Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 30. apríl 1944 9bvantib(ð)>i !l | .a» L§r Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, * Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Nýjar viðskiftah ömlur EKKI VERÐUR annað með sanni sagt en að okkur íslendingum hafi vel tekist með að sjá landinu fyrir nauð- synjum þau 4!,4 ár, sem styrjöldin hefir staðið. Við höf- um haft nóg að bíta og brenna og erum sennilega, hvað þetta snertir, betur settir en fle'star aðrar þjóðir. Hinu má heldur ekki gleyma, að íslendingar hafa lagt sig mjög fram við framleiðslu matvæla fyrir þær þjóðir, sem selt hafa nauðsynjar til landsins. Miðað við fólks- fjölda er þessi skerfur íslendinga til sameiginlegrar bar- áttu hinna frjálsu þjóða, sennilega meiri en nokkurrar annarar þjóðar í veröldinni. Viðskiftaþjóðir okkar hafa nú fyrirskipað all víðtækar takmarkariir á innflutningi ýmsra nauðsynja til landsins og sett nýjar reglur í sambandi við innflutninginn, sem verða mjög erfiðar í framkvæmd. Frá þessu er nánar greint í viðtali við dr. Odd Guðjónsson, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Við vitum vel, að þessar ráðstaf- anir eru ekki gerðar af illum hug til íslensku þjóðarinnar, heldur er það styrjaldarástandið, sem þessu veldur. Við íslendingar getum ekki heimtað af viðskiftaþjóðum okkar, að þær láti okkur í tje vörur ótakmarkað, enda aldrei verið fram á það farið. En um margar vörur er það að segja, að innflutningur þeirra er óhjákvæmi- legur, ef við eigum að geta haldið áfram að framleiða matvæli fyrir viðskiftaþjóðir okkar. Má þar sem dæmi nefna veiðdrfæri og ýmsar aðrar nauðsynjar tií út- gerðarinnar. Sú takmörkun á innflutningi þessara vara, sem átt hefir sjer stað að undanförnu, bitnar ekki ein- göngu á íslendingum, heldur einnig á viðskiftaþjóðum okkar, sem vafalaust hafa þörf fyrir þessi matvæli. Er það áht íslendinga, að viðskiftaþjóðir okkar hafi ekki, enn sem komið er, leyst þessi mál eins og skyldi. ★ Svo er það annað í sambandi við hina nýju skömtun á innflutningi ýmsra nauðsynja frá Ameríku, sem nauð- synlegt er að fá leiðrjettingu á. Okkur hafa verið ákveðnir vissir kvótar varðandi inn- flutning flestra vara. Þessir kvótar gilda yfirleitt fyrir ákveðið tímabil, ársfjórðung eða missiri. Takist okkur ekki að nota kvótana á tilsettum tíma, falla þeir (eða sumir þeirra) úr gildi og við missum af vörunni. Þetta er ekki sanngjarnt, eins og ástatt er með sigl- ingar okkar. Við höfum lítinn vöruskipaflota og langa leið að fara. Þetta fyrirkomulag hefir þegar orsakað það, að við höfum mist af kaupum dýrmætra nauðsynja. Getur það orðið mjög bagalegt, ef ekki fæst leiðrjett- ing á þessu. Við vonum, að okkar ágæta viðskiftaþjóð vestan hafs líti með skilningi á þetta atriði. Okkur gagn- ar vitanlega ekki að fá loforð um vörukaup, ef fram- kvæmdin er þannig, að við höfum enga möguleika á að notfæra okkur þau boð. ★ Hið breytta viðhorf í utanríkisversluninni skapar margskonar erfiðleika hjer heima og auknar kröfur til Viðskiftaráðs. Mestir verða erfiðleikarnir í byrjun, með- an verið er að hagræða starfinu í samræmi við hið breytta skipulag. En mestu varðar þó, að þjóðin sjálf taki með ró og stillingu, hverju sem að höndum ber. Við höfum fram að þessu getað gengið í búðirnar og keypt flest það, sem beðið hefir verið um. Við höfum ekki þurft að hafa skömtun á öðrum vörum en matvörum, kaffi og sykri. Með því höfum við losnað við mikið vafstur. Þótt minna verði af ýmsum vörum hjer eftir en hingað til, þarf almenningur engu að kvíða. Hann fær nóg í sig og á. En fólkið verður að sýna þegnskap, setja sjer þá ófrávíkjanlegu reglu, að kaupa aldrei meira af nauð- synjavöru en þörf krefúr, Ef fólkið fylgir þessari reglu, þarf aldrpj .