Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 30. apríl 1944 „Þegar jeg las blöðin“, sagði Stella eftir stundarþögn, „furð- aði mig á að þeir skyldu ekki hafa tekið okkur föst fyrir löngu síðan. Líkurnar eru svo miklar, að það lá við, að jeg sannfærð- ist sjálf um sekt mína. Jeg er viss um, að allur almemiingur trúir því, að við sjeum sek. Þjónninn þarna horfði núna á okkur, eins og hann byggist við, að við rækjum smjörhnífinn í hann, þegar hann hætti sjer nærri borðinu“. „Stella“. Giles hikaði. „Viitu að við reynum að verja okkur? Jeg hugsa að við gætum það. Ekkert fæst sanað meðan þeir hafa ekki líkið. Við gætum tal- að við lögfræðing. Jeg þekki einn í París . ... “ „Og hafa þetta vofandi yfir okkur allt okkar líf? Láta fólk horfa á okkur eins og þjónninn áðan, haldandi .... ? Nei, Giles, nei!“ „Jeg er alveg sammála", svar- aði Giles. „En mjer finnst ó- bærilegt að hugsa til þess, að þú skulir eiga að ganga í gegnum allt þetta“. „Hugsaðu ekki um það. Við eigum að minnsta kosti daginn í dag. Við skulum koma að synda“. Þau horfðust í augu dálitla ,stund, en stóðu síðan upp. — — Þau syntu út að timb- urflekanum. Vatnið var heitt og salt. Þau klifruðu upp á sjóð- heitann flekann, til þess að sóla sig þar. „Þú gætir skrifað um þetta bók, Gíles“, sagði Stella letilega, eftir stundarþögn. „Eitthvað í líkingu við „Mál Madame Le- moine“. Það hafði verið fyrsta bók hans. Hann hallaði sjer á alnbogann, og horfði á hana. „Myndir þú vilja verða sögu- hetjan í bók?“ „Já, En þá yrðirðu að laga á mjer nefið“. „Nú, hversvegna? Það er ágæt is nef“. „Nei, það hefir alltaf verið ó- mögulegt. — Hugsaðu um allt það efni, sem þú hefir! Og þú verður endilega að muna eftir þjóninum áðan. Og lögreglustjór anum í Avignon, sem var svo hjartanlega sannfærður um sekt mína. Það var alveg hægt að sjá, hvað hann hugsaði: „Það er aldrei hægt að hugsa þessar lag legu stúlkur út“. „Laglegu!" endurtók Giles. — „Næst heimtarðu líklega að vera kölluð fögur!“ „Nei, nei. Aðeins lagleg. Jeg er að reyna að vanda mig í orða- vali mínu, nú, þegar jeg er gift rithöfundi. Finst þjer jeg ekki lagleg, Giles?“ „O jú, jú, mikil ósköp“. „Ef nefið á mjer væri aðeins nokkrum þumlungum lengra .. “ Þannig röbbuðu þau fram og aftur, þar til hungrið rak þau aftur heim til strandarinnar. Þeg ar þau komu upp á ströndina fóru þau fram hjá hóp af litlum börnum, sem voru að leika sjer og grafa þar í sandinum, undir umsjá konu í einkennisbúningi hjúkrunarkvenna. Eitt barnið — hrokkinhærður snáði, á að giska þriggja ára gamall, — henti rauð um bolta út á vatnið, og fór svo að gráta, þegar hann gat ekki náð honum aftur. Hjúkrunarkonan reyndi að ná boltanum með priki, sem hún hjelt á, en tókst ekki. „Jeg skal ná honum, sagði Stella. Hún óð út i og kom aft- ur með rauða boltann í hend- inni. Barnið hætti að gráta, og brosti feimnislega til þessarar ó- kunnu konu. „Gjörðu svo vel“, sagði Stella brosandi, beygði sig niður og strauk blíðlega yfir hrokkinn kollinn. „Þakka yður kærlega fyrir, frú“, sagði hjúkrunarkonan. — „Boltinn var alveg nýr — síð- an í morgun“. „Þetta er indælt barn“, sagði Stella og snjeri sjer brosandi að hjúkrunarkonunni. Hún sá að andlit hennar stífnaði allt í einu, og hún flýtti sjer að þrífa barn- ið, og fara rrteð það á brott. Þegar Stella skildi, hvað þetta þýddi, var eins og henni hafði verið gefið högg í andlitið. Hún hvítnaði, snjeri sjer snöggt und- an, blinduð af tárum. — Þegar þau Stella og Giles sátu í herbergi sínu, seinna um daginn, og ræddu möguleika á því, að fara til Monte Carlo um kvöldið, var allt í einu barið að dyrum. Þau horfðu hvort á ann- að, og Stella fölnaði í framan. Síðan sagði hún: „Því opnar þú ekki dyrnar, ástin mín?