Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 7
.Sunnudagur 30. apríl 1944 MOEGUNBLAÐIf) Tígulkóngarnir. FRAMSOKNARMÖNNUM verður skrafdrjúgt um hið ný- afstaðna flokksþing sitt. Rit- stjórn Tímans heldur því fram, ao vikurnar fyrir þíngið hafi andstæðingar Framsóknar- manna ekki talað um annað meira, en þetta þing. En þetta er vægast sagt, mjög orðum aukið. Margur heldur mig sig, seg- ir máltækið. Af þessari skyn- villu ritstjórans verður ráðið, hve spenningur FVamsóknar- manna hefir verið mikill fyr- ir þingið um það, hvort flokk- urinn klofnaði, eða mönnum lukkaðist að halda honum sam- an. Það voru tveír tigulkóngar komnir i spilið. Og þá getur altaf verið á ýmsu von. Gamla fólkið vildi helst losna við ,,aukakonginn“ af höndum sjer. En hann rjeði því sjálfur, hvort hann hyrfi eða ekki. Og eins fór hjer. Hann er enn meoal trompanna í Framsókn- arvistinni, og fer hvergi, hvað sem hann er hundsaður og skammaður, bæði í bak og fyr- ir, þó Framsóknarmenn „meti hann að verðleikum" eins og Þórarinn kemst að orði í blaði sínu. En „matið“ á stofnanda flokksins er það hjá flokks- stjórninni, að hann er ekki þess verðugur að fá að skrifa staf í aðalmálgagn flokksins, Tím- ann, sem verið hefir persónu- legt málgagn hans í aldarfjórð- ung. Það er ekki furða, þó Fram- sóknarmenn hrósi happi eftir þing sitt og dáist að því, hve ,,viðloðunin“ er sterk hjá gamla rnanninum. Er nokkuð hinum megin. FRAMSÓKNARMENN nefna því nær aldrei flokk sinn, hyorki í raéðu nje riti, nema koma því „spakmæli“ að, að þetta sje „miðflokkur“ í stjórn- málum landsins. — Þeir raða landsfólkinu í hugamnn, sitt til hvorrar handar við sig, eftir því, sem þeim sýnist, til þess að „taka sig sem best út“, á þeirri augnabliksmynd af þjóð- inni, sem er ekki annað en hug arfóstur þeirra. En vegna þess, að þeir þykj- ast vera hinn dásamlega lipri ,.mið“-flokkur, þykir þeim sjálfsagt, að geta samið jafnt við alla flokka I landinu, eða „hvem þann stjómmálaflokk eða fulltrúa, sem er löglega kos inn“. Framsóknarsnekkjan huldi sig reykskýi, eins og fyrri dag- inn, til þess að ekki yrði sjeð hvert hún stefndi. En reykskýið var ekki nægi- lega öflugt. — Siglutoppurinn stóð upp úr. Og þar sást í fán- ann. Á hann er þetta letrað. Landinu sje skift í einmenn- ingskjördæmi! Allir þingmenn kjördæma kosnir. Burt með uppbótarþingmennina’ Niður með þá lýðræðishugsjón, að þingið sje sem rjettust mynd af þjóðarviljanum! Með þetta merki hæðt við hún siglir flokkurinn, sem kall ar sig „miðflokk“ út í farvötn framtíðarinnar. En mönnum verður á að spyrja: — Hverjir skyldu þeir þjóðfulltrúar vera, /og hverjir kjósendur, er skipa sjer greinilegar undir merki aft urhalds en þeir, sem þessa sam þykt gera? REYKJAVIKURBRJEF 29. apríl Hverjir, aðrir en heittrúuð- ustu Framsóknarmenn vilja gefa hinu íslenska lýðveldi þá morgungjöf, að þjóðin snúi baki við því, að þingið sje sem rjettust mynd af þjóðarviljan- um. Þegar menn svipast eftir, hverjir það kunni að vera, sem sjeu handan við slíkt afturhald, er éðlilegt að menn spyrji: -— ,,Er nokkuð hinum megin“. Skorturinn. KOMMÚNISTAR hafa tekið sjer fyrir hendur, að því er þeir segja, að „útrýma skortinum“. Vandfundið göfugra verkefni. En menn kunna að vera mis- munandi