Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 1
mthfaMfr 31. árgangur. 105. tbl. — Laugardagur 13. maí 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Varist ósfaðfesldr | egnir ¦ . Londqn í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Aðalbækistöð vor í Suð- -'ur-Ameríku símaðí í kvöld "til herstöðvanna í London 'og bað um fregnir af inn- ' rásinni. í skeytinu var sk'ýrt f rá því, aS eitt helsta dagblað Suður-Ameríku • hefði íengið skeyti frá am -'erískri. frjettastofu, þess efnis, að innrásin væri -byrjuð. Blað þetta hefir '. fyrir sið . að þeyta lof l- .varnaflaufu á byggingu -sihni, er stórfregnir ber- asl, og' var svo gert. Að- | -alstöð vor gat sent skeyti -um hæl, þess efnis, að hún [ -gæti fullvissað Suðuram- • eríku um þáð að engin inn- rás væri háfin, og énguni ,f regnum um það efni, . nema qpinberum tilkynn - .ingum - bandamanna eða .Þj-óðverja væri ¦ hægt ' að : .Ireysla. - ¦ - Reuter. B r við Dniisfer London í gærkveldi: I herstjórnartilkynningu Rússa í kyöld, segir, að Þjóð- verjar haldi áfram stöðugum á- rásum ¦¦ á forvígi Rússa - við Khisinev, fyrir vestan Dnieper. Segir í herstjórnartilkynning- unni, að Þjóðverjar beiti þarna ¦ miklum fjölda skriðdreka og sjeu orusturnar mjög harðar. Kyeðast Jtússar enn verjast.á- rásunum, sem munu gerðar til þess, að Rússar missi bækistöð ' sína vestan Dniester á þessum slóðum. Þjóðverjar segjast hafa unnið þarna á og felt marga Rússa en tekið 2600 fanga. Rússar segjast háfa felt 50.000 Þjóðverja als við Sebastopol, en þar segjast Þjóðverjar verjast enn og hafi enn getað komið' allmiklu liði burtu. Rússar telja sjer mjög mikið herfang á þessum slóðum og sökt mörg- um skipum og bátum og sje allri mótspyrnu Þjóðverja lokið. — Reuter. SÓKN BANDAMANNA Á ÍTALÍU GENGUR SÆMILEGA Astandið í Kína ískyggilegt vegno sóknar Japana . .. Chungking í gærkveldi. Eftir Graham Barry. Menn hjer í borginni telja á- standið vegna hinnar yfirstand andi sóknar Japana mjög í- skyggilegt, telja þeir það hafi aldrei verið verra síðan árið 1939. Sækja Japanar stöðugt fram með miklu liði og vinna á, þrátt fyrir harða og. hetju- lega vörn Kínverja. . . Haf a Japanar nú náð . á sitt vald allri hinni mikilvægu járn braut milli Hankow og Peping og' háfa par með í sinni hendi yfirráðin ýfir einhverju frjó- samasta hjeráði als' Kínaveldis. Einnig herða' þeir sóknina í átt til Loyeng og er borgirin nú í yfirvofandi hættu. Hún er um- kringd og fall hennar talið ó'um flýjanlegt. Þá hafa Japanar beint herjum sínum óvænt í ýmsar aðrar átt- ir og veídur það Kínverjum mjög miklum örðugleikum. — Meðal annars hafa þeir, að því er hjei- var bpinberiega tilkynt í kvöld, rofið Lunghai-járn- bíautina um 60 km. fyrir vest- an Loyang og umkringt Kín- yerja og rofið undanhaldsleiðir þeirra. — Sjálfir segjast Jap- anar hafá króað inni mikinn her. Chang Kai Shek hefir látið svo um mælt við blaðamenn, að Kínverjar hefðu aldrei fyrr þarfnast eins mjög hjálpar frá bandamönnum sínum og þeir gerðu nú. Ostaðfestar fregnir herma, að frú Chiang Kai Shek sje hú stödd i Moskva til þess að biðjást hjálpar. — Reuter. Foringjar þeirra segja sóknarskilyrði örðug London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Herir bandamanna á vestanverðum Suðiurítalíuvíg- stöðvunum hófu í gærkveldi allsherjar sókn gegn Gustav- varnarlínunni svonefndu, sem talin er eitthvert ramgerv- asta virkjakerfið, bæði eru þar góð varnarskilyrði frá náttúrunnar hendi og eins hafa Þjóðverjar víggirt þessar stöðvar mjög ramlega undanfarna mánuði. Hluti af átt- unda hernum var fluttur til þess að taka þátt í sókn þess- ari. Berst hann nærri Cassino. Tilkynningar bandamanna í kvöld bera það með sjer, að sóknin gengur samkvæmt óskum, eh er ekki hröð, enda er engin ástæða til þess að vonast til slíks, eftir því sem herforingjar bandamanna hafa látið hafa eftir sjer. Nokkrar varnarstöðvar hafa verið teknar og áttundi herinn komist yfir Rapido-ána á laokkrum stöðum. Áráser á olíuvinslu- slöðvar í dag rjeðust margar .amerísk ar sprengjuflugvjelar, varðar orustuflugvjelum, á f jórar mestu olíuvinslustöðvar í Þýska landi. Voru þrjár þeirra í nánd við Leipzig, en ein í Tjekkoslo- vakíu. Er i stöðvum