“ „Það er sennilega þjónninn með reikninginn“. Hún brosti. „Opnaðu dyrnar“. En það var ekki þjónninn. Það voru þrír lögregluþjónar, sem komnir voru með nauðsynleg skjöl til þess að taka M. og Mme. Redfern föst, eftir skipun lög- reglunnar í New York, fyrir morð á Frank Vaughan. 25. KAPITULI. Lagleg hjúkrunarkona í snjó- hvítum búningi, vísaði þeim Barney og Magruder leið að einkaherbergi uppi á þriðju hæð sjúkrahússins. Gamli flækingurinn hafði nú náð sjer það mikið, að Barney hafði fengið leyfi til þess að heimsækja hann. „Dr. Rogers sagði, að þið mætt uð vera fimm mínútur. Ekki lengur", sagði hjúkrunarkonan. Barney fullvissaði hana um, að tvær mínútur væru nóg. Síðan fóru þeir inn í herbergið, og gengu að rúminu. Þar lá gamli maðurinn hreinn og rakaður, og gráa hárið vand- lega greitt. Barney hugsaði með ■ lega óprenthæfum orðum. „Þú tapar ekkert á því“, sagði Barney, „ef þú segir okkur það sem þú veist“. „Jeg veit ekkert“, svaraði sá gamli illur. „Þú dvadir aðfaranótt 19. des. í anddyrinu á Bank Street nr, 1224?“ sagði Barney. „Hver segir það?“ „Dyravörðurinn t. d.“, svaraði Barney. „Sjáðu nú til. Þú kemst ekki í nein vandræði, ef þú að- eins segir okkur sannleikann. Er ekki rjett að þú hafir verið þar?“ „Nú, hvað um það? Það var kalt, og jeg átti ekki peninga fyr ir húsnæði. Jeg sá mann fara þar inn, án þess að hafa lykil, svo að jeg hjelt, að dyrnar væru ef til vill ólæstar. Það voru þær líka. Það var heitt í forstofunni, svo að jeg lagðist til svefns við miðstöðvarofninn“. „Hvar var miðstöðvarofninn?" „Rjett innan við útidyrnar". „Voru aðrar dyr þar?“ „Já, tvennar. Aðrar rjett hjá, þar sem jeg var, og hinar lengra í burtu, sem lágu niður í kjallar- ann. Jeg ætlaði þangað niður, en þær voru lokaðar“. „Og þá lagðist þú niður hjá miðstöðvarofninum?", sagði Barneý. „Hefði nokkur getað farið út um útidyrnar, án þess að þú hefðir orðið þess var?“ „Nei. Mús hefði ekki getað læðst fram hjá mjer, án þess að jeg hefði orðið þess var. Jeg sef mjög laust, nema þegar jeg er drukkinn, og það var jeg ekki þetta kvöld, — því miður“. „Og fór nokkur út?“ „Nei. Það var mikill hávaði í herberginu við hliðina á mjer, svo að jeg ætlaði aldrei að geta sofnað. Það var eins og verið væri að flytja húsgögn. En það kom enginn út“. „Og þú ert reiðubúinn að sverja það?“ Ófríða konungsdóttirin Ævintýr eftir Jörgen Moe. 2. Að lokum tóku konungshjónin að sjer litla munaðar- lausa telpu, hana ætluðu þau að ala upp sem sitt eigið barn og ávíta hana samkvæmt því. Dag einn var litla fósturdóttirin að leika sjer fyrir fram- an höllina og var með gullknött. Þá kom þangað beininga- kona, sem líka var með litla telpu með sjer og það leið ekki á löngu þar til þær tvær telpurnar voru farnar að leika sjer saman og kasta gullknettinum á milli sín. Þetta sá drottningin, þar sem hún sat uppi við hallargluggann, og þá barði hún í gluggann og benti fósturdóttur sinni að koma inn til sín. Hún gerði það strax, en litla fátæka telp- an kom með henni og þegar þær komu inn í salinn, hjeld- ust þær í hendur og leiddust. Drottningin fór nú að ávíta fósturdóttur sína: ,,Það er þjer ekki samboðið að leika við svona krakka“, sagði hún og ætlaði að reka hina telpuna út aftur. ,,Ef drottningin vissi, hvað mamma mín getur“, sagði þá litla stúlkan ókunna, ,,þá myndi hún ekki reka mig á dyr“, og þegar drottning fór að spyrja hana betur um þetta, sagði sú litla að móðir sín gæti komið því svo fyrir, að hún eignaðist barn. Þessu vildi drottningin ekki trúa, en telpan sagði, að það væri dagsatt og drottningin skjddi bara tala við mömmu hennar. Þá sendi drottningin telpuna eftir móður hennar. „Veitstu hvað dóttir þín segir?