trúaðir á, hvort þeim tekst þetta, með þeim aðferð- um, sem þeir enn hafa bent á. Þeir benda á fiskimiðin. Þau eru vitaskuld auðug, þó ekki sjeu þau óbrigðul, eins og met- aflinn sýnir best, þegar erlend- ar þjóðir hafa horfið af miðun- um í nokkur ár. Er skipunum fjölgar aftur, þá minkar aflinn. ,,Þjóðviljinn“ segir, að við þurfum í framtíðinni að „haga framleiðslustarfi voru innan- lands þannig, að einhver von sje til þess, að vjer getum full- nægt kröfum meginlandsmark- aðanns". Og enn fremur segir sama blað: „Við þurfum að geta veitt mikinn fisk, og selt alt, sem við framleiðum“. En til þess, að þetta megi takast, segir Þjóðviljinn, þurfa „önnur lönd að auka kaupgetu sina (t. d. látið fólk, sem ann- ars skortir mat, sakir kaupgetu leysis, geta keypt fiskinn okk- ar —) til þess að geta keypt vaxandi framleiðslu vora“. Þetta er allur vandinn í aug- um kommúnista. En þeir menn sem treysta því ekki, að aðrar þjóðir sjeu svo hugulsamar við okkur, að auka kaupgetu sína „eiga eftir að læra að hugsa sjer heiminn, sem eina heild“, segir Þjóðviljinn. Það kann að vera, að kom- múnistar telji það tregðu í hugs un, að við íslendingár sjeum ekki alment farnir að hugsa okkur heiminn sem eina heild. En einkenniíegir eru þeir menn sem sjá ekki nokkra brotalöm á þeirri heild; enn sem komið er. Og mikil má vera ofsatrú Þjóðviljamanna á kyngi hins skrifaða orðs, ef þeir halda að við getum sniðið verðlag á vinnu og framleiðsluvöru okk- ar eftir þvi, að viðskiftaþjóðir okkar geri okkur þann greiða, i endalok hinnar ægilegustu heimsstyrjaldar. að auka kaup- getu fólks síns, á rústum hrundra borga, upp í sama há- mark og hún er hjer á landi í dag. Ekki síst þegar högum okkar er svo háttað, að varan, sem við höfum að selja, er að miklu leyti tekin fyrir utan landhelgi okkar. — Kjarni málsins er þetta:*— Við þurfum að geta fullnægt kröfum viðskiftaþjóðanna, bæði með verð og vörugæði. # Annars er hætt við að við verð- um utan “gátta í þeifri allsherj- ar þj.óðasamvinnu, sem ýmsir menn láta sig dreyma um. — Nema við verðum þar sem nið- ursetningar og hreppsómagar. Þetta er raunveruleikinn sá sannleikur, sem enginn fær dulið, og jafnvel kommúnistar verða að skilja, þó það takist kannske ekki að opna þeirra sálarsýn fj*r en ^bölvaðar stað- reyndirnar" koma íil sögunnar. Scndiherraskifti. NÝLEGA bjrti Vísir fregn um það, að núverandi sendi- herra Bandaríkjanna væri á förum hjeðan. Er frjett þessi höfð eftir ameríska blaðinu „Washington Post". Mr. Leland B. Morris hefir verið sendiherra Bandaríkj- anna hjer á landi síðan í októ- ber 1942. Hann verður nú „am- bassadör“ Bandaríkjanna í Te- heran. En hinn tilvonandi sendi herra, sem á að vera hjer, heit- ir Louis Goethe Dreyfus, er nú í Teheran. Mr. Leland B. Morris sendi- herra hefir, sem fyrirrennai'i hans, Mr. Mc Veagh, aflað sjer mikilla vinsælda hjer á landi, er sjerstkur ágætismaður, geð- þekkur í öllum viðskiftum og Islendingum velviljaður í alla st.aði. Þó eigi verði di'egið í efa, að hinn tilvonandi sendiherra Bandarikjanna hjer, reynist sem fyrirrennarar hans, mun Mrs. Morris verða saknað er hann fer hjeðan, af öllum þeim, er hafa haft tækifæri til að kynnast honum. Fyrirmynd Þjóðverjanna. Þ. 29. ágúst 1943 var skyndi- lega