Morgunblaðið - 21.05.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.1944, Qupperneq 1
81. árgangur. 111. tbl. — Sunudagur 21. maí 1944 Isafoldarprentsmiðja hi. Herðum kjörsóknina, Reykvíkingar I Þátttakendur í gær aðeins 44% IJNGIR OG GAMLIR komu til að greiða atkvæði í gær. Þessi mynd var tekin í gærmorgun við gangstíginn fyrir norðan barnaskólann. A myndinni sjest meðal annars blindur maður, sem sjálfur vildi fara á kjöríund cg greiða atkvæði. Margir hreppar skil- uou 100% í gær! FREQNIR ÞÆR, sem bárust utan af landi í gær — íyi'.sta kjördaginn —■ voru allar á cinn veg, að þátttakan í átkvæðagreiðslunni væri mjög mikil. Vitað var í gær um 11 hreppa, sem höfðu að fullu lokið atkvæðagreiðslunni með 100% þátttöku. Auk þeas voru margir hreþpár á tíunda tugnuni í hlut- fallstölunni, en ætluðu að halda áfrani í dag og freista þess að ná hæstu tölunni — 100%, 100% kjörsókn. Eftirtaldir hreppar höfðu lokið atkvæðagreiðslunni fyrsta kjördaginn, með 100% þátt- töku: Ongulstaðahreppur í Eyja- fjarðarsýslu. Grafningshreppur og Sand- víkurhreppur í Arnessýslu. Klofningshreppur, Hörðu- dalshreppur, Haukadalshrepp- ur og Ilvammshreppur í Dala- sýslu. Svalharðsstrandarhreppur, Ljósavatnshreppur og Tjörnes- hreppur í Suður-Þingeyjar- sýslu. Fjallahreppur í Norður- Þingeyjarsýslu. Kjörsóknin í kaup- stöðunum. Fyrsta kjördaginn var kjör- sóknin í kaupstöðunum út um land sem hjer segir: Framh. á bls. 5. Tito hefir mikla bækisföð á Bari r á llalíu London í gærkveldi. FREGNIR frá Bari á Snður- Ítalíu herma, að þar hafi nú skæruliðar Titos sett á stofn mikla bækistöð, þannig, að þessi bær sje nú einhver mesta bækistöð skæruliðanna utan Júgóslavíu. I Bari sjást bif- reiðar skæruliðanna merktar með hinni rauðu Sovjetstjörnu, þar syngja skæruliðar bardaga söngva sína og stúlkur úr skæruliðaflokkum ganga um strætin í einkennisbúningum. — Fjöldi báta og skipa, sem skæruliðarnir ■ hafa, liggja á höfninni. í DAG! REYKVÍKINGAR! Atkvæðagreiðslan um skiln- aðarmálið og stofnun lýðveld- isins heldur áfram í dag. Hefst kl. 10 árd. í Miðbæjarskóían- um. Eftir daginn í dag verður úr því skorið, hvort Reykvíkingar verða eftirbátar annara í kjör- sókn við lýðveldiskosningarn- ar. Reykvíkingar! Þjer, sem haf ið valið yður bólfestu í Ingólfs- bæ, hvcrnig ætlið þjer að verja ^það fyrir afkomendum yðar, ef þjer gerið eigi skyldu yðar nú? Dagurinn í dag sker úr. Rcykvíkingar munu áreiðan lega gera skyldu sína í dag! Aliir á kjörstað — og kross- ið við hæðí „já“-in á kjörseðl- inum. Leiðbeiningar fyrir kjósend- ur eru prentaðar á bls. 5. Vísitalan 270 HAGSTOFAN og Kauplags- nefnd hafa reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar fyrir maí mánuð. Reyndist hún vera 270 stig, eða fjórum stigum hærri en í aprílmánuði. Hækkun vísi- tölunnar stafar aðallega af hækkun á smjöri, er varð í mánuðinum sem leið, Landgræðsltisjóð- urinn fær 10 þús. króna gjöf í GÆRKVÖLDI tilkynti for- stjóri Olíuverslunar íslands að Verslunin gæfi Landgræðslu- sjóði íslands 10 þúsund kr. — Er þelta stærsta gjöfin, sem sjóðurinn hefir fengið enn. Ekki er hægt að segja, hve mikið safnaðist í