Morgunblaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LaugardagTir 6. maí 1944 „Við skulum koma hjeðan. Það bíður bifreið eftir mjer, hjerna rjett hjá, og jeg skal keyra yður hvert sem þjer vilj- ið“. Hún hikaði, en kinkaði síðan kolli. Hann tók undir handlegg hennar og þau flýttu sjer þang- að sem bíllinn var. Hann hjálp- aði henni inn í og fór sjálfur á eftir. Sagði síðan bifreiðarstjór- anum að keyra af stað. Barney tók eftir, að þau voru elt af tveim mtinnum. Margrjet sá það líka, og færði sig inn í hornið á bílnum. Barney brosti til hennar, og spurði, hvert ætti að aka. • ,,Við ætlum að borða hádegis- verð hjá Waldorf“, svaraði hún, ',,en jeg þyrfti að fara heim fyrst En ef til vill bíða blaðamenn- irnir eftir mjer við dyrnar? „Já, sennilega", svaraði Barn ey. „En því ekki að koma með mjer, og fá eitthvað að drekka einhversstaðar? Þjer þarfnist þess“. Hún brosti dauflega. „Já, sennilega geri jeg það“. Barney gaf bifreiðastjóranum fyrirskipanir. Þegar hann síðan hallaði sjer aftur á bak í sæt- inu, og bauð Margrjeti vindling, horfði hún á hann, með athygli. j „Jeg hefi ekki hugmynd um, hver þjer eruð“, sagði hún. Barney sagði henni-það. Hún bi'osti lítið eitt. „Jeg virðist þá hafa farið úr öskunni í eldinn. Hvað viljið þjer fá? Einkaviðtal?“ Barney glotti. „Ef þjer viljið segja eitthvað, þá er það velkomið“, svaraði hann. „Það er þó í mínum verka hring, þegar á alt er litið. En þjer þurfið ekki að segja neitt“. Hún hallaði sjer aftur á bak í sætinu, og lokaði augunum þreytulega. „Þjer eruð eins og lítið, dauð- þreytt barn“, sagði Barney hægt og virti hana fyrir sjer. „Jeg vissi ekki, að blaðamenn gætu ve’rið umhyggjusamir“, sagði Margrjet. „Jú, þótt undarlegt sje, geta þeir stundum verið nær þvíi mannlegir“, svaraði Barney. — Þau náðu sjer í rólegt borð á veitingahúsinu „Lafayette“, og- sátu þár og röbbuðu saman yfir tveim glösum af vínblöndu. „Eruð þjer ánægðar yfir gift- ingu Lassiters?“ „Mjög ánægð. Vissulega, mjög ánægð“. „Þjer þekkið Hildu Masson?“ „Nei, Jeg sá hana í fyrsta sinn í gærkvöldi. En mjer lýst vel á hana, og Ted hefir verið ástfanginn af'henni í mörg ár“. Barney kinkaði kolli. „Já, en samt .... ef jeg væri ljónatemjari en hún ljón, vildi jeg ekki reka höfuð mitt upp í gin hennar“. Margrjet flissaði. „í rauninni geðjast mjer ekk- ert sjerstaklega vel að henni. Jeg fæ einskonar vanmáttar- kend, þegar jeg er nálægt henni. Hjer finst jeg verða svo ung og óreynd. En sennilega er jeg það líka“. „Mjer líst vel á yður“, sagði Barftey. „Mjer líst einnig vel á yður“, svaraði hún. ,,En jeg held að þjer sjeuð ekki eins saklaus og þjer lítið út fyrir“. Barney lyfti glasi sínu. „Skál fyrir því“, sagði hann og brosti til hennar. „Og jeg held að þjer sjeuð ekki eins sak- lausar og þjer lítið út fyrir, kæra ungfrú .Margrjet Vaug- han“. Hún setti glasið snögt frá sjer, svo að það skvettist dá- lítið upp úr því. „Jeg veit ekki, hvað þjer eig- ið við?“ „Jú, það vitið þjer vel. Hvers vegna eruð þjer svona ánægð yfir giftingu Lassiter?“ „Vegna þess .... jeg sagði yður það áðan“. Hún fölnaði dá- lítið. „Já, jeg veit það. Vegna þess að hún er ágæt, og yður geðjast vel að henni. En það er bara það, að hún er ekki ágæt, og yð- ur geðjast ekki vel að henni“. „Jeg ....“. „Þjer eruð hræddar við eitt- hvað. Hvað er það?