Morgunblaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. maí 1944 MÖRCUNBLAÐIÐ Svar til Stefáns Jéhannssonar Eggert Steíánsson: 1JR FJÖTRUM Eftir Grím Þorkellsson STEFÁN JÓHANNSSON, fyrrum dráttarbátslóðs og skip- stjóri á „Namdal“, skrifar grein í Morgunblaðið 5. þ. m. Er hinn megnasti skrælingjabragur á allri ritsmíð þessari. Eftir fyr- irsögninni að dæma á hjer að vera um svar að ræða við nokkr um óþægilegum spurningum, sem jeg lagði fyrir hann 5. apríl vegna hinnar upphaflegu árás- ar hans í Ví?i 25. mars. Þar sem Stefán hopar næstum allstaðar á hæli og verður næsta svara- fátt af skiljanlegum ástæðum, hirði jeg ekki að endurtaka neitt af því, sem jeg hefi áður sagt, en vísa eindregið til fyrri greinar minnar og Vísisgrein- ar hans. Stefán hyggur sig reiða hátt til höggs í sambandi við Horna- fjörð, en því skal jeg trúa hon- um fyrir, að þar missir hann þó alveg marks hvað mig snert- ir. Þar þarf jeg ekkert að hylja. Þar var ekki um strand að ræða í venjulegri . merkingu þess orðs. Skipið lá fyrir akkerum inni í fljótsmynni, þegar ó- happið skeði, en rak undan straumþunga upp að eyri. Skip ið sakaði ekki neitt, sem bet- ur fór. Þarna var jeg áður.bú- inn að gera hreint fyrir mínum dyrum, eins og lög mæla fyrir, frammi fyrir allri þjóðinni, hjá útgerðinni og í sjórjetti Reykja víkur. Jeg er því ekki hræddur við þá samanburðar sjómensku, sem Stefán ymprar á, og hana getur hann fengið ef hann vill. Allstaðar annarstaðar en um þetta atriði, þar sem Stefán fer út fyrir hið upphaflega um- ræðuefni, tel jeg mjer ekki skylt að svara, en áskil mjer þó rjett til þess síðar, ef svo ber undir. Um Veðurstofuvottorðið frá Sandi og Arnarstapa, sem Stef- án lafir á, nægir að geta þess, að við vorum ekki staddir á þeim stöðum, heldur norðar- lega á Breiðafirði. Skipstjóri dráttarbátsins telur þar verið hafa ,,fárviðri“ í vottorði sínu; þgð nægir mjer. Þar sem Stefán emjar-hátt vegna þess, að Ijóst- að var upp um hann ómakleg- um ummælum hans í garð drátt arbátsmannanna og kallar mig þar „vísvitandi ósanninda- mann“, þá tel jeg hæfilegt hon- um til handa, að birt sje eftir- farandi: „Um leið og við undirrit- aðir lýsum yfir megnustu fyr- irlitningu á skrifum Stefáns Jóhannssonar í Vísi 25. mars og Morgunblaðinu 5. apríl, teljum við okkur ljúft og skylt að votta: Við vorum heyrnarvottar að því, að Stefán Jóhannsson viðhafði mjög óviðeigandi ummæli um dráttarbátsmennina um borð í Esju þ. 13. febr. s.l. Hann sagði: „Skipstjórinn reyndist- claufur, en aðrir skipverjar neituðu að koma upp, þegar mest á reyndi. Þeir lögðust í fletin. Fletin köstuðust fram á gólf með mönnunum í. Þar lá alt saman, fletin og menn- irnir, þar til komið var í sljettan sjó“. Reykjavík 8. maí 1944. Asgrímur Björnsson, Miklubrauf 24. Konráð Gíslason, kompásasm. ★ Eftir að hafa látið þetta frá sjer fax-a um dráttarbátsmenn- ina, eins og ofangreint vottorð sannar, verftur Stefáni ekki bumbult af því lítilræði að hlaupa í Morgunblaðið og tjá þar öllum Englendingum ást sína yfirleitt, en alveg sjerstak- lega þó dráttarbátsmönnunum. Get_ jeg að sjálfsögðu vel við þetta unað, því það sýnir eins vel og verða má, hvern mann hann hefir að geyma, og losar mig við að segja það, sem jeg í upphafi vildi þó sagt hafa, en hefi hingað til hliðrað mjer hjá velsæmis vegna, en um leið ger ir Stefán sjálfum sjer þann ó- leik, sem seint mun af honum þvagna. Hafi þar þá áður ver- ið hvítt'að velkja. Grímur Þorkelsson. ★ Umræðum um þetta mál er hjer með lokið hjer í blaðinu. Ritstj. KEFLAVÍK Gott einbýlishús