Morgunblaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. maí 1944 i Bombay er líkum hent fyrir hræfugla en frslkir þjóðemisshinar láta skamm- byssurnar tala í Viðtal ¥ið víðförlan Islending FYRÍR hálfum öðrum znánúði kom hingað til bæj- a-rjns Aðalsteinn Þorsteins- soji járnsmiður. Fór hann hjfeðan í apr. 1937 og gerðist sjalfboðaliði í her stjórnar- siiina í borgarastyrjöldinni á Bpám. Síðustu sex árin hefir hann farið víða um hejm og stundað \ atvinnu bæði á sjó og landi. Morgunblaðið hefir átt tal víð Aðalstein og spurt hann um ýmislegt, sem fyrir hann bar í férðum hans ar rjeðst svo forsprakkinn, er strokið hafði- ásamt f jelaga sín- um í kvikmyndahús i Belfast, meðan á sýningu stóð. — Voru þeir með skammbyssur í báð- um höndum og sögðu fólkinu, að forsprakkinn ætlaði að halda ræðu. Hver sá, sem ekki sæti kyrr í sæti sínu, yrði tafarlaust skotinn. Fjekk hann gott hljóð. Þrem vikum síðar höfðu nokkr- ir lögregluþjónar uppi á for- sprakkanum í eldhúsi, þar sem hann hafði leitað sjer hælis. Slíkir atburðir eru daglegt brauð í Norður-írlandi. Fór víða. — Jeg gegndi herþjónustu í liðí stjórnarsirmaa í Spánar- r.tyrjöldinni 8 mánuði á árinu 1937, Barðist einkum á Kata- loniuvígstöðvunum. Svo var send til Spánar alþjóðasendi- nefnd, sem átti að sjá um, að alli;r erlendir sjálfboðaliðar væru teknir úr hernum. Þá fór jeg frá Spáni á skípi til ís- Janjds og þaðan eftir stutta við- dviji, til Nýfundnalands. Þaðan fórj jeg til Englands, og til Iraíj- og síðan í: siglingar milli Eg. ptalands og Persíu. Því næst fór jeg til Indlands og dvaldist þrjár vikur í Bombay, svo. fór jeg til Glasgow. Vann jeg þar eitt ár á renniverk- stæði. Síðan fór jeg til Belfast í Ulster. Þar var jeg í tvö ár, og hjelt síðan heim til íslands aftur. -- Það er víst ekki smáræði, sem. þú getur sagt okkur um þetta ferðalag þitt, -j- Það er frá mörgu að segja, svoj mörgu, að það myndi fylla heija bók, ef öll kurl kæmu til grafar. -j- Þú hefir dvalist alllengi í Ulster. Geturðu ekkí sagt okkjur eitthvað þaðan? Ulsfer. — Það, sem mjer fanst einna kyrilegast' við írana, var trú- arofstæki. I Belfast eru sumir katólskir, en aðrir lútherskir, og eiga þeir í stöðugum erjum. Annars eru írar að mörgu leyti likir íslendingum, dálítið skap- bráðari. en álíka drykkfeldir. —t- Ber ekki töluvert á þjóð- ilaj Mjeí; arð frelsishreyfingunni í Belfast? ■—*- Jú, en baráttuaðferðir bj ódfrelsissinna eru skrítnar. Þeír; gefá hvorki út blöð nje halcja fundi, en þeir láta r.kaijnmbyssur og skemdarverk tala! í'öan jeg dvaldist í Belfast sá atburður, að sex eða sjö j þjóðfrelsissinnar, þar á með'al forsprakki hreyfingarinn ar |iar í borginni, voru settir í fan'gelsi. Þáðan brutust þeir út eftir þrjár vikur, Um allar Breíiandseyjar var það tilkynt að hyer sá^sem gæti gefið upp- lýsirígar, sem leiddu íil hand- töku strokufanganna, skyldi hijóla að launum þrjú þúsund stor ingspund, en allt kom fyr- ir e cki. Nokkrum máhum síð- Boinbay. — Þú sagðist hafa vei’ið þrjár vikur í Bombay. Segðu okkur frá einhverju, sem þú sást þar. ■ — Mín fyrstu kynni af borg- inni voru skrítin. Svo var mál með vexti, að nokkrum dögum áður en jeg kom til borgarinn- ar, hafði fellibylur sópað burt öllum smábátum, sem á hom- inni voiu. Þegar jeg var ný- kominn í land og var á gangi niður við fjöruborðið, sá jeg marga