“ „Jeg er ekki hrædd“. „Það er eitthvað sem þjer vit- ið — sem yður grunar — eitt- hvað sem þjer hafið ekki sagt frá. Eitthvað, sem þjer eruð hræddar við að hugsa um“. „Nei, það er ekkert“. Hún var náföl í andliti og dró andann djúpt. „Jeg er ekki hrædd leng- ur“. Barney horfði andartak á hana. Andlit hans var sviplaust, eins og andlit fjárhættuspilara. „Það er ágætt“, sagði hann þurrlega. „Það er einmitt það, sem jeg vildi vita“. XXVIII. Kapítuli. Það var snemma um daginn, sem þáu komu frá Paris, Stella og Giles Redfern. Barney var niður á bryggju, ásamt hóp af starfsbræðrum sínum, til þess að taka á móti þeim. Fyrsta hugsun hans, þegar hann kom auga á þau, var að ná í góða mynd. Þegar hann hafði lokið því, leitaði hann Martin uppi í hópnum. t „Jeg vildi gjarnan ná tali af þeim. Getið þjer komið því við?“ Martin kinkaði kolli. „Hringið á skrifstofu mína eftir klukkustund eða svo. Jeg skal reyna það sem jeg get, en jeg efast um, að það takist“. Martin hafði rjett fyrir sjer. Það var ekki fyrr eij í hvitskúr- uðu herbergi gæslufangelsins, að Barney náoi fyrst tali af þeim. Þeir voru þar einnig, Red fern og Herbert Martin. Stella var rólegust af þeim öllum. Alit Barney, sem hafði þegar litist vel á hana, þegar hann sá hana niður á bryggjunni, jóksC En saga hennar var ekki upp- örvandi. Þegar hún hafði lokið henni, horfðf Barney á Martin. En andlit háns var sviplaust. „Það er ekkert við það að at- huga, þótt jeg spyrji nokkra spurninga?" sagði hann. „Nei, auðvitað ekki“, svaraði Martin. „Til þess eruð þjer hing að kominn“. „Þá skulum við byrja á byrj- uninni. Þjer skilduð við Vaug- han fyrir ári síðan?“ „Já. í nóvember var ár síð- an“. „Mjer skilst að Vaughan hafi tekið það nærri sjer“. „Já, fyrst í stað. En síðan heyrði jeg ekkert frá honoum í nokkra mánuði". „Hvenær fór hann að láta yð- ur heyra frá sjer á ný?“ „í október síðastl. Hann hringdi til mín og skrifaði mjer. En jeg nejtaði að hitta hann. Svo kom hann dag einn í búð- ina til mín. Það var snemma í nóvember. Jeg sagði honum að öllu væri lokið okkar á milli og þá varð hann æfur. Hann sagðíst hafa heyrt, að við Giles værum eitthvað saman, og hann — hann sagðist fyrr skyldi drepa okkur bæði, en jeg gift- ist aftur“. „Voru nokkur vitni?“ „Nei, það held jeg ekki. Þetta var um hádegisbil, og jeg var ein í búðinni. „Og síðan?“ „Jeg benti honum á, að hann hefði engann rjett til þess að skifta sjer af jnjer, og ef hann ógnaði mjer, færi jeg til lög- reglunnar. Hann sagðist ekkert kæra sig um það, sagðist myndi stöðva giftingu mína, þótt hann yrði settur í fangelsi fyrir það. Jeg hafði heyrt hann segja slíkt áður, og veitti því enga sjer- staka athygli. Jeg vildi aðeins reyna að koma honum út eins fljótt og jeg mögulega gat, og reyndi því að róa hann. Og þá ....“. „Já?“ Varir hennar skulfu, en hún náði sjer brátt. „Hann — hann fjell alveg saman og grjet eins og barn. Hann sagði .... verð jeg að segja það?“ „Það er best að fá alla sög- una“, svaraði Barney blíðlega. „Hann sagðist vera mjög ó- hamingjusamur. Hann hefði í rauninni ekkert ilt ætlað að gera mjer. Ef jeg vildi aðeins ti'eysta sjer aftur. Og jeg sagði nei eins vel og jeg gat, og hann fór síðan. „Og svo?“ „Síðan ljet hann mig' í friði um nokurt skeið. En þá fór jeg Ófríða konungsdóttirin Ævintýr eftir Jörgen Moe. 6. ingur, sem hefir sjest í þrem þjóðlöndum", svaraði Ófríð og um leið varð hafurinn að hnarreistum gæðingi, hinum fallegasta, sem konungssonur,‘hafði sjeð á æfi sinni. Svo hjeldu þau áfram, en konungssonur var enn stúr- inn og ómögulegt að toga út úr honum nokkurt orð. Svo spurði Ófríð hann aftur hvers vegna hann segði ekki neitt, en þegar hann svaraði, að hann vissi ekkert hvað hann ætti að tala um, sagði hún: ,,Þú getur spurt mig að því, hvers vegna jeg hafi þessa ljótu sleif í hendinni". „Hvers vegna hefirðu þessa ljótu sleif í hendinni?“ spurði konungssonur. „Er jeg með ljóta sleif?