úti um þann draum Þjóð- verja að Danmörk yrði fyrir- myndar-verndarríki þeirra, eins og þeir orðuðu það. í Dan- mörku ætluðu þeir að sýna, hve göfuglyndir þeir gætu ver- ið við hernumdar þjóðir, er sýndu þeim eigi opinberan mót þróa, sem nokkuð kvæði að. Að vísu voru þeir aldrei vel ánægð ir með Dani, skildu þá ekki, fannst þeir vera undarlegt fólk, að þeir skyldu ekki geta aðhylst anda og sál nasismans. Danir reyndu að lifa sínu lifi sem mest fyrir sig, skifta sjer sem minst af innrásarhern um, að mögulegt var, vernda menning sína, norrænan anda, andlegt frelsi sitt, þó þjóðin væri í fjötrum hernáms. Hinn andinn festi þar ekki rætur. Að því rak, að danskir föð- urlandsvinir og heitustu and- stæðingar nasismans treystu sjer ekki lengur að vera ao- gerðalitlir áhorfendur. Þeir hófust handa. Síðan hafa átök- in harðnað miíli nasista og Dana, og aldrei verið magn- aðri en síðustu viku. Um þessi miklu átök milli ,.herraþjóðarinnar“ þýsku og danskrar alþ.vðu talar Kiile- rich ritstjóri í Tjarnarbíó kl. 1 í dag, sunnudag. Merkilegur þáttur. Einn merkilegasti þátturinn í barattu hernaðarþjóðanna um skipastólinn og samgöngur á sjó fór fram vorið 1940, er Þjóð verjar reyndu, með öllum sín- um upphugsanlegu áróðursráð- um að fleka norskar skipshafn- um heim til Noregs eða til hlut lausra hafna, eftir að Þjóðverj- ar höfðu hernumið landið. Með aðstoð Breta komu Norð menn boðum til allra norskra skipa, hvarvetna um höf og hafnir, þar sem sú eindregna ósk var borin fram, að allir norskir farmenn, sem sigldu um höfin, skyldu ganga Banda- mönnum á hönd, og taka upp baráttuna gegn einræðinu og kúgurum Noregs. Undantekningerlaust hvert einasta skip, er var frjálst í tekið í almenn syeitastörf hjá bændum á kvöldin, þegar vega vinnu var lokið. Verkamenn fóru fram á það við Alþýðusambandið, að kvöð inni um 16 tíma hvild yrði af þeim Ijett. Við það var ekki komandi. 48 klukkustundir skyldu þeir vinna á virkum dög um vikunnar, 8 á dag. í ár getur Alþýðusambar.dið ekki lengur daufheyrst við kröf unum frá verkamönnum. Og þá er blaðinu snúið við. Verka- menn, sem vinna að vegagérð nálægt heimilum sínum, eiga að vinna 5 daga vikunner við vegagerð, samtals 48 stundir á viku, eða nál. 10 klst. á dag. förum, fór rjetta leið. Otrauðir; 0g hafa frí á laugardögum. hafa norskir farmenn barist við j Annars á engin vegavinna að hlið bandamanna og Ijöldi, fara frarn, segir Alþýðusam- þeirra fórnað lífi sínu. En í bandið. En stjórn vegavinnunn London settu Norðmenn upp! ar vil! að öllum vegagerðar- siglingamiðstöð sína, er starfað mönnum sje gert jaínt undir hefir stvrjaldarárin og er sú stærsta í heimi. Gerð hefir verið kvikmynd um þenna merkilega þátt í sögu Norðmanna. Er hún sýnd í Tjarnarbíó þessa daga. , íslendingar erlendis. NÝLEGA barst blaðinu bijef frá dr. Áskeli Löve náttúru- fræðingi, en hann er búsettur í Lundi í Svíþjóð, og hefir lokið þar námi í jurta'kynbótum og tekið doktorspróf, sem kunn- ugt e;. Áskell hafði heyrt, að von væri á því, að skip kynni að fara milli Svíþjóðar og Islands á þessu ári. En sú fregn mun vera alveg á misskilningi bygð. En eftir þvi sem hann segir, hafa fregnir um þetta kveikt nýjar vonir íslendinga erlendis um að þeir kynnu að geta kom ist heim