Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 12
12 Laugurdagfur 13, maí 1944, Kot & Sall hefir sett upp böð fyrir verkamenn sína ÞAÐ MÁTTI LÖNGUM J)ekkja þá rneun úr, sem unnu að kolavinnu hjer við höfntna. er þeir fóru heim úr vinnu sinni á /kvöldin. En nú er ekki hægt að-þekkja þá frá mönnum, sem jtðra og þrifalegri vinnu stunda, að minsta kosti ekki þá, sem vinriá lijá Kol & Salt h. f. Héf- ir fjelágið látið koma fyrir böð unr fyrir verkamenn sína í hús- -«æði við kolaport fjelagsins, þar sem kolaverkamennirnir þvo sjer og skipta um föt á hverju kvöid i áður en þeir. fara heim. Geir Borg, framkvæmdar- Koö' & Salt, sýndi mjer þessi t)öð-í gærdag. Þeíta er fyrsta baðstofan, sem komið er upp fyr ir verkamenn, sem við höfiiina vinna og voru þau tekin í notk tm- tim jólaleytið í vetur. Japanar hafa nú aai langa hríð bannað öllum erlendum mönnum að koma til Truk, hinu mikla flotavígis síns á Kyrrahafi. Áður en Japanar fengu umráð yfir Truk, leit aðalhöfnin þar þannig út Baðherbergið er inn af kaffi- stöf»r verkamanna. Fyrst er Romið inn í buningsherbergi. klæða verkameiuiirnir sig úr koía-„gallanum“, og fara inn baðklefann. Annað- herbergi er, þar sem þeir þurka sjer eftix baðfð. Öllu er þarna smekklega fyrir komið og svo hreinlegt, að enginn myndi trúa að óreyndu, að það væri baðherbergi kola- vinnumanna. -Verkamenn Koí & Salt eru tnjög ánægðír með „baðhúsið sitt“ og segjast ekki geta hugs- að sjer- að missa það. Enda er þ.ið" munur fyrir mennina, að geta farið eins og „hvítir“ menn. Iieííh til sín að lokinni vinnu. Sumir verkamannanna eiga heiítia í úthverfum bæjarins og iiotetðu þeir mikið strætisvagn <il og frá vinnu. Áður en böðin l:ðmu, var ávalt heldur amast við hinum blökku kolaverka- rnönrium í strætisvögnunum. Eins iig von var til vildí fólk ekkí nudda sjer utan í þá. En nú er þetta breytt. Það er líka mKiíur, segja kólavinnumennirn ir, sð koma heim á kvöldin, 4vreum og strokinn. eða kolsvart ur eiziS og negri og setja heim- áliS á annan endann meðan mað ur var að þvo af sjer-óhreinind- in eftír daginn. Geir Borg sagði, að fyrirtækið vær-i mjög ánægt yfir ,að hafa t:órriií'j þessum böðúm upp fyrir verkamennina. Vinsældir þeirra íoeðal verkamanna sýndu best fJáfcfina, sem á þeim hefði verið. „Flestir okkar verkamenn hafa haldíð trygð við fjelagið í mörg ár“, sagði Geir. „Þessi böð eru lítil! þakklætisvottur til verka- inanna fyrir ötult og gott starf í fjelagsins þágu. Við höfum ekk ert upp á að bjóða fyrir okkar verkamenn nema erfiði og ó- lireinindi við vinnuna. Það er ánægjulegt að sjá, að þessari nýbreytni hefir verið tekið vel og með þökkum“. tJindindissýning Fframh. af 11. síðu. dregið eftir því, að stúkur og hírrdjridisfielög og öll þau fjelög eða fjelagskerfi í landinu, sem láta síg þessi mál varða, láti nefndinni í tje alt, sem hægt er að nota á slíkri sýningu, bæði um starfsemi þeirra og annað, sem máli skiptir. Foramlnjarnar við Tjarnargðtu ROSKINN maður, , Þorkell Bergsveinsson, Hringbraut 67, kom í gær á skrifstofu Morgun- blaðsins og skýrði frá eftirfar- anai í sambandi við fornminja- fundinn við Tjarnargötu. Fyrir mörgum árum (ca. 30 árum) var jeg ásamt fleiri verkamönnum að grafa fyrir grunni húsins við Tjarnargötu 3, sem Haraldur Möller var þá að byggja. Við gröftinn komum við. niður í öskuhaug og náði hann yfir ca. hálfan grunninn til austurs að