Morgunblaðið - 17.05.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 17.05.1944, Síða 1
81. árgangur. 108 tbl. — Miðvikudagur 17. maí 1944 Xsafoldarprentsmiðja h.í. Bússar í þann veg al hefja súkn London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRJETTARITARAR í RÚSS- LANDI telja, að ekki líði á löngu þar til Rússar hefji á ný sókn og þykir margt benda til þess. Þjóðverjar segja sjálfir, að ný sókn sje yfirvofandi, en viðurkenna, að ekki sje hægt að gera sjer neina hugmynd um, hvar sú sókn verði. Orust- ur hafa blossað upp á ýmsum stöðum meðfram allri víglín- unni. Rússar senda könnunar- sveitir til að reyna að ná í fanga og' Þjóðyerjar hafa gert márgar tilraunir til að senda njósnara aftur fyrir víglínur Rússa. Hafa þær tilraunir þó ekki hepnast vel, því njósnar- arnir hafa fljótt þekst. Sumir spá því, að aðalsókn- in verði við Karpatafjöllin á suðurvígstöðvunum. Hafa Rúss ar gért þar miklar loftárásir úndanfarið á birgðastöðvar og flutningaleiðir Þjóðverja. í lierstjórnartilkynningu Rússa segir, ,,að engar breyt- ingar hafi orðið á vígstöðvun- um í dag“. Sagt er frá mikilli loftárás á járnbrautarstöðina í Polotosk, þar sem miklir eldar eru sagðir hafa komið upp og miklar sprengingar. Kínverjar sækja inn í Burma Chungking í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. KÍNVERSKAR hersveitir sækja fram til móts við her- sveilir Joseph Stillwells í Burma. Þær sækja fram fyrir veslan Salweenfljót og fyrir sunnan kínverska hluta Burma brautarinnar. / Kínverska herstjórnartilkynn- ingin. í kínvéi'sku hersljórnartil- kynningunni í dag segir svo: „Allar hersveitir vorar fyrir veslan Salweenfljót hjeldu á- fram^ sóknaraðgerðum sínum 14. og 15. maj. A norðurvíg- slöðvunum brutust hersveitir vorar gegnum Maimienskarð og að Schwelefljóti. Þar fyrir sunnan, í grend við Tatungtze voru japanskar her- sveitir umkringdar. Manntjón Japana var meira en helmingi meira en okkar. Hongmoshu var tekin með áhlaupi. A suðurvígstöðvunum tóku hersveitir vorar, með aðstoð 14. flugsveitarinnar. Pingka og hrekja Japani vestur í áttina til Singla“. ÞJÓÐVERJAR Á ÍTALÍU HÖRFA TIL „HITLERLINIiNNAR 46 Hörð loftárás á Ludvigshafen LONDON í gærkvöldi: Bresk- ar Mosquito-flugvjelar gerðu haroa loftárás á Ludvigshafen í Rínarlöndum í nótt sem leið. Var varpað þar niður mörgúm 4000 punda sprengjum og komu upp miklir eldar í þess- ari þýðingarmiklu iðnaðarborg. Breskar flugvjelar gérðu loftárásir á aðra staði í suð- vestur Þýskalar.di í nótt, og tundurdufl voru lögo á skipa- leiðir Þjóðverja. í næturárás- unum mislu Þjóðverjar fjórar flugvjelar. Loltárásir á England. Se^c þýskar flugvjelar voru skotnar niður yfir Englandi í nótl. Gerðu Þjóðverjar árásir á fimm borgir í Suður-Englandi og varð af nokkurt tjón. Þýsku flugvjelarnar virtust eins og áður hafa verið í könn- unarflugi yfir Englandi. íslensk listaverk í amerísku fímariii AMERÍSKA tímiritið „Vict- ory“, sem er útbreitt um allan heim, birtir nýlega myndir af nokkrum íslenskum málverkum í eðlilegum litum, myndir frá listasafni Einars Jónssonar og myndir frá listsýningunni, sem haldin var í Listamannaskálan- um í fyrra. Meðal þeirra málverka, sem ritið birtir myndir af, eru verk eftir Jóhannes Kjarval, Jón Þor leifsson, Gunnlaug Blöndal, Svein Þórarinsson og Asgrím Jónsson. Með myndunum er stutt grein um íslenska list. í Moskva heilsa þeir vel að hermannasið. London í gærkveldi —: Þing- maður úr Verkamannaflokkn- um spurði Churchill forsætis- ráðherra að því á þingi í dag, hvort það væri ekki óþarfi fyr- ir hermenn, sem væru í leyfi frá herbúðum, að heilsa að her- mannasið í hvert sinn, sem þeir gengju framhjá liðsforingja á götu. ,,Nei“, sagði Churchill. Þetta er virðingarmerki við foringja konungs og agaatriði innan hei’sins. „Jeg hefi hvei’gi sjeð betur heilsað að hermannasið en á götunum í Moskva“, bætti Churchill við. — Reuter. Hjúkrar á Ítalíu Amerískar hjúkrunarkonur fylgjast íneð herjunum víða um heim. Hjer sjest ein af þeim fyrstu, sem tók til starfa á Anziosvæðinu, eftir að banda- menn gengu þar á land. Stríðsútgjöld Brefa Í4.7 milj. stertings- pund á dag