Morgunblaðið - 05.05.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 05.05.1944, Síða 6
6 MORGITNRLA OTT> Föstudagur 5. maí 1944 ifttÞiðfcifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600.'' Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Lýðræðið og Tíminn TÍMINN býsnast mjög yfir því, að eigi skyldi hafa verið tekið'með fögnuði hinu snjalla ,,bjargráði“ flokks- þings Framsóknarmanna við lýðræðið, að afnema allar hlutfallskosningar og taka upp einmenningskjördæmi al- staðar á landinu, án uppbótarþingsæta! Morgunblaðið hefir fyrir sitt leyti ekki hirt um að eyða miklu rúmi til þess að hnekkja þessari endemis fjarstæðu. Blaðið er þess fullvíst, að svo lengi sem íslenska þjóðin fær að hugsa frjálst og er frjáls athafna sinna, getur það aldrei hent hana, að stigið verði slíkt spor aftur á bak, frá hinu sanna lýðræði. Hlutfallskosningar eru hið eina kosningafyrirkomulag, er fundið hefir verið upp til þessa, sem tryggir minni hluta flokkum rjettláta hlutdeild í stjórn og meðferð mala á löggjafarþingum þjóðanna. Sú þjóð, sem ætlar að byggja upp stjórnskipan sína á jöfnum rjetti fólksins til áhrifa á gang málanna, getur ekki amast við hlutfalls- kosningum. Framsóknarmönnum er það vel ljóst, að tillögur þeirra éru ekki í anda lýðræðisins. Sjálfiu hafa þeir verið með í að krefjast hlutfallskosninga, þar sem svo hefir staðið á,,að þeirra eigin flokkur hefir orðið undir í beinni meiri hluta kosningu. Þannig heimtuðu þeir hlutfallskosningar við kjör fulltrúa til Búnaðarþings; ennfremur til allra sveitastjórna og sýslunefnda á landinu o. fl. Mótstaða Framsóknarflokksins gegn hlutfallskosning- um, er kjósa á fulltrúa til Alþingis, byggist ekki á neinu öðru en því, að sjerrjettindaaðstaða flokksins í sveita- kjördæmunum var þar með brotin á bak aftur. Hjá Fram- sóknarflokknum hefir aldrei þekst nema eitt sjónarmið í þessum málum: Það sjónarmið, að hafa kosningafyrir- komulag, sem tryggir Framsókn meirihlutavald á Al- þingi! Þetta er lýðræðishugsjón(!) Framsóknarmanna. ÍÞRÓTTAHÖLL ÞEIR, SEM staddir voru á hnefaleikamótinu, er fram fór í fyrrakvöld í íþróttahúsi ameríska hersins við Há- logaland, urðu þess áþreifanlega varir, hvað æskuna í höfuðstaðnum vantar. Hana vantar íþróttahöll, stórhýsi, þar sem stórar íþróttasýningar geta farið fram með þús- undum áhorfenda! Sagt er, að íþróttahús hersins rúmi 1500 manns. Hafa þá sennilega verið saman komin á mótinu um 2000 manns, svo þjett var skipað í húsið. Um leið og þessi mikla að- sókn er góður vottur um mikinn áhuga unga fólksins fyrir íþróttunum, ber einnig að átelja mjög, að endalaust skuli viðgangast sá dæmalausi ósiður, að yfirfylla alltaf hvert samkomuhús, þegar færi gefst, stærri sem smærri. — Menn verða að skilja það, að þeim, sem ofaukið er, er sjaldan gerður með því mikill greiði, þar sem aðstaða þeirra er þá svo slæm, og ekki verjandi gagnvart hinum; sem tryggja sjer aðgang í tíma, að skapa þeim allt aðra aðstöðu en húsakynni ráðgera eða leyfa rneð rjettu móti. Má undarlegt virðast, svo fjölmenn og sterk, sem í- þróttasamtökin eru hjer í Reykjavík, að ekkert íþrótta- stórhýsi skuli enn vera til. Þótt írþóttafjelögin hafi lengst af ekki verið fjársterk, skilst manni, að í samtökunum ætti að búa sá kraftur til áhrifa og fjáröflunar, er duga mætti, ef rjett væri stefnt. Sennilega hefir vantað festu í hin stærri heildarátök, þar sem hvert fjelag hefir fyrst og fremst kappkostað að hugsa um sitt. Melm spyrja stundum: Hvað hefir bærinn og ríkið gert fyrir íþróttirnar? Eins mætti spyrja: Hvað hafa íþrótta- samtökin látið bæi og ríki gera fyrir íþróttirnar? Þau verða að vera sjer vitandi um getu sína og möguleika. Ekkert ætti stjórnendum bæjar- og sveitafjelaga og ríkisins að vera fremur ant um, en að hin vaxandi kyn- slóð búi við heilbrigð lífsskilyrði og líkamshollustu. í Reykjavík verður æskan að eignast íþróttahöll. Fávísleger ásakanlr Þjóðverja í garð Bergensbúa. Frá norska blaða- fulltrúanum: HINAR