Indverja liggja á hnján- um í sandinum og kraísa ofan í hann með fingrunum. Mjer var sagt, að þeir væru að leita að glingri á líkum þeirra, sem farist höfðu I fellibylnum. Hvítum mönnum er bannað að fara inn í sum hverfi borg- arinnar. Þar er engin löggæsla og íbúarnir eru á mjög lágu menningarstigi. Jeg fór inn í eitt slíkt hverfi í fylgd með Svía. Voru Indverjarnir hinir alúðlegustu við okkur, og urð- um við ekki fyrir neinum árás- um. Óhugnanlegt fanst mjer, hvernig farið var með lík ein- stæðinga og öreiga þarna í Bom bay. Það var ekki verið að hugsa um áð greftra þauheldur var þeim kastað út á grasflöt sem æti fyrir hræfugla, sem svífa yfir slíkurn stöðum í eíf- urlegum hópum. — Allt í einu steypir hópur fuglanna sjer á eitt líkið og flýgur með það í loft upp í heilu lagi. Uppi í loft- inu er svo bitist og barist, og það eina, sem kemur til jarðar af líkunum, eru nöguð beinin. — Gætirðu ekki sagt frá ein- hverju, sem gerðist í sjóferðum pínum? t — Jú, en eigum við ekki að láta þetta nægja í bili. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU. = s |Afgreiðslu-| | maður | óskast. = BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS. ÍÍÍlillilllllilllllllliliiilillllllllilllllllllllflllllllllllHllllfH Bæjarstjóm fjeilsí á stuðninginn við Elliheimiiið EINS OG getið var um hjer í blaðinu fyrir nokkru, sam- þykti bæjarráð að gera Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund tilboð um, að lán þau, er stofn- unin hefir fengið úr bæjarsjóði og Gamalmennasjóði, samtals 222 þúsund krónur, verði gerð óafturkræf, svo framarlega sem heimilið verði rekið sam- kvæmt núverandi tilgangi sín- um og starfsreglum. En skilyrði fyrir þessurti hlunnindum eru þau, að hús- rúm það, sem stofnunin hefir yfir að ráða, verði aukið það mikið, að hægt verði að fjölga vistmönnum þar um 40—50. Borgarstjóri Ijet svo um mælt á bæjarstjórnarfundi í gær, að þetta væri mikilsvert mál. — Eftirspurn eftir vist á heimil- inu væri mun meiri, en hægt væri að fullnægja. — Bærinn gæti greitt úr þessu með því móti sem hjer segir, án þess að leggja fram fje í viðbót við lán þessi. Og vart yrði fundin hag- kvæmari leið fyrir taæinn til að leysa þetta vandamál. Haraldur Guðmundsson hreyfái andmælum, Hann taldi óviðkunnanlegt, að stjórn heim ilisins gæti sjálf ákveðið hverj- ir kæmu í stjórnina, er einhver færi þaðan og hann vildi ekki að það yrði dómstólamál, hvort stofnunin breytti tilgangi sín- um frá því, sem nú er, ef ágrein ingur risi um það. Borgarstjóri hjelt þvi fast fram, að engin ástæða væri til að breyta tillögu bæjarráðs. — Það þyrfti að auka húsrúm heimilisins. Engin ástæða til að tefja það mál. Annars gæfi til- lagan borgarstjóra aðeins heim ild til að veita þenna stuðning. Reyndust einhverjir annmark- ar á því, kæmi það í ljós við meðferð málsins, áður en frá væri gengið. Tillaga bæjarráðs um þenna stuðning við Elliheimilið var sajnþykt með 8 atkvæðum gegn einu. Lýðveldiskosningarnar 525 hafa kosið I GÆRKVELDI liöfðu alls 525 manns greitt atkvæðí í utanutankjörstað akosningun - um, hjer í Reykjavíki* — Af Jþeim eru 381 utanbæjarmenn og 144 bæjarmenn. — t gær kusu 78 ’menn. Kosið er á tveimur stöðum í Góðtemplarahúsinu og Am- arhváli. í Góðteníplarahúsinu er kjörstofa opin frá kl. 10 til 12 árdegis og kl. 1—4 s.d. I Arnarhváli, í skrifstofu