norðanverðu. Uiidir öskuraugnum var möl. I greftrinum komum við einnig niður á lokræsi, sem var hlaðið úr torfi og grjóti og hellur lagð ar yfir. Hleðslan var greinileg; stefndi lokræsið frá NV og end aði í sorpgryfju, sem einnig var hlaðin úr torfi og grjótL Hjer var einnig hleðslan mjög greini leg og mosinn á toríinu sem grænn. — Enginn athugaði þennan gröft okkar og var þessum fornminj- um umrótað. ★ Hús-það, sem hjer um ræðir, er andspænis þeim grefti, sem nú fer fram vestan Tjarnargötu, þar sem fornminj arnar háfa fundist. Ef gatan yrði grafin upp þarna, myndi vafalaust hægt að finna eitthvað af lok- ræsinu. Hámark hieðsin um Ölfusárbrú VEGAMÁLASTJÓRI hefir ákveðið hámark á hleðslu er fara á um Ölfusárbrú, í einu. Þunginn má vera 6 smálestir og er innifalinn þungi þess far artækis, er flytur hlassið. — Hjer er aðeins um var- úðarráðstöfun að ræða, án þess að nokkuð sjerstakt hafi orðið að, sagði skrifstofustjóri Vega- málaskrifstofunnar blaðinu í gær. Svo $em kunnugt er, er aldur brúarinnar orðinn hár og hún nú farin að láta sig, einkum þó. hin síðari ár, er um hana hefir verið fluttur miklu meiri þungi en nokkru sinni var gert ráð, fyrir. Æskulýðurinn ræðir lýðveldis- niálið - EINS OG áður hefir skýrt frá, efna æskulýðsfjelög bæj- arins til útifundar við Austur- völl Ú morgun, um skilnaðinn við Danmörku og stofnun lýð- vetdis á íslandr. Fundurinn hefsl kl. 2 e. h. Ræður verða fluttar af svöl- um Alþingis og verða ræðu- menn þessir og tala í þessari röð: Kristín . Jónsdóttir, Helgi Sæmundsson, Magnús Jónsson, Gunnar Vagnsson, Rannveig Kristjánsdóttir, Guðmundur Vigfússon, Ágúst H. Pjetursson, Friðfinnur Ólafsson, Friðgeir Sveinsson Jóhann Hafstein og Lúðvíg Hjálmtýsson. Lúðrasveit leikur í upphafi og á milli ræðanna. •— Það þarf ekki að draga í efa, að æska höfuðstaðarins fjölmenn- ir á útifundinum við Austur- i völl á morgun. „Ailir Isiendingar sem einn maður" FUNDUR haldinn af stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands 9. maí 1944 lýsir eindregið fylgi sínu við stofn- un lýðveldis á íslandi, og skor- ar sjerstaklega á alla sjómenn að láta eigi hjá líða að greiða atkvæði með stofnun þess. Eng- inn sjómaður, sem ann ættjörð sinni, má láta ónotað hið ein- staka tækifæri til þess að sýna ættjörðinni fullkominn trúnað. Það sem síðast hefir gerst I þessu máli, á að vera til þess að herða hvern einasta Islending, alHr verða að sitja við sinn keip og herða róðurinn, bæði á sjó og landi. Allir Islendingar ættu að koma fram við þetta einstaka tækifæri sem einn mað ur og ein sál. Glæsilegur árangur atkvæða greiðslunnar skapar þrek og þor, til sigursælla átaka fyrir framtíð íslands. Barnasöfnunin Sainast hafa rúml. 310 þúsund Fræðslumálaskrifstofunni, sem er miðstöð fjáröflunar handa bágstöddum börnum á Norðúrlöndum, hefír nú borist rúmlega 310 þús. krónur. Síð- asla skýrsla söfnunarinnar var birt hjer í blaðinu þann 19. apríl s. 1. Höfðu þá safnast 188 þús. krónur. Þau 122 þús., er borist hafa síðan, eru mestmegnis frá þeim stöðum á landinu, er ekki áð- ur hafa borist söfnunarlistar. Siglufjörður pendj mest 8 þús. krónur. Hinar upphæðirn- ar eru frá 2000 í 7000 krónur. Náftúru lækninga - fjelagið vill fá meira grænmeti Á FUNDI Náttúrulækninga- fjelags íslands ll,* maí sl., var samþykt eftiri'araiuH tillaga. með samhljóða atkvæðum all'ra fundarmanna: „Fundurinn skorar á