Morgunblaðið - 12.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Fösíudagur 12. maí 1944, i Landgræðsla er sjálistæðismál Skógræktarfjelagið hvetur tii allsherjar samtaka Á ÖÐRUM stað hjer I blaðinu í dag, bírtist stuttort ávarp frá Skógræktarfjelagi íslands, þar sem vakin er athygli á sjóðs- stofnun þeirri, er fjelagið gengst fyrir, og hvaða markrriið sá sjóður á að hafa. Óþarft kann að þykja, að fjöí yrða um nytsemi þess máls. Hún er svo augljós öllum al- rnenningi. Þó skal hjer farið nokkrum orðum um hvrið það er, sem fyrir forgöngumönnun- um vakir. Á þeim merkilegú tímamót- um í sögu þjóðarinnar, sem nú standa fyrir dyrum, þykir hlýða, að beina athygli almenn- ings, með alveg sjérstakri ein- beitni að því, hve Igndgæðum hefir hnignað þau rúmlega 1000 ár, sem liðin eru síðan land l'ygðist, og hve þýðingarmikið það er, að hafist verði handa með meiri árvekni og orku en h.ingað til, við endurgræðslu eyddra landsvæða. Alt fram undir síðustu alda- rr>ót var ekkert gert sem heitið gat, til þess að hefta uppblástur og eyðing lands eða friða þær skógaríeifar, sem eftir voru í landinu. Hið alveg éinstæða til tæki sr. Björns Halldórssönar í Sauðlauksdal, fyrir 200 ár- , um, að stemma stjgu fyrir sand foki með garðhleðslu, vakti svo mikla óvild sóknarbarna hans, að þau skírðu varnargarðinn „Ranglát“. Þá hefir mönnUm fundist það ranglæti, að ætlast til þess, að mannshöndiri gérði nokkuð til þess að spoma við landeyðing. Þó eiga mest .öll landsþjcl!, sem hjfer hafa orÖið í 1000 ár, méira og minna rót sína að rekja að verulégu leytí til átroðnings af völdum búfjár landsmanna og annari illri með férð af mannavöídum, Það er kominn tími tit, að þjóðin finni til þess „rariglæt- is“, sem hún hefir beitt land sitt, og sjái sem er, að það er bæði rjettlæti, skylda og riauð- syn að bæta ffrir itla ábúð á Jan'dnru. Þó allmikið háfi verið unnið, bæði að sandgræðslu og friðun skóglendis, síðustu 40 ár, þá telja fróðir menn. að sú upp- græðsla og landvernd, sem af þVf hefir fengist, riémi ekki rrieiru en meðal larideyðing, er orðið hefir af manna og nátt- úruhnar vÖldum hver þau 40 ár, sem liðin eru síðari land bygðist. Með sariia áframhaldi og verið héfir, ætti þjóðin að hafa endurheimt úþprunaleg gæði landsins á næstu 1000 árum. Hjer þarf meiri og skjótari aðgerða. , Þess vegna hafa þessi tíma- mót verið valin, til þess að vekja athygli alþjóðar' á þessu mikla framtíðarvandamáli. Efnl er til stofnunar Landgræðslu- sjóðs, sem á að íeggja, grurid- völl að .hinu mikla starfi. eða -stuðla að því, að svo verðí gert, svo næstu kynslóðir fái endurheimt gróðurlendi lands- íns örar en hingað til. Það ætti að vera hverjum ís- lending ánægjuefni, að minnast tímamótanna, er þjóðin end'ur- heimli fullt sjálfstæði sitt, með því að leggja sinn skerf í Land- græðslusjóðinn. Sjóður þessi verður sjálfs- eignarstofnun, en stjórn hans þannig fýrir komið, að þar verði að verki þeir menn, sem fremst ir standa að þekking og dug í ræktunarmálum lands vors. Aðalfundur Reyk- víkingafjelagsins. Aldurstakmarkið lækkað í 35 ár. AÐALFUNDUR Reykjavík- urfjelagsins fór fram á mið- vikudagskvöldið að Hótel Borg. Mikið fjölmenni var mætt á fundinum. Stjórn fjelagsins gaf skýrslu um starf fjelagsins á árinu og fjárhag þess. Höfðu margir riý- ir fjelagar bætst við á árinu og allir fjelagsmenn höfðu greitt árstillög sín. Fjelagið á nú töluverða upphæð í hús- byggingarsjóði sínum og fjár- hagur þess hinn ágætasti. Á fundinum var samþykt sú breyting á lögum fjelagsins, að aldur um inngöngu í fjelagið var færður niður í 35 ára, í stað 40 ára áður. Sjera Bjarni Jónsson vígslu- biskup var endurkosinn forseti þess í einu hljóði. Varaforseli var kosinn Hjörtur Hansson og