geypilegu spreng- ingar í Bergen, er ollu hinu gífurlega tjóni á mönnum og mannvirkjum, notar þýska leynilögreglan nú til þess að efna til nýrra ofbeldisverka gegn norsku þjóðinni. Á meðan borgarbúar hugs- uðu um ekkert. ánnað en að hjálpa særðu og nauðstöddu fólki, fáum klukkustundum eft ir sprengingarnar, sendu Þjóð- verjar út hótanir, þar sem þeir fullyrtu, að enskir „skemdar- vargar“ hefðu staðio fyrir sprengingunum, og haft til þess norska mílligöngumenn. Þjóðverjar hafa aldrei verið miklir sálfræðingar, þegar um það hefir verið að ræða, að þekkja aðra. Og vitanlega trúði enginn Norðmaður svo hleypi legum ásökunum sem þeim, að norskir ættjarðarvinir hefðu framið slíkt gerræði gegn lönd- um sínum, þó enginn Norð- maður myndi hika við að koma slíku í kring, ef það hitti Þjóðverja eina. Öllum er það ljóst, að Þjóð- verjar einir bera ábyrgðina á hinni miklu eyðileggingu í Bergen, eins og þeir báru á byrgð á sprengingunum í Oslo arhöfn í desember s.l. og á öll um þeim mannslífum, sem þær hafa kostað. Þó orsökin kunni að liggja í skemdarverkum í þýskum verksmiðjum. Þrátt flyrir aðvaranir og tilmæli frá norskri hlið, hafa Þjóðverjar geymt miklar skotfærabirgðir í miðri Bergen, enda láta þeir sig engu skifta líf og eignir Norðmannaa. Forstöðumaður pyndinga- klíkunnar á Victoríuhjalla í Oslo, böðuliinn Fehlis, en und ir því nafni gengur hann í Noregi, kallaði á sinn fund nokkra kunna Quislingsblaða- menn, skömmu eftir spréng- ingarnar í Bergen og sagði þeim m. a. ,,að nú vissu menn loks hverjir það væru, sem fremdu ofbeldisverk, pyndingar og myrtu saklaust fólk í Noregi. Það eru“, sagði hann, .„Eng- lefrdingar og norskir ættjarð- arvinir. •— Sprengingarnar í Bergen eru síðustu verk þeirra". Síðar endurtók Redi ess handbéndi Himmlers í Nor- egi sömu hótanirnar. Kunn eru nöfn 70 manna á öllum aldri, er fórust við sprengingarnar í Bergen. Ul uerji ilri^ar. Haile Selassi vill fá sænska lækna STOKKHÓLMI: — Haile Sel- assi, Abyssiníukeisari hefir farið þess á leit að fá nokkra sænska lækna suður til Eti- opiu, og ennfremur hjúkrunar- konur. Dr. Gunnar Agge hefir í þessu sambandi tilkynt sænsku biöðunum, að litlir jmöguleikár sjeu á því, að verðá I við þessum óskum keisarans fyr en næsta haust. % 1 cialeGa ♦** Þjóðhátíðin. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN hefir nú skýrt almenningi frá því, hvernig hinni miklu hátíð verður hagað, er ísland verður gert að lýðveldi. Munu menn alment telja, að nefndinni hafi tekist vel í áætlunum sínum, þegar tekið er tillit til hins stutta tíma, sem /ar til stefnu með allan undir- rúning, og erfiðleika, sem stafa if ófriðnum í heiminum. Ef að iætlanir standast munu þetta rerða minnisstæðir dagar, sem aiað verður um meðan Island .yggist og nokkur íslendingur lif íslendingar um land alt og raun ar utan landsteinanna líka, munu lú fara að undirbúa sig undir að ’agna sem best hinu mikla sögu- ega atburði, einum þeim mesta, if ekki almesta, sem gerst hefir í sögu landsins. • Allir landsmenn þurí'a að gera sitt. EN ÞAÐ er ekki nóg að skipa íefnd til að sjá um hátíðahöld. Nefndin ein getur litlu áorkað íema i samvinnu við fólkið, sem heldur dagana hátíðlega. Á öllum sviðum verður almenningur að sýna samvinnuvilja og það er undir þjóðinni sjálfri komið, hvernig tekst til. Það er svo margt, sem til greina kernur.- Flutningur fólksins til og frá Þingvöllum, framkoma manna á hátíðahöldunum, þátttaka í skrúð göngunni og hátíðahöldunum. Nokkrir ölvaðir menn gætu skemt ánægju og virðingu hátíða- haldanna fyrir þúsundum. Að vísu ætti ekki að þurfa að gera því skóna, að menn sýni slíkt virðingarleysi, að vera ölvaðir á almannafæri sjálfa hátíðisdag- ana. En allur er varinn góður, og sjálfsögð er sú varúðarráðstöf- un, að tilkynna að hver sá mað- ur, er sjest ölvaður á hátíðinni, verði tafarlaust „tekinn úr um- ferð“. © Hátíðlegasta augna- blikið. HÁTÍÐLEGASTA atriði þjóð- hátíðarinnar verður þagnarmínút an, eftir að allar