LONDON í gærkv.: — Breska þingið samþykti í dag 100.000.000 sterlingspunda aukafjárveitingu til hernaðar- útgjalda ríkisins. Sir John Anderson fjármálaráðh. sagði við þella tækifæri, að hann gerði ráð fyrir að þessi fjár- veiting myndi duga þar til í ágústmánuði n.k., en þá yrði að fara fram á nýja fjárveitingu. Fjármálaráðherrann skýrði frá því, að dagleg hernaðarút- gjöld breska ríkisins næmu nú 14,7 miljónum sterlingspundá á dag’. Á s.l. ári námu útgjöldin um 13 miljón sterlingspundum að jafnaði á dag. —Reuter. Eldsvoði í Cairo. CAIRO —: Mikill eldsvoði hefir orðið hjer í borginni. Brunnu meðal annars miklar kornbirgðaskemmur. Egypska stjórnin hefir lýst því yfir, að þrátt fyrir þetta muni ekki koma til neins kornskorts Frakkar hafa rulst gegnum „Gustav“ varnarvirkin FRANSKAR IIERSVEITIR, sem sækja fram á Italíu hafa ruðst gegnum Gustavlínuvirkin þýsku, sótt fram yfir Ausente-dalinn, eftir að þeir höfðu teki'ð Fammerafjallið, sem er sem er 3500 feta hátt og eni nú komnir að hinni svonefndu „Adolf-IIitler varnarlínu" Þjóðverja. Þessar frönsku hersveitir eru nú eina 3 km. frá bænum* Esperia, sem eitt af sterkustu varnarvirkjum „Hitlerlínunnar". Var skýrt frá því í Rómahorgarútvarpinu í kvöld, að Þjóðverjar hefðu hörfað norðvestur af Spigno, sem er við Hitlerlínuna. Minjarnar vil Tjarnargötu Nýir fundir ENN HAFA FUNDIST fornir munir í húsgrunninum við Tjarnargötu, að því er þjóð- minjavörður skýrði blaðinu frá í gær, svo sem vaðsteinar, hag- lega gei’ður steinlampi, bolla- steinn, hlein með móti til þesá að sleypa í því silfurhnappa. •— Var hlein þessi grynnra í jörð en hinir munirnir. Yst í grunninum fannst stór hella, alveg niður í möl, sem líklega hefir verið dyrahella, þ. e. innan við dyrnar í stóarhús- inu. Undir hellu þessari var talsvert af beinum, m. a. hross- bein. Lokræsið, sem minst var á hjer í blaðinu, að fundist hefði í húsgrunni austan við götuna var ekki likt því eins djúpt í jörð og munir þeir, sem nú hafa fundisl. Hafa menn í þess- um grunni orðið varir við sama ræsi, og' sjest greinilega hæð- armunurinn. Þegar greftri þessum er lok- ið, og búið að athuga alla muni þessa og hreinsa þá, hefðu bæjarbúar gaman af að fá tækifæri til þess að sjá þá alla saman. Ætti að mega sýna þá í rúmgóðum búðarglugga. Ekkert heiðursmerki fyrir herþjónustu á íslandi. BRESK BLÖÐ skýra frá því, að breskir hermenn, sem voru í herþjónustu á Islandi á árun- um 1940—1943, fái ekki rjett- indi til heiðursmerkisins, sem veitt er fyrir herþjónustu 1939 —1943, og sem nefnt er „1939 —1943 stjarnan“. Framsókn allra hersveita hefir gengið vel á Ítalíu, þegar tekið er tillit til hins erfiða landslags á þéssum slóðum. Frönsku hersveitirnar hafa t. d. ekki sótt fram meira en 9 km„ ef reiknað er í beinni línu, en Frakkar hafa raunverulega sótt fram um 30 km„ þegar tek ið er tillit til krókaleiðanna, sem þeir hafa orðið að fara. Áttundi herinn breski sækir fram fyrir norðvestan Frakka og er nú kominn að borgarhlfð um Via Cassilina, eftir að hafa farið framhjá Cassinoborg. Miklir bardagar um þjóðveginn til Róm. Miklir bardagar hafa staðið um aðalveginn til Rómaborg- ar. Hafa Þjóðverjar lagt aðal- áþersluna á að verja þenna veg, en bandamenn hafa náð hluta af honum á sitt vald. Hafa Þjóðverjar sent fram fallhlífa- hersveitir og skriðdreka til að verja veginn. Hefir Kesselring marskálkur teflt fram sínum bestu skriðdrekum, „Mark IV“ og „Mark III“. Um 7 km. fyrir neðan Cassino hefir 8. herinn br'éikkað brúarsporð sinn, sem nú er um 5 km. breiður. Við Garigliano-fljót hafa Þjóðverjar gert gagnáhlaup gegn hersveitum Bandaríkja- manna, en þeim hefir öllum verið hrundið. 10. her Þjóðverja, sem er undir stjórn Heinrich von WRtinghof hershöfðingja hefir goldið mikið afhroð í bardög- unum. Sótt niður í Liri-dalinn. Franskar og amerískar her- sveitir, sem hafa náð öllum Aausentedalnum á sitt vald, hafa nú byrjað að sækja niður í Lire-dal og orðið þegar nokk- uð ágengt. Frönsku hersveitirnar, sem í gær tóku San Giorgio, náðu einnig nálægum þorpum, Cresta Santa Lucia og Leforche á sitt Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.