Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 10
10 M 0 RG TT N B T, A í) I Ð Laugardagur 13. maí 1944. bara ekki dottið það í hug fyrr. En nú, þegar þjer segið það, er jeg viss um það“. Martin brosti blíðlega. „Voruð þjer alveg vissir um, að þjer hefðuð ekki sjeð neinn koma út úr Bank Street 1224, áður en lögreglan stakk upp á því við yður?“ „Jeg mótmæli", hrópaði sækjandi. „Jeg tek spurninguna aftur“, sagði Martin og hneigði sig lít- illega. í áttina til hans. Síðan ^takk hann höndunum í vasann og brosti vingjarnlega til gamla mannsins. „Er sjón yðar í góðu lagi?“ spurði hann glaðlega. „Já, herra“. „Þjer gætuð sjeð eftir endi- langri húsaröð að nóttu til, þótt mikil snjókoma væri?“ „Jeg gæti sjeð nógu vel til þess að vita, hvort maður kæmi út úr einhverju húsanna eða ekki“, svaraði gamli maðurinn. „Og þjer eruð reiðubúinn til þess að svcrja, að tveir menn hafi farið framhjá yður, hinu megin við götuna, og haldið í vesturátt, á milli Fourth og Waverly?“ „Já“. r Martin horfði andartak á hann, kinkaði síðan kolli og settist snögt niður. Síðan hjelt yfirheyrslan á- fram. Hvert vitnið af öðru var leitt fram, kaupmaðurinn, sem hafði selt Giles rakblöðin og „cellophanið“, flutningsmenn- irnir, sem höfðu flutt hús gögn Stellu, og litla þjónustu- stúlkan af ,,Regina“, Laurette Bazinet. Muriel hlustaði á þetta eins og í leiðslu. Hún var að hugsa um háa manninn með presta- kragann. Barney hafði spáð því, að þeíta myndi ekki vera mikilvægt vitni. En gamli mað- urinn hafði sýnt það gag'n- stæða. Það gat verið, að hon- um skjátlaðist eittH^að, en hann sagði ekki ósatt. En hvern ig gæti Barney sannað, að hon- um hefði skjátlast? XXXI. KAPÍTULI. Magruder hafði haft 'mikið að gera þennan dag. Hann var svo niðursokkinn í uppgötvan- ir sínar, að hann gleymdi gremju sinni við Barney, yfir að láta sig hafa alt erfiðið. Þetta leit svei mjer vel út. Ef aðeins .... Nú hringdi síminn. Það var Barney. „Nokkuð nýtt?“ „Já, já, heilmikið. Það er brunastigi bakdyramegin, sem hægt er að fara upp. og niður, án þess að nokkúr viti“. „Já, það getur beðið“, svar- aði Bai-ney. „Nokkuð fleira“. % „Nógir reikningar til þess að koma heilum banka á höfuð- ið“, sagði Magruder. „Hann vinur þinn hefir dýran smekk*“. „Jeg bjóst við því“. * „Jeg hefi ekki lokið við að athuga þetta alt ennþá. En jeg sje hreint ekki, hvernig þú get- ur sannað *nokkuð. Og svo er það presturinn. Jeg heyri, að hann hafi verið mjög sannfær- andi“. „Jæja“, svaraði Barney. „Hittu mig fyrir utan Bank Street 1224 eftir 20 mínútur". — Nokkru seinna stóð Ma- gruder fyrir utan íbúðina, sem eitt sinn hafði tilheyrt Stellu Vaughan, og beið eftir Barney. Hann leit óþolinmóðlega á úr- ið sitt. Það voru 40 mínútur síðan Barney hringdi í hann á skrifstofunni, svo að hann hlaut að fara að koma. Hvað skyldi hann annars vera að slóra? Snjóbíll, sem tilheyrði gatna- hreinsunardeildinni, kom velt- andi fyrir hornið á Seventh Avenue. Magruder horfði úr- illur á hann, en rjetti alt í einu úr sjer, þegar hann kom auga á þá Barney og Rand í fram- sætinu við hliðina á bílstjór- anum. Bíllinn stöðvaðist fyrir framan hann. „Hafðu þig inn í“, sagði Barney. „Við eigum langt ferða lag fyrir höndum“. Magruder gerði eins og hon- um var sagt. „Hvað ætlarðu nú að fara að gera?“ spurði hann og glotti. „Hreinsa til í borginni?“ „Já“, svaraði Barney. „Mjer finst þeir, sem hafa með gatna- hreinsun að gera, skilja hliðar- göturnar útimdan. Líttu á þetta“. Hann bandaði með hendinni fram fyrir þá. „Fyrsti ffnjórinn fjell 18. des., og sá snjór liggur hjer enn í sköfl-' um og safnar sóti — og fleiru". Magruder leit snögt á hann. „Já, jeg skil. Þú ætlar að grafa upp hvern einasta skafl í borginni?