Morgunblaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 6
6 1 1 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur, 11. maí 1944. .'i Utg.: H.f, Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands -í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Takmarkið er: Alger eining EFTIR AÐ blöðin fluttu í gær fregnina um skrif hinna þriggja sænsku blaða um sjálfstæðismál íslensku þjóð- arinnar, leyndi það sjer ekki, að megn gremja ríkti meðal almennings yfir þessari miður vinsælu kveðju frá ,,bræðraþjóðinni“ í austri. Vissulega höfðu íslendingar vænst annars skilnings á sjálfstæðisbaráttu þeirra úr þessari átt. Svo mikla tiltrú báru íslendingar til þjóðanna á Norðurlöndum, að þeir trúðu því áreiðanlega ekki, að nokkur þeirra yrði fyrst til þess að leggja stein í götu, þegar sporið. yrði stigið til fullkomins sjálfstæðis íslands. Þeir höfðu fremur búist við hinu, að norrænu þjóðirnar myndu fagna þessum tíð- indum. Kuldinn og skilningsleysið, sem fram kemur í skrifum hinna sænsku blaða, hitta ekki aðeins okkur íslendinga. Norðmenn fá þar einnig sinn skerf. Þeir eru mintir á at- burðinn frá 1905, með þeim hætti, að særa mun hvern einasta frjálsborinn norskan þegn. Enda þótt einstaka Svíi sje ekki enn búinn að gleyma atburðunum frá 1905, hlýtur það að teljast „skortur á háttvísi“, að fara nú að rifja upp þá atburði. Því að hvaða þjóð hefir sannað það betur alheiíni en einmitt norska þjóðin, að hún verðskuld- ar að vera frjáls? En, vel á minst. Fyrst farið er að rifja upp atburðina í Noregi 1905, er ekki úr vegi að við íslendingar minnumst þeirra einnig. Hver var mesti styrkur norsku þjóðarinnar í frelsis- baráttu hennar 1905? Það var eining þjóðarinnar — hin algeya eining. Þessa mættum við íslendingar vel minnast nú. Svo mikil eining ríkti hjá norsku þjóðinni við þjóðaratkvæða- greiðsluna 1905, að það samsvaraði þvi, að aðeins 30 at- kvæði kæmu nú fram hjá íslendingum gegn sambands- slitum og stofnun lýðveldisins. Þetta er takmarkið, sem við skulum stefna að! Björgun arbáturinn LOKADAGURNN er í dag. Sú var tíðin, að sjómenn- irnir settu svip á Reykjavíkurbæ á lokadaginn, svo fjöl- mennir voru þeir á götum bæjarins þann dag. En þetta er löngu liðinn tími. Lokadagurinn markar ekki lengur tímamót hjá reykvískum sjómönnum. En dagurinn er samt ekki horfi'nn úr hugum Reykvík- inga. Menn, sem beita sjer fyrir velferðarmálum sjó- mannastjettarinnar hafa valið þenna dag til þess að minna bæjarbúa á skylduna við þá stjett, sem mesta hlutdeild hefir átt í byggingu þessa bæjarfjelags. Slysavarnadeildin „Ingólfur" hefir valið lokadaginn til fjársöfnunar í þágu slysavarnanna. A götum bæjarins í dag munu sjást hvítklæddar stúlkur. Þær eru sjálfboða- liðar við sölu merkja deildarinnar. Þarf ekki að efa, að bæjarbúar munu taka þeim vel. Aðalmálið, sem „Ingólfur“ hefir nú á prjónunum er fjársöfnun til björgunarbáts hjer í bænum. Hefif deildin komið upp björgunarsveitum. Verða því hjeðan í frá til staðar hjer í bænum æfðar björgunarsveitir. En björgun- arbátinn vantar og verður nú hafist handa af kappi, að safna fje til hans. Reykvíkingar! Ekki þarf nema eitt sameiginlegt átak ykkar, til þess að hrinda þessu nytjamáli í framkvæmd. Þetta átak eiga Reykvíkingar að gera í dag, með því að kaupa merki „Ingólfs“ og með sjerstökum gjöfum til deildarinnar í þessu skyni. Verum samtaka í dag, Reykvíkingar og látum „Ingólfi“ í tje naegilegt fje til byggingu björgunarbáts. 