Morgunblaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. maí 1944. }n*¥gttstMto TTtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. í Að skerpa skilning og minni ÞAÐ VAR NÝLEGA vikið hjer í blaðinu að þeim end- urteknu tilraunum Tímans, er af og til verður vart, að rifja dýrtíðarmálin og ganga þeirra fyrr og siðar upp í því ljósi, er sýndi Framsóknarflokkinn engilhreinan og saklausan sem lamb, en Sjálfstæðisflokkinn illa hött- óttan og ataðan, fyrir afsikfti sín af þessum málum. Var þessi iðja Tímans tekin til athugunar og rifjaðar upp nokkrar staðreyndir málanna, er gerðu hlut Framsókn- arflokksins allt annan en Tíminn vildi ver-a láta. Þessar fáu staðreyndir hafa komið Tímanum óþægilega og verður ritstjórinn allsendis flumósa, er hann grípur til andsvara, enda flýr hann í „víðavangs“-dálk blaðsins með harmakvein sín, en dálkur sá í blaðinu er þektastur undir nafninu „sorprennan“, enda eru að jafnan engin göfugmenni, er í hann rita. Annars var á það bent hjer, í sambandi við lausn dýr- tíðarmálanna, að það væri áreiðanlega minstur vandi að setja fram hin sjerstæðu flokkssjónarmið varðandi dýr- tíðarmálin. Hitt væri allur vandinn að'sameina og sam- ræma sjónarmið flokkanna til sameiginlegra átaka. — Sjálfstæðisflokkurinn hefði litið svo á, að líkurnar til sam- einingar væru því meiri, sem minna kapp væri á það lagt áð flagga með sjersjónarmiðunum. Hinsvegar hefði Fram- sóknarflokkurinn hugsað meira um að stíga rokk flokks- hagsmunanna og reka harma sinna á öðrum flokkum, eft- ir óhagstæð úrslit í síðustu alþingiskosningum. Tíminn biður nú um, að nefnd sjeu dæmi þess, að Framsóknarflokkurinn hafi sint lítt um að koma á „alls- herjarsamtökum“ um lausn vandamálanna, og segir, að flokkurinn hafi „alltaf lýst sig reiðubúinn til slíkrar sam- vinnu“. Ennfremur þykist Tíminn ekki skilja það al- kunna hugtak, þegar talað er um „hefndarpólitík“ Fram- sóknarflokksins eftir síðustu breytingar á kjördæmaskip- uninni. Hjer verður að koma gleymnum og skilningssjóum rit- stjóra Tímans til hjálpar. Hann heldur e. t. v. að það hafi verið að lýsa sig reiðu- búirrn til allsherjarsamtaka, er Hermann Jónasson fór á stúfana í Tímanum fyrir haustkosningarnar 1942, til þess að flytja þann boðskap, að nú ylti á öllu að Framsókn, Kommúnistar og Alþýðuflokkurinn tækju höndum saman til stjórnarstarfs, sem hann að vísu „kamófleraði“ undir slagorðinu um samstarf „verkamanna og bænda“. Menn minnast þess einnig, að átökin voru ekki sterkleg hjá Framsókn í 8-manna nefndinni eftir kosningarnar, er Sjálfstæðisflokkurinn hafði stungið upp á, að mynduð yrði til þess að freista þess, að koma á allsherjar sam- starfi flokkanna. Enda spratt upp úr afstöðu Framsókn- armannanna í þeirri nefnd sá tvískinnungur, er síðan hefir leitt til þess, að Jónasi Jónssyni hefir verið sparkað sem formanna flokksins, en Hermann Jónasson tekið við, til þess, eins og túlkað hefir verið í Alþýðublaðinu, að herða gönguna til „vinstri“. Og svo er það „hefndarpólitíkin“. Hvernig vilja menn t. d. skýra það, er Framsóknarflokkurinn greiddi ekki atkvæði með stjórnarskrárbreytingunni varðandi sjálf- stæðismálið á sumarþinginu 1942, og Hei”mann Jónasson ljet meira að segja svo um mælt, að „stjórnarforusta“ Sjálfstæðismanna í því máli skapaði þjóðinni „smán o{[ vanmat í augum erlendra manna“? Þessi stjórnarskrár- breyting hefir þó síðan markað sporin að þeim áfanga, sem nú er verið að stíga, enda eftir á fylgt af Framsókn- arflokknum sem öðrum. Eins og sakir standa verður þetta að nægja til örfunar Tímaritstjóranum og reyna að skerpa betur skilning sinn og minni. Að lokum vill svo Mbl. halda enn fram þeirri fyrri skoðun, að heppilegast sje að einbeita nú kröftum allra 1 að viðfangsefnum líðandi stundar, en gera sjer minna far um að rifja upp eldri væringar í ljósi flokkshagámunanna. Ferming í dóm- kirkjunni Ferming í Dómkirkjunni í dag kl. 11. (Síra Bjarni Jónsson). Drengir: Ásgeir Pjetursson, Grettisg. 41. Bogi Th. Melsteð, Freyjug. 42. Finnur Stephensen, Bröttug. 6. Halldór Thorsteinsson, Rauð. 36. Haraldur Hagan, Lauf. 12. Haraldur Sveinbjörnsson, Fram- nesveg 56 A. Helgi Elíasson, Ásvallag. 51. ísak Örn Hringsson, Hrfngbr. 178 Jón S. Bjarnason, Miðtún 30. Leifur Friðleifsson, Lindarg. 60. Leifur Hannesson, Hverfisg. 12. Matthías Jóhannesson, Hávalla- götu 49. . Ólafur Jón Ólafsson, Garðastr. 39. Reynir Guðlaugsson, Guðrúnar- götu 2. Sigurður Jónsson, Nýlendug. 4. Snorri Karlsson, Hrefnug. 2. Tryggvi Eyjólfsson, Smyrilsveg 28. Þorsteinn K. Friðriksson, Tún- götu 34. Þór Heimir Vilhjálmsson, Grund- arstíg 24. Stúlkur: Anna Þóra Thoroddsen, Reyni- mel 27. Ásta Guðbjörg Hansen, Hverfis- götu 123. Auður Kristjánsdóttir, Ránarg. 21. Dóra Friðleifsdóttir, Lindarg. 60. Elinbjörg Hulda Eggertsdóttir, Tjarnarg. 30. Guðlaug Pjetursdóttir, Sogabl. 17 Guðrún Margrjet Jóhannsdóttir, Fjólug. 25. Helga Ingibjörg Pálsdóttir, Ás- vallag. 37. Hjördís Einarsdóttir, Skúlag. 58. Hulda Pálína Matthíasdóttir, Traðark. 6. Inga Einarsdóttir, Bergst. 24 B. Ingibjörg Jóna Gunnlaugsdóttir, Hávallag. 20. 'lngibjörg Jónsdóttir, Hávallag. 13. Ingibjörg Magnúsdóttir, Fram- nesveg 30. Margrjet Björg Þorsteinsdóttir, Hverfisg. 58 A. Ólöf Margrjet Einarsdóttir, Ei- ríksgötu 35. Sigríður Bára Sigurðardóttir, Mjölnisholt 10. Sigrún Erna Jónsdóttir, Hverfis- götu 76. Sólveig Jónína Jóhannsdóttir, Pósthússtr. 13. Þórunn Ingibjörg Friðfinnsdótt- ir, Nýlendug. 16. Með sprengju í sljellnu London í gærkveldi: — Amerískt flugvirki, sem gerði árás á Þýskaland í gær, kom heim með ósprungna sprengju í stjelinu. Var sprengj unni varpað úr annari amerískri flugvjel, sem flaug nokkru hærra og lenti á stjeli hinnar. Festist sprengjan þar, en sprakk ekki. Áhöfnin varð þess^t vör, og flugforinginn var lengi á báð um áttum, hvort flugmenn hans skyldu varpa sjer út úr flugvjelinni, eða reyna að koma henni heim. Tóku þeir síðari kostinn. En þótt lendingin tæk- ist