“ ,,Ef jeg þarf þess með“, svar- aði Barney hörkulega. „En það kemur ekki til. Eftir þennan morgunn getum við farið að geta“. „Ef hann hefði ekki þann leiða vana að hafa rjett fyrir sjer“, sagði Rand þungbúinn, „væri jeg rólegri". „Hvers vegna getum við far- ið að geta?“ spurði Magruder forvitnislega. ' „Vegna þess, að sá gamli — með prestakragann — sagðist hafa farið framhjá tveim mönn um, er hefðu haldið í áttina til árinnar“. „Hann sagði einnig, að þeir hefðu farið fyrir hornið hjá Waverly Place“. „Sjáðu nú til“, svaraði Bar- ney þolinmóðlega,- „Sá gamli er a. m. k. 70 ára gamall, og sjón hans ekki eins góð og hún hefir verið, þótt hann vilji ekki viðurkenna það. Það var dimt þetta kvöld og mikil snjókoma. Jeg þori að veðja hverju sem er, að hann hefir ekki sjeð vel yfir götuna. Komið þið hjerna, og jeg skal sýna ykkur“. Þeir fóru niður úr bílnum og Barney gekk á undan þeim yfir stjettina að lítilli græn- metisverslun, sem var á horn-, inu. „Hann segist hafa verið hjer, er það ekki?“ spurði Barney. Rand játaði því. „Jeg benti Beecher á þetta“, viðurkendi hann. „En hann hló aðeins að mjer. Það gat enginn sjeð dyrnar á nr. 1224 þetta kvöld, hversu góða sjón sem hann haíði. Það er nærri því við hinn endann á röðinni. En auðvitað kemur mjer það ekki við lengur ....“. Barney glotti. „Við erum ekki að lasta þig, liðþjálfi“, sagði hann. „Og ekki gamla manninn heldur. Hann veit ekki, að hann segir ósatt. Hann vill hjálpa — en vill ekki viðurkenna veikleika sinn. Þess vegna er hann svo nyt- samur“. Barney hallaði sjer upp að dyrastafnum og starði hálflukt um augum út á götuna. „Jeg held, að hann hafi ver- ið hjer — nákvæmlega eins og hann sagði. Þegar hann heyrði skotin, gekk hann niður göt- una. Hann var spurður, hvort hann hefði sjeð mann — einn mann — koma út úr húsinu hinu megin. Nei, hann sá eng- an, og sagði það. En þar með er ekki sagt, að enginn hafi komið út. Snjórinn var eins og nokkurs konar tjald, sem kom í veg fyrir, að hægt væri að sjá greinilega“. „Aftur á móti sagðist gamli maðurinn hafa sjeð tvo menn halda í áttina til árinnar ein- mitt um þetta leyti. Hann seg- ir, að þeir hafi komið frá Waverly Place. Það er rjett á- lyktað hjá honum, þar eð þeir komu úr þeirri átt. En jeg hygg, að það sje aðeins ágisk- un. Ef við hefðum spurt hann, hvort hann hefði sjeð tvo menn koma út úr einhverju húsinu, held jeg, að hann hefði sagt já, og verið jafn viss um, að hann segði sarinleikann“. „Ertu að reyna að telja okk- ur trú ufn“, sagði Rand van- trúaður, „að tveir menn hafi komið út úr íbúð Stellu?“ „Jeg held, að Frank Vaug- han hafi komið þaðan út, og einhver beðið eftir honum fyr- ir utan“. „Rexford Johnson?" Mærin á glerfjallinu Æfintýr eftir Jörgen Moe. 5. arinnar upp á fjallið, sneri hann við aftur og reið niður. Þenna mann leitst konungsdóttur enn betur á en hinn koparbúna, og hun óskaði einskis eins heitt, og að hann kæmist upp, en þegar hún sá að hann sneri við aftur, kastaði hún öðru gulleplinu á eftir honum. Það fjell nið- ur í stígvjel hans, og um leið og hann var kominn niður á jafnsljettu, sló hann í hest sinn og reið á brott og það svo hratt að eigi sáu menn gjörla hvert hann fór. Um kvöldið, er allir riddararnir voru kallaðir fyrir kon- ung og konungsdóttur, svo koma skyldi í ljós, hvort nokk- ur hefði eplið meðferðis, þá kom einn af öðrum, en allir voru þeir vita gulleplalausir. — Og eins og fyrri daginn kom Páll heim og tók að guma mjög af hve manninum í silfurherklæðunum hefðí gengið vel atrennan að berg- inu. „Ja, það var nú hestamaður í lagi“, sagði hann. Og þvílíkan stólpagrip sem reiðskjóta hans hafði hann aldrei sjeð. ,,Æ, það hefði verið gaman að sjá hann“, sagði Pjetur. „Já, það var nú ekki maður fyrir þig að horfa á, karl minn“, sagði bróðir hans. „En j e g sá hann!