kirkjuklukkur landsins hafa hringt inn hið nýja og langþráða lýðveldi. í þeirri helgu stund verða allir ís- lendingar að taka þátt. Þessa einu mínútu á þjóðin að sameinast í einni hugsun um baráttu íslensku þjóðarinnar gegnum aldirnar. Minnast þeirra forystumanna í sjálfstæðis- og frelsisbaráttunni, sem helguðu líf sitt hinni háléit- ustu hugsjón, sem til er, frelsi sinnar eigin þjóðar. © Farið eftir ráðlegg- ingunum. ALMENNINGI er eindregið ráð legt að fara eftir þeim ráðlegg- ingum, sem forustumenn hátíða- haldanna gefa í ýmsum atriðum. Þær ráðleggingar, sem gefnar verða, eru þrauthugsaðar og þó mönnum kunni að virðast með sjer, að ýms fyrirmæli sjeu lítil- fjörleg, þá eru þau gerð vegna almenningsheilla. Eitt atriði, sem ekki er lítilfjörlegt er t. d. flutn- ingarnir til og frá Þingvöllum. Það er rjett að aldrei hefir ver ið jafn mikill bílakostur til á ís- landi og nú. En sá er Ijóður á, að mikill skortur er á hjólbörðum á bíla og það svo mikill, að hætta er.á að margir bílar stöðvist al- veg af þeim ástæðum. Munu marg ir bílar ekki hafa nærri því nóg gúmmí til að hægt sje að halda tnu þeim í gangi í sumar. Leigubílar aliir verða sennilega teknir leigu námi og er það nauðsynlegt tíl að tryggja að farartækin yerði undir einni stjórn. Þeir, sem eiga einkabíla, ættu að fara að ráðleggingum hátíða- nefndarinnar og flytja eins marga kunningja sína og.vini, sem vilja fara til Þingvalla, og þeir mögu- lega geta við komið. Það Ijettir á fiutningaörðugleikunum, sem á- byggilega verða miklir, ef veður verður gott. Eins ættu þeir, sem eiga úti- leguútbúnað, að fara eftir þeim ráðum, er gefin hafa verið og fara austur daginn, eða kvöldið áður og tjalda á Þingvöllum. Hátíðahöld í Reykjavík ÞAÐ VERÐA ábyggilega þús- undir Reykvíkinga, sem af ýms- um ástæðum geta ekki farið úr bænum þann 17. júní. Þetta fólk þarf að gera sjer dagamun hjer í bænum. Bæjarstjórnin þarf að sjá því fólki fyrir hátíðahöldum, eins og aðrir bæir og sýslufjelög úti á landi munu gera. Þyrfti hið bráðasta, að skipa menn til að undirbúa þau hátíðahöld. Það verður ábyggilega þröngt í bænum þessa dagana. Þrátt fyr ir ráðleggingar um, að utanbæj- arfólk komi ekki til bæjarins. þessa daga, nema það eigi vissan næturgreiða, mun ávalt slæðast eijthvað af fólki hingað. Þjóðhá- tíðin er ekki einkahátíð Reykvík- inga. Hún verður hátíð allra ís- lendinga. Það má ekki, og verð- ur heldur ekki amast við neinum íslendingi, sem vill halda hátíð, hvar á landinu sem er. En hjer mun útvarpið koma að miklu gagni, þar sem útvarpshlustendur hvar á landi sem er, geta fylgst með hátíðahöldunum. Góð nefnd. HÁTÍÐANEFNDIN á þakkir skildar fyrir, hve vel hún hefir orðið við ráðleggingum, sem kom ið hafa fram opinberlega um til- högun þjóðhátíðahaldanna. Það virðist ekki vera neinn „nefndar gorgeir" í þessari nefnd og er það vel, því of óft vill það bregða við, að opinberar nefndir telja það móðgun við sig, ef þeim er í allri hæversku bent á eitthvað í sam- bandi við þau mál, sem þær eiga að fjalla um. Jeg spái því, að þessi nefnd eigi eftir að standa sig vel og betur en margar aðrar, einmitt fyrir það að vilja taka til athugunar vel meintar ráðlegg- ingar. © Verðlaunaljóðin verða ekki birt strax. ÞAÐ ERU MARGIR, sem hafa spurt mig að, hvort ekki verði birt ljóð þau, sem bárust í sám- -kepni þjóðhátíðarnefndar. For- maður nefndarinnar skýrði þláða mönnum frá því í fýrradag, að nefndin ætlaði ekki að birta verð iaunakvæðin strax. Hinsvegar fá þeir menn, sem ætla sjer að taka þátt í lagasamkepninni eintök af kvæðunum, en ætlast er til að þeir fari með þau, sem trúnaðar- mál, þangað til kvæðin verða birt almenningi. Um þau kvæði, sem ekki hlutu verðlaun gildij að sjálfsögðu alt öðru máli. Þau eru eign höfund- anna og ráða þeir, hver fyrir sig, hvort þeir birta þau eða ekki. Mun hátíðanefndin ekki geta tek- ið rieína ákvörðun um birtingu annarra kvæða, sem verðlaunuð hafa verið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.