75 ára: Einar Einarsson í DAG er hann 75 ára, víking urinn, Einar Einarsson fyrv. fisksali, Klapparstíg 26, sem mörgum Reykvíkingum er að góðu kunnur. Hann er fæddur 11. maí 1869, að Þverholtum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu af hinni kunnu Krossnesætt. Faði r hans bjó þarna í 40 ár og móðir hans í 4 ár eftir dauða hans, eða til dánardægurs. Voru þau merk hjón og hann mjög nærfærinn við sjúka og hjálpaði oft konum í barnsnauð. Einar var yngstur 12 systkina og misti hann föður sinn vorið sem hann var fermd- ur, err var svo með móður sinni til 18 ára aldurs, er hún and- aðist. Fluttist Einar þá að Álft- árósi og var þar nokkur ár, uns hann fór til Árna í Vogi. Á þessum árum var hann forsöngv ari í sóknarkirkju sinni, enda öngmaður góður. Tvo vetur var hann um tíma í Reykjavík að menta sig, einkum þó í söng og hljóðfæraslætti. Árið 1902 kvongaðist Einar Ingibjörgu Benjamínsdóttur af Snæfells- nesi, ágætri konu sem hefir ver ið stoð og stytta manns síns. Er hún enn við góða heilsu og hin ernasta þótt hún sje hálf- áttræð. Hófu þau hjón búskap á Snæfellsnesi og bjuggu þar til vorsins 1906, er þau fluttu hingað til Reykjavíkur. Eignuð ust þau 2 dætur, Einbjörgu og Þóreyju og er sú fyrnefnd-a gift Kristni Pálmasyni vjelstjóra í Ölgerðinni Egill Skallagríms- son, en hin ógift. Síðasta árið, sem Einar var við búskap, fór hann hingað suður til sjóróðra Fyrir hjer um bil 3 árum hætti hann fisksölu og fór að stunda algenga vinnu;' fyrst hjá setuliðinu og enn vinnur hann eftir því sem heilsan leyfir. Hann veiktist nýlega, fjekk á- kafa lungnabólgu, er þó óðum að hressast og hefir fótavist. Einar hefir verið hinn mesti at- gerfismaður, enda eltki heiglum hent, að leysa slíkt dagsverk af hendi og hann hefir gert. Hann segir, að flestir haíi reynst sjer vel í lííinu, en hinum hafi hann gleymt. Hann trúir á dásamlega handleiðslu guðs. Hann hefir lifað stórfeldar breytingar, frá lágu kaupi og þröngum kosti, til batnandi hags og viðurvær- is. En mest finst honum þó til um, að þjóðin hljóti nú fult frelsi með stofnun lýðveldis á íslandi. Er það þá líka ósk hans og von, að þjóðin beri gæfu til að vera samþentari eftirleiðis, en hingað til, enda telur hann það skilyrði þess að okkur farn- ist vel. Einari hefir farnast vel, þrátt fyrir erfiðan hag á stundum, enda nýtur hann og hefir notið trausts allra þeirra, er honum hafa kynst. Er það meira, en sagt verður um ýmsa forystu^ menn okkar, er lyft hefir verið jtil valda og metorða. Einar hefir |altaf viljað gera það sem hann fyrir samvisku sinni vissi sann- ast og rjettast. Við, vinir hans, fögnum því íþess vegna, að hafa hann ernan mitt á meðal okkar og óskum !og vonum að fá enn lengi að njóta hans í fögru aftanskini. verji slrijc U l ciaieaa Ííjinii Hvenær verða klukk- urnar settar rjettar? LESENDUR mínir minnast þess ef til vill, að í fyrra gerði jeg það einu sinni til gamans að bera saman allar almennings- klukkurnar hjer í bænum, og eng in þeirra var eins. Klukkan á Lækjartorgi, kirkjuklukkan, klukkan hjá Magnúsi Benjamíns- syni og Guðna JónsSyni og „Fröken klukka't Engin sýndi sama tíma. Hjá Maignúsi Benjamínssyni munaði mínútu, en á það var ] bent, að vegna þess að klukkan gengur fyrir rafmagni og vísir- inn hrekkur til milli mínútustrik anna, getur á vissu augnabliki munað mínútu til eða frá, án þess að klukkan gangi raunverulega skakt. Eitthvað hefir eigendum klukkunnar samt ekki Ííkað gang ur hennar, því að hún hefir nú verið tekin niður. Er það vitan- lega mikið betra að hafa enga klukku á almannafæri, en skakka klukku, ekki síst þar sem klukkan er rjett hjá, þar sem strætisvagnar nema staðar og fjöldi fólks reiðir sig á þann tíma, sem klukkan sýnir. En það er klukkan hjá Guðna, sem aldrei gengur rjett. Nú er hún eina almenningsklukkan við vestanvert Austurstræti. Stræt- isvagnafarþegar, sem- ætla að fara í Vesturbæjarvagnana við Hótel ísland hornið, fara auðvit- að eftir þeirri klukku, en hún svíkur stöðugt, því það kemur ekki fyrir, að klukkan sje rjett. Það væri betra að hafa þarna enga klulcku, heldur en þessa, og raunar ætti að krefjast þess í lög reglusamþykt bæjarins, að þeir, sem setja upp klukkur á almanna færi, hafi þær rjettar. Sje það ekki hægt, á að banna mönn- um að hengja upp klukkur á al- mannafæri. ® Ekki hægt að þverfóta. ÞAÐ ER altaf að versna urri- ferðarástandið á aðalgötum bæj- arins, einkum þó í Austurstræti. Þegar líður á daginn er ástandið þannig, að varla er hægt að þver- fóta fyrir bílum, sem lagt hefir verið norðanmegin