“ Þriðja daginn fór allt á sömu leið og fyrri dagana tvo. Pjetur vildi endilega fá að koma með til þess að sjá alla riddarana, en feðgarnir vildu ekki hafa hann fremur en fyrri daginn, og þegar þeir komu að glerfjallinu, var þeg- ar byrjað kapphlaupið, en það var-nú reyndar ekki mikið kapphlaup, því það komst ekki einn einasti tvær álnir upp eftir fjallinu, hvað þá heldur lengra. Allir biðu nú ridd- arans í silfurbrynjunni, en ekkert sást til hans. Að lokum kom þó óunnur riddari á afskaplega stórum og fjörug- um hesti, og var sá í herklæðum úr skýra gulli og stafaði af honum miklum ljóma á alla vegu. Hann reið beint að glerfjallinu og upp það, sem fugl flygi, svo hratt, að kon- ungsdóttir hafði ekki einu sinni tíma til þess að óska sjer, að hann kæmist upp, fyrr en hann var kominn til henn- ar. Og um leið og hann var kominn upp, tók hann þriðja g'ulleplið úr keltu konungsdóttur, svo sneri hann hesti sínum og reið niður aftur, og um leið var hann horfinn, og sáu engir hvað af honum varð. Þegar feðgarnir komu heim um kvöldið, tóku þeir til að þylja yfir Pjetri söguna af því, sem gerst hafði um daginn. Og þeir sögðu frá gullbúna riddaranum, og hjeldu því fram að fríðari og glæsilegri sveinn væri ekki til í heiminum öllurp. Kennari: — Menn borða kjöt ið af dýrunum, en hvað er gert við beinin? Tommi- litli: — Menn skilja þau eftir á diskinum. ★ Hún: — Endar bókin vel? Hann: — Það veit jeg ekki. Það stendur bara, að þau hafi gifst. , ★ Bellmann og Rauðahafið. Margar sögur eru sagðar af skáldinu Bellmann. Hjer er ein þeirra: •— Bellmann hafði gortað af því við konung, að hann væri málari. Konungur var vantrú- aður á þetta og vildi fá sann- anir. Skipaði hann Bellmann að mála för Israelsmanna yfir Rauðahafið á hallarþakið. — En mundu eftir því, sagði konungur, að málverkið verð- ur að vera fullgert kl. 9 í fyrra málið. Bellmann hneigði sig bros- andi og mælti: — Það skal verða, yðar há- tign. Konungur var morgunsvæf- ur og næsta morgunn vaknaði hann ekki fyrr en kl. 11.30. Brá honum þá í brún, er hann sá alt hallarþakið rauðmálað. — Hvað — hvað á þetta að þýða? mælti hann. — Þetta er Rauðahafið, yð- ar hátign, mælti Bellmann. — En hvar er þá ísraelslýð- ur? — Hann fór yfir hafið kl. 9, yðar hátign, mælti Bellmann og brosti. ★ „ \ Konan: — Þu verður að hugga þig við það, Vilhjálmur, að við hittumst aftur. — Æ, vertú nú ekki að ergja mig á banasænginni. ★ Bogga li'tla heyrði pabbá sinn, sem var blaðamaður, eitt sinn segja, að blaðamenn yrðu að vita alt. Hún notaði fyrsta tækifæri til þess að afla sjer fróðleiks. „Pabbi“, sagði hún, „úr hverju dó Dauða-hafið?“ „Það get jeg ekki sagt þjer“. „Pabbi, hvað verður af draurnunum, þegar maður vaknar?“ „Það veit jeg ekki“. „Pabbi, hversvegna setti guð svona mörg bein í fiskana?“ „Það veit jeg ekki, barn“. „Pabbi, hvernig gatstu orðið blaðamaður?“ ★ — Hann segist ekki reykja, ekki drekka og ekki spila fjár- hættuspil. — Nú, hann hefir þá enga ó-. kosti? — Jú, hann hefír einn ókost, en aðeins einn — það er ekki einu einasta orði trúandi af því, sem hann segir. Ung stúlka kemur inn til myndasmiðs. — Jeg þarf að biðja yður að framkalla þessir myndir fyrir mig, en jeg skal segja yður, að sumar þeirra eru baðmyndir og þess' vegna megið þjer til með að lofa mjer því að framkalla þær í myrkri. ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.