“ spurði hún, þegar þær mæðgurnar komu inn til hennar í salinn. Nei, ekki vissi förukonan það. „Hún segir, að þú getir orðið þess ráðandi, að jeg eign- ist barn, ef þú vilt“, sagði drottningin. „Drottningin á ekki að vera að hlusta á ruglið úr krakkakjána“, sagði förukonan og þaut út aftur. Þá reiddist'drottningin og ætlaði að fara að reka litlu telpuna út, en hún hjelt sínu fram og sagði að hvert orð sem hún hefði sagt, væri satt. „Drottningin ætti bara að gefa mömmu minni að smakka á víni, svo hún yrði kát“, sagði telpan, „þá myndi hún gera eitthvað fyrir yðar“. Þetta vildi 'drottningin reyna, hún ljet sækja förukon- una aftur og gaf henni vín og mjöð, eins mikið og hún vildi, og þá leið ekki á löngu þar til losnaði um málbeinið í henni. Svo bar drottningin fram spurningu sína. „Verið gæti, að jeg vissi ráð við þessu“, sagði kerling. „Drottningin á að láta bera inn tvö kör með vatni, eitt- 'IffhxT mj^iqujrJzo.íuyru x sjer, að hann hefði líklega aldr- ei þekkt hann aftur. Aðeins brotna nefið minnti á flæking- inn, sem þeir höfðu fundið með- vitundarlausann í leiguhúsinu í Hester Street. Hann hafði fulla rænu núna. Litlu bláu augun horfðu gæti- lega á þá. „Hvernig funduð þið mig?“ spurði hann. „Fjelagi þinn kom á skrifstof- una til okkar ....“ „Já, jeg hjelt það, sá bölvaður lúsablesi, og .... “ Hann hjelt áfram góða stund að ljetta á huga sínum með nokkrum velvöldum, en algjör- Á götuhorni. Ungfrú Ásta: — Jeg hefi beðið eftir unnnusta mínum hjer á horninu síðan klukkan 6 og hann er ókominn enn. Hefirðu vitað annan eins dóna- skap? Ungfrú Björg: — Hvenær ætluðuð þið að hittast? Ásta: — Klukkan fimm. ★ Friðrik smiður var á hálf- gerðum flækingi og kom til lík kistusmiðs sem Árni hjet og bað hann um að lána sjer nokkrar krónur til ferðakostn- aðar. — Þú getur fengið atvinnu hjá mjer, sagði þá Árni. Get- urðu smíðað líkkistur? — Ja, það veit jeg ekki, segir Friðrik, en jeg get gert við lík- kistur. ★ Háskólakennari, sem var nokkuð viðutan, heafði dvalist um tíma uppi i sveit og var nú að fara heimleiðis. Þegar hann var sestur í járnbrautarvagn- inn og lestin komin af stað, fór hann að velta því fyrir sjer, hvort hann hefði ekki gleymt einhverju. Hann tók upp vasa- bókina sína, athugaði hana spjaldanna á milli og leitaði af sjér allan grun. — Þegar hannfkom á járnbraut arstöðina, kom dóttir hans fagnandi á móti honum, en þegar hún sá að hann var einn, spurði hún: — „Hvar er mamma?“ Þá vaknaði gamli maðurinn eins og af svefni og sagði: „Já, þetta fann jeg á mjer, að jeg hafði gleymt einhverju í sveitinni, þótt jeg kæmi því ekki fyrir mig, hvað það var“. ★ „Fæ jeg allt, sem jeg bið guð um, mamma?" ,,Já, allt, sem er gott fyrir þig“- „Uss, hvaða gagn er að því, það fæ jeg hvort sem er“. ★ Bernhard Shaw sagði eitt sinn: „Maðurinn er sú eina skepna sem jeg er verulega hræddur við. Mjer hefir aldrei fundist neitt sjerlega mikið til um hug rekki ljónatemjara. Hann er þó óhultur fyrir manninum, með- an hann er læstur inni í ljóna- búrinu. — Ljón er ekki hættu- leg skepna. Það á sjer fáar hug sjónir, engin trúarbrögð, ekk- ert riddaraeðli, ekkert ættar- dramb. Það hefir í stuttu máli enga löngun til þess að vinna neinum tjón, nema þeim, sem það ætlar að jeta“. ★ Fáeinum klukkustundum áð ur en hinn frægi skáldsagna- höfundur, Marcel Proust, gaf upp andann, bað hann einn af þjónum sínum að rjetta sjer eina af bókum þeim, sem hann hafði skrifað. Proust kvaðst þurfa að breyta kafla í þessari bók, þar sem lýst væri þjáning um deyjandi manns, því að nú sagðist hann finna sjálfur, hvernig þær væru. Því næst skrifaði hann eins hratt og óð- ur væri, þangað til hann var algjörlega örmagna og gaf upp öndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.