við' Austur- stræti. Það e^- óslitin röð af bíl- um alla leið frá Útvegsbankan- um vestur að Aðalstræti. Það er ekki nóg með, að bílunum sje lagt upp með gangstjettinni, heldur er svo þröngt orðið stund um, að bílarnir standa á ská og er þá ekki mikið eftir af göt- unni fyrTr sjálfa umferðina. Það er ekki hægt að komast hjá því, að bílar nemi staðar í Austur- stræti, en þáð ætti að vera ó- þarfi að láta sömu bílana standa allan daginn á aðalgötu bæjarins og teppa umferð annara farar- tækja og jafnvel gangandi fólks líka. Það verður að banna bílstjór- um að leggja bílum sínum í Aust urstræti. Flestir þeirra bíla, sem þar eru allan guðslangan dag- inn, eru einkabílar. Það kemur fyrir, að ef menn panta leigubíl t. d. að Austurstræti 10, þá kom- ast þeir ekki í bílinn fyr en vest- ur við Aðalstræti, vegna þess, að leigubíllinn getur hvergi numið staðar, þó ekki sje nema augna- blik, til að taka farþega. • Hvað hefir orðið af einseyringunum? FYRIR NOKKRU var spurt að því hjer í blaðinu, hvað yrði af einseyringum og tvíeyringum, en j mikill hörgull væri á smámynt. Þó það kunni að vera tiltölule'ga íáir, sem láta sig nokkru skifta, hvar smámyntin er nú á tímum, þá er ekki því að neita, að þægi- legt er að hafa smápeninga til að gefa til baka. í brjefi frá J. P. er b.ent á, að kynstrin öll af eineyringum og tvíeyringum fari í festar, sem búnar eru til og ætlaðar eru til sölu meðal erlendra hermanna. Segir hann, að þúsundir króna hafi farið út úr landinu í þess- um ein- og tvíeyringafestum. Þetta mun rjett vera. En það má benda á, að ekki munu Is- lendingar hafa tapað fjárhags- lega á þessum viðskiftum, að því leyti til, að meira verðmæti hef- ir komið inn í landið fyrir kop- arpeningana, serrí seldir hafa ver ið í festum, en nafnvirði þeirra peninga, sem í festarnar hefir faiið. Sorphreinsunin enn. GAMALL Reykvíkingur hefir skrifað mjer brjef um sorphreins unina. Er hann ekki að öllu leyti á sama máli og þeir, sem um þessi mál hafa rætt opinberlega. En það er gott, að sem flest sjón- armið komi fram í þessu vanda- máli. Fer brjefið hjer á eftir: „Þjer víkið að sorpílátum og teljið þau heppileg, 'væru þau höfð til skifta. Þetta hefir verið reynt, en ekki gefist vel; auk þess eru þau mjög til óþarfa kostnaðarauka fyrir húseigendur, án þess að verða að tilætluðum notum; margir leigjendur nenna ekki einu sinni að kasta sorpinu í ílátin, heldur fleygja því kring um þau. Þetta kæruleysi hefir víðar átt sjer stað en hjer á landi. Hafa erlendir hreinsunarmenn sagt mjer, að þeir teldu sjer- staka múrklefa að húsabaki heppilegasta undir sorp, og að það væri megnu kæruleysi íbú- anna að kenna, þegar illa færi í þessum efnum. Hygg jeg affara sælast að hver og einn húsráð- andi yrði skyldaðúr til þess að hafa múrklefa í skjóli við hús sín fyrir sorp, er til fellur, og að þeim væri bent á, fyrir hverj- um væri að kæra, ef þeim væri ekki hlýtt með að korha afföllum á hinn ákveðna stað. Dýr ílát og endingar- lítil. „EFTIR AÐ þessi orð voru skrifuð kemur fyrirskipun frá lögreglustjóra um að „nægjan- lega mörg sorpílát úr járni með loki“ skuli fylgja hverju húsi. Hvað kosta þau? Hver á að greiða verð fyrir þau og hve lengi endast þau? Eftir verðlagi því, er nú gerist, myndu þau verða afar dýr. Jeg hringdi til járnsmíðameist ara, duglegs og greinds manns, og spurði hann, hvað myndu kosta sorpílát eins og farið er fram á í auglýsingu lögreglu- stjóra. Hann kvað þau myndu kosta fleiri hundruð krónur hvert, eins og nú væri ástatt, og eitt er víst, sagði hann, að ein tunna úr járni myndi kosta jafn mikið og múrþró, er tæki fimm ítunnur. Þessi voru orð járnsmiðs ins. Jeg hefi keypt og reynt járn- tunnur, bensínílát, sem eru vel gerð ílát. Reynslan var ]iessi: fvrri tunnan dugði tæpt ár, hin síðari nokkuð lengur. Um hrein- læti leigjenda minna í sambandi við þessi sorpílát vil jeg ekki ræða. Enginn má þó halda, að jeg saki húsbændurna í öllum tilíellum um sóðaskap".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.