meðstjórnendur: Frú Guðrún Indriðadóttir, Sigurður Hall- dórsson, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, Einar Erlendsson og Er- lendur Pjetursson. í varastjórn Voru kosin. Jón Þorvarðsson, Gunnar E. Benediktsson og frú Soffía Ólafsdóttir, Endurskoð- endur: Sigurður Þorsteinsson og Sigurður Árnason. I aðalfundarlok flutti forseti fjelagsins, sjera Bjarni Jónsson. snjalla ræðu fyrir minni Reykjavíkur. Þegar fundi var slitið, hófst afmælisfagnaðúr fjelagsins, en fjelagið er, eins og kunnugt er, slofnað 10. maí 1940. Þar flutti frú Soffía Ólafsdóltir ágæta ræðu fyrir minni fjelagsins. Frú Guðrún Indriðadóltir las upp. Hr. Gunnar Kristinsson söng einsöng. Hr. Friðrik Friðriks- son sýndi skuggamyndir, sem voru frá Reykjavík og Reyk- víkingum í gamla daga. Þá fór fram bögglauppboð til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð fjelags- ins, og .að lokum var dansað til kl. 2. Fór þetta alt fram með mikilli prýði og virðuleik. Skátamót á Þing- völlum í sumar SKÁTAMÓT verður á Þing- völlum í sumar og er áformað, að það hefjist 20. júní og standi til 27. júní. Tími móts- ins er mjög heppilega valinn með tiíliti til skáta utan af landi, því þeir geta sameinað hvorutveggja: að vera á lýðvéld ishátíðinni og taka svo þátt í mótinu á eftir, og enginn þarf að hafa áhyggjur af skátunum, þó þeir fjölmenni í höfuðstað- inn, þeir eru vanir að sjá um sig sjálfir. Allmikill úndirbúningur und ir mótið er þegar hafinn, því búast má við mikilli þátttöku, bæði utan af landi, en þó sjer- staklega úr Reykjavík og ná- lægum stöðum, því skátamótin hafa yfir sjer sjerstakan blæ og eru skemtilég og vel til þess fallin að vekja skilning og sam- hug milli hinna ýmsu staða. á landinu. Mótið ér haldið á vegum Bandalágs islenskra skáta og er það vel til fallið hjá Banda- laginu að hafa mótið sem nokk- urskonar framhald af þjóðhá- tíðinni og festa á þann hátt hin merkustu tímamót þjóðarinriar ennþá betur í hugum drengj- anna og þeirra ungu manna, sem innan Skátahreyfingarinn- ar eru, því auðvitað verður þetta mót ávalt nefnt „Þjóð- hátíðarmótíð“ og allar minn- ingar þess á einhvern hátt tengdar lýðveldisstofnuninni, og er það vel fárið að greypa sem fastast hin glæsilegu tíma- mót í huga æskulýðsins. Mótstjóri verður Sigurður Ágústsson raffræðingur; hann er reyndur og duglegur í slík- um störfum og vel mentaður sem skáti, og þarf ekki að ef- ast um, að góð stjörn og regla verður á öllu, enda þótt fjöl- ment kunni að verða á mótinu. Skátahreyfingin ér að verða ein stærsta og merkasta æsku- lýðshreyfing landsins, einkum þegar tekið er tillit til þess, að þar er hver einasti meðlimur virkur, eða starfandi, en ekki eins og vill brenna við í mörg- um öðrum fjelögum, að það sje aðeins stjórnin og fámennur hópur manna, sem alt starfið hvílir á. Hin kyrláta starfsemi skátanna, bæði úti og inni, er þess verð, að henni sje gaumur gefinn og skátarnir studdir í starfi sínu sem best má verða. Ole Kiilerich verður blaðafulHrúi hjer BLÖÐUNUM liefir borist tilkynning um, að hirm danski ritstjóri, Öle Kiiíerich, er hjer hefir dvalið um skeið, og hald ið fyrirlestra, sje nú settur fyrst um sinn, sem biaðafúll- trúi. ' Hann á, segir í tilkynning- unni, að skýra blöðunum frá ]>ví sem markverðast gerist í Dánmörku, segja frjettir frá dönskúm flóttamörmum, frjáls unr Dönnm o. s. frv., cr ís- Ienskir blaðalesendur kynnu að liafa áhuga fyrir. Ávarp til íslendinga SAMTÍMIS því, að þjóðin er kvödd til þess að laka ákvörðun um stofnun lýðveldis, kom fram sú hugmynd, að efnt yrði til einhverrar þeirrar framkvæmdar, er allir landsmenn gæti átt hlut að og gildi hefði fyrir alda og óborna. Hefir orðið að ráði, að stofnaður yrði Landgræðslusjóður Skógræktarfjelags