áhuga á gjörðum þínum, Thomas", sagði Hilda rólega. „Ef þú vilt ganga um og myrða fólk, eða láta myrða þá fyrir þig ....“. „Ó, guð minn góður!“ þá kemur mjer það ekkert við. Ef þú vilt láta mig fá brjef- ið, get jeg sagt, að jeg hafi feng- ið það nafnlaust í póstinum, og jeg segi engum sannleikann". ' „ Jeg hefi það ekki ....“. „En ef þú heldur áfram að neita, á jeg ekki annars úrkosta, en fara til lögreglunnar, og á- kæra þig fvrir að hafa haft hönd í bagga með hvarfi Vaughans“. „Jeg sver, að jeg hefi ekki brjefið, Hilda. Jeg hefi ekkert sjeð af þvi, nema afritið, sem þú sendir mjer. Jeg get ekki gert að því, þótt þú trúir mjer ekki, en þetta er satt“. Þau horfðust í augu dálitla stund. Fyrirlitningarbros ljek um varir Hildu. , „Það liggur við, að jeg trúi þjer. Þú ert of hræddur til þess að geta logið“. Hún stóð upp og gekk út að glugganum og horfði dálitla stund út á götuna. Það hefði hún ekki átt að gera, því að á meðan fjekk frændi hennar tækifæri til þess að ná sjer aftur. Þegar hún snjeri sjer við aftur, brosti hún lítið eitt. „Þótt jeg táki þessa staðhæf- ingu þína trúanlega, Thomas, mun enginn annar trúa því. Og jeg ætla að segja lögreglunni frá gruni mínum, ef þú ekki lætur mig fá minn hluta af arfinum“. Thomas hló, skrítnum, þurrum hlátri. „Vertu ekki að gera þig hlægi- lega“, sagði hann. „Þú gleymir þeirri staðreynd, að iögreglan hefir mjög sterkar sannanir gegn Stellu Vaughan. Þeir halda — og "þeir hafa án efa rjétt fyrir sjer - að hún hafi drepið Frank Vaughan. Ef því er þannig farið, hefir brjef þitt verið eyðilagt á- samt fötum hans og öðru, sem honum tilheyrði. Þú varst ó- heppin þar — og þó, ef til vill heppin. Ef lögfræðingur minn hefði getað sannað, og það hefði hann áreiðanlega getað —. að brjef þetta væri uppspuni einn, hefðir þú verið sett 1 fangelsi fyrir fölsun — eða jafnvel glæp- samlegt samsæri“. Hilda skalf af reiði. „Þú veist vel, að brjefið var ekki uppspuni, og alt, sem í því stóð, var satt“. En Thomas Masson brosti að- eins. „Kæra Hilda mín, það er eng- um efa bundið, að Sophía frænka dó eðlilegum dauðdaga. Þú ættir, held jeg, að leita ráða hjá lögfræðing áður en þú ferð til lögreglunnf>r“. „Þakka þjer fyrir, en jeg þarf engar ráðleggingar frá þjer“. ★ Þegar Hilda kom heim til sín, beið Ted Lassiter þar eftir henni. Þegar hann sá hana, spurði hann strax: „Hvað er að?“ „Jeg var rjett að koma frá því að heimsækja Tom frænda“. Hún tók af sjer hattinn og hanskana og fleygði á borðið. „Náðu mjer í eitthvað að drekka, í guðs bænum. Nú er öllu lokið fyrir mjer!“ Ted horfði á þreytulegt and- lit hennar dálitla stund. Síðan gekk hann að skenkiborðinu úti í horninu, helti viský í glas og færði henni. Hún hvolfdi í sig úr glasinu. Síðan sagði hún: „Jeg ætla ekki að giftast þjer, hversu hrærð sem jeg er af tilboði þínu um að gera mig að heiðarlegum kvenmanni nú, þegar jeg á ekki túskilding“. „Heldur þú að jeg sje einhver bjáni?