Morgunblaðið - 11.05.1944, Page 1

Morgunblaðið - 11.05.1944, Page 1
(hurchill segir írá aðstoð Breta við Rússa ■ LONDON í gær: — Churc- hill forsætisráðherra skýrði í dag frá því í þinginu, hve hjálp Breta til Rússa hafi verið um- fangsmikil. Bretar hafa sent Rússum rúmlega 5000 skrið-J dreka, 6.700 flugvjelar, 4000 farartæki allskonar, 2400 vjel- byssuvagna og mikið magn af allskonar öðrum hergögnum og birgðum fyrir miljónir sterl- ingspunda. Skipatjónið í Rússiandsferðum. Skipatjónið hefir farið stöð- ugt minkandi í Rússlandsferð- um. Breska flotamálaráðuneyt- ið skýrði frá því í dag, að síð- utsu 6 mánuði hafi verið flutt- ai' 1 Vi miljón smálestir af vör- um til Rússa um Norðuríshafs- leiðina. Skipatjónið þessa mán- uði hefir verið minna en 10% og aðeins 16 smálestir af hverj- um 1000, sem sendar hafa verið af stað hafa ekki komist á á- fangastað. Bretar hafa mist flest her- skip, sem sökt hefir verið í Rússlandsferðum, en aðrar þjóð ir bandamanna hafa orðið fyr- ir mestu skipatjóni á þessari leið, einkum Bandaríkjamenn. Reuter. Philadelphiu sált- málinn: Fjelagslegl PHILADELDHIA í gær: — Alþ j óðaverkamálaráðstef nan, sem hjer stendur yfir og sem 41 þjóð eiga fulltrúa á, sam- þykti í dag einróma ályktun, sem í framtíðinni mun verða nefnd ,,Philadelphiu-sáttmál- inn“ og sem mun hafa mikla þýðingu fyrir verkalýð heims- ins. í ályktuninni er m. a. komist svo að orði, að tryggja verði fjelagslegt öryggi fyrir alla menn, af hyaða kynstofni sem þeir sjeu, jafnt körlum sem konum. Á meðan fátækt ríki einhversstaðar, sje ekki hægt að byggja upp almenna vel- gengni. Það verði að sjá öllum fyrir lágmarkslaunum og mögu leikum til að sjá sjer og sínum farborða. Þjóðirnar verði að vera frjálsar og allir menn jafnir. Hámarksverð á notuð húsgögn í Bretlandi LONDON í gær: Ákveðið' hefir verið að setja hámarks- verð á notuð húsgögn, sem seld eru í Englandi. Hámarksverðið gildir, hvort sem húsgögnin eru seld I verslunum, á uppboði eða í umboðssölu. — Reuter. lAltrÁLníni 4 fisincoði luiijuniiiii. a 99 Enn er ráðist á staði í Frakklandi og Belgíu | London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Eftir Michael Ryerson. STÓRAR FLUGSVEITIR bandamannaflugvjela streymdu yfir Ermarsund í kvöld, eftir að hlje hafði verið á loftárásum meiri liluta dags. Miklar drunur heyrðust handan sundsins og gáfu til kynna, að árásir væru byrjaðar á ný. Loftsóknin var ekki eins mikil í dag og í gær, er 4000 flugvjelar bandamanna fóru til árása á staði í Norður-Frakklandi og Belgíu. Landhelgisbrof rælt í breska þinginu: Eden segir skolárás Ægis >War Grey44 löglega Þingmenn klöppuðu er ráð- herrann sagði engar ráðstafanir gegn íslensku stjórninni London í gærkvöldi. — Einkasktyti til Morg-. nnblaðsins frá Reuter. ANTHONY EDEN, utanríkismálaráðherra Breta, lýsti því yfir í breska þinginu í dag, að framkoma íslenskra yfirvalda, er ráðist var á breska togarann „War Grey“, 28. mars 1943, hafi ekki verið ólögleg, þó árásin hafi verið hastarleg. Þingmaður úr Verkamannaflokknum, George Muff að nafni, hóf umræður um þetta mál, með því að spyrja utanríkismála- ráðherrann hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til að láta íslensku stjórnina bæta fyrir árás íslenska varðskipsins „Ægis“, sem með skothríð hefði laskað togarann „War Grey“ á hafi úti og án þess að varðskipið hafi hafið eftirför sína á eftir skipinu úr íslenskri landhelgi. , Anthony Eden Ráðist var á að minsta kosti 26 mismunadi skotmörk og þúsundum smálesta af sprengj- um var varpað á járnbrautir, flugvelli, brýr, skipaskurði, haínarmannvirki og önnur skot mörk á ströndum Norður- Frakklands. Sjerstaklega var ráðist með miklum þunga á járnbrautar- stöðvar í Norður-Frakklandi og Belgíu og mesta árásin, sem gerð var í morgun, var á Creil, sem er 40 km. fyrir norðvestan París. Um 450 smálestum var várpað á