Morgunblaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. maí 1944 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR OG PALESTÍNA - NOKKRUM sinnum í þessari styrjöld hafa löndin við austan- vert Miðjarðarhaf verið í mik- illi hættu. Nú er aftur á móti svo komið, að fá landssvæði heimsins eru öruggari. Einung- ás skyndileg uppgjöf banda- manna i Evrópu eða hörmuleg breyting á aðstöðunni á Aust- urvígstöðvunum gæti á ný orð- ið til þess að tefla i hættu ör- yggi þessara landa. Enda þótt ytri hættum hafi verið bægt burtu, eru þó fyrir hendi marg- víslegir erfiðleikar varðandi lönd þessi. Þegar striðshættan hverfur frá bæjardyrunum, aukast deilurnar og fjandskap- urinn innanlands, enda er eng- inn efi á því, að stjórnmál Mið- austurlanda eru einhver hin flóknustu, sem þekkjast. Ef möndulveldin hefðu var- anlega náð tangarhaldi á þess- um landsvæðum, hefði það orð ið banahögg á breska heims- veldið. Enginn einstakur ósig- ur, ef undan er skilinn missir Bretlandseyja sjálfra, gæti jafnast á við það að tapa Mið- ausftirlöndum. Það er hægt að hugsa sjer, að heimsveldið gæti náð sjer og jafnvel blómgast, þótt það misti löndin i Austur- Asíu, Kanada eða einhverja aðra sjálfstjórnamýlenduna, en það er næstum ógerlegt að hugsa sjer Bretland sem heims veldi án Miðausturlanda. Land fræöilega og herfræðilega eru lönd þessi „hinn mikli miðdep- ill" heimsins. Ekkert stórveldi, sem byggir vald sitt á drotn- uninni yfir höfunum, gæti varð veitt valdaaðstöðu sína, ef þessi ]önd væru í óvina höndum. Þetta verður að hafa í huga, til þess að geta betur skilið ný- hðna atburði í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf og stefnu Breta varðandi Palest- ínu. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hepnaðist Bretum að efla að mun áhrif sín í Miðausturlönd- um. Með ver-ndar^ eða umboðs- stjórnarfyrirkomulagi eða með samningum og fjárframlögum trygðu Bretar sjer bein yfirráð eða aðstöðu til yfirráða í Eg- yptalandi, Palestínu og Trans- jordaniu, Iraq, Aden og Had- hramaut, Kuwait, Bahreineyj- um og Saudi Arabíu. Ef ekki hefðu verið tvær takmarkanir, myndu Bretar hafa haft öll yf- irráð á öllu þessu landsvæði, en það hefir verið lokatakmark þeirra í rúma öld. Eftir að hag- ur bandamanna batnaSi í þess- ari styrjöld, hefir öll bresk ut- anríkis- og nýlendustefna beinst/íð því að afnema þessar tvær takmarkanir: 1) Umboðs- stjórn Frakka yfir Sýrlandi og Libanon og 2) Mna alþjóðlegu viðurkenningu á rjetti Gyðinga til Palestínu. Bretar vilja bægja Frökkum f rá þessum löndum. ÞAÐ ER ekki lengur neitt leyndarmál, að nýafstaðnar 6- eirðir í Sýrlandi og Libanon voru Bretum ekki á móti skapi. Þetta virtist hagstætt tækifæri til þess að uppræta áhrif Frakka í þessum löndum. Ef Frakkar hefðu neyðst til þess að afsala sjer umboðsstjórn þeirri, sem þjóðabandalagið veitti þeim yfir þessum lönd- m Eftir Eliariu. Ben-Horin í sambandi við Gyðingavandamálin hefir oft verið rætt og ritað um Palestínu og framtíð hennar. Höfundur eftirfarandi greinar hefir dvalið í Miðausturlöndum um sextán ára skeið og verið þar ritstjóri blaða og tímarita. Er hann því kunnugur öllum aðstæðum. Greinin er dá- lítið stytt í þýðingunni. um, hefðu Bretar slegið tvær flugur í einu höggi. í fyrsta lagi hefðu Frakkar mist virki sitt þar eystra, og Bretar hefðu komið í þeirra stað. í öðru lagi — og engu lítilvægara — hefði verið skapað fordæmi fyrir því að afnema alþjóðlega umboðs- stjórn á stríðstímum, án þess að bíða eftir friðarráðstefnum eða öðrum eftirstríðsráðstöfun- um. Bretum hepnaðist næstum að ná tilgangi sínum í Sýrlandi. Frakkar neyddust til þess að veita Sýrlandi og Libanon sjálf stæði, en því er þó þannig fyrir komið, að þeir hafa þar enn nokkur áhrif og eftirlit. Ef skilja á Palestínustefnu Breta, verður að skoða hana í Ijósi