“ „Nei, jeg veit vel að þú ert það ekki, þessvegna skil jeg ekki „Jeg er vitlaus í þjer. Þú veist það“. „Þú myndir vera vitlaus í hvaða kvenmanni sem væri, ef hún aðeins væri klædd á rjettan hátt og sæist á rjettum stöðum". „Ef til vill. En það vill nú svo til, að það ert þú, og engin önn- ur. En jeg er ekki svo vitlaus, að jeg vilji giftast þjer með þær tekjur, sem jeg hefi. Þú ert vön miklu“. „Þú ert hreinskilinn", svaraði Hilda. „Já, því ekki það? Þú myndir ekki trúa mjer, þótt jeg reyndi annað“. „Nei, sennilega ekki“. „En myndirðu giftast mjer, Hilda, ef jeg segði þjer, hvern- ig þú gætir sigrað Thomas Mas- son?“ Hún starði á hann. „Um hvað ertu að tala?“ ' „Jeg spurði þig spurningar“. „Ó! Já! Auðvitað myndi jeg giftast þjer. Jeg myndi giftast sjálfum fjandanum, ef hann segði mjer það“. Ted glotti. „Þú ert óspör á blótsyr.ðin“, sagði hann. „Jeg held að þú sjert, svei mjer þá, eitthvað skyldur hon- um“, sagð; Hilda. „En segðu mjer þá, hvernig jeg get sigrað Tom Masson?“ 24. KAPÍTULI Giles og Stella Redfern sátu og borðuðu morgunverð á svölun- um fyrir utan íbúð þeirra á Hó- tel Evrópa í Antibes. Yeðrið var himneskt. Fyrir neðan þau á bað ströndinni, úði og grúði af börn- um og fullorðnum í marglitum baðfötum. Og svo sást i Miðjarð- arhafið, dimmblátþ undir sól- glitrandi himninum. Giles tók hönd Stellu og spurði: „Hvað eigum við að gera í dag? Synda meðfram strönd- inni? Svo gætum við farið til Monte Carlo í kvöld“. „Eg get ekki að því gjört“, svaraði Stella, „að mjer finnst jeg hálfpartinn vera eins og dæmdur glæpamaður, sem boðið hefir verið til hinstu máltíðar. Fáum við að fara nokkuð í kvöld?“ „Já, jeg hugsa það. Þeir verða dálítinn tíma að ákveða, hvað þeir eiga að gera við okkur“. Tryggur og Otryggur Ævintýr eftir Jörgen Moe. „Sjeð hefirðu mig nú samt“, sagði Tryggur. „Það varst þú, sem barðir mig, svo jeg misti sjónina, fyrir ári síðan. Ótryggur heitirðu og ótryggur ert þú, það sagði jeg þá og það segi jeg enn, en þú ert nú bróðir minn samt og þessvegna skalt þú fá nógan mat, og svo geturðu farið að linditrjenu, sem jeg sat í í fyrra. Og ef þú færð þar að heyra eitthvað, sem er þjer til góðs, þá mun það gleðja mig“. Þetta þurfti ekki að segja Ótrygg tvisvar. Ef Tryggur hefir haft svo mikið gagn af því að sitja í trjenu, að hann er orðinn konungur yfir hálfu ríki, — og það bara síðan í fyrra, — þá, — hugsaði hann og lagði af stað til lindi- trjesins, þegar er hann var búinn að fá sig saddan. Þegar hann kom að trjenu, klifraði hann upp í það, og ekki hafði hann setið þar lengi, uns kvölda tók og dýrin komu að trjenu, því aftur var komin Jónsmessunótt. Og þau átu og ljeku sjer aftur undir trjenu. Þegar þau voru orðin södd, stakk refurinn upp á því, að dýrin skyldu segja sögur, og þá fór nú Ótryggur að leggja við hlustirnar. En björninn var reiður, hann urraði og sagði: „Það hefir ein- hver sagt frá því, sem vtð vorum að tala um í fyrra, og þessvegna skulum við þegja yfir því, sem við vitum ura núna“. Og svo kvöddust dýrin og hjeldu hvert sína