Morgunblaðið - 12.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1944, Blaðsíða 8
8 M 0 R G U N B LrA Ð I Ð Föstudagur 12. maí 1944. Seðlaútgáían og innstæður ; ' : Franili. at' bls. 7. íiún hefir eytt. Þó mega menn -pkki halda að þjó'ðaráuðurinn hafi vaxið í sömu hlutföllum og erlendu innstæðurnar. ÞaS má telja alveg víst að hann hai'i ekki gert það. Skipastóllinn hef ir gengið úr sjer og vafalaust ýms önnur atvinnutæki. Að vísu hefir nokkuð komið í stað- inn t. d. hefir frystihúsum fjölgað mikið á stríðsárunura en sú aukning mun þó hvergi nærri hrökkva til viðhalds mannvirkja 1 landinu. — Margt fleira kemur til greina, sem hjer yrði of langt mál að fara út í. En augljóst er það, að eftir ófriðinn verður oss þörf mikils erlends gjaldeyris til endumýjunar ög aukningar atvinnutækja og ef vel á að fara verður því að gæta þess að nota hinn erlenda gjaldéyri með fylstu ráðdeild. Innstæðunum tryggilega ráð- stafað. EINSTÖKU sinnum hefir þess orðið vart að menn hafa verið með ugg út af því að hinum er- lendu innstæðum væri eigi nægjanlega tryggilega fyrir komið. Þessum mönnum má segja það, að erlendu innstæð- unum hefir verið ráðstafað eins tryggilega og nokkurir mögu- leikar eru á. Ríkisáöyrgð Breta eða Bandarikja er fyrir þeim flestum, en sá hluti sem ekki er trygður með ríkisábyrgð er eymdur hjá bönkum, er telja erður nokkurn veginn jafn ör ugga og ríkið sjálft. Hinsvegar ler því miður svo, að þessar miklu innstæður bera allar mjög lága vexti — flestar þó einhverja, — en það verður eigi samrýmt að hafa fjeð hand bært og að fá af því sæmilega vexti. Sparifjáreigendur eiga þær. EF SVO aftur er spurt um það, hver sje hinn raunverulegi eigandi hinna erlendu inn- stæðna, þá verður þeirri spurn ingu ekki svarað með ná- kvæmni. En alment talað má þó segja að eigendur þeirra eru íslenskir sparifjáreigendur. Og sparifjáreigendurnir eru, sem betur fer, allmargir. í Lands- bankanum í Reykjavík eru t. d. yfir 4.7.000 sparisjóðsbæk- ur „lifandi“ og sparifjáreig- endur þá væntanlega lítið eitt færri. Má af þessu sjá að æði mikill hluti landsmanna muni eiga einhver ítök í hinar er-: lendu iniistæður. Það ér því fullkominn misskilningur að halda að erlendu innstæðurnar sjeu fyrst og fremst eign stór- atvinnurekenda. Það er alveg þvert á móti. Eignaaukning þeirra liggur í atvinnutækjun- um sjálfum, í vörubirgðum o. fl. o. fl. Langsamlega meiri hluti sparifjárins er fólginn í smáinneignum og er eign manna úr öllum stjettum þjóð- fjelagsins. Heilbrigð efnahagsstarfsemi lífsskilyrði þjóðar. VJER íslendingar væntum þess að í næsta mánuði hefjist nýtt tímabil í sögu landsins. Allir munum vjer óska þess að land vort megi verða sjálfstætt ekki aðeins í orði heldur og á borði. En þá megum vjer ekki gleyma því, að eitt skilyrði þess að svo megi verða er það, að heilbrigð efnahagsstarfsemi 'sje rekin í landinu. Við Upphaf göngunnar stöndum vjer vel að vígi að þessu leyti. Þær miklu erlendu innstæður, er safnast hafa á undanförnum árum, eiga að geta orðið lyftistöng, ekki aðeins fyrir atvinnuvegina held ur og fyrir sjerhverja menn- ingarstarfsemi í landinu. Rík- isvaldið verður að gerá sitt til þess að glæða vilja borgaranna til þess að geta staðið á eigin fótum fjárhagslega. Við getum haldið áfram að deila um það, hvort atvinnu- tækin eigi að vera áfram í höndum einstaklinga eð.a ríkið eigi að taka þau í sínar hendur. Þær deilur verða ekki þaggað ar niður. En um hitt ættum við ekki að deila, að meðan at- vinnutækin eru í höndum ein- staklinga