megintilgangs hennar, sem eru alger yfirráð yfir löndun- um við austanvert Miðjarðar- haf Spurningunni um það, hvers vegna Bretar eru svo and vígir Gyðingum, verður aðeins svarað með þvi að athuga stefnu mið Breta þar eystra. Svarið er alls ekki að finna í eðlis- bundnum Gyðingafjandskap Breta, þvi að þeir eru allra þjóða minstir fjandmenn Gyð- inga. England hefir meira að segja um langt skeið rjettilega verið talið verndari Gyðinga. Englendingar voru miklir að- dáendur. þjóðar hinnar helgu bókar og studdu ötullega að þjóðlegri endurvakningu Gyð- inga í Palestínu. Sömuleiðis er ekki örugt að fullyrða það, að breskir heims- veldissinnar sjeu hhðhollari Aröbum en Gyðingum. Þetta kann þó að vera rjett, en það er þá einungis af þvi, að bresku heimsveldissinnarnir telja sig fullfæra um að stjórna Aröb- um, en eru ekki eins öruggir rneð að geta haft tangarhald á Palestínu, ef Gyöingar byggja hana. Þeir eru hræddír um það, að sjálfstætt Gyðingaríki kynni einhvern góðan veðurdag að gera bandalag við Bandaríkin, Rússland eða Frakkland. Tekið var að leggja fyrstu hömlurnar á framtak Gyðinga í Palestínu skömmu eftir að Balfour-yfirlýsingin var gefin út i heimsstyrjöldinni fyrrj, og eftir ao Þjóðabandalagið hafði veitt Bretum umboðsstjórn í Palestínu. „Hví'ta blaðið", sem gefið var út árið 1939, og nú er meginkjarninn í Palestínu- deilunni, er ekki fyrsta and- Zionista stjórnmálayfirlýsingin, sem Bretar hafa gefið. Hún er aðeins sú siðasta í röðinni. Byrjað að sundurlima Gyðingaland. „ ÁRIÐ 1922 gaf Winston Chur chill, sem þá var nýlendumála- ráðherra, út „hvítt blað", sem leiddi til þess, að Transjordania var skilin frá þjóðarheimili Gyðinga. Transjordania er tölu •vert meir en þrisvar sinnum stærri en Vestur-Palestína, og þar er allverulegur hluti hins ræktaða lands og góð skilyrði til áveitu. Það er því augljóst, hversu mikið það högg var, sem Churchill veítti Gyðingum, enda hafa hvorki Palesína nje Transjordania náð sjer eftir það. Transjordania varð ara- biskt emirdæmi undir breskri umboðsstjórn. Reikuðu þar um það bil 300.000 Bedúínar um landið, er lifðu frurnstæðu hjarðmannalífi og gátu hvorki eflt landið með auknum land- búnaði, iðnaoi eða á annan hátt. Samtimis var Gyðingum, sem stöðvaðir voru nú við Jordan, sniðir.n þröngur staktur um landrými, og jafnframt var kom ið í veg fyrir að þeir gætu eflst skjótt með stórfeldum innflutn- ingi fólks og landnámí. Enn áhrifameira var þó ann- að „hvita blaðið", sem Passfield lávarður gaf út árið 1930. Þetta skjal fól í sjer alvarlegar tak- markanir á innflutningi Gyð- inga og landnámi þeirra í Vest- ur-Palestínu og geymi auk þess margar aðrar takmarkanir á lögmætum rjettindum og þrám Zionist-a^^að var ekki fyrr en eftir harðvítug mótmæli Gvð- inga víðsvegar um heim, með ameríska Zionista í fararbroddi, að Ramsay Mac Donald, forsæt- isráoherra, mildaði fyrirmæli Passfield-skipunarinnar. Vert er að veita athygli eft- irfarandi atriðum, sem eru ein- kennandi þáttur í and-Zionista stefnu breska nýlendumála- ráðuneytisins: Á undan hverju „hvítu blaði" höfðu farið upp- þot og óeirðir í Palestínu. Múg- morðin í Jerúsalem 1920 og i Jaffa, Kefar-Saba og öðrum borgum Gyðinga árið 1921 ruddu tillögum Churchills veg- inn. Arabaárásirnar i Jerúsal- em, Hebron, Safed cg á öðrum stöoum 1929. sem ollu blóðug- um óeirðum um alt land, urðu forleikurinn að fyrirrrtælum Passfield. Uppþotin 1936—37, sem nálguðust það að vera borg arastyrjöld milli Gyðinga og Araba, urðu undirstaðan að hin uin ákveðnuLtu og mest'ræddu and-Zic-iistaaðgeroum í stjórn- málattefnu Breta varðandi Palestínu. líefir tilviíjun eisi verið hjer að verki? EFTIR síðasta uppþoíið árið 1937, reyndi breska stjórnin að koma til leiðar fyrirætlunum um skiftingu Palestínu, er myndi hafa lokað meiri hluta Vestur-Palestínu fyiir