horg arfógeta, kl. 5—7 síðdegis. Skrifstofa lýðveldiskosning- anna er í Ilótel Ileklu. Þar geta menn fengið allar upp- lýsingar um kosningarnar. Skrifstofan er opin frá kl, 9 f. h. til kl. 10 e. h. Fengu hæsiu viSurfcenningu fyrir leik HÆSTA viðurkenning, sem hægt er að veita kvikmyndaleik- uruin í Ameríku, og sem árlega eru veitt vestra, fjellu í skaut þeirra Jennifer Jones og Paul Lukas, sem bestu leikara árið 1943. Ungfrú Jones hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í „Óðurinn urn Bernadette“, kvikmynd, sem segir frá lækningaundrununi í Loudres og Lukas fyrir leik sinn í „Vörðurinn við Rín“. Yerslunarfyr- irtæki á „svörfum lista" banda- Hot Springs, Virginia í gærkvöldi: Verslunarfyrirtækjum þeim, sem nú eru á svörtum lista hjá bandamönnum, fyrir að versla við möndulveldin, verður ekki veitt leyfi til frjálsrar verslun- ar þegar eftir stríðinu í Ev- rópu er lokið. — Þessi aðvörun var gefin í dag af Francis Russ ell yfirmanni verslunarmála- leyniþjónustunnar í Banda- ríkjunum. Russell var að tala á fundi lyfjaframleiðenda og sagði: — Það eru nú á svörtum listum um 15 þúsund fyrirtæki og ein- staklingar í tuttugu öðrum lýð- •i. veldum Vesturheims, og' fimm hlutlausum löndum Evrópu, en það er Spánn, Portúgal, Sviss, Svíþjóð og Lichtchenstein, ásamt nýlendum landa þessara í Afríku. Þá eru fyrirtæki á svörtum lista einnig að finna í Márokkó, Tyrklandi, Iran og Iraq. Sagði Russell að ekkert væri víst, hvenær fjelög þessi og fyrirtæki fengju ótakmark- að verslunarleyfi, eftir að styrj öldin værid lokið, þar sem það tæki mikinn tíma að breyta öll- um verslunarliáttum í friðar- horf. —Repter. Flugvjelar rekast á STOKKHÓLMI: — Sænskur flugforingi beið bana, er tvær herríaðarflugvjelar rákust á, er þær voru að æfingaflugi yfir Svíþjóð fyrir skemstu, Báðar í'lugvjelarnar hröpuðu til jarð- ár. Rýmkun húsnæðis fyrir Gagnfræða- skóla Reyfcjavíkur SOFFÍA INGVARSDÓTTIR hreyfði því á bæjajrstjórnar- fundi í gær, að húsnæði Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur væri svo lítið og ófullnægjandi, að bráðra umbóta væri þörf. Bar hún fram tillögu, þar sem hún fór fram á að borg- arstjóri leitaðist við að hraðað yrði byggingu nýs gagnfræða- skóla, og að á þessu sumri yrði útbúin kenslustofa í geymslu- húsi sem er á lóð núverandi skóla, svo það húspláss yrði nothæft í haust. Borgarstjóri sagði það sjálf- sagt, að athugað yrði, hvort ekki væri hægt að gera þessa endurbót í sumar. En viðvíkj- andi nýrri skólabyggingu benti hann á, að ákveðið væri að byggja barríaskólann á Melun- um, og ganga frá hinum nýju barnaskólum, og hefði bæjar- stjórn ákveðið að láta barna- skólana sitja fyrir. — Næsta byggingarmálið sem væri á dagskrá, væri 'svo fæðingar- stofnun. En samningar væru ekki gerðir enn um það við ríkisstjórnina um það hvernig kostnaði við það hús ætti að skifta milli ríkis og bæjar. Fyrsla næfurárásin á Bukaresf London í gærkveldi. BUKAREST, höfuðborg Rú- meníu, varð fyrir fyrstu næt- urárás styrjaldarinnar í nótt sem leið, er breskar Halifax- og Liberatorsprengjuflugvjelar frá stöðvum við Miðjarðarhaf, gerðu mikla árás á borgina. Skygni var ekki vel gott, en þó sáust miklir eldar koma upp, Þjóðverjar segja að manntjón hafi verið æði mikið í árásinni og skemdir talsverðar —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.