Morgunblaðið - 18.05.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 18.05.1944, Síða 1
31. árgangur. 109. tbl — Fimtudagur 18. maí 1944 líafoldarprentsmiðja h.f. El hefii míim HÁLFA MILJÓN TBL I Fralkkar segfa allan herinn hafa dvaiið við skip sín á viky Alhygiisvsrð ummæli Pðrísarúfvarpsins London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. JEAN HAROLD PÁQUIS, hernaðarsjerfræðingur Par- ísarútvarpsins, sagði í erindi í útvarpið í kvöld; þar sem hann ræddi um innrásina: „Fregnir frá hlutiausum löndum hafa leitt í ljós í dag, að Eisenhower hershöfðingi hafi nú 50 herfylki (rúmlega 400.000 manns) og 80.000 fallhlífachermenn í Suður-Eng- landi, reiðubúin til innrásar. Skip þau, sem flytja eiga mannfjölda þenna yfir Ermarsund, eru af öllum möguleg- um tegundum, flutningaskip, innrásarskip, togarar, fiski- skútur, vjelbátar og liggur nú öll þessi skipamergð í höfn- um Suður-Englands, sjerstaklega í Bristol og höfnum þar í grend, en ekki er enn vitað, hvar herskipaflotar banda- manna halda sig“. „Innrásarherir bandamanna hafa nú verið við þá staði, þar sem þeir eiga að stíga -á skip, í heila viku, • og allt bendir til þess að innrásin verði hafin fyrr en búist er við“. ,,Það er ómögulegt að segja nákvæmlega fyrir um þann tíma, er innrásin hefst, en varnarherir Þjóðverja eru fullkomlega reiðubúnir til að taka á móti, svo Eis- enhower mun ekki koma að Rommel óvörum. —- Og á meðan geisa ógurlegar or- ustur í Ítalíu. Lítur út fyrir að þær verði úrslitadrjúgar í stvrjöldinni“. Þýskar fregnir herma, að Rommel sje nú að athuga virlcin á Atlantshafsströnd- um og sje vel ánægður. Þá segja Þjóðverjar, að virkin sjeu svo sterkbygð, að þau saki lítt eða ekki, þótt sprengjur komi beint á þau, eins og hafi sýnt sig í loft- árásum undanfarnar vikur. Bevan læiur undan London í gærkveldi. Aneurin Bevan, hinn upp- reistargjann þingm. breska \'erkamannaf]okk,sins, hefir nú lát-ið undan og ritað flokks- stjórninni brjef, þar sem hann lofar að hlýðnast skipunum liennar í framtíðinni. Ilafði stjórn flokksins gefið honurn viku frest, til þess að lofa þessu skriflega, eða verða rekinn úr flokktnun að örð- uin kosti. Brjef Bevans Barst í dag. — Reuter. (Fregn í blaðinu í gær uyi það, að það væri Ernest Bevin verkamálaráðherra, sem ætti í deilum við flokk sinn, var á misskilningi bygð). London í gærkveldi. í DAG hafa flugvjelar banda manna ekki farið til árása á meginland Evrópu, vegna þess, að veður hefir verið mjög ilt, norðaustan stormur og sjó- gangur á Ermarsundi og skygni mjög vont. í nótt sem leið voru gerðar nokkrar smáárásir á ýmsa staði í Þýskalandi. Engar þýskar flugvjelar voru yfir Bretlandi. — Reuter. Flugvirki hrapar í Genlofte í ÚTVARPI á íslensku frá Berlín í gærkveldi var frá því skýrt, að nýlega hefði amerískt flugvirki, fullhlaðið sprengj- um, hrapað til jarðar í danska bænum Gentofte, sem, eins og kunnugt er, er ein af útborgum Kaupmannahafnar. Sprungu allar sprengjur f.lugvjelarinn- ar^ er hún kom niður, og varð mjög mikið tjón á húsum og mönnum, að því er fregn þessi hermdi. Frakkar nálgast Ádolf Hitler virkin SuSurhlufi Gusiav-virkjenna í hönd- um bandamanna. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HERIR BANDAMANNA hafa nú rofið og tekið suð- urhluta Gustaf-virkjasvæðisins, og sækja fram þaðan á- leiðis að næstu varnarstöðvum Þjóðverja, Adolf Hitler- virkjunum á þessum slóðum og eru fremstu sveitir banda manna um 10 km frá þeim. Allur norðurhluti Gustaf- virkjanna er enn á valdi Þjóðverja og órofinn, einnig Cassino og næstu stöðvar við þann bæ. Orustur eru harð- astar í Liri-dalnum. Bandamenn hafa víkkað forvígi sitt við Rapido. London í gærkveldi. FUNDI FORSÆTISRÁÐ - HERRA þresku samveldisland- anna lauk hjer í kvöld og flutti Churchill ræðu við það tæki- færi. Mælti hann