í Keflavík til sölu. Laust | til íbúðar í júijí n- k. Upplýsingar gefur Snorri l>orsteinsson Sími 68. — Keflavik. Smjörpappír nýkominn. [ggert Kristjánsson & Co. h.f. ÞAÐ er aðfangadagur í lífi íslensku þjóðarinnar núna. — Hinn glataði sonur er að koma heim. Eftir hjerumbil 700 ára útivist við ótal þjáningar kem- ur hann heim til sín aftur til að taka virðulegt sæti meðal þjóð- ar sinnar. Erum við reiðubúnir að taka á móti honum og setja hann aft ur í heiðurssæti sitt meðal ann ara frjálsra þjóða? Svarið verð ur að vera Já! í oi’ði og verki. Fólk það, sem nú lifir á ís- landi — þjóðin öll — verður að fagna endurkomu lýðvéld- isins með sterkari og dýpri til- finningu en hún hefir sýnt nokkrum öðrum atburði í sögu sinni. Þessum tilfinningum verður líka að fylgja athöfn í vei'ki, s.vo sýnil.egt sje öllum, að við sjeum vaxnir þessari stóru ör- lagastund í lífi þjóðarinnar, og við geturn gefið komandi sagn- riturum sögu okkar, efni í glæsilega frásögn um kynslóð þá, er tók á móti lýðveldinu 1944. Við höfum sýnt vilja okkar til samúðar með þjóðurri, sem eru í ánauð og engjast undir hæli stríðsins. Nú er komið að því, að við snúum okkur að ís- landi og fórnum á altari föður- landsástai'innar öllum þeim fjár munum, sem við getum orðið af með — og meira — við fórn- um á altai'i. föðurlandsástarinn ar meira en við getum, þannig að við erum í eldmóði hins ást- fangna manns, er vinna vill brúði sína, því þegar hún er unnin byrjar nýtt líf og ,ný sæla. Lýðveldið má ekki koma inn i fjötra fátæktar eða skulda, engin leynd kúgun má leggja klamma hönd á hjarta þess strax við byrjun lífs þess, eða kvíði eða áhyggjur mynda and- litsdrætti þess. Af gnægtum striðsáranna skulum við nú safna í lýðveldis- sjóðinn stærstu fjárupphæð, sem nokkurn tima hefir sjest á Islandi. Island skuldar erlendis 20 milj. króna. Éf við settum okk- ur það — þjóðin öll — að færa lýðveldinu jafn s.tóra upphæð á Alþingi, þá getum við okkur eilífa þökk komandi kynslóða fyrir, hve vel við höfum farið á stað út í sjálfstæði íslands og gefum eftirkomendunum eftir- dæmi um fórnfýsi og föður- landsást á alvörustund, sem auð v?ldar — með dæmi sínu ■—■ íramtíðar Islendingum að vera j altaf fúsir og viljugir að leggja i á sig fylstu fórnir, þeggr. frelsi, . heiður og sómi Islánds* er í veði. Á þessum gnægtarinnar tím- I um á Islandi er þetta ekki mikil ! upphæð. 500 milj. ei'U handa á milli í bönkum, 200 krónur á mannsbarrt er alt, sem þarf á þessum tímurú hinna rauðu og grænu peningaseðla. j Með fjársjóði þessum getum við líka endurreist alt þjóðar- bú íslands og flutt lýðveldið inn í húsakynni sín hin sjálf- sögðu, svo sem stjómarráð, ráð- ihús, þjóðminjasafn, og ait ann- að, sem enn vantar til að hjer sje nútímaríki sjáanlegt, sem kröfuhart fólk til fullkomins lífsstandards hlýtur að gera. Lýðveldisstofnunin er stói't á- tak í lífi þjóðarinnar. Það er ekki einungis minningarverð eftirmiðdagshátíð á Þingvollum 17. júní — það er nýr dagur, sem byrjar og sem á sjer ekk- ert kvöld fyrr en engin íslands þjóð er til. Þessi kynslóð og allar kom- andi kynslóðir íslands eru skuldbundnar eiði hjarta síns að vernda altaf þetta endur- reista lýðveldi íslands með öll- um þeim krafti hugans og vilj- ans, sem þjóðinni er í brjóst borið og sem góð eftirdæmi eru til fyrir. Við eigum því nú að gera þetta til 17. júní. — Öll blöð og tímarií landsins, allar stofnanir ríkis dg stjórnir fjelaga, að hefja þessa lýðveldissöfnun, setja takmarkið 20 milj. og færa hinu endurfundna lýðveldi það í heimkomubætur á Alþingi 17. júní 