að óskum, var flugstjórinn fölur, er hann steig út og sagð- ist aldrei hafa vandað sig eins að lenda á æfinni. — Reuter. \J(lverji ilrij^c ar: Úfr dacj fecjci lífinu Fánunum fjölgar. MÖRGUM MÁLUM og tillög- um, sem fyrst hafa verið borin fram hjer í þessum dálkum, hef- ir verið vel tekið hjá almenningi. En ekkert mál hefir fengið al- mennari undirtektir en fánamál- ið. Það er ekki meira en rúmlega eitt ár síðan fyrst var farið að ræða um það hjer í dálkunum, að við íslendingar ættum að sýna þjóðfánanum nieiri virðingu en alment væri gert. Síðan hafa önnur blöð tekið undir þetta mál. Tillaga hefir verið borin fram um það á Alþingi og fjöldi fjelaga víðsvegar um land hafa tekið fánamálið upp og gert á- lyktanir um það. Alt þetta hefir orðið til þess, að ný vakning hefir farið um landið í fánamálinu. Menn kepp- ast um að fá sjer fánastengur og fána. Það verður gaman að sjá fánadýrðina í bygð og í bæ á lýð veldishátíðinni. En það er ekki nóg að koma sjer upp flaggstöng og fánum. Það eru sjerstakar reglur, sem fara verður eftir um meðferð fánans. Það á ekki að láta fána fanga uppi eftir sólsetur. Það er óvirðing við þjóðfánann og þegar það er gert, er fánanum gefið nafn, sem ekki er prenthæft. Sjerstaklega verða þeir, sem eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, að sjá um að brjóta ekki velsæmi i þessuxn efnum. Skal ekki farið lengra út í það mál að sinni. En komi það fyrir æ ofan í æ, að íslenski fáninn sje látinn hanga um nætur á opinberum byggingum eða hálf opinberum byggingum, hjer í hjarta bæjar- ins, verður ekki komist hjá því að benda á, hvaða byggingar það Fánastengur í skraut- görðum. ÞAÐ VAR húseigandi að rabba við mig í gær um fánamálið. Hann sagði mjer, að sjer þætti svo leiðinlegt að geta ekki sett upp fánastöng á húsi sínu fyrir lýðveldishátíðina. ,,En hús mitt er þannig bygt, að það eu alveg ómögulegt að komai fyrir fána- stöng á því“. „En því setur þú ekki fána- stöng í garðinn þinn?“ spurði jeg. Mjer var kunnugt um, að þessi maður hefir ljómandi fal- legan skrautgarð umhverfis hús sitt, sem hann hefir stundað með kostgæfni undanfarin ár. Þetta hafði honum ekki dottið. í hug. En vitanlega er ekkert hægara en að koma upp flagg- stöngum í görðum. Það getur oft verið fult eins skemtilegt og flaggstengur á sjálfum húsun- um. í garði einum hjer í bænum sá jeg flaggstöng í gær, sem nýlega hafði verið reist. Undirstaða stangarinnar hafði verið steypt úr steinsteypu, en eigandinn, sem er gamall og virtur borgari þessa bæjar, hafði látið flytja allstóran stein, sljettan af brimbarningi, og sett hann við flaggstöngina. Er hann ekki ólíkur bautasteini. En það, sem vakti sjerstaka at- hygli mína í þessu sambandi og sem gerir steininn dýrmætari í augum eigandans, er það, að þetta er steinn úr fjörunni, þar sem maðurinn veiddi fisk frá landi, er hann var unglingur. Hann var vanur að standa á þess um steini við veiðarnar. **• ♦% *!