stjórn fjelagsins að beita sjer af al- efli fyrir því, að inn í lanclið verði fluttav heilnæmar korn tegundir í því ástandi sem þest verður á -kosið“. ' ' Á fundinum flutti Jónas Kristjánsson læknir fróðlegt ei'indi um „matreiðslusýndir. Djörn L. Jónsson lýsti því, hvernig hægt væri hjer á iandi að hafa nýtt grænmeti eða óskemt á borðum alt ár- ið um kring eða mestan hlut.a þess. Yaraforseti skýrði frá því, að Mafstofa f.jela gsins mundi taka til starfa um næstu mán- aðamót. Uinsóknir um fast fæði hafa borist svo margar frá fjelagsmönnum, að lík- lega verður eigi hægt að selja utanfjelagsfólki fæði* og lík- lega verður heldur eigi unt að selja lausar máltíðir, a. m. k. ekki í fyrstu. Þá var einnig frá því skýrt, að fjelagsfólk ætti, kost á hag kvæmum kaupum á nýju græn rneti í sumar, líkt og síðastlið- ið sumar. Bamaspíiali í Hafnarfirði KVENFJELAGIÐ Hringur- inn í Hafnarfirði hefir ákveðið að vinna að því, að koma upp barnaspílala þar á staðnum hið bráðasta. Fjelagskonur eru nú að und urbúa fjáröflun í því skyni, en þegar hafa þær lagt nokkuð f je í byggingarsjóð. Sú er hugmynd fjelags- kvenna, að spítalinn verði ann að hyort sjálfstæð stofnun eða í sambandi við fyrirhugað fæð ingarheimili þar í bæ. Það. má vera öllum Hafnfirð- ingum míkið gleðiefni, að Kven fjelagið Hringurinn hefir ákveð , ið að vinna að þessu mikla nauð syiijamáli, því bæði er það, að hjer, eins og víða annarsstað- ar, hefir um langt skeið verið tilfinnanleg vöntun á barna- spítala, og engum betur treyst- andi til þess að koma þessu máli í höfn en Hring-konum. — Þær hafa nú um þrjátíu og tveggja ára skeið unnið að mannúðar- og líknarmálum, og er undra- - veri hve miklu þetta fámenna fjelag hefir getað áorkað. Það hefir styrkt fjölda manna til heilsuhælis-dvalar og kostað sumardvöl fátækra og heilsu- lítilla bama í sveit svo hundr- uðum skiftir, enda hafa bæj- arbúar bmgðist vel við fjár- söfnunum fjelagskvenna og met ið hið fórnfúsa starf þeirra að verðleikum, Má fyllilega vænta þess, að þetta kom nú enn betur í ljós en nokkru sinni fyr, yegna góðrar afkomu og fjárhagslegr ar getu bæjarbúa yfirleilt. - Stjórn fjelagsins skipa þess- ar konur: frú Guðbjörg Krist- jánsdóttir, frú Helga Níelsdótt- ir, frú Steinunn Sveinbjarnar- dóttir, frú Valgerður Guðmunds dóttir og frú Sigríður Eyjólfs- dóllir. Caanclr híálnarclrivi rfvwgun ■aj«ii|«ui Jni|J London: -— Tvö sænsk skip. sem höfðu uppi fána Rauða krossins, hafa að sögn tyrk- neska blaðsiiis Yeni Saba, orð- íð fyrir tundurskeytaárásum, er þau vpru á leið frá Grikk- landi til Tyrklands að taka þar matvælafarma, er Tyrkir ætl- uðu að gefa Grikkjum. Áður höfðu skipin farið með farma lil Grikklands. Bæði skipin urðu fyrir tund- urskeytum og löskuðust, en þýsk hcrskip komu á vettvang og drógu þau tit hafna í Grikk- landi, þar sem gert verður við þau til bráðabirgða. Fullnað- arviðgerð>fer fram i Tyrklandi, Áðalfumhir Anglia Aðalfundur Anglia var hald- inn að Hótel Borg í fyrrakvöld. Var hverl sæli skipað á fund- iriúm. Sigurður B. Sigurðsson var endurkosinn formaður fje- lagsins og meðstjórnendur Ein- ar Pjetursson slórkaupmaður, John Lindsay, Sveinbjörn Finns son verðlagsstjóri, Carse ræð- ismaður, Howard Liltle. dr, Cyril Jackson og Hallgrímur Fr. Haligrímsson íorstjóri. Að aðalfundarsl'örfum lokn- um voru skemliatriði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.