Islands. ÞESSUM SJÓÐI er eigi aðeins ællað að verða lil styrktar trjá- rækt og skóggræðslu, heldur einnig að verja gróðurlendi og klæða sem mest af landinu einhverjum nytjagróðri. Sagan leiðir 1 ljós. hversu náið samband er milli gróðurfars landa og farnaðar þjóða. Menningarskeið þjóða eru sam- fara því, að skógar og hverskonar nytjagróður stendur með blóma, en þegar gróðurfari hnignar fylgir fátækt og aftur- för í kjölfarið. Þannig hefir þessu verið farið einnig um okkar land. Og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, að hjer er hafin sókn í ræktun og græðslu eyddra landa. Þessa ræktunarsókn þarf mjög að herða. VERJAST ÞARF LANDSPJÖLLUM svo sem verða má. En jafn- framt þarf að hjálpa nyljagróðri til þess að nema landið að riýju. Hvort tveggja er stórum auðunnara nú en áður, sakir þeirr- ar reynslu og þekkingar, sem fengin er, og verktækni og úrræða, sem úpp hafa verið fundin, aðeins ef eigi skortir fjármuni til framkvæmda. GERÐIST SJERHVER FULLTÍÐA ÍSLENDINGUR aðili að stofnun Landgræðslusjóðs Skógræklarfjelags íslands, yrði sjóðurinn frá upphafi vegleg minningargjöf um endurheimt þjóðfrelsi ,sem þá að sjálfsögðu yrði aukin og efld í fram- tíð, svo að svara mætti til þeirra vona, er jallir stofnendur * sjóðsins bera í brjósli um farnað þjóðar og lands. STJÓRN SKÓGRÆKTARFJELAGS ÍSLANDS gengst fyrir fjár- söfnuninni. Landgræðslusjóðurinn verður sjálfseignarslofn- un. Sjóðnum verður sett skipulagsskrá á næsta aðalfundi Skógræklarfjelagsins. Góðir íslendingaf! Gjörisl aðilar að slofnun Landgræðslusjóðs Skógaræktar- fjelags Islands. , 260 umsóknir hafa borist í sænsku fiskiskipin SAMKVÆMT frjettaiilkynningu frá atvinnumálaráðneylinu hafa borist 260 umsóknir um kaup á fiskiskipum, sem fyrir- hugað er að smíðuð verði í Svíþjóð fyrir tilstuðlan ríkisstjórn- arinnar. Hefir nú veríð skipuð nefnd til að annast lán og styrki úr styrktar og lánasjóði fiskiskipa. Tilkynning ráðuneytisins er á þessa leið: „Þann 8. janúar síðastliðinn gaf atvinnumálaráðuneytið út tilkynningu þess efnis, að leyfi sænskra stjórnarvalda hefði fengist til byggingar 45 trje- skipa í Svíþjóð með því skil- yrði, að samningar um skipa- smíðina væru gerðir af íslenska ríkinu. Jafnframt hefir íslenska ríkisstjórnin óskað eftir að leyfi fengisl til byggingar fleiri skipa en að framan greinir og er það mál í athugun hjá sænsk um stjórnarvöldum. Ráðuneyt- inu hefir borist 260 umsóknir um kaup á skipum frá Svíþjóð. Um miðjan marsmánuð voru sendiráði íslands í Slokkhólmi sendir uppdrættir og útboðs- lýsingar yfir 3 stærðarflokka af skipum og óskað eftir lil- boðum frá sænskum skipasmíða stöðvum, og er búist við tilböð- um frá þeim næslu daga. Nefndin. Með lögum frá síðasla Al- þingi nr. 9, 1944, um stuðning við nýbyggingu fiskiskipa, er ákveðið hvernig fje úr styrkt- ar- og lánasjóði fiskiskipa skuli verja til smíða fiskiskipa. í lög rim þessum segir að atvinnu- málaráðherra skipi 5 manna nefnd er hafi á hendi úthlutun fjár úr sjóðnum, að fengnum tillögum stjórnar Fiskifjelags íslands. Skulu 4 þeirra skipaðir samkvæmt tilnefningu þing- flokkanna, einn af hverjum flokki, e“n formaður án tilnefn- ingar. Samkvæmt þessu hefir ráðu- neytið 10. þ. m. skipað eftir- greinda menn í nefnd þessa: Jón Maríasson bankastjóra, og er hann jafnframt skipaður formaður néfndarinnar. , Guðjón F. Teitsson skrifttofu stjóra, samkvæmt tilnefningu þingflokks Framsóknarmanna. ' Guðmund I. Guðmundsson, samkvæmt tilnefningu þing- flokks Alþýðuflokksins. Gísla Jónsson alþingismann, samkvæmt tilnefningu þing- flokks Sjálfstæðismanna. Harald Guðmundsson skip- stjóra, ísafirði, samkvæmt til- nefningu þingflokks Samein- ingarflokks alþýðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.