“ spurði Ófríð, og um leið og hún slepti orðinu, sá konungssonur að hún var með forkunnarfagran blævæng úr skýru silfri. „Þetta er feg- ursti blævængur, sem nokkur brúður getur borið“, sagði Ófríð. Enn riðu þau nokkurn spöl, og enn var konungssonur jafn þögull og áður. En þá spurði Ófríð aftur, hvers vegna hann segði ekkert, og er hann kvaðst ekkert hafa að segja, sagði hún, að hann gæti þó altaf spurt að því, hvers vegna hún hefði þessa ljótu gráu hettu á höfðinu. „Af hverju ertu með þessa ljótu gráu hettu á höfðinu?“ spurði hann. „Er það ljót hetta? Þetta er fegursta gullkóróna, sem nokkur brúður getur borið“, sagði hún, og jafnskjótt varð hettan að slíkri kórónu. Enn riðu þau nokkurn spöl, og konungssonur var aftur þögull og utan við sig, en þá spurði konuefnið hans aftur, hvers vegna hann segði ekki neitt, og sagðist halda að hann gæti þá spurt sig að því, hvers vegna hún væri svona ófríð og grámygluleg í framan. „Já, hvers vegna ertu svona grá og ljót?“ spurði kon- ungssonur. „Er jeg grá og ljót? Þjer finst systir mín falleg, en jeg er tíu sinnum fallegri“, sagði brúðurin, og þegar kon- ungssonur leit á hana, var hún svo indæl, að hann var viss um að fegurri mey væri ekki til í heiminum. Og eftir það var konungssonur ekki eins stúrinn og þegjanda- ' legur, heldur vel ræðinn og skrafhreyfur það af leiðinni, sem eftir var til kirkjunnar. Síðan var haldin feikna mikil veisla, og svo fóru þeir báðir, konungur og konungssonur, hvor með sína brúði, að heimsækja foreldra þeirra systra. Og er þau komu þar, hittist svo á, að drukkið var brúðkaup fóstursystur þeirra og konungssonar eins, með mikilli viðhöfn. Var þá veislan aukin um allan helming og stóð æði lengi, meira að segja svo, að ef þú legðir nú af stað þangað sem hún er haldin, þá gæti vel verið að þú gætir setið þó nokkuð í fagnaði, áður en henni lyki. ENDIR. Borgari einn í Reykjavík var að skemta sjer fyrir skömmu og fór í reiðtúr á hesti sínum. Hann var hrifinn af því, hvað klár- inn var í góðum holdum og á- kveður að sýna hann kunningja sínum. Maðurinn; er sýna átti reiðskjótann, býr á annari hæð. — Er maðurinn á hestinum var kominn að húsinu, vildi hann ekki ónáða kunningja sinn um of og tók því það ráð að fara með hestinn upp á aðra hæð til kunningjans. ★ Verslunarstjóri hafði aug- lýst eftir starfsmanni við versl- unina. Einn bauð sig fram, en verslunarstjóranum leist ekki vel á hann. Þó vildi hann ekki vísa honum á dyr. Hann spyr því: — Hvöð voruð þjer lengi sein ast? — Mánuð, sagði maðurinn. — Mánuð, ja, ekki er það nú langur tími. Hvað voruð þjer lengi þar á undan? — Þrjá mánuði. — Þrjá mánuði, jæja, sjáum til, það er betra en hitt. En þar á undan? — Þar á undan var jeg þar als ekki. Þá var jeg sýknaður. ★ Tvær kerlingar tala saman: — O, þetta er besti maður. Hann er svo hjartagóður, að hann gæti ekki gert hundi mein. — Hvað gerir hann? , — Hann er slátrari. ★ Hún: — Hjer segir, að hattar geri menn gráhærða og sköll- ótta. Hann: — Já, hattar, silkisokk ar og kjólar. — Hvar fjekstu þennan fal- lega hatt? — Jeg keypti hann fyrir 10 árum. Fyrir 7 árum Ijet jeg hreinsa hann og pressa. Fyrir 3 árum Ijet jeg lita hann svart- an. í hittifyrra setti jeg á hann nýtt band og í vikunni sem leið hafði jeg hattaskipti í Hress- íngarskálanum. ir Læknirinn: — Hvar funduð þjer fyrst til þrautanna? Sjúklingurinn: — I Lækjar- götu. — Hvað gengur að yður? — Það veit jeg ekki, læknir góður, en þegar 'jeg er einn, þá hættir mjer til að tala við sjálf- an mig og þá leiðist mjer svo afskaplega. — Getið þjer þá ekki hætt að tala við sjálfan yður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.