þessum unn in olía og bensín úr kolum. Harðar loftorustur urðu. Ægílegar loftorustur. Seint í kvöld bárust fregnir um það, að í árásum amerískra flugvjela ' á olíuvinslustöðvar í dag,- hafi verið háðar mjog grimmilegar loftorustur. Er tal ið að Þjóðverjar hafi sent upp um 1000 orustuflugvjelar. Bandaríkjamenn segjast háfa grandað 150 þeirra, én rhist sjálfir-42 stórar sprengjuflug- vjelar og 10 orustuflugvjelar'. Mikið sjúkrahús vígt. Stokkhólmi: — Suður-Stokk hólms- sjúkrahúsið var vígt fyr- ir skemstu af Gúslaf Svíakon- ungi, í viðurvist 1500 gesta. Vcrru meðal þeirra ráðherrar, hei'shöfðingjar, læknar, bisk- upar og sendiherrar erlendra ríkja. Starfar meðal stríðs- fanga. Stokkhólmi: —. Nýlega er sænski preslurinn Forsell far- inn til Bretlands, þar sem hann mun starfa meðal þýskra stríðs fanga í eitt ár. Hefir ástandið í andlegum málum þeirra að sögn versnað, síðan sænski prestur- inn Hoffmann fór frá.Bretlan'di, en hann var. lengi meðal fang- anna og sjerléga. vel kunnur þýskri skapgerð. Viðgerð Sóleyjar- götu í ákvæðisvinnu ' Á BÆJARRÁÐSFUNDI í gær var lagt frám br'jef frá Álmenna byggingáfjelaginu h. f., þar sem fjelagið býðst til að taka að sjer viðgerð á götum bæjarins í ákvæðisvinnu. Vár bæjarverkfræmngi falið að semja við fjelagið um að taka að sjer ehdúrbætur á Sóleyjar- götu í ákvæðisvinnu. Skulu samningar þeir, serh gerðir kunna að verða, verá endur- skoðaðir eftir 2 mánuðí. Mikil bjartsýni í Moskva. „Hún fer að koma ft - segir Smuls London í gærkveldi. I dag fóru þeir Churchill. Smuts og Mackenzie King kynnisför til innrásarherjanna á Bretlandi. Voru þeir þrjá tíma í ferðinni. en fóru alls um 100 km. vegalengd. — Smuts sagði við hermennina: „Hún fer að koma, piltar". — Átti hann auðvitað við innrásina. — Reutér. Slokkhólmi: — Sænskur ferðamaður, sem varð PaasiRivi samferða til Moskva fyrir skemslu, og sem er nýlega kom inn heim aftur, segir að hann hafi aldrei orðið var við slíka bjartsýni í neinni borg, þar sem hann hefði komið á ófriðarár- unum. Allir, bæði embætlis- .menn og alþýða, væri viss um sigur. — Á .leiðinni til Moskva flaug flugvjelin, sem var sænsk, yfir vígstöðvarnar á Kirjála- eiði. Er það í fyrsta skifti, sem hlullaus flugvjel flýgur yfir vígstöðvar, þar sem barist er. Gyðingahermenn naðaðir London í gœrkveldi. Fyrir nokkru struku allmarg- ir menn af Gyðingaættum úr pólska hernum en strok úr her er dauðasök, sem kunnugt er. Voru menn þessir allir teknir aftur og allir dæmdir til dauða af herrjetti. Nú hefir yfirhers- höfðingi Pólverja og pólsku stjórnarinnar náðað þessa menn alla og segja þeir að nú, þegar mestu átök striðsins sjeu að hefjasl, virðist ekki rjatt að dæma menn frá lífi fyrir slík- ar yfirsjónir. Bæta þeir við, að allir pólskir þegnar, hverrar ættar og trúarbragða sem þeir sjeu, verði að taka þátt í bar- állunni. Bi-eska stjórnin hefir mjög fagnað þessum ráðstöf- unum. — Reuler. Lengst hafa bandamenn sótt fram 1600 metra. Umsagnir hershöfðingj- anna, Alexanders yfirhers- höfðingja og Leese, yfir- manns áttunda hersins, bera það með sjer, að þeir áhta að ekki þurfi að búast við mik- illi frarhsókn á næstunni, því miklar víggirðmgar þurfi að yfirvinna. Alexand er ljet svo um mælt, að bandamenn hefðu ofurefli liðs, bæði í lofti og á landi og myndu gjöreyða þýska hern um á ítalíu. Sagði Alexand- er, að bandamenn hefðu einnig miklu fleiri fallbyss- ur, en þó yrði baráttan hörð og kanske löng. Sterkar víggirðingar. Leese hershöfðingi sagði, að víggirðingar Þjóðverja væru afskaplega styrkar og hvergi væru skilyrði betri til varnar en þarna, og verri til sóknar. Sagði Leese að þetta væru erfiðustu stöðv- ar, sem áttundi herinn hefði nokkurntíma ráðist á. Harðar varnir. Þjóðverjar hafa gert mörg og hörð gagnáhlaup og hafa orustur verið grimmilegar. Hafa fáar fregnir borist enn um þær viðureignir, en þó er þegar víst, að áttundí herinn hefir komið nekkrum birgð ¦um yfir Rapidoána, en nær ströndinni að vestan hafa sveitir úr fimtahernum sótt fram um nokkra kílómetra. Miklar loftárásir. Flugvjelar bandamanna hafa allan daginn gert árás- ir á virki og varnarstöðvar Þjóðverja, en þýskar flug- Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.