á þessa leið: „Vjer vitum ekki, hve langt stríðið verður. Vjer vitum ekki, hve lengi oss verður neit- að um sigurinn, eða hvaða þrengingar Vjer verðum að biðja þjóðir vorar að leggja á sig, en eitt erum við algjörlega vissir um, að þær geta staðist allar eldraunir, sem fyrir þær kunna að koma, hve langvinn- ar og þungbærar, sem þær kunna að verða, og eftir að þær eru um garð gengnar munum við viðhalda sambandi þjóða vorra og að vjer munum eiga mikinn skerf í því að leiða þjóð irnar út úr því myrkri þján- inga, sem þær ráfa nú í, eins mikinn eins og vjer höfum átt í þeirri baráttu, sem nú hefir bráðum verið háð í fimm ár“. Hinir forsætisráðherrarnir fluttu einnig ræður, sem mest fjölluðu um eflingu og sam- heldni breska heimsveldisins. — Reuter. Breskar flolaflug- vjelar ráðasl á stöðvar í Noregi London í gærkveldi. BRESKA flotamálaráðuneyt- ið tilkynti í dag, að breskar flugvjelar af flugvjelaskipum, sem varin voru af herskipum breska heimaflotans, hefðu í dag gert árásir á skip Þjóð- verja við Noregsstrendur og olíugeymslur og aðrar stöðvar á lahdi um 160 km. fyrir norð- an Bergen. Þetta voru Hellcat og Wild- cat flugvjelar og löskuðu þær tvö meðalstór skip og e. t. v. fleiri. Einnig tvo vopnaða tog- ara. Skotnar voru niður,9 þýsk ar flugvjelar, en Bretar mistu 5. — Einnig var ráðist á olíu- geyma og lýsisverksmiðjur. — Foringi leiðangursins var á beitiskipinu Royalist. — Ekk- ert bresku herskipanna sakaði. Þjóðverjar búast við sókn við Anzio London í gærkveldi. ÞÝSKIR herfræðingar láta í' ljós þá skoðun í útvarpi í kvöld, að bráðlega megi búast við mikilli sókn af her banda- manna á landgöngusvæðinu við Anzio. Segja þeir heri bandamanna þar hafa haldið uppi ógurlegri fallbyssuskot- hríð í nokkra daga, og margt annað bendi til þess, að sókn þaðan„sje í aðsigi. — Reuter. Rússlandsfari svifl- ur enibætti Spi'ingfield, Massachusetts í gærkveldi. FYRIR nokkru fór kaþólski presturinn Orlemanski, sem hjer er starfandi, til Moskva og var þar um tíma. Er hann kom aftur, var honum vikið úr starfi af kaþólska biskupnum hjer. Orlemanski, sem nú er veikur, hefir ritað biskupnum og lofað að skifta sjer ekki framar af málefnum, sem ekki geti samræmst reglum og kenn ingum kaþólsku kirkjunnar. — Fregnin er sögð hafa vakið mikla athygli í Moskva, og tal- ið, að atburður þessi muni ekki bæta samkomulag rómversk- kaþólsku kirkjunnar og Sovjet ríkjanna. — Reuter. Fyrir norðan Cassino hafa engar breytingar orðið, og eru varnir Þjóðverja þar órofnar með öllu. — Áttundi herinn á örðugt um framsókn, en hefir þó fært út forvígi sitt þannig, að það er nú um 5 km á breidd og eru stöðugt meiri hergögn færð yfir ána. Þeir, sem komnir eru næst Hitlervirkjunum, eru Frakkar, en amerískar hersveitir eru um 16 km frá þeim. Þjóðverjar verjast af miklum móði í öll- um Gustaf-virkjunum frá Cass ino til vesturstrandarinnar. I Liridalnum hafa Banda- menn haldi uppi ákafri stór- skotahríð, og síðan háð harð- ar orustur í návígi. Hafa Þjóð verjar fengið liðsauka á þess- ar slóðir og verjast af mestu hörku. Segja Þjóðverjar að orusturnar á Ítalíu nú, sjeu líkastar hinum mikln varnar- orustum í fyrri heimsstyrjöld. Fregnritarar segja, að hröð sókn sje ekki möguleg, jafn- vel þótt Glistafvirkin hafi ver- ið rofin, vegna landlags og flutningserfiðleika. Flugvjelar Bandamanna hafa aðstoðað landherinn mikið í dag. Þjóð- verjar verja af mikilli hörku veg einn. sem harist hefir ver- ið um í allan dag. LcílGrusliii ylír Danmörku í gær London í gærkveldi. NOKKRAR Mustang orustu- flugvjelar fóru í árásarleiðang ur til Danmerkur í dag og lentu þar í loftorustum. Skutu þær niður 7 þýskar flugvjelar, en tvær Mustang-flugvjelanna komu ekki aftur. Mustangflug- vjelar hafa ekki sprengjur meðferðis. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.