• bæjarráðs um gamla bæjarfógeta garðinn, eða kirkjugarðinn við Aðalstræti. Hefir fjelagið hjer tekið upp tillögur, sem bornar voru fram hjer í dálkunum í vet- ur. Var þar lagt til, að hin leiða og ljóta trjegirðing umhverfis garðinn yrði rifin og komið væri upp friðsælum og fellegum lundi í hjarta bæjarins. Það er gleðiefni, að fjelagið skuli hafa tekið upp þetta mál og gera má ráð fyrir, að tillögum fjelagsins verði sint og ekki verði tafið að hefja framkvæmdir sem fyrst. En garðurinn þarf að fá nafn og virðist það liggja beint við, hvaða nafn á að gefa garðinum. Fræðimenn benda á, að ailar lík- ur sjeu til, að fyrsti landnáms- maður íslands og fyrsti Reykvík- 'ingurinn, Ingólfur Arnarson hafi bygt sjer bæ þarna í kvos- inni undir Landakotshæðinni. Það er einmitt þessa dagana ver- ið að grafa fyrir húsgrunni á þess um slóðum og þar hafa fundist margar fornmenjar. Er ekki ólík- legt, að þær sjeu einmitt úr búi Ingólfs. Væri nú ekki alveg tilvalið að. skíra hinn nýja almennings- skrautgarð í höfuðið á frum- byggja Reykjavíkur og kalla hann „Ingólfslund11 eða „Ingólfs- garð“? Fornmenjagröftur. I SAMBANDI við fornrnenjar þær, sem fundist hafa við grunn- gröftinn við Tjarnargötu hgfir það komið í ljós, að fyrir 30 ar- um er verið var að grafa fyrir öðrum húsgrunni á þessum slóð- um, var komið niður í fornmenj- ar. Gamall verkamaður segir frá þessu í Morgunblaðinu i gær. Við þetta vaknar sú spurning, hvort ekki sje sjálfsagt að at- huga betur þetta svæði en gert hefir verið og láta það ekki vera undir tilviljun komið, hvort nokkurntíma eða aldrei koma í „Ingólfslundur“. REYKVÍKINGAFJELAGIÐ hefir'gert ákveðnar tiilögur til ! dagsins ljós þær fornmenjar, sem kunna að liggja þarna í jörð. Væri ekki alveg sjálfsagt að grafa upp Tjarnargötuna til að ganga úr skugga um, hvort meira er þarna af fornmenjum frá dög- um fyrsta landnámsmannsins. Fræðimenn okkar á sviði forn- ’menja ættu að geta gert tillögur í þessu efni og væri þá sjálfsagt að fara eftir þeim. • „Brennið ruslið og bætið andrúmsloftið'*. UNGUR REYKVÍKINGUR skrifar mjer um ruslið og eyð- ingu þess. Hann bendir rjettilega á, að almenningur geti hæglega Ijett undir með sorphreinsuninni í bænum með því að brenna rusli í miðstöðvarofnufn sínum, í stað þess að fleygja brjefarusli og öðrum úrgangi, sem hægt er að brenna, í öskukassana. Það sje fyrir framtaksleysi manna, að á- standið sje eins og það er. Fólk geri sjer ekki ljóst, að hægt er að brenna næstum öllum úrgangi í miðstöðvunum, eins og gert var áður en hitaveitan kom. Þetta sje fyrirhafnarlítið, sje það gert reglulega. En í stað þess að al- menningur hjálpi sjer sjálfur, I sje alt heimtað af yfirvöldum bæjarins. Þessi ungi brjefritari vill, að blöðin birti iðulega þessa upp- hrópun til almenrúngs: „Brennið rusiið og bætið andrúmsloftið". Það geti haft sömu áhrif og t. d. upphrópunin: „Notið sjóinn og sólskinið“, sem hamrað var á hjer um árið og hafði mikil áhrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.