á þessu ári, hvað sem styrjöldinni liði. Áskell bendir rjettilega á, að mjög er það bagalegt, hve margir íslenskir lærdómsmenn eru teptir á meginlandi Evrópu, og fá ekki neytt krafta sinna við nauðsynjastörf hjer heima. Og þjóðin fær enga uppskeru af lærdómi þeirra. En eftir því sem útlitið er nú, er ekki hægt að sjá, ao nokkuð \'erði úr þessu greitt, svo um munar, fyrri en styrjöldmni er lokið og sarrTöngur færast aít- ur í eðiilegt horf. Er þetta það, sem koma skal? VERKFALL er yfirvofandi í vegavinnunni. Það er ólíkt öll- um öðrum verkföHum, sem hjer hafa þekst enn, ef athuguð er forsaga þess. Ákveðinn var 8 stunda vinnu dagur í fyrra, fyrir þá, sem vinna í vegavinnu. Alþýðu- sambandið krafðist þess, og taldi það sjer mikinn sigur. Mikill fjöldi þeirra manna, sem vinna að vegagero, eru óvanir því að halda að sjer höndum eða söfa 16 klukkust. sólarhringsins, meðan sólar- gangur er lengstur. Þeir hugsa til sumarsins, sem bjargræðis- tíma ársins. Og margir þurfa á því að halda, ekki síst þeir, sem i sveitum búa. Á fyrsta sumri bar á því, að verkamenn voru tregir til að vinna við fjallvegi upp á bess- ar spýtur, fjarri sveitabýíum. Þvi þeir kunnu ekki' Við 16 höfði, og allir fái þeir náðar- samlegast leyfi frá Alþýðusam bandinu að vinna fyrir sjer i 10 klukkustundir á dag, þann tíma árs; sem þeir kalla bjarg- ræðistima sinn. Hvíldarhe imill i. Verkamannafjelagið Dags- brún hefir keypt 30 hektara lands ausiur í Biskupstungum, í þeim tilgangi, að koma þar upp sumarheimili fyrir fjelags- menn sina. Þetta er góð hug- mynd, sem vaíalaust á fram- tíð fyrir sjer, ef vel tekst uirv alt fyrirkomulag og aðbúnað. Úr því vrkamenn fá sitt sum- arfrí á anrsað borð, og að þvi eru þeir vel komnir, sem mikið leggja á sig lengstan tíma árs- ins, þá er rjett að fjelagssam- tök þeirra beiti sjer fyrir þvi, að frídagarnir notist þeim sem best. Osamræmi. Eða hvað? Á öðrum stað var minst hjer á frjeítina i Vísi á dögunum, um væntanleg sendiherraskifti Bandaríkjamanna. En meðal annara orða: Var það ekki utanríkismálaráð- herrann i stóra herbrginu sem viðhafði ýmiskonar belging um síðustu áramót, út af bví, að ský*rt var frá því hjer í blað- inu, ao Pjetur Benediktsson yrði sendiherra íslands i Moskva. Ljet þessi ráðherra orð falla um það, að frjetta- flutningur um fyrirhugaðar sendiherraskipanir væri aít' að því 1‘andráð. Það lítur út fyrir, að vestur í AVashington sje ekki litið a þetta sörau augurn, úr því „Was hington PoSt“ birti fregnina um hin væntanlegu sendiherra- skifti, áður en þau voru komin í kring. Og svo er að sjá, sem málgagn utanríkisináláráðherr- ans hjer i bæ aðhyllist sömu aðferð og þeír í Washington. Eða eru þessi skifti kor.iin i kring og utanríkismálaráðherr ann hefir ‘ haldið þeim leynd- um? Eða er það svo, að á hann sannast, að hann hefði gott af því að príla stöku sinnum niður af hástól -sinnar ímynduðu al- visku, til þess að „fara í Lón og læra betur“, eins og karlinn sagði. Eyrbekkingafjelagið . , heláur Skerniifúiid í Alþýðúhúsinú n. k. tíma aðgerðaleysið. En ef þeir j rhíðvikudag. f Fjelagsmenn er i ir til þessað sigla skipum sin- voru nálægt býlum, gátu þeir. beðiiir .sð fcafa theð sjer spil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.