verður að leyfa at- vinnurekstrinum þá fjársöfn- un, sem honum er nauðsynleg til þess að atvinnan sje rekih á heilbrigðum grundvelli. Það er alveg tvímælalaust skilyrði fyrir almennri velmegun. Það er því sannfæring mín, að all- ar aðgerðir, er ganga í þá átt að veikja vilja manna til að leggja eitthvað upp og vinna móti hóflegum sparnaði sjeu til óþurftar fyrir þjóðfjelagið í heild sinni. Þvert á móti ætti að reyna að vekja metnað manna til að eignast eitthvað, því að öðru jöfnu verða þeir á þann -hátt betri þjóðfjelags- borgarar. Vona jeg þó að enginn skilji ofð mín svo. að jegj'meti mann- gildi: mánna eftir fjármunum einum saman. En ástæðan til þess að jeg hreyfi þéssu er sú, að maður heyrir nýjar og nýj- ar uppástungur, sem ganga í alveg öfuga átt, við það, sem jeg hefi hjer verið að halda fram. Eignaaukaskatturinn. Á ALÞINGI hafa á þremur þingum í röð verið bornar fram tilkgur um svonefndan eigna- aukaskatt og eru þess efnis, að upptækur sje gerður viss hundr aðshluti af eignaaukningu fram yfir tiltekið lágmark. — Þessi skattur mundi að mestu leyti koma niður á atvinnu- rekstrinum og þá sjerstaklega á stórútgerðinni. Jeg tel nú ekki við eiga að jeg fari að rökræða þessar tillögur hjer, en hvað sem annars má um þær segja, þá liggur það í augum uppi, að ef þær næðu fram að ganga mundu þær draga úr aukningu þess atvinnurekstrar, sem þær koma niður á. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun aukning atvinnu verða eitt höfuðskilyrði fyrir almennri velmegun í landinu. í kjölfar þessara tillagna sigla svo aðrar nýjar. Urræði, sem bitnaði á fjöldan- um. NÝLEGA hafa heyrst radd- ir um það, að ágætt úrræði til þess að útvega ríkissjóði fje, væri að lækka gengi íslensku krónunnar um tilekinn hundr- aðshluta, t. d. 25%. Við þessa breytingu á genginu mundu er lendar innstæður bankanna vaxa hlutfallslega í íslenskum krónum, en þann hagnað sem fram kæmi við gengislækkun- ina ætlu svo bankarnir aftur að greiða ríkissjóði. — Vitanlega væri þetta gróðabragð vel fram kvæmanlegt. — Ríkissjóður græddi og bankarnir töpuðu engu — nema traustinu. — En einhver hlýtur nú samt að tapa. Og nú eru það ekki Iengur stór atvinnurekendurnir, sem á að láta blæða. Þvert á móti, þeirra eignir hækka að krónutölu í rjetlu hlutfalli við gengislækk- umna. Auðvitað er hið raun- verulega verðmæti eigna þeirra alveg óbreytt. Nei, nú er það allur almenningur, hinir fjöl- mörgu eigendur sparifjárins, er eiga að leggja til miljónirnar. Það skilur vitanlega hver maður, að kaupmáttur krón- unnar, að minsta kosti í utan- landsviðskiftunum, þverr í sömu hlutföllum og lækkunin er. Það er því í raun rjettri ó- þörf krókaleið að lækka krón- una. Það má alveg eins gera upptækan vissan hluta af sparifje landsmanna. Ef að sparsemi og nirfilsháttur væru þjóðarlestir Islendinga, væri þetta ágætt ráð til þess að venja þá af þeim löstum. En aðferðin er lakari í þjóðfjelagi, þar sem eyðslusemi er þjóðarlöstur og þar sem menning í efnahags- starfsemi á flestum sviðum stendur á mjög lágu stigi. Slíkt eignarán, sem hjer er um að ræða, mundi vera eitthvert sterkasta vopn, sem fundið yrði til þess að draga úr hvötum manna til sparnaðar og þá um leið til efnalegs sjálfstæðis. Gjaldgetu þegnanna má ekki ofbjóða. ÁÐUR En jeg skilst við þetta efni get jeg ekki stilt mig um að drepa örfáum orðum á þann næstum sjúklega áhuga, sem fjöldi manna virðist hafa feng- ið fyrir að afla fjár í ríkissjóð- inn. Nú er mjer það vitanlega fullljóst, að ef þjóðfjelaginu á