áð.kaila á stjórnarvöldin til ýmiskonar ráð- stafana, sem aðrar þjóðir hafa orðið að grípa til, en við íslendingar verið svo lánsamir að vera lausir við. Lengstur blaða- menskuferil! núlif- andi fsiendinga ÁRNI ÓLA, auglýsingastjór Morgunblaðsins, er sennileg. sá núlifandi íslendingur er lengst hefir verið fastu. starfsmaður við blaðaútgáfu. Hann var ráðinn við ritstjórr Morgunblaðins áður en blaðic hóf göngu sína, í nóvembei byrjun 1913; var þá fyrix nokkru útskrifaður úr Verslun- arskóla íslands. Síðan eru liðin 30 ár og 6 mánuðir. En hann hvarf frá blaðinu í nokk- ur ár. Og telst honum svo til, að hann hafi um þessar jnundir starfað við Morgunblaðið í 25 ár samtals, við ritstjórnina í nálega 18 ár, en síðustu árin sem auglýsingastjóri. I millitíð- inni, meðan hann var ekki starfsmaður Morgunblaðsins, var hann um skeið ritstjóri Dagblaðsins. Um langt skeið skrifaði Árni meira af lesmáli Morgunblaðs- ins en nokkur annar. Svo var t. d. öll styrjaldarárin fyrri. En á þeim árum ávann blaðið sjer þeirrar hylli, sem fjölbreytt frjettablað, er varð staðgóður grundvöllur undir útgáfu þess. Hann er, sem kunnugt er, verkmaður með afbrigðum, yið hvert það starf, er hann tekur sjer fyrir hendur, málamaður góður og ritfær í besta lagi. Hann aflaði sjer snemma víð- tækrar mentunar, sem hefir komið honum að miklu gagni í blaðamensku hans. En mest hugðarefni hans eru saga þjóð- arinnar og lýsing landsins. Er Árni kom að ritstjórn Morgunblaðsins í annað sinn, var fyrir nokkru byrjuð útgáfa Lesbókarinnar. í mörg ár var penni hans drýgstur við útgáfu hennar. Ritaði hann þar á ári hverju fjölda greina, bæði frumsamdar og þýddar, en frumsömdu greinar hans voru langflestar um þjóðleg efni, er hann ýmist tók saman eftir fornum heimildum safnanna, ellegar reit af vörum manna. En þegár hann átti þess kost að hverfa frá daglegu annríki ritstjórnarinnar og komast eitt- hvað út í guðsgræna náttúruna, brást það ekki, að hann hafði í pokahorninu er heim kom góð ar greinar um sitthvað er borið hafði fyrir augu hans og eyru. Þessa dagana er að koma út greinasafn eftir hann, sem flestar eru teknar úr Morgun- blaðinu og þó einkum Lesbók- inni. Hefir hann sjálfur búið þær undir prentun og lagfært að einhverju leyti í síðari1 út- gáfunni. í'ramh. á 8. síðu. vv%M*‘vv% uéar" w— . y Hættulegt brask. MEÐ SÍÐUSTU Ameríkuskip um komu hingað til lands 6 smá- lestir af amerísku smjöri. Því mun vera fagnað almennt í smjörvandræðunum. Það er full yrt, að kílóið af þessu ameríska smjöri kosti ekki nema 8 krónur kílóið, hingað komið en útsölu- verð þess í verslunum hjer í bæn um er kr. 21.50. Ekki er þess getið hvert ágóðinn rennur, en víst er að hann fellur ekki þeim í skaut, sem sjá um dreifinguna. Sölulaunin voru ákveðin það smánarleg, að kaupmenn og kaupfjelagið sáu sjer ekki fært að taka smjör til sölu. Ekki hefir verið gefin út nein -eglugerð um skömtun á smjör- inu og mun því fara, sem svo oft áður, að þeir, sem duglegastir eru að útvega sjer smjör og hafa bestar geymslur til að geyma það, fá mest, en hinir lítið eða skkert. En það er braskið, sem hættu- legast er í þessu smjörmáli. Það er alkunna, að ófriðarþjóðirnar hafa meira en nóg við sitt feit- meti að gera og ekki síst smjör, sem er stranglega skamtað. Það er því af hreinni greiðasemi við okkur íslendiga, að við skulum fá keypt erlent smjör. En ætli erlend yfirvöld, sem með þessi mál fjalla, þyki ekki undarlegt, að smjörið, sem þeir leyfa að flutt sje til íslands, skuli vera gert að braskvöru. Er ekki hætta á, að erlendir menn kippi að sjer hendinni og hugsi sem svo, að óþarfi sje að senda íslendingum smjör.til að braska með? ★ Strætisvgnar. STRÆTISVAGNARNIR hjer í Reykjavík eru orðnir svo veiga- mikill þáttur í bæjarlífinu, að þeir verða taldir til nauðsynja. Þetta er eðlilegt. Bærinn er bygð ur á svo stóru svæði, að hjá mörg um mönnum eru margir kíló- metrar milli vinnustaðs og heim ilis. Flestir þessara