land- námi Gyðinga. Eftir margar stundu, þá stöðvast eftir þínna tilsetta tíma alliar innflutning- ur Gyðinga til Palestínu. og Gyðingarnir í Palestínu — um það bil 550.000 gegn einni mirj- ón Araba — eru dæmdii til þess að vera þar þjóðarrninni- hluti. Onnur fyrirmæli Mac Dc-nald tilskipunarinnar takmarka rjett Gyðinga til jarðakaupa og land náms. Enda'þótt 6. grein arn- boösstjórnarsamnmgsins geri umboðsstjórnandanum skylt að ..auðvelda innflutning Gyó- inga" og örfa .Jandnám Gy<5- inga í landinu", og skapar þann ig Gyðingum sjerrjettindi í landinu, þá er í tilskipuximni hlaðið allskonar kvöðum á Gyð inga og þá eina. Þeir, sem «pp- haflega áttu að njóta sjerrjett- inda til landnáms í Palestinu, urðu þannig hinir kúguðu í landinu, þótt það væri í beinni mótsögn við umbocsstjórnai - ákvæðin. Þetta brot á loforði við smá- þjóð, er gefið hafði verið af st'órveldi og staðfest af öllurn siðmentuðum þjóðum, myndi eitt út af fyrir sig miða at þvi að rýra traustið á stórveldun- um. En málið á sjer enn c'ýpn rætur. Atburðir hinna fjöguna i hörmungaára, sem liðin eru síð- an „hvíta blaðið" var gefið út, geta auðveldlega orðið til þes.s ao gera núverandi and-Gyðinga stefnu-Bréta að fótakefh' lýð- ræðishugsjónarinnar i heimin- um. Þess er nú krafist af Bret- um, að þeir svari einni mikíl- vægustu spurningu vorra tíma. Ef Bretland svarár spurnin.e;- unni rangt, eingöngu af y&r- drotnunarkend, þá gerast þen sekir um að skapa efasemdir og káltíhæðni um þær fögi-t.i hugsjónir, sem æskumenn voi- ir leggja nú lifið í sölurnar fyi- ir. Ennfremur munu Bretar þá vera ábyrgir fyrir því að vekja hina sárustu örvæntingu meðal Gyðingá i heiminum. Gyðingar verSSa að fá Palestínu. ÓMÖGULEIKARNIR á þvi að finna í heiminum stað handa Gyðingum eftir stríð, ann;. i i n Palestínu, eru svo augljós. það er varla þörf á að rökstýðja þá frekar. Stórfeldur innflutn- ingur Gyðinga til Bandaríkj- anna er óhugsandi. Víðsýnir amerískir Gyoingar og aðrir viðurkenna, að tilraun til þesy að neyða Bandaríkin til að veita slíkum innflutningi mó'. I . myndi verða til þess eins að skapa fjandskap gegn þeim ráðstefnur og miklar deilur miljónum Gyðinga, sem fyrir KÓTTURINN SÁ ARNA greiddi úr vandræðum, sem verk- fræðingar við rafstöð eina í Bandaríkjunum komust í nýlega, Þeir þurftu að leggja streng gegnum leiðslu, sem var rúmlega 200 metrar á lengd, en kunnu ckkert ráð til þess, fyrr en þeim datt það þjóðráð í hug, að senda kisu eftir leiðslunni. M.ióu bandi var bundið í rófuna á kisu og síðan var blásið lofti á eftir henni, Kisa hörfaði undan loftstraumnum þar til hún var komin í gcgnum Ieiðsiuna með bandið aftan í sjer. Eftir það var auðvelt að draga strenginn í gegn. kom svo árið 1939 siðast.a „hvíta blaðið", útgeíið aí ný- lendumálaráðherranum, Mal- coln Mac Donald. Það kórón- aði alt sem áður var komið, og miðaði að endanlegri uppræt- ingu Zionsismans. „Hvíta blaðið" frá 1939, sem nú er brennipunkturinn í deil- um Breía og Gyðingá, kveður svo á, að 75.000 Gyðingar megi flytja til landsins til 31. mars 1944, en eftir þann tima skyldi frekari innflutningu'r Gyðinga til landsins vera háður sam- þykki Araba. Með öðrurn orð- um: Ef þetta „hvita blað" verð ur ekki felt úr gildi á síðustu eru i 3andaríkjunum. v , meiri von er um Suður-Aíríku, og Kanada hefir ekki farið dutt með ncitun sína. Löndin eru að mestu Jt-yii lokuð fyrir innílutningi fólkf:, og sjer í lagi innflutningi GyS- inga. En íáir, sem' þekkja til ástandsins i Evrópu, gangsr. þess* duldir, hversu óumílýjan- leg nauðsyn það verður Gyð- ingum i Evrópu að geta ftptt þaðan á brott eftir strið. Ein- ungis lítill hluti Gyðinga þeirra, sem enn eru á lífi í Póllanch, Rúmeniu, Ungverjalandi. Balk anlöndum. Þýskalandi og Aust^ pYamh. á 8. síðu. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.