að vegna vel, verða fjárreiður ríkissjóðs að vera í góðu lagi. Vissulega ættum vjer að láta vítin verða oss til varnaðar og láta það aldrei henda oss fram- ar, að ríkissjóður komist í fjár- hagslegt öngþveiti. En hinu megum vjer heldur ekki gleyma, að ríkissjóður er til fyrir þegnana en þegnarnir ekki fyrir ríkissjóðinn. F.in- hverjir mundu að vísu svara því til, að það fje, sem í ríkis- sjóðinn rennur, eigi að notast til gagns fyrir þegnana. En brjóstheill væri sá, er neita vildi, að misbrestir hefðu orðið á því, að fje ríkissjóðs gengi til almenningsheilla, ekki að- eins hjá oss, heldur og hjá flest um öðrum þjóðum. Þjóð, sem vill standa á heilbrigðum fjár- hagsgrundvelli, má því aldrei ofbjóða gjaldgetu , þegnanna með skattaálögum. Fjárhagur ríkissjóðsins stendur aldrei lengi með blóma, ef skattgreið- endurnir eru gerðir öreiga. Það er gamla sagan um gulleggin og hænuna. Furðuleg tillaga. LOKS HEFIR flogið fyrir, að einhverjum hafi komið til hug- ar það snjallræði, að gera hrein lega upptækan tiltekinn hundr gðshluta af erlendum inneign- um bankanna, án þess að láta nokkuð koma móti. Fjenu á vit- anlega að verja til einhverra þarflegra umbóta í landinu. Þegar þess nú er gætt, að hin- ar erlendu innstæður eru í raun rjettri lítið annað en sparifje landsmanna, liggur það í aug- um uppi, að þessi aðferð mundi leiða til þess sama og gengis- lækkunaraðferðin — sem sje, að almenningur yrði sviftur til- teknum hluta sparifjár síns. En hún er að því leyti enn þá fjar- stæðari, að hún mundi ófram- kvæmanleg á annan hátt en með gjaldþrotaskiftum þeirra banka, er erlend viðskifti reka. Annars skal það játað, að mjer er ókunnugt, hver alvara ligg- ur á bak við þessa tillögu og engan hefi jeg heyrt halda þessu fram. Jeg á ákaflega erf- itt með að trúa því, að nokkur viti borinn maður óski eftir að sjálfseign bankanna sje skert. Það er engum efa undirorpið, að ef bankarnir eiga í framtíð- inni að geta fullnægt sæmilega hlutverki sínu í þjóðfjelaginu, þurfa þeir að auka sjálfseign sína en síður en svo að skerðá hana. Að óreyndu vil jeg því ætla, að- hjer sje um að ræða hugsunarlaust hjal eða gam- anyrði, og þurfi því ekki frek- ar um það að tala. Ráðdeild og fyrir- hyggja nauðsynleg. AÐ ENDINGU vildi jeg mega segja þetta: Vjer íslendingar megum ekki láta fjárhagslega velgengni undanfarinna ára æra oss. Vjer megum ekki halda, að fjársjóðirnir, sem safnast hafa, sjeu ótæmandi. Vjer verðum að vera þess minn ugir, að erfiðari tíma getur bor- ið að höndum fyr en nokkurn varir. Vjér megum ekki gleyma því, að hvenær sem ófriðnum lýkur mun oss verða mikils fjár þörf, ef til vill meira en flesta gx-unar. En ef vjer sýnum ráð- deild og fyrirhyggju, jafnt ein- staklingar sem stjórnarvöld, getur hin fjárhagslega vel- gengni yfirstandandi tíma orð- ið oss ómetanlegur styrkur í lífsbaráttu komandi ára. Áheit og gjafir til Blindravinaf je lags íslands: Áheit frá ónefndum kr. 100,00, áheit frá E. S. K. kr. 20,00, áheit frá V. Þ. kr. 30,00, áheit frá Ingu kr. 5,00. — Gjöf frá I. H. kr. 300,00. — Kærar þakkir. — Þór- steinn Bjarnason, formaður. ; Á meðan þorparinn mikli situr öruggur í hæg- i indastóli í gistihúsi og lætur fara vel um sig, standa ' ' r - , . ■ ' 1 í ! ‘ í X—9 ög Bill á hléri fyrir utan lyftuturninn, þar sem Mascara er falin. „Það rak einhver upp neyðaróp þarna inni, X-9“ sagði Bill og rjett á eftir kom Mascara þjótandi út úr turninum og hrópaði á hjálp. Klæði hennar log- uðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.