leið, og Ótryggur fjekk ekkert að vita. Og það var vegna þess að hann hjet Ótryggur og bar nafn með rjettu. Endir. Ófríðd konungsdóttirin Ævintýr eftir Jörgen Moe. 1. EINU SINNI voru konungur og drottning, sem engin börn áttu og það þótti drottningunni mjög leitt, svo slæmt, að hún leit varla glaðan dag. Og alltaf var hún að kvarta og kveina um það, hve eyðilegt væri í konungshöllinni, og dauft, þegar þar væri ekkert barn. „Ef við bara ætt- um börn, þá skyldi verða hjer líf og fjör“, sagði hún. Alls staðar þar sem hún fór um ríki sitt voru einhver ókjör af börnum, jafnvel í fátæklegustu hreysum, og hvar sem hún kom, heyrði hún mæður barnanna vera að skamma litlu skinnin. Nú höfðu þau aftur gert þetta og hitt af sjer. Og það fannst drottningunni gaman að heyra, — ja, það var ekki trútt um að hana langaði líka til þess að gera slíkt. Húsbóndinn: — Dýrtíðin helst. Við verðum að spara. Nú kaupir þú aðeins ódýra kjóla. Húsfreyjan: — Þakka þjer, vinur minn, jeg skal kaupa tvo á morgun. ★ Móðirin: — Mundu nú eftir því, Pjetur, að þvo þjer um i hendurnar áður en gamli frændi kemur. Pjetur: En ef hann skyldi nú ekki koma? ★ Frúin: — Læknirinn segir að jeg eigi að ferðast mjer til heilsubótar. Hvert á jeg að fara? Maðurinn: —• Til annars læknis. ★ Vinnukonan: — Hjer er kom inn maður, sem vill fá að tala við prófessorinn. Prófessorinn: —- Segið hon- um eins og jeg hefi sagt yður, að jeg sje á ferðalagi. Vinnukonan: — Jeg sagði honum það, en hann vildi ekki trúa því. Prófessorinn: — Jæja, þá verð jeg að fara og segja hon- um það sjálfur. ★ Gjaldkerinn: — Jeg hefi gert ráð fyrir að fá kauphækkun um nýjár. Húsbóndinn: — Þar hefir yður misreiknast, og jeg get ekki notað gjaldkera, sem reiknar skakkt. ★ Fáum þótti neitt varið í skáldskap skáldsins nema hon um sjálfum. Hann greip því hvert tækifæri sem gafst, til þess að lesa upp kvæði sín. Svo var það einu sinni í stóru sam- kvæmi, að hann las upp nokk- ur kvæði, en fann, að áheyr- endur tóku þeim heldur þur- lega. Hann mælti því gremju- lega að lokum: „Jeg hef ákveðið, að kvæði þau, sem jeg á heima, megi ekki birtast fyrr en jeg er dauð ur“. Þá hóf einn gestanna glas sitt og hrópaði: „Lengi lifi skáldið“. Það var í litlu þorpi, að eld- ur kom upp um kvöld og slökkviliðið var kvatt á vett- vang. Þegar það kom á bruna- staðinn var þar svo mikill reyk ur, að ekki sá í húsið, sem var að brenna. Slökkviliðsstjórinn kveikir þá í pípu sinni og segir : „Við verðum að bíða eftir að þessi reykur minki dálítið, svo við getum sjeð, hvað við eig- um að gera“. — Mjer er sagt að konan þín hafi hlaupist á brott með taíl— stjóranum þínum. — Það er rjett, en það sak- ar ekki svo mjög. Hann átti hvort sem var að fara um mán- aðamótin. Gamall bókari: -— Mig dreymdi í nótt, að húsbóndinn gaf mjer 100 krónur í tilefni af því, að jeg hefi nú verið hjá honum í 20 ár samfleytt. Húsbóndinn: — Nei, er það satt, blessaðir njótið þjer þeirra vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.