sjóðinn í gær því fjárscfnunin fór fram víða. En þegar tillit er tekið til þess, að nýlega hefir einn maður gefið 300 þúsund krónur til skógræklar á Þingvöllum, má vænta þess, að upphæðin, sem kemur í Landgræðslusjóð verði samanlögð allhá. , Fjársöfnunin heldur áfram hjer í bænum í dag. Þeir sjálf- boðaliðar, sem kynnu að vilja aðstoða við söfnunina eru beðnir að gefa sig fram í skrif- stofu Búnaðarfjelags íslands kl. 10—11 árd. í dag. I dag má enginn bregðast! REYKVÍKINGAR verða að sýna í verki í dag, að þeir verða ekki eftirbátar annara landsmanna í kjörsókn við lýðveldiskosningarnar. f gær voru alls greidd hjer í bænum 11934 atkvæði, þar af um 2000 atkv. greidd utan kjörstaðar- Alls höfðu því i gær greitt atkvæði um 44% þeirra, sem á kjörskrá eru- Þetta var oflítil þátttaka fyrsta kjördaginn. • í dag verða Reykvíkingar að reka af sjer sliðru- orðið og mæta á kjörstað — hver einn og einasti kjósandi. HERÐIÐ SÓKNINA í DAG REYKVÍKINGAR! • Minnumst þess, að þið eigið að greiða atkvæði um tvent — og aðeins tvent: 1. Brottfall dans-íslensku Sambandslaganna, og 2- Afnám hins erlenda konungsvalds. Sjerhver sannur íslendingur setur kross framan við bæði „já“-in á kjörseðlinum. Hjeldu að innrásin væri byrjuð Lævísleg blekking Þess varð vart hjer í bænum í gær, að menn voru að reyna- að fá fólk til þess að greiða at- kvæði gegn lýðveldisstjórnar- skránni. Aðferð þessara manna var lymskuleg. Aðferðin var sú, að benda fólki á nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar, 'sem ýmsir hafa verið óánægðir með og reyndu að telja því trú um, að alkvæðagreiðslan snerist um þessi ágreiningsatriði. En þetta er vísvitandi blekk- ing. Atkvæðagreiðslan snýst að- eins iffcn það, hvort stofna á al-íslenskt Iýðveldi á Islandi, eða flytja erlent konungsvald inn í landið. Enginn sannur Islendingur bregst ætllandi sínu á þcssari örlagaríku stund, með því að greiða atkvæði gegn lýðveld- inu. Krossið þess vegna við bæði „já“-in ó kjörseðlinum! Tjarnarboðhlaupið fer fram í dag ANNAÐ Tjarnarboðhlaup Iv.R. fer fram í dag kl. 4 og liefst á Fríkirkjuveginum. 6 sveitir taka þátt í hlaupinn ÞÝSKAR og spænskar út- varpsstöðvar skýrðu frá því í 'fyrrinótt, að innrásin á megin- landið væri byrjuð. Var þess- um frjettum útvarpað í aðeins einni frjettasendingu stöðv- anna. Heyrðist þetta útvarp hjer á landi og varð það til þess ’að í gærmorgun gengu sögur um það í bænum að innréfein væri hafin. , Tilefnið til þessara frjetta- útsendinga munu hafa verið hinar miklu loftárásir, er flug- vjelar bandamanna gerðu á franskar hafnarborgir í fyrra- kvöld og í fyrrinótt. Voru gerð- ar árásir á borgir á allri frönsku strandlengjunni frá Hollandi og suður eftir. Einna hörðust var árásin, sem gerð var á Di- eppe. Er ekki ólíklegt, að Þjóð- verjar hafi haldið að innrásin væri hafin. Mihailovifch myrtur! ZIJRICH í gærkveldi: — Blað Mussolinis, „Regima Fascista“, birtir í dag .þá fregn frá Bel- grad, að skæruliðar úr liði Tit- os hafi myrt Mihailovitch hers- höfðingja. Fregn þessi hefir ekki fengist staðfest af nein- um öðrum heimildum. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.