þrjár járnbrautar- skiftistöðvar og flugvöll hjá Amiens. Tvær árásir voru gerðar á járnbrautarstöðvar í Tournai í Belgíu, 25 km. fyrir austan frönsku landamærin. Marauderflugvjelar rjeðust á járnbrautarstöðvar í Mons, sem er.. járnbrautarskiftistöð milli París og Brussel. Þar komu upp miklir eldar. Mikil árás var gerð á kúlu- legaverksmiðjur í Annecy á landamærum Frakklands og íaliu. Flugvjelar, sem bækistöðvar hafa í Ítalíu, rjeðust á Wienner Neustadt, skamt frá Vínarborg. Ennfremur voru árásir gerðar á stöðvar Þjóðverja í Júgó- slafiu. Verður Bevin rekinn úr Verkamanna- flokknuml London í gærkveldi. Fundur var enn haldinn í Verkamannaflokknnm breska í dag til að ræða þá tillögu framkvæmdaráðs flokksins, að ] >evin atvimmmálaráðherra væri rekinn úr flokknum vegna afstöðu sinnar til hinn- ar nýju ráðstafanna, sem. ltreska stjórnin hefir gert til að reyna að koma í veg fyrir verkföll. Fundurinn stóð lengi dags, en enginn atkvæðagreiðsla fór frarn um tillöguna. Ilins- vegar var samþykt tillaga frá Shnuíwell þingmanni þess efn is, að málinu skyldi skotið til sameiginlegrar nefndar, sem kosin væri af framkvæmda- ráði flokksins annarsvegar og þingmönnum hinsvegar. 10 l^orðmenn líflátnir II/.. II - ssyi herra Bandaríkjanna Washington í gærkveldi. Roosevelt forseti hefir út- nefnt James Forrestal Sem flotamálaráðherra Bandaríkj - anna í stað Frank Ivnox of- ursta, sem Ijest fyrir skömmu. Forrestal er 54 ára að aldri og hefir verið aðstoðaflota- málaráðherra síðan 1940. Ilann hefir gengt stöðu flota- málastjóra síðan Ivnox ljest. Frá norska blaða- fulltrúanum: UM STOKiaiÓLM hafa borist frjettir um ný hermd- arverk Þjóðverja í Noregi. Þeir hafa tekið af lífi 10 menn, sem dæmdir höfðu ver- ið til lífláts af þýska lögreglu- dómstólnum Nord. Átta menn frá Stavanger, Georg Osnes, Ferdinand Tjemsland.Arthur Waldemar Emanuelsen, Knut Ilaugna- iand, Magnus Nilsen, Henry Viktor Larsen, Arnt Andersen og Georg Ilagbart Nordbö, og einn maður í viðbót, Martin Johansen frá Egersund, voru dæmdir „fyrir aðstoð við ó- vinaríki". Ennfremur var Joban Alfred Göransen dæmd ur til dauða „fyrii’ gei*rffiði við setulið Þjóðverja". Dómarir voru staðfestir og beim fullnægt. eftir að náð- nnarbeiðni hafði verið vísað á bug. Allmargir hafa verið dæmd- ir til fangelsisvistar, einn í 8 ára, annar í 5 ára og sá þriðji í 4 ára fangelsi ,,fyrir aðstoð við óvinaríki". Einn var dæmdur í 2 ára fangelsi „fyrir að hafa hlustað á út- varpsstöð var óvinaríkjanna1 ‘. Svar Edens. Eden svaraði, að loka eftir- förin og taka skipsins „War Grey“ hafi farið fram eftir að skipið hafi verið stöðvað og skip un hefði verið gefin um að tog- arinn kæmi til Reykjavíkur, fyr ir að hafa verið að ólöglegum veiðum í íslenskri landhelgi. Þegar skipið var tekið, var það að reyna að komast undan til Englands. íslenskur embættis- maður var um borð í togaran- um. Hafði hann verið settur um borð í sambandi við ákæruna um ólöglega veiði í landhelgi. Það hafði verið reynt að setja mbættismanninn á land fyr um daginn, en það hafði ekki hepn- ast. Ekki ólöglegt. „Þegar tekið er tillit til að- stæðna“, sagði Eden, „er mjer skýrt svo frá, að íslensk yfir- völd hafi haft miklar ástæður fyrir að gera það, sem gert var, þó hastarlega hafi verið að far- ið. Og gjörðir íslenskra yfir- valda eru ekki ólöglegar“. ,,Þó jeg sje ávalt reiðubúinn til þess að gera ráðstafanir til að verja hagsmuni breskra tog- ara, þegar á þá hefir verið ráð- ist á ólöglegan hátt, þá hefi jeg komist að þeirri niðurstöðu, eft- ir að hafa athugað þetta mál gaumgæfilega, að í þessu tilfelli þá sje ekki rjettlætanlegt, að gera neinar kröfur á hendur ís- lensku stjórninni og það kæmi engum að gagni að fara að ræða þetta mál, eftir diplomatiskum leiðum“ (lófaklapp og heyr- hróp frá þingmönnum). Fratnh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.