1944. Af gnægtum sínum hefir þessi kynslóð sýnt í verki vilja sinn til að afti'a því, að fjötrar skulda og afskiptasemi erlendra lánardrottna, legði dulda hlekki um fót hinnar ungu þjóðar, sem vill lifa hjer á landi sínu frjáls og ófjötruð, ráðandi sínum ör- lögum sjálf, þar sem forsjónin hefir gefið þjóðinni ísland til ábúðar og íslendingar því, öðr- um fremur, eiga að ráða og von- andi að verða sinnar gæfu smið ir. Stúdentadeilan Framh. af bls. 2. ir kostað sorglegar fórnir á kostnað einingu Norðurlanda. Allir aðiljar verða að sýna vel- vild, þolinmæði og háttvísi til þess að unnin verði bugur á sundrunginni og Norðurlönd vei'ði aftur einhuga í anda og sannleika. Á síðustu öld sírandaði stefn- an til einingar Norðurlandanna á þeim óblíða veruleika, að Prússar bi’utust inn yfir landa- mæri Danmerkur. Ástandið á Norðurlöndum krefst einnig um hugsunar. Það verður ekki úr því bætt með ljettvægum ræð- um og hlaupum kringum veru- leikann, en það hlyti óhjákvæmi lega að yerða aðaleinkenni stúd entamótsins. Þaðúilytx að verða einkennilegt, þar sem segja má, að alsstaðar liggi huldar jai’ðsþrengjur. Ein slík sprakk á stúdentamótinu í fyrra.,þegar hinn opinberi finski fulltrúi mætti þar í einkennisbúningi hersins. Norrænni Samvinnu í nútíð og framtíð er mestur greiði gerð ur rrieð því, að raðstefnur, sem snerta öll Norðurlöndin, sjeu látnar bíða, þar til ytri ástæður eru orðnar hagkvæmari. Það er sannárlega rjett hjá „Dagens nyheder“, þegar það segir, að samvinna geti farið fram með ýmsum hætti, og „málskrafið sje ekki sá mikilvægasti“. iimiiiimimiimmmittiimimiimmmímmiiinmiimi = vantar að Klömbrum. — ii s Mætti hafa með sjer stálp §§ H að.barn. Uppl. í síma 1439 3 nnnnnnnmmimannnmmnmmmumiiimimmD miiiiiiiiiiiiimmmiimmmiimiimiimmmiiimmmii =■ =a 5 manna I B ■ 11 { ES §§ til sölu. Til sýnis í Garða- =| 3 stræti 2 eftir kl. 3. Uppl. §§ = í síma 5430. a — =3 iiiiiiiisiiiiiiiiiímmimmimiiiiimiimmimiiiimmiii iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuuiimiiiiiniiuiiiiiiiiiimiiiiii j§ | 1 Ný IJóimyndavjel | s Bn Sign f. 4.5 með sjálftak | | ara, til sölu. Stærð 6.9 eða | |6.6 eftir vild. Fylgir bluss- | | lampi, filterar, staív o. fl. 1 3 Tilboð sendist blaðinu | 1 fyrir laugardagskvöld, — = merkt „En Sign“. ummimumiiiinimnnnnuimiuumiiiniimminiim miiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiimiiiii |Sumarbústaður( s Góður sumarbústaður, ná- 3 if- lægt bænum, óskast til 3 l§ leigxi. Upplýsingar í síma §j | 3262. | miiiimiiiiiiiíiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiil miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimumiiiiui | Bilreið | §§ til sölu. Fox'd, model ’29. = 3 Til sýnis í poi'tinu hjá Bif- |§ reiðasföð íslands. 5 miiiiiiiiiiiiiiiumiimiiiiiiHiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiim iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiuiuiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii = =3 ( Járnsmiður f §§ sem er varfur logsuðu og §§ 1 rafsuðu, óskast á bifi’eiða- 3 verkstæði voi’t. II. f. Ræsir. Sirni 1230. 3 miiiiiiiiiiiiniimiiiiiiniiuuuiniiiimiiiiiiiiiimiimiiB muiiiiiiiiiumiiimiiiiiiiuiiimiiiiiiiimimimiiminiii lUnglingsstúlkal óskast nú þegar. 3 = Sigriður Eíríksdótíir 3 M Víðitnel 55. §§ iiiiiiHttttHiiiimiRiniiiiHwmuiiiiuiiHiiinumimnt luiuniiunnuumuniuuiumiuumuHuuunuuuimit = !H Góður p ! Bifreiðarstjóri | 3 ~ = getur fengið atvinnu á 3 sjei'leyfisleið. M §= Bifreiðastöð Steindórs. = uuiumHiuiiimumimiiiinnHiuiimiiiiiinnnimiiiD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.