manna reiða sig á ferðir strætisvagnanna og það hefir yfirleitt gefist vel. Það yrði heldur en ekki vand- ræði, ef ferðir strætisvagnanna yrðu stöðvaðar allt í einu. Hundr uð manna myndú ekki komast í vinnu sína í tæka tíð, börnin kæmust ekki í skólana o. s. frv. Strætisvagnarnir , eru yfirleitt vel' reknir. Þeir eru oftast nær stundvísir, enda er það nauðsyn- legt. En þeir eru yfirfullir svo að segja í hverri einustu ferð og sýn. ir það best þörfina fyrir ferðirn- ar. Menn eru smátt og smátt. að komast upp á að ferðast með strætisvögnunum. — Það vildi brenna við hjer á fyrstu árunum eftir að srætisvagnarnir hófu ferðir sínar, að menn tóku þetta sem einkavagna. Kölluðu á bif- reiðastjóra að nema staðar, þó ekki væri á ákveðnum stöðvun- arstað, gættu þess ekki að hafa smápeninga við hendina, en töfðu bifreiðarstjórana með því að láta þá skifta seðlum, og fleira og fleira. -ir Farþegar strætis- vagnanna. ÞÓ ENN KOMI fyrir einstök atvik, sem sýna að farþegar ! strætisvagnanna hafa ekki allir j skilið, að strætisvagnar eru al- I mennings vagnar en ekki einka- bílar, þá má segja að farþiegar „kunni“ nú orðið áð ferðást iniéð strætisvögnum. * Einu hefi jég þó tekið1 pftir, sem mætti lagfæra og það er, að iarþegar færi sig aftur í vögnun um þegar fullt er. Mönnum hætt ir við að koma inn úr dyrúnum . að framan og standa eins ná- lægt þeim og þeir geta. Þegar svo kemur að næsta stöðvunar- stað ætla menn að þyrpast út um framdyrnar, en það veldur trufl- un vegna nýrra farþega, sem eru að koma inn í vagninn. Það er ætlast til, að fárþegar fari út um afturhurðina, enda auglýst greinilega í öllum vögnum. Það er því góð regla, að far- þegar strætisvagnanna flytji .sig strax eins aftarlega í vagninn og frekast er unt. 4r Hörfað samkvæmt áætlun. EN ÞAÐ ER EKKI aðeins hjer í Reykjavík, sem strætisvagnafar þegum* hættir við að halda sig fremst í vögnunum, til óþæg- inda fyrir sjálfa sig og vagn- stjóra. Það sannar eftirfarandi saga frá Osló: Strætisvagnastjórar frá Osló áttu í sífeldu stríði að fá farþeg- ana til að flytja sig aftur í vagn ana og þeir voru vanir að kalla við, þegar orðið var yfirfullt frammi í vagninum: „Gjörið svo vel að færa ykkur aftur“. Nú. hafa þeir breytt til ný- lega, og kalla eftirfarandi upp- hrópun til farþeganna, einkum þó ef þýskur hermaður skyldi vera meðal farþega: „Gjörið svo vel að hörfa aftar samkvæmt áætlun". Þetta hefir hrifið betur en nokkuð annað, sem vagnstjórar hafa hingað til reynt. ★ Stóru bílarnir af aðalgötunum. VEGFARENDUR hjer í bæn- um hafa töluverðar áhyggjur af hinni miklu umferð á götum bæjarins. Það er því ekki óeðli- legt þó menn hugsi um hvernig hægt sje að gera umferðina auð- veldari og hættuminni. Allir kannast við umferðarhnútana við götuhorn bæjarins, einkum um hádegið. Stundum komast menn ekki leiðar sinnar í 2—3 mínútur vegna ]iess að umferðin er komin í öngþveiti. Oft stafa þessir umferðahnút- • ar af því, að gríðarstórir vörubil ' ar teppa alla umferð. Væri ekki hægt að heina þessum stóru : vörubílum inn á aðrar götur, en aðalgötur bæjarins, þó ekki væri t. d. nema um hádegið og um 6 leytið á kvoldin þegar .umferðin er mest í miðbænum. Bandaríkjaherinn gerði þetta i fyrra. Hinum stóru amerísku vörubílum er bannað, að fara um helstu umferðagötur inni í bænum,. Þeir verða'að fara pft- ir. Hringbrautinni og Skúlagöt- unni, Þeir komast leiðar sinnar ' fyrir því. Sambandsþing S.Í.B. S. verður 6. maí . 4. SAMBANÐSÞING Sam- hands ísl. berklasjúklinga hefst.6. maí n. k. Verðu;' þing ið haldið að Vífilsstöðum og stendúr 6. og 7. maí. 30 til 40 íulltrúar frú hin- uin ýmsu sariibönduva sa m- bandsins munu sitja þingið. Ifelstu mál, er þingið fjall- af um vérður Vinnuhaimilis- málið, en